Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Side 20
var oft pokaiéreft, sirzbútur e'ða heillegt stykki úr notuðum rúm- fatnaði. Þegar búið var að vefja umbúðirnar vel um prjónlesið, voru tekin í þær stög með loð- bandi eða sterkum tvinna. Stund- um var bréf innan í böggli með leiðbeiningum " um frágang, ef ástæða þótti til, og sundurliðuð- um reikningi. Eins gat bréfinu ver- ið fest utan á, og var þá böggull- inn merkur með því. Væri bréfið innan í bögglinum, var efnið utan um hann iðulega merkt með blek- skrift. Stefnt var að því með eftirvænt- ingu að fækka bandbögglunum, helzt tæma stofuhornið, þar sem þeir áttu sér stað. Tækist það, var hæ gaman! hjá ungu hjónunum. Vélin var hreinsuð vel og smurð, öll ullarló vandlega þurrkuð af vélarborðinu. og yfir hið venju- lega hlífðarstykki, sem var ryk- og vatnsþétt, var breytt annað skraut- legra. Hespuvindan var lögð sam- an og hún og snældustóllinn sett til liliðar, og svo kom kærkomið, en oftast mjög stutt hlé, sem not- að var til að taka lífinu með ró, spjalla saman um daginn og veg- inn, lesa upphátt, grípa í spil. oft tvö ein, en stundum með fleiri. Lander var þá í hágengi og ósjald- an spliað upp á penmga. Einar var mjög snjall og hepp- inn spilamaður, þegar hann spil- aði einn við konu sína, vann hann svo oft, að henni fannst vart ein- leikið og fauk stundum í hana, ef hún tapaði hverju spilinu á fætur öð'ru, án þess að skilja, hvernig slíkt mátti verða. En þó var ríkara í henni að gleðjast yfir spilaheppni bónda síns sem öllu, er kætti hann. Væri tími og aðstaða til, brugðu þau sér í ferðalag, báðum þótti gaman að koma á hestbak, og í mörg hús var að venda, skyldfólk Einars var margt og rækti vináttu með frændsemi, og Maren hafði víða unnið á lausamennskuárum sínum og átti hvarvetna vinum að mæta. En þótt ungu hjónin væru nægjusöm, samhent og starfsglöð og ættu sér margar framtíðarvonir, meðal annars að reisa bú á yndis- lega fallegri eignarjörð sinni, Klifs haga, þar sem landkostir voru góð- ir, þá bjuggu þau aðeins skamma hríð að björtustu voninni. Maren kom hart niður að fyrsta barninu og missti það, stúlku,. sem ég hugsaði mér alltaf, að hefði ver- ið látin heita Svanhildur, og orðið litla systir mín, sem ég hefði gætt og leikið mér við, og hún hefði alltaf verið góð og brosað til mín, þegar ég var komin norður til að vera stóra systir hennar. Draumur um það, sem hefði get- að orðið. Hún var lögð í hvítan stokik með gylltum krossi á lokinu og gylltum höldum á hliðunum. Móð- ir hennar var of veik til þess að geta fylgt henni til greftrunar í Skinnastaðarkirkjugarði. En í hug- anum varð hún bónda sínum sam- ferða að gröfinni. Hún var með honum í öllu, sorg þeirra varð ekki aðskilin. 17. Dregur að því, sem verða m. Á eins árs brúðkaupsafmæli sinu, sumardaginn fyrsta 1916, -lá Maren í rúminu, veik í nýrum, of magnþrota til að hafast nokkuð að, en hugsaði um bréf, sem hún þyrfti að endurgjalda sem fyrst. Þennan dag var læknir sóttur til hennar. Hann úrskurðaði sjúkdóm- inn. lagði henni lífsreglur og lét í té meðöl. Það fyrsta, sem Maren gerði, þegar hún gat setzt upp og vald- ið penna, var að létta á samvizku sinni með því að skrifa Margréti systur sinni. Sandfellshaga, 1. maí 1916. Elsku bezta systir mín! GuÖ gefi ykkur gleðilegt ný- byrjaða sumarið. Þakka þér hjartanlega þitt góða bréf, sem svo lengi hefur dregizt að boi-ga Það er fallegí við ána, hér sést livar vegurinu liggur upp á klifið. (Ljósm. Óskar Sigvaldason). 28 irfBlNN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.