Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 2
 Þær fréttir hafa borizt úr menntamálaráðuneytinu, aö skip- uð hafi veriö nefnd til þess aö endurskoöa gildandi reglur um viö- tekna, islenzka stafsetningu, eöa svonefnda skóiastafsetningu. Af fréttum aö dæma hefur nefndin fengiö i veganesti ábendingar um þaö, hvar hún skuli hclzt bera niður á þessum akri og aö hverju hyggja ööru fremur. Eru þar nefndir ýms- ir gamalkunnir ásteitingarsteinar, svo s«;m Z og Y, grannir og breiöir sérhljóðar á undan ng og nk, tvö- faldir samhljóöar eöa þrefaldir og sitthvaö fleira. Ekki veröur annaö sagt, en þessi könnun á hjörtum og nýrum is- lenzkrar stafsetningar sé timabær og vel það. Þrátt fyrir skiptar skoðanir og frjálslega meöferð ýmissa rithöfunda á skólastafsetn- ingunni, hefur ekki veriö við henni hreyft af fræðsluyfirvöldum lands- ins i fjóra áratugi. Skólarnir hafa þrætt hina vöröuöu braut alla daga með vixlsporum, sem vafalitiö eru litlu færri en sandkorn á sjávar- strönd. Þegar viö litum yfir þetta fjörutiu ára linnulausa striö alla skóladaga, hlýtur okkur aö hrjósa hugur við þvi, hve mikið nemendur og kennarar hafa á sig lagt fyrir litla sigurvinninga. Ég efast um, að nokkur kennsla og viðleitni al- mennra nemenda á barnaskóla- stigi hafi borið jafnlitinn árangur miðaö við þá orku, sem i staf- setningarnám og kennslu hefur verið lögð. Þó mundu.víst fáir telja fært að leggja hana niður og gefast upp við að gera fólkiö eins „rétt” skrifandi og kostur er. Hins vegar má furðu gegna, að þessi árangurs- litla barátta og gegndarlitli kostnaöur við þennan striðsrekstur skuli ekki hafa knúið á um nýja hernaðartækni og auöveldari leiðir að marki — og hagræöingu mark- miöa, þar sem raunsæi og reynsla væru meiri fararstjórar. Enginn vafi er á þvi, aö reglum skólastafsetningar er unnt aö breyta á ýmsan hátt til auðveldun- ar án skaöræöis málinu Liklega veröur Z efst dæma um þaö. Bitur reynsla segir okkur aö þaö tekur timana tvo aö kenna jafnvel meðal- greindum unglingum notkun Z í rit- máli til sæmilegrar hlitar, og dýr mundi sá Hafliði allur, ef unnt væri að reikna út i krónum, hvað það hefur kostað i skólum landsins til að mynda siðustu fjóra áratugina, að skrifa rétt þennan eina staf þótt sleppt sé tímaeyöslu og oki þvi, sem lagzt hefur á nemendurna. Menn hljóta þvi að velta þeirri spurningu fyrir sér, hvort óhæf spjöll yrðu unnin á málinu með því aö visa Z á dyr úr almennum skól- um. Aö visu má segja, aö hún sé nokkur leiöarvisir i ættfræði oröa, en hún á enga stoö i mæltu máli, og ekki veröur með ljósum rökum bent á, aö missir hennar heföi nein úrslitaáhrif til málskemmda. Brottvisun Z einnar væru töluvert veigamiklar vegabætur i þessum frumskógi. Næst á dagskrá yrði ef til vill Y, og óneitanlega veröa viðskiptin við þann heiöursstaf meira álitamál. Þó er enginn vafi á þvi, að finna mætti þar ýmislega einföldun, jafnvel afnema hann með öllu, án þess að málið GILDI afhroð við. Mætti ef til vill hugsa sér aö halda Y i orðum, sem kalla beinlinis á það vegna merkingar eöa merk- ingarmunar. Ýmsir munu þó ótt- ast, aö af svo gagngerum breyting- um hlytist glundroöi, sem gæti leitt af sér aðra annmarka, og algerum glundroða megum viö auðvitað ekki bjóða heim i ritun málsins. Sum atriði, til að mynda ritun sumra oröa i einu eöa tvcnnu lagi, mætti hafa alveg frjáls,en leiðbeina ef til vill örlitiö um rökvislega beit- ingu þess frelsis. Þá er alveg sjálfsagt að leyfa breiöan framburöarsérhljóða á undan ng og nk, og gera þaö ekki að sáluhjálparatriði að rita ýmist tvö- faldan eða einfaldan samhljóða i cndingu orða eftir kyni eöa sér- hljóða, sem á undan fer. Þannig mætti nefna ýmsa staði, þar sem ráðast mætti á reglugarö- inn mikla og gera stafsetningar- striöið i skólum landsins miklu sigurvænlegra en nú er, án þess að málinu sé stefnt i voöa. Þvi ber mjög aö fagna, aö nú skuli stefnt til átaka viö þetta vandamál. — AK Getum við gert stafsetningarstríðið sigurvænlegra án tilræðis við málið? 410 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.