Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 5
ef yður væri dáinn, komdu á skjáinn, komið þér á skjáinn. Einnig má nefna erindið Valdi, sem annað hvort er ort við hund Jónasar eða fylgdarmanna á ferð hér heima, liklega á ferð yfir vatnsfall: Valdi, virztu nú halda velméristél,séra, ég skal gefa þér afar — ætilegt sælgæti, lambasteik, svo þér liki, ljómandi skyr og rjóma, Valdi, viljirðu halda vel mér i stél séra. Þá má geta um kveðskap Jónasar til Brynjólfs Péturssonar, en til hans hef- ur hann ort nokkur persónuleg vináttukvæði og öll geislandi af hefl- aðrikátinu. leinu þeirra, Til Brynjólfs Péturssonar.notar hann lika tækifæriö til að gera gys að rimnakveðskapnum með hnyttinni stælingu, fyrst i man- söng, sem endar svo: Mansöngs hjali hætti ég nú, þvi höfuðið titra á mér fer af orðum vitrum, sem ólmast fram úr þankakytrum. Siðan yrkir hann rimustúf, þar sem ýmsar visnanna eru nánast merk- ingarlausir leikir með orð, eða a.m.k. mjög merkingarlitlar, t.d.: Hreyfði sporðinn, fór á flug, úr flæðum þorði svamla, nú er hún orðin ómáttug, ættarstoðin gamla. Þó skal greina þessu frá, þundur fleina mætur, náttúrusteina að hún á eru það meina bætur. Kimur af fleó, karlinn minn, Krimur af Leó hrósi, grimur af reó rek ég inn, rimur af Geógnósi. Margt fleira mætti nefna af hinum gamansama kveðskap Jónasar, svo sem kvæðið Þorkell þunni, sem er öfgafull lýsing á hávaðasömum söng- manni, Skrælingjagrát, þar 'sem vonbrigði Jónasar yfir þvi, að Alþingi skuli ekki verða sett á Þingvöllum, brjótast út i beisku háði, og ólund 2 og ólund 3 og 15 eru nú, sem er skopstæl- ing á hinu bölsýna kvæði ólund eftir Grim Thomsen, sem Jónasi hefur mis- likað. Nefna má og Veðurvísur, þar sem Jónas yrkir af nokkurri glettni um margs konar veðurlag, m.a. þannig um lognmollu og útsynning: Hrauntindur, sem rls yfir Hrauni i óxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrims- sonar. Veðrið er hvorki vont né gott, varla kalt og ekki heitt, það er hvorki þurrt né vott, þaö er svo sem ekki neitt... Útsynningur ygglir sig, eilifa veöriö skekur mig, ég skjögra eins og skorinn kálfur, skyldi ég vera þetta sjálfur? Loks má nefna visurnar Sparnaður, þar sem fáguð glettni Jónasar birtist skýrlega, ekki sizt i fyrri visunni, sem er alkunn: Ég er kominn upp á það, allra þakka verðast, að sitja kyrr i sama stað og samt að vera að ferðast. Einar 01. Sveinsson vikur nokkuð að skáldþróun Jónasar i einni af greinum sinum um hann og bendir m.a. á, að á yngri árum sinum, fyrir fyrstu utan- ferð sina, sé Jónas einkum undir áhrif- um úr þremur áttum. Það sé frá hinni klassisku hreintungustefnu Svein- bjarnar Egilssonar og samstarfs- manna hans við Bessastaðaskóla, frá kvæðum Bjarna Thorarensens og frá hinum rómantisku og tregafullu Ossianskvæðum. Þessi áhrif hafa fléttazt saman á hinn hagfelldasta hátt i kveðskap Jón- asar. Málvöndun Sveinbjarnar hefur orðið þessum lærisveini hans drjúgt vegarnesti, og hin rómantisku skáld- skaparviðhorf áttu siöan eftir að verða leiðarljós hans þar til yfir lauk. Hins vegar eru yrkisefni hans fábreytt á ár- unum fram til 1832, einkum tækifæris- kvæöi ýmiss konar, svo sem erfiljóð, heillaóskakvæði, en einnig ýmis trega- fullástar- og sorgarkvæði. Form hans er og heldur fábreytt á þessum árum, þvi að mest ber á fornháttunum, forn- yröislagi og ljóðahætti, sem Jónas fer þó ekki þannig með á þessum tima, að hafið sé yfir gagnrýni. Eftir utanför hans 1832 gjörbreytist þetta, þvi að þá koma til sögunnar ný yrkisefni, fyrst og fremst ættjarðar- Sunnudagsblað Timans 413

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.