Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 17
lækni haföi lánazt, aö æsingin, sem kvaliö haföi hann allanii fyrrihluta dagsins, myndi fara að réna. En minna um það! Hann hafði fært signorinu Petella rjómatertu eina all- magnaöa — skipstjórinn var sólginn i sætabrauö — og að þvi loknu haföi hann verið á rjálti til og frá. En hann fann, að hann varö æ æstari og æstari i geði. Nú var komið kvöld. En hann vildi draga þaö eins lengi og unnt væri, aö ganga til hvilu. Hann varð samt. fíjót- lega þreyttur af þvi að rangla um bæinn og það jók á áhyggjur hans að hann var ei óhræddur um það að sér kynni að lenda i rimmu við einhvern af sinum ótölulegu kunningjum sem verða kynni svo ógætinn að ávarpa hann. Þvi hann var með þeim ósköpum fæddur, að það var hægt að lesa i huga hans, eins og á opna bók. Þaö var meinið! Hann var alveg gagn- sær. Og þetta gagnsæi hans varö þrot- laus uppspretta athlægis og gaman- semi öllum þessum hræsnurum, sem labba um, ifærðir lyginni svo sem einni kápu. Það var engu likara en aö fólk gæti aðeins hlegið, ekkert annað en hlegið að þvi, aö sjá tilfinningar látnar i ljós, afdráttarlaust, naktar — jafnvel hinar döprustu og sárustu fil- finningar. Annað hvort hafði þetta fólk sjálft aldrei reynt neitt þvilikt, eða það var orðið svo vant þvi að dyljast, að það bar ekki lengur kennsl á ein- lægar tilfinningar hjá manngarmi eins og honum, sem fæddur var með þeim ósköpum aö geta ekki dulið tilfinning- ar sinar né haft taumhald á þeim. Svo hélt hann heim og fleygði sér upp i rúm i öllum fötunum. Hvaö hún var föl, hvað hún var föl! blessuð elskan, þegar hann fékk henni tertuna. Svo guggin, og augun svo myrkvuð af áhyggjum, að sannast að segja mátti hún ekki falleg kallast þá stundina... —Reyndu að vera glaðleg kæra, sagði hann með hálfkæfðri rödd, og vildi hressa konuna við. Klæddu þig snyrtilega, um fram allt. Farðu I treyjuna úr japanska silkinu, hún fer þér svo vel.... og umfram ailt, ég bið þig þess sföast orða, láttu hann ekki sjá þig svona niöurdregna, hresstu þig upp, svona, hresstu þig upp! Er nú allt i lagi? Mundu eftir þvi, að gefa honum ekki neina minnstu átyllu til umkvörtunar! Hughraust, góða min! Vertu sæl, við sjáumst á morgun. Viö skulum vona, að allt fari að óskum. Og i öllum bænum, gleymdu nú ekki að breiða vasaklút á snúruna þarna, úti fyrir glugganum á svefnherberginu þinu. Það verður það fyrsta, sem ég geri i fyrramálið, að lita eftir þvi...t.gefðu mér þetta merki, blessuð, mundu það. Aður en hann færi merkti hann með „tiu” og ,,tiu+” við latnesku stilana i stilabók drengsins. En drengurinn, sem hversdagslega var ekki of gáfaður, var nú i skelfilegu ástandi, gjörsamlega ruglaður. — Nono, sýndu pabba þetta. ... þú skalt sjá, hann verður glaður! Haltu svona áfram, drengur minn, haltu svona áfram, og eftir fáa daga munt þú vera orðinn betur að þér i latinu heldur en nokkur gæs á Kapitolium — þú manst, þessar gæsir, sem stökktu Göllum á flótta. Þrefalt húrra fyrir Papiriusi! Vertu kátur, Við eigum öll að vera glöð og kát i kvöld Nono — pabbi er að koma! Vertu nú vænn og glaölegur drengur! Hreinn og þægur! Láttu mig sjá neglurnar á þér.eru þær hreinar? Þetta er ágætt Kafaðu. nú ekki i nein óhreinindi Þrefalt húrra fyrir Papiriusi, Nono, þrefalt húrra fyrir honum! Hvað átti maður að halda um tertuna? Skyldi bölvaöur asninn hann Pulejo hafa gabbað hann? Nei, nei, Þaö var óhugsandi. Hann hafði ljós- lega útskýrt það fyrir lækninum, hvað ástandið var alvarlegt. Það væri blygðunarlaus fúlmennska af vini hans að svikja hann nú. En.... en.... en.... hvað átti til bragðs að taka, ef lyfið var ekki eins áhrifamikið og læknirinn lét af? Skeytingarleysi og sannast að segja fullkomin fyrirlitning þessa manns fyrir eiginkonu sinni tendraði nú i honum sjóöbullandi reiði, rétt eins og þetta væri persónuleg móðgun við hann sjálfan. Og reyndar var það svo! Að hugsa sér það, að kona, sem hann Paolino Lovico, var ánægður með — já, meira en ánægður honum fannst hún alveg sérstaklega eftirsóknarverð — hugsa sér þaö, að hún skyldi vera litilsvirt af öðru eins ræfils kvikindi. Menn skyldu halda að hann, Paolino Lovico, gerði sig hæstánægðan með leifar annars manns, konu, sem öðrum manni þætti skitur til koma.... Hvað.... Neaples kvinnan betri en eiginkonan — fallegri? Hann hafði haft gaman af að sjá þær hvora við hliðina á annari, benda skipstjóranum á þær og segja við hann upp i opið geðið á honum: Jæja, svo að þú tekur hina fram yfir! Það er af þvi, að þú ert ruddi, dóm- greindarlaus og vita-smekklaus skepna! Eins og konan þin sé ekki þúsund sinnum meira virði en þessi kvinna! Littu bara á hana! Littu al- mennilega á hana, maður! Hvernig geturðu fengið af þér að dvelja fjar- vistum við hana? Þú þekkir bara ekki kosti hennar.... þú kannt ekki að meta hennar fingerðu fegurð, hennar angur- bliða yndisþokka. Þú ert skepan, aumasta svin, og þú getur ekki skilið annað eins og þetta. Þess vegna fyrir- litur þú það. Og þegar öllu er á botninn hvolft, hvernig getur þú gert nokkurn samanburð milli vesallar hjákonu og sannrar merkis konu, stórvirðingar- verðrar i alla staði? Þetta var auma nóttin. Honum kom ekki dúr á auga..Þegar svo loks, að honum sýndist, að byrjað væri að elda aftur hélzt hann ekki lengur við i rúminu. Hann minntist nú þess, að úr þvi rúm frúarinnar var i stöku her- bergi, aðskildu frá herbergi manns hennar, þá gæti vel skeð, að hún hefði breitt á um nóttina, til þess að létta áhyggjunni af honum eins fljótt og unnt var. Hún hlaut að fara nærri um það, að honum myndi ekki hafa komið dúráauga i alla liðlanga nótt, og að hann myndi koma óðar og lýsti, til þess að vita vissu sina. Og með þetta i huga hraðaði hann sér til húss Petella, borinn hálfa leið af brennandi ósk sinni — eiginlega alveg fullviss um það, að hann myndi sjá merkið við gluggann. Það var þvi ekkert smáræðisáfall fyrir hann, er þetta brást, hann riðaði á fótunum. Ekkert! Ekkert! Hvað húsið var skuggalegt að sjá með niður- dregnum gluggaskýlum, rétt eins og hér væri búizt við jarðarför. En biðum nú við. Ekki var öll von úti enn. Hann skyldi biða átekta.... en þarna gat henn ekki beðið: hver minúta myndi verða löng eins og eiliföin. En fæturnir á honum... hvað vareiginlegaaðþeim? ....Það var eins og fæturnir biluðu hann. Það vildi svo óheppilega til, að hann rakst á veitingastofu i fyrsta húsa- sundi, sem fyrir honum varð. Það var litilfjörleg veitingastofa, sótt snemma á morgunana af verkamönnum við höfnina þarna rétt hjá. Hann gekk inn og hné niður á trébekk, sem þarna var. Hér var engan mann að sjá, ekki einu sinni knæpueigandann, en hann heyrði mannamál i dimmri stofu innai af. Þar voru einhverjir að verki, liklega var verið að kveikja fyrstu eldana þarna inni. Eftir stutta bið kom maður þarna inn, snöggklæddur og rustalegur og spurði hvað hann vildi Paolino Lovico horfði á hann með gremju blandinni undrun. Svo sagði hann: — Vaskal. ónei! ég á við ....bolla af kaffi....sterku kaffi, mjög sterku, ef þér viljið svo vel gera. Kaffið kom fljótt. Hann saup á þvi — helmingurinn fór ofan i hann en hitt spýttist út um allt, i þvi hann spratt á Sunnudagsblaö Timans 425

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.