Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 14
„Þetta er meir djöfulsins hrafnasparkið hjá karlfjand- anum”. Þá stendur Jónas á bak við mig hjá setningarvél- inni. Hann gengur til min? litur á blaðið og gengur svo þegjandi burt. Auðvitað bjargaði Jón Þórðarson málinu. Það var venjulega hægt að lesa fyrsta stafinn i hverju orði en siðpn ekki söguna meir. Maðurinn var svo fljótur að hugsa, að venjulegur handhraöi fylgdi ekki eftir. Frá Acta fór ég til Morgunblaðsins. Þá var þar prent- smiðjustjóri Sigfús Jónsson, einn minn mesti velgjörða- maður um ævina. Þegar ég missti heilsuna, veiktist af berklum i nóvember 1953 og var eitt ár frá vinnu, þá var það fyrir hans atbeina, að ég fékk greidd full laun frá fyrir- tækinu meðan ég var óvinnufær. Þar var mannúðin mest. Bak við þykka skel sló heitt og göfugt hjarta. Til Kanada fór ég árið 1947 og dvaldist i Winnipeg sem næst tvö ár. Þar starfaði ég við prentun vestur-islenzka blaðsins, Löbergs og kynntist þá bræðrunum Jóhanni Beck og Rikarði Beck. Rikarð þekkja allir, en Jóhann er minna i sviðsljósinu. Við kölluðum hann alltaf ,,Joe”. Hann er ákaflega lipur og elskulegur maður og eins frú Jóhanna, kona hans. Þeir tslendingar, sem ég komst i kynni við, voru mér góðir, en ýmsir siðir eru þar aðrir en hér heima. Ég var i kirkjukórnúm lúterska og kynntist þar mörgum. En ekki hefði það verið vel liðið að koma inn á heimili þeirra án erindis fyrirvaralaust.. Einu sinni henti það, að ég fékk boð um, að maður einn, sem ég þekkti, ætti fimmtugsafmæli, vildi ég gjarnan vera þar mættur og valdi góða bók til að færa honum við þetta tækifæri. Við hjónin vorum rétt komin að húsi hans, þegar við rekumst þar á kunningja, sem fer sömu erinda. Þegar við höfum heiísast, spyr hann mig, hvað ég hafí meðferðis. Ég sýni honum bókina. ,,Já, en það étur enginn bækur”. segir hann. ,,Hvað meinarðu?” spyr ég. ,,Það er sá siður hér þegar menn heimsækja kuhningja i tilefni af merkisafmæli eða öðru sliku að koma þá með eitthvað ætilegt, ýmist mat eða drykk. Þetta er svo lagt inn i heimilið til hins sameiginlega veizlufagnaðar”. Nú voru góð ráð dýr.' En þá vildi svo heppilega til, að þessi kunningi minn var með 2 pela af góðu vini. Hann lét mig hafa annan og þar með var málinu borgið. Þessi siður fellur mér vel og finnst.aðhann ætti fyrir löngu að vera upp tekinn á íslandi. 1 Kanada njóta Islendingar virðingar. Þeir eru taldir heiðarlegir menn og mikils trausts verðir. Ekki þurfti annað en færa á það sönnur, að maður væri Islendingur, þá vöru allir fúsir að greiða götu. Einu sinni vorum við hjónin i verzlunarerindum úti í borginni. 1 verzlun einni var margt, sem við girntumst, en vorum þá uppiskroppa með peninga. Verzlunareigandinn var Gyðingur. Þegar ég kvaðst ekki hafa nægilegt fé til að gera kaupin, sagði hann: ,,Mér skilst, að þér séuð tslendingur, svo þetta er allt i lagi, verzlið eins og yður þóknast. Þér setjið bara fangamark yðar á nótuna”. Jú, mér leið vel i Vesturheimi, en þó var ekki laust við, að mér vöknaöi um augu, þegar ég sá islenzku fjöllin risa úr hafi áleiðinni heim aftur. Við komum með Tröllafossi. Eftir aö heim kom fór ég aö vinna hjá Morgunbl. en fór svo þaðan til Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Þar voru góðir dagar. Það er eina, eða a.m.k. fyrsta prentsmiðja á tslandi, sem komið hefur upp fullkomnu mötuneyti fyrir sitt fólk. Jón Helgason, sem fyrst hafði þessa prentsmiðju, þá staðsetta i Bergstaðastræti, prentaði þvi nær eingöngu guðsorðabækur. Hún var þá stundum kölluð „Jesúprent”. Svo kaupir Jón Hjálmarsson, núverandi forstjóri fyrirtækisins, prentsmiðjuna og nafnið með. Þessi vinnu- veitandi hefur að minum dómi gert flestum meira i prentarastéttinni til hagsbóta sinu starfsfólki. Konan min — já, hún blessunin, litil rauðhærð hnáta. Mér verður alltaf létt um mál þegar ég minnist á hana. Hún heitir Anna Svanlaugsdóttir, ættuð úr Svarfaðardal. Við eigum saman þrjú börn. Það góða, sem ég hef fengið út úr lifinu, er vegna þess fyrst og fremst, að ég giftist góðri konu. Við höfum ekki alltaf verið sammála, en það hefur einmitt komið mér að góðu, þvi ef hún hefði ætið verið á sama snúningi, er hætt við að lifsþráðurinn hefði stundum verið með öfugsnúð og bláþræðirnir fleiri. Hún er mér meira virði en öll önnur gæði veraldar. Það eina, sem ég kalla verulega misstigið spor á lifsleið minni, er þegar ég gekk úr hjálpræðishernum. Það hefur alltaf verið min skoðun, að samfélagið eigi að vera bræðralag þeirra, sem jörðina byggja. Ég vitna bara i boðorðin tiu. Það mætti brenna allar skruddur, sem fjalla um trúmál, hvort sem um er að ræða Búddatrú, Metótista, Lúterstrú eða hvað sem er. Ef við bara hefðum manndóm til að fara eítir þessum boðorðum. Væru þau haldin yrði á jörðunni bærilegt samfélag heilbrigðra manna. Að standa andspænis unglingum, sem aldrei hafa verið hýddir, og sumum ef til vill aldrei kennt að hlýða. — Já, ég tel það mikið lán að hafa fengið tækifæri til þess að vera starfsmaður við skólastofnun. Og þessi blessuð börn eru i eðli sinu ágæt, ef rétt er að þeim farið. — Jú, kannski eru þau uppvöðslusöm, brjóta rúður, og ýmsir aðrir skammfeilar á hegðum þeirra. En hve margar rúður hefði maður brotið á yngri árum, ef eftirlit og aga hefði skort? Það tókst stundum þrátt fyrir að svo var ekki. Gott heimil' er ómissandi undirstaða lifsgæfu einstaklingsins. Og svo að lokum örlitið um þinn stóra starfsvettvang, ráðherrabústaðinn? Starfsvettvang — ég veit það ekki. Jú, ég hef verið þar i sex ár. Það hefur á vissan hátt verið lærdómsrikur timi. Ýmsir þeir menn, semmaður hélt af orðspori, að væru hálf- gerðir Hund-Tyrkjar, sýna sig sem mestu sómamenn, sama hvar þeir standa i stjórnmálum. Ég hef mjög skipt um skoðun hvað snertir stjórnmálamenn, siðan ég kynntist ýmsum þeirra betur i daglegri önn. Minnisstæðastir þeirra stjórnmálamanna, sem ég hef þekkt á ævinni, verða þeir Jónas Jónsson og ólafur Thors. Ég held að Ólafur sé svipmestur og skörulegastur þeirra manna, sem ég hef þekkt um dagana. Ég er ekki að tala um stjórnmálamanninn heldur manninn sjálfan i umsvifum hins daglega lifs. Ég kynntist honum nokkuð meðan ég vann hjá prentsmiðju Morgunblaðsins. Þú heldur kannski, að ég sé staddur i völdunarhúsi vizkunnar þarna i þessari hvalveiðistöð við Tjörnina, með baksvip Ólafs Thors i forgrunni útsýnisins. Jú það er viss lifsreynsla, sem meðal annars hefur verkað svo á mig, að ég fer aldrei i neinn stjórnmáiafiokk. Þú mátt skrifa það með feitu letri ef þú vilt. — Ég orðið fyrir áfalli? Áfall, áfall. Þetta er gömul plata. Það að reka tána einshvers staðar i, það getur verið áfall. Ég hef aldrei átt bágt. Það hafa alls staðar vakað yfir mér hollar vættir, og ég hef haft samfélag við góðar konur og menn. Og það get ég sagtán nokkurs hiks, að stæði ég á sjónar- hæð og sæi vegi liggja til allra átta. Væri einn þeirra sá hinn sami og min liðna ævislóð, mundi ég ótrauður fara hann. Þó liklega stinga ögn við fótum á þvi augnabliki, sem að bæri burtför mina úr hjálpræðishernum. —Þ.M. 422 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.