Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 3
Eysteinn Sigurðssson cand. mag:
Skáldaþættir 1750-1850
Jónas Hallgrímsson
Fyrri grein
Grimur Thomsen orti á sinum tima
litiö og fallegt minningarljóð um Jónas
Hallgrimsson látinn, og lýkur þvi á
þessu erindi:
Langt frá þinna feöra fold,
fóstru þinna ljóða,
ertu nii lagður lágt i mold,
listaskáldið góða.
Stórskáldum er það oft gefið að geta
gætt örfá hversdagsleg orð svo þrung-
inni merkingu, að aðrir hefðu þurft
langt mál til, og hér rekumst við ein-
mitt á dæmi sliks. Meðal aðdáenda
Jónasarhefur viðurnefnið „listaskáld-
ið góða” náð að festast við hann, enda
er það ekki tilviljun. Hann notar sjálf-
ur orðið „góður” ákaflega smekklega
viða i ljóöum sinum, og auk þess er
hann fyrst og fremst fíngert og list-
rænt skáld, en ekki átakamikið né sér-
lega stórbrotið, nema þá einna helzt i
einfaldleika sinum.
Jónas Hallgrimsson fæddist 1807 að
Hrauni i öxnadal, sonur sr. Hallgrims
Þorsteinssonar og konu hans, Rann-
veigar Jónasdóttur. Hallgrimur var
aðstoðarprestur sr. Jóns borlákssonar
á Bægisá og bjó frá 1808 á Steinsstöð-
um i öxnadal, þar sem Jónas ólst upp
meö þremur systkinum sinum. Hall-
grímur drukknaði hins vegar sviplega
i Hraunsvatni sumarið 1816, og var
Jónas siöan á vegum ættmenna sinna
norður þar. Lærði hann undir skóla hjá
sr. Einari Thorlacius i Goödölum og
settist i Bessastaðaskóla 1823. Þaðan
útskrifaðist hann 1829 og var siðan I
Reykjavik næstu árin sem skrifari hjá
Ulstrup bæjar- og landfógeta.
Arið 1832 hélt hann svo til Kaup-
mannahafnar og hóf þar i fyrstu laga-
nám. önnur áhugamál urðu þó fljót-
lega lögfræöinni yfirsterkari, og sneri
hann sér að náttúrufræði, jafnframt
þvi sem hann varð einn af frumkvöðl-
um timaritsins Fjölnis ásamt þeim
Konráði Gislasyni, Brynjólfi Péturs-
syni og Tómasi Sæmundssyni. Saga
þess verður ekki rakin hér, en það var
á sins tima mælikvarða róttækt tima-
rit um þjóðmál og listir, sem boðaði
nýjungar i hvoru-tveggja við misjafn-
ar vinsældir. 1 Fjölni birti Jónas siðan
mörg af fremstu kvæðum sinum, auk
þess sem hann skrifaði allmargt i ritið
ýmislegs efnis. A þessum árum orti
hann og allmikið og fékkst við margs
konar ritstörf, en að öðru leyti mun
hann hafa eytt tima sinum i náttúru-
fræðinám sitt og rannsóknir. Nokkuð
reyndi hann og til að fá gott prests-
embætti á Islandi á þessum árum og
siðar, en án árangurs. Lika átti hann
þá frumkvæði að þvi, að Bókmennta-
félagið hóf að safna efni til viðamikill-
ar Islandslýsingar. Hún kom þó aldrei
út, en efnið sem safnaöist, er hin
merkasta heimild um land og þjóð
laust fyrir miðbik siðustu aldar og
hefur reyndar sumt veriö gefið út.
Á árunum 1839—’42 dvaldist Jónas
svo heima á tslandi og ferðaðist þá á
sumrum um mestan hluta landsins við
margs konar náttúrufræöirannsóknir,
en dvaldist á veturna i Reykjavik. Erf-
ið ferðalögin reyndust heilsu hans tals-
verð þolraun, svo að hann veiktist, og
lá hann m.a. sjúkur mestallan fyrsta
veturinn i Reykjavik. Lagðist þá að
honum talsvert þunglyndi inn á milli,
sem ýmislegt mótlæti hefur einnig
aukið á, en þó orti hann talsvert þessi
ár og stundaði náttúrufræðirannsókn-
irnar kappsamlega.
baö sem Jónas átti nú eftir ólifað,
dvaldist hann i Höfn, embættislaus og
við þröngan hag. Meginverkefni hans
var að vinna fyrir Bókmenntafélagið
að undirbúningi væntanlegrar íslands-
lýsingar, en einnig sinnti hann málefn-
um Fjölnis og ýmsum fræðistörfum.
Veturinn 1843—’44 var hann þó i bæn-
um Sórey á Sjálandi, þar sem hann
dvaldist i góðu yfirlæti hjá vini sinum
náttúrufræðingnum Japetus Steen-
strup. Var Steenstrup nú kennari þar,
en áður höfðu þeir Jónas verið samtiða
við rannsóknir heima á Islandi, og
unnu þeir þarna saman að ritstörfum
sinum. Auk þess var hann þarna sam-
tiða þeim B.S. Ingemann og Carsten
Hauch, sem þá voru meöal helztu
skálda Dana, og hefur þaö vafalaust
auðgað anda hans. Þegar til Hafnar
kom aftur, beið hans hins vegar sama
basliö aö nýju, honum leið þar illa, var
Eysteinn Sigurðsson.
tekjulitill og þjáðist oftlega af þung-
lyndi, og aöfaranótt hins 21. mai 1845
var Jónas á leið heim til sin, er hann
hrasaði I stiga og fótbrotnaði illa. Að
þvi er Konráð Gislason vinur hans
skrifaði siðar, þótti honum ekki taka
þvi að vekja fólk upp sér til hjálpar,
heldur skreiddist inn til sin. Morgun-
inn eftir var hann lagður á sjúkrahús,
þar sem hann andaðist hinn 26. mai.
Jónas var jarðsettur i Assistents-
kirkjugarði I Höfn, og fjölmenntu
Hafnar-Islendingar til útfararinnar.
Næsti og hinn siðasti árgangur Fjölnis,
1847, mátti heita eingöngu helgaður
minningu hans, og sama ár sáu þeir
Brynjólfur og Konráð um útgáfu á
Ljóömælum hans fyrir Bókmenntafé-
lagið. Kvæði hans og önnur verk hafa
siðan verið prentuð oftar en hér verði
talið, en nefnd skal þó útgáfan á Ritum
hans i fimm bindum, sem Matthias
Þóröarson sá um og út kom á árunum
1929—''36. Arið 1946, þegar ein öld og ár
betur var liðið frá andláti Jónasar,
voru jaröneskar leifar hans fluttar
Sunnudagsblað Timans
411