Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 22
Kirkiuþáttur
Framhald af bls. 427
I Þingeyjarþingi ,tók trú önund-
ur, er átti heima i Reykjadal,
göfugmenni, sonarsonur Grenjaðar
landnámsmanns, er fyrstur bjó á
Grenjaðarstað. önundur var kall-
aður ,,hinn kristni”.
I Eyjafirði skiptust menn mjög
með og móti boðendum kristinnar
trúar. Rammur andstæðingur var
Héðinn frá Svalbarði, en Hlenni i
Saurbæ varð foringi kristinna
manna i Eyjafirði. Eyjólfur á
Möðruvöllum, faðir Guðmundar
rika og Einars Þveræings, lét
primsignast, og snérist mjög á
sveif með kristnum mönnum, og
kristnin festi rætur.
Mestan ávöxt mun kristniboð
þeirra Þorvalds og Friðriks hafa
borið i Skagafirði. A Eilifsfelli i
Laxárdal bjó föðurbróðir Þorvalds,
Atli hinn rammi, merkur höfðingi.
Þar dvöldu kristniboðarnir og voru
þar allir skirðir. Þangaö hafa og
margir komið til þess að hlýða á
boðskap þeirra.
Að Asi i Hjaltadal bjó Þorvarður
Spak-Böðvarsson. Liklegt er talið,
að hann hafi verið skirður af Frið-
riki. Einnig eru sagnir um það, að
Þorvarður hafi trú tekið á Eng-
landi. Þorvarður var einn af
fremstu höfðingjum hér á landi á
þessum dögum. Hann reisti kirkju
á bæ sinum 984. Mun það vera
fyrsta kirkja, sem reist er á Is-
landi. En kirkja reis einnig i Holti i
Kólgumýrum i Húnaþingi, þar sem
maður bjó er Máni hét. Friðrik
biskup skirði hann. Máni varði ævi
sinni til þess að hjálpa fátækum og
bágstöddum. Var hann kallaður
hinn kristni. Aðrar af fyrstu kirkj-
um i landinu má nefna kirkjurnar á
Kirkjubæ á Siðu, Esjubergi á Kjal-
arnesi, Vestmannaeyjum og Þing-
völlum.
Um framhald á samstarfi þeirra
Þorvalds og Friðriks biskups er
það að segja, að þeirra leiðir
skildu. — Þorvaldur vó menn þá er
ortu niðið um þá félaga. Það likaði
biskupi stórilla. Kristnisaga getur
þess um Friðrik, að hann hafi verið
maður sannheilagur. Hann fór suð-
ur til Saxlands, en Þorvaldur var f
kaupferðum eftir þetta um iangt
skeið. Hann vitjaði helgra staða og
fór til Jórsala. Þorvaldur víðförli
varð siðar frægur um Austurlönd.
Starfaði hann þar áfram að kristin-
dómsmálum. Hann setti á stofn
klaustur. — Sennilegt er, að Þor-
valdur hafi á timabili veitt forstöðu
kristniboði i Rússlandi, enda komu
jafnan f ljós hinir góðu eiginleikar
hans, heit trú, vitsmunir og aðrir
mannkostir. Það er loks af Þor-
valdi að segja, aö hann andaðist í
klaustrinu, sem hann hafði stofnað
á Valdaihæðum, skammt frá Pal-
ozk i Rússlandi.
Árið 1981 verða komin rétt þús-
und ár frá þessari fyrstu kristni-
boðsferð. Upphaf kristnisögunnar
má rekja til trúboðsumdæmisins
þýzka, og til hins húnvetnska æsku-
manns, en siðar kom til afskipta
norska konungsvaldsins. Það er vel
þess virði, að þess sé minnzt.þegar
menn fyrir þúsund árum héldu
fyrst uppi ljósi kristinnar trúar,
ljósi kærleika, miskunnar og
menningar i Norðlendingafjórð-
ungi og hvar sem það ljós þá kvikn-
aði i hinni fyrstu kristniboðsferð til
Islands.
Margt hefir á þessari löngu ferö
gegnum aldirnar farið úrskeiðis og
kirkjunnar menn ekki reynzt sem
skyldi. Ekki vil eg draga dul á það.
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur I Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr.
á mánuöi innan lands, I lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
-i
En hitt vil eg fullyröa, að með
komu þeirra Þorvalds viðförla og
Friðriks biskups var farin ferð og
ruddur vegur, sem varð til heilla og
blessunar fyrir islenzka þjóð, er
hún bar gæfu til að taka hinn
kristna sið og hafna þeim heiðna. —
Kærleiks og friðarboðskapur
kristninnar var þess megnugur að
breyta grimmum vikingum I frið-
sama borgara, þó að stundum yrði
hið frumstæöa vikingseðli sterk-
ara. — Þegar nær dregur þúsund
ára kristni á Noröurlandi, skyldum
vér hugleiða á hvern hátt vér get-
um bezt minnzt þess og stutt það
kristniboð, sem þeir Þorvaldur og
Friörik tóku höndum saman um að
efla.
Pétur Sigurgeirsson.
Sandor Kovac
Framhald af bls. 418
sem heillaöi hann einna mest utan ætt-
lands að sjálfs han sögn, og sem hann
átti minningar um sem glöddu hann til
æviloka.
Siðasta bréfið frá Sandor Kovacs til
min er dagsett 21. ágúst 1969. Hann var
þá nýkominn heim frá Finnlandi, þar
sem hann var á alþjóðaþingi erperant-
ista i boði bróður sins, sem er búandi
þar i landi. Sú ferð á fornar slóðir
varð hans siöasta i þessu lifi.
Um jól 1969 fékk ég bréf frá frú
Helenu Kovacs. Ég vissi hvaða fregn
það hafði að færa mér oopnað.
Sandor Kovacs andaðist 11. des-
ember 1969, 63 ára að aldri.
Haraldur Guðnason
Lausn ó 16.
krossgátu
A N/V / H O
I í/t l a r
'7<v
m a Jr o / t?
A L. AU Ð >
T A F L P
i r fi ra
H 'A R Á) K
N A C A \<
M KÆ iZ A
A R 5 A O R
/< / AT /j S/UU U M
I L TR E F & T>0
L A í T A K K A >< /Q A F
* K £ l $ F / T U '4 L A
I TKAFA 4 RhR N
N'o F R A 5 A R CrU MA
N £ I N aT T TANIA'
K I N N A R A A R C A
4 R G A R 'O © A N 'ON N
U N U H'OJ) A N£P A N
? A N T Afl R 'OA K R A
__RAKiL/\R APTaBAR
430
Sunnudagsblað Tímans