Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Blaðsíða 6
kvæði, en einnig heimspekileg og trú-
arleg kvæði, barnakvæði, dýrakvæði
o.fl. Að þvi er varðar bragarhætti, þá
gjörbreytist meðferð hans á fornhátt-
unum til hins betra, og hann tekur upp
nýja, suðræna hætti, sem sömuleiðis
leika i höndum hans og falla vel að hin-
um kliðmjúka stil hans. Frá þessu sið-
asta skeiði i ævi Jónasar stafa þau
kvæöi hans, sem mest urðu dáð, svo að
nærri liggur, að segja megi, að hefði
hann ekki komizt til útlanda, væri ævi-
verk hans á sviði ljóðagerðar ekki búið
þeirri reisn, sem raun ber vitni.
betta á vitaskuld að verulegu leyti
rót sina að rekja til þess, að i Höfn
kynntist Jónas blómlegum samtíma-
skáldskap, einkum dönskum og þýzk-
um, sem hann hefur drukkið í sig.
Einna merkust áhrif á hann hefur þó
haft þýzka skáldið Heinrich Heine,
jafnt að þvi er snertir form og efni. Til
hans sækir Jónas m.a. ýmsa bragar-
hætti, og af honum hefur hann einnig
lært að beita glöggskyggni, ástriðu-
fullu gegnsæi og jafnvel beittu háði i
eigin kveðskap, og hefur honum ekki
sizt notazt af þessu í ýmsum náttúru-
kvæðum sinum. Hins vegar sýnist Jón-
as foröast að taka Heine sér til Fyrir-
myndar, þar sem hann er hvað hæðn-
astur eða ósamkvæmur sjálfum sér,
þvi að hann fylgir honum helzt, þar
sem hann er stöðugur i leit sinni að
hinni skáldlegu fegurð.
Þetta sést e.t.v. bezt á þeim þýðing-
um, sem Jónas hefur gert á ljóðum eft-
ir Heine, þvi að til þýðingar velur hann
fyrst og fremst slik ljóð eftir hann sem
nefnd voru. Þar er nær eingöngu um
smákvæði að ræða, sem Jónas þýðir
mjög frjálslega, oft undir öðrum brag-
arháttum en frumkvæðin, og einnig
breytir hann myndum þeirra, einkum
náttúrumyndum, sem hann færir þá
gjarnan i islenzkan búning. Þvi verður
hjá Jónasi nánast um ný.. kvæði aö
ræða, sem i höndum hans fá oft á sig
rammislenzkt svipmót, enda hafa
ýmsar þessar þýðingar orðið alkunnar
óháð uppruna sinum. Þetta á einkum
við um Alfareiðina (Stóð ég úti i
tunglsljósi...) og Vorvisur (Vorið góða
grænt og hlýtt...), hið fyrra lýsingu á
næturferðalagi álfa, en hið siðara
mynd af vorkomunni og hvort tveggja
frábærlega hnitmiðað I smágerðar
myndir, auk þess sem sönghæfni
þeirra við víðkunn log hefur einnig
aukið á vinsældir þeirra. En fleiri af
Heinesþýðingum Jónasar eru þó vel
gerðar en þessar tvær, svo sem Næt-
urkyrrð (Ganga gullfætt...), nærfærin
lýsing á fegurð og friði sumarnætur-
innar, og einnig eftirfarandi vísur, þar
sem nær að örla á hinni kaldhæðnis-
legu fyndni Heines:
414
Óþekkti
sjómaðurinn
Óþekktan sjómann enn þá við strönd
öldurót grimmt leikið hefur.
Á sjávarbotni er höfuð og hönd.
Hafdjúpið margan svo grefur.
IJfsvon min brast — ég fleytur sá fara
þær fram hjá mér allar sigldu.
Aö við mig flóð og fjara
i flæöarmálinu skildu.
Leikið mig grátt hefur sjávarselta,
sorfið min bein — og mörgum glatað.
Mararöldur mér eru að velta,
mun nokkur hingað fá ratað?
Löndin svo mörg ég þráði að þekkja,
þess vegna hafið ég valdi.
Enda þótt muni það marga blekkja
mannkostasyni- og þeim haldi.
Þótt dulræð sé hafsins dýpsta lind
drukknaðir menn fá þó lifað.
Saivador Dali málaði mynd,
— i minningu er ljóð þetta skrifaö.
Kristinn Magnússon.
Hispursmey stóð við ströndu
og stundi þungt og hátt,
þvi sólin var að setjast
við svala vesturátt.
Hispursmey, verið hressar,
hér á ég kann góð skil,
röðullinn rennur frammi
og ris hér baka til.
Þá hefur Jónas og þýtt sitthvað
fleira athyglisvert, m.a. eftir ýmis
fremstu skáld Dana og Þjóðverja á
þessum tima. Meðal þeirra má nefna 1
kirkjugarðinum (Bium, bium...), lipra
lýsingu á Aladin úr 1001 nótt við gröf
móður sinnar, sem þýdd er eftir Adam
Oehlenschláger. Þá má nefna Arn-
gerðarljóð.sem þýtt er eftir P.L. Möll-
er og er lýsing á erni, sem skotmaður
drepur, en endurfæðist sem ung stúlka
og lýsir söknuði sinum eftir fegurð
fjallahiminsins. Eftir Schiller hefur
Jónas þýtt og endurort þrjú kvæði, og
er hið veigamesta Dagrúnarharmur,
nöturleg lýsing á móður, sem myrt
hefur barn sitt og biður nú aftöku fyrir.
Kliðmýkra er hins vegar Meyjargrát-
ur (Dunar i trjálundi...), þar sem lýst
er harmi stúlku eftir unnusta sinn lát-
inn, og i þriðja kvæðinu, Alheimsviö-
áttunni, er lýst yfirsýn skáldsins, sem
lætur huga sinn fljúga vitt um heim. Af
öðrum þýðingum Jónasar má auk þess
nefna Illur lækur, sem er gamansöm
lýsing á telpu, er vætir föt sin i læk, og
er „kveðið eftir þjóðkunnu spánsku
kvæði,” og loks Ég vil kvssa.lipra lýs-
ingu á kossaleik elskenda, þýdda eftir
þýzka skáldið Adelbert von Chamisso,
og hefst það á þessu alkunna erindi:
Ljúfi, gef mér litinn koss,
litinn koss af munni þinum,
vel eg mér hið vænsta hnoss,
vinur, gef mér litinn koss,
ber eg handa báðum oss
bliða gjöf á vörum mínum,
ljúfi, gef mér litinn koss,
litinn koss af munni þinum.
(Niðurlag síðar.)
Sunnudagsblaö Tímans