Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 26

Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 26
Keflavík | Baðstofuhópurinn heldur í dag, 1. maí, sína árlegu Vorsýn- ingu í Svarta pakkhúsinu á Hafn- argötu 2 í Keflavík. Að þessu sinni sýnir Baðstofuhópurinn málverk, leirstyttur og glermuni sem hóp- urinn hefur unnið í vetur. Í Baðstofuhópnum eru 12 með- limir þennan veturinn og leiðbein- andi þeirra í vetur eins og und- anfarna vetur hefur verið Ingunn Eydal. Eru Suðurnesjamenn hvattir til þess að líta inn hjá Baðstofufólkinu á laugardaginn og skoða afrakstur vetrarstarfsins. Sýningin verður aðeins opin þennan eina dag frá kl. 13–20. Vorsýning Baðstofunnar SUÐURNES 26 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar Frí smáauglýsing á mbl.is fiarftu a› selja? Viltu kaupa? Far›u á mbl.is og panta›u fría smáaugl‡singu sem birtist í allt a› sjö daga. Smáaugl‡singar eru fríar á smáaugl‡singavef mbl.is til 1. júní n.k. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 23 44 5 0 4/ 20 04 Keflavík| Messa eftir Gunnar Þórð- arson verður meginuppistaðan í vor- tónleikum Kórs Keflavíkurkirkju á sunnudag kl. 17. Þetta er í annað sinn sem Messan er flutt í heild sinni en hún var frumflutt í Víðistaða- kirkju í upphafi nýrrar aldar. „Ég heyri að Messan er í öruggum hönd- um hér,“ sagði Gunnar Þórðarson tónskáld á æfingu Messunnar sl. miðvikudagskvöld. Það hefur löngum verið ljóst að Gunnar er ekki við eina fjölina felld- ur í tónlistarbransanum. Það er heldur engin nýlunda að verk eftir hann séu flutt á tónleikum hjá Kór Keflavíkurkirkju. Ekki alls fyrir löngu komu Hljómar fram með kórnum við mikinn fögnuð kirkju- gesta, enda segir Hákon Leifsson, kórstjórnandi og organisti, að popp- menningin í Keflavík sé ekki síður áberandi í kirkjunni. Það er hins vegar öllu meiri hátíð- leiki yfir Messunni, sem hefur verið í æfingu hjá kórnum síðan fyrir síð- ustu áramót. „Þetta er mikið og há- klassískt verk,“ sagði Hákon, „og það koma rúmlega 60 manns að flutningi þess.“ Auk kórsins tekur 23 manna kammerhljómsveit, Jón Leifs Camerata, þátt í flutningnum og ein- söngvarar eru tveir, þau Jóhann Sig- urðarson, leikari og barítonsöngvari og Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópr- ansöngkona. „Þetta er alveg ný reynsla sem gaman er að takast á við,“ sagði Bylgja Dís. Klassískur söngur er þó engin nýlunda hjá Bylgju Dís þar sem hún hefur lokið burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og margoft sungið einsöng, bæði innan og utan kirkjunnar. „Messan hans Gunnars er hins vegar skemmtilegt viðbót við reynsluna. Hún er mjög söngvæn og áheyrileg.“ Ekki í messu á hverjum sunnudegi Messan er byggð á klassísku messuformi hinnar kristnu kirkju, þar sem skiptast á hefðbundnir messuliðir og texti eftir séra Sigurð Helga Guðmundsson, prest í Víði- staðakirkju. Þegar Gunnar var spurður um tilurð verksins sagðist hann einfaldlega hafa verið beðinn um að semja messu. „Þannig var að Úlrik Ólason, org- anisti í Víðistaðakirkju, hafði sam- band við mig og spurði hvort ég vildi skrifa messu. Ég verð nú að segja að það var órafjarri mér, en mér fannst það spennandi engu að síður.“ Gunn- ar sagðist hafa þurft að skipta yfir í annan gír í tónsmíðunum, enda seg- ist hann vera eins og hver annar Ís- lendingur, ekki í messu á hverjum sunnudegi. „Þetta reyndist þó ekk- ert erfitt og bara mjög skemmtilegt þegar ég var byrjaður á því.“ Gunnar sagði að frumflutningur Messunnar í Víðistaðakirkju hefði að öllum líkindum verið fyrstu tón- leikar aldarinnar. „Hugmynd Úlriks og séra Sigurðar Helga var að fagna nýju árþúsundi með Messunni og hún var flutt í kirkjunni kl. 13 hinn 1. janúar árið 2000.“ Gunnar sagðist hafa hug á því að umskrifa Messuna fyrir orgel, þar sem hún væri mjög kostnaðarsöm í þessari útfærslu. Hann bætti þó við að Messan væri í mjög góðum höndum hjá kór Kefla- víkurkirkju og stjórnanda hans, Há- koni Leifssyni. Hákon sagði mikinn metnað liggja að baki starfi kórsins. „Í fyrra hóf- um við að starfrækja söngskóla við kórinn. Ragnheiður Guðmunds- dóttir söngkennari kemur hingað tvisvar í viku og fer yfir söng- tæknina hjá hverjum og einum. Það er mikill stuðningur, bæði fyrir hvern og einn, og ekki síst fyrir kór- inn sem heild,“ sagði Hákon. Kór Keflavíkurkirkju flytur messu eftir Gunnar Þórðarson Morgunblaðið/Svanhildur EiríksdóttirGunnar Þórðarson á æfingu ásamt Kór Keflavíkurkirkju. Keflavík | Lögreglan í Keflavík kærði 25 ökumenn fyrir að spenna ekki bílbeltin á fimmtudag og jafn- framt nokkra farþega sem voru í bíl- unum. Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Garðbraut og einn fyrir framúrakst- ur á vegöxl á Reykjanesbraut. 25 ökumenn án bílbelta ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.