Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 26
Keflavík | Baðstofuhópurinn heldur í dag, 1. maí, sína árlegu Vorsýn- ingu í Svarta pakkhúsinu á Hafn- argötu 2 í Keflavík. Að þessu sinni sýnir Baðstofuhópurinn málverk, leirstyttur og glermuni sem hóp- urinn hefur unnið í vetur. Í Baðstofuhópnum eru 12 með- limir þennan veturinn og leiðbein- andi þeirra í vetur eins og und- anfarna vetur hefur verið Ingunn Eydal. Eru Suðurnesjamenn hvattir til þess að líta inn hjá Baðstofufólkinu á laugardaginn og skoða afrakstur vetrarstarfsins. Sýningin verður aðeins opin þennan eina dag frá kl. 13–20. Vorsýning Baðstofunnar SUÐURNES 26 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar Frí smáauglýsing á mbl.is fiarftu a› selja? Viltu kaupa? Far›u á mbl.is og panta›u fría smáaugl‡singu sem birtist í allt a› sjö daga. Smáaugl‡singar eru fríar á smáaugl‡singavef mbl.is til 1. júní n.k. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 23 44 5 0 4/ 20 04 Keflavík| Messa eftir Gunnar Þórð- arson verður meginuppistaðan í vor- tónleikum Kórs Keflavíkurkirkju á sunnudag kl. 17. Þetta er í annað sinn sem Messan er flutt í heild sinni en hún var frumflutt í Víðistaða- kirkju í upphafi nýrrar aldar. „Ég heyri að Messan er í öruggum hönd- um hér,“ sagði Gunnar Þórðarson tónskáld á æfingu Messunnar sl. miðvikudagskvöld. Það hefur löngum verið ljóst að Gunnar er ekki við eina fjölina felld- ur í tónlistarbransanum. Það er heldur engin nýlunda að verk eftir hann séu flutt á tónleikum hjá Kór Keflavíkurkirkju. Ekki alls fyrir löngu komu Hljómar fram með kórnum við mikinn fögnuð kirkju- gesta, enda segir Hákon Leifsson, kórstjórnandi og organisti, að popp- menningin í Keflavík sé ekki síður áberandi í kirkjunni. Það er hins vegar öllu meiri hátíð- leiki yfir Messunni, sem hefur verið í æfingu hjá kórnum síðan fyrir síð- ustu áramót. „Þetta er mikið og há- klassískt verk,“ sagði Hákon, „og það koma rúmlega 60 manns að flutningi þess.“ Auk kórsins tekur 23 manna kammerhljómsveit, Jón Leifs Camerata, þátt í flutningnum og ein- söngvarar eru tveir, þau Jóhann Sig- urðarson, leikari og barítonsöngvari og Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópr- ansöngkona. „Þetta er alveg ný reynsla sem gaman er að takast á við,“ sagði Bylgja Dís. Klassískur söngur er þó engin nýlunda hjá Bylgju Dís þar sem hún hefur lokið burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og margoft sungið einsöng, bæði innan og utan kirkjunnar. „Messan hans Gunnars er hins vegar skemmtilegt viðbót við reynsluna. Hún er mjög söngvæn og áheyrileg.“ Ekki í messu á hverjum sunnudegi Messan er byggð á klassísku messuformi hinnar kristnu kirkju, þar sem skiptast á hefðbundnir messuliðir og texti eftir séra Sigurð Helga Guðmundsson, prest í Víði- staðakirkju. Þegar Gunnar var spurður um tilurð verksins sagðist hann einfaldlega hafa verið beðinn um að semja messu. „Þannig var að Úlrik Ólason, org- anisti í Víðistaðakirkju, hafði sam- band við mig og spurði hvort ég vildi skrifa messu. Ég verð nú að segja að það var órafjarri mér, en mér fannst það spennandi engu að síður.“ Gunn- ar sagðist hafa þurft að skipta yfir í annan gír í tónsmíðunum, enda seg- ist hann vera eins og hver annar Ís- lendingur, ekki í messu á hverjum sunnudegi. „Þetta reyndist þó ekk- ert erfitt og bara mjög skemmtilegt þegar ég var byrjaður á því.“ Gunnar sagði að frumflutningur Messunnar í Víðistaðakirkju hefði að öllum líkindum verið fyrstu tón- leikar aldarinnar. „Hugmynd Úlriks og séra Sigurðar Helga var að fagna nýju árþúsundi með Messunni og hún var flutt í kirkjunni kl. 13 hinn 1. janúar árið 2000.“ Gunnar sagðist hafa hug á því að umskrifa Messuna fyrir orgel, þar sem hún væri mjög kostnaðarsöm í þessari útfærslu. Hann bætti þó við að Messan væri í mjög góðum höndum hjá kór Kefla- víkurkirkju og stjórnanda hans, Há- koni Leifssyni. Hákon sagði mikinn metnað liggja að baki starfi kórsins. „Í fyrra hóf- um við að starfrækja söngskóla við kórinn. Ragnheiður Guðmunds- dóttir söngkennari kemur hingað tvisvar í viku og fer yfir söng- tæknina hjá hverjum og einum. Það er mikill stuðningur, bæði fyrir hvern og einn, og ekki síst fyrir kór- inn sem heild,“ sagði Hákon. Kór Keflavíkurkirkju flytur messu eftir Gunnar Þórðarson Morgunblaðið/Svanhildur EiríksdóttirGunnar Þórðarson á æfingu ásamt Kór Keflavíkurkirkju. Keflavík | Lögreglan í Keflavík kærði 25 ökumenn fyrir að spenna ekki bílbeltin á fimmtudag og jafn- framt nokkra farþega sem voru í bíl- unum. Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Garðbraut og einn fyrir framúrakst- ur á vegöxl á Reykjanesbraut. 25 ökumenn án bílbelta ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.