Morgunblaðið - 01.05.2004, Síða 55

Morgunblaðið - 01.05.2004, Síða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 55 BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er að mjög litlu leyti rekið fyrir opinbert fé. Blindrafélagið hefur byggt starfsemi sína á frjálsum framlögum. Aðalfjár- öflunarleið félagsins er happdrætti. Nú um mánaðamótin apríl/maí fá öll heimili og fyrirtæki í landinu sendan happdrættismiða í pósti. Það er von félagsins að landsmenn taki happdrættinu vel og kaupi miða til styrktar starfseminni, segir í fréttatilkynningu. Margir vinningar eru í boði, VW Golf 1,6i Comfortline, sjálfskiptur frá Heklu. Ferðavinningar frá Heims- ferðum að eigin vali fyrir tvo eða fleiri. Einnig eru vinningar hótelgist- ing á einhverju Fosshótelanna fyrir tvo, ásamt morgunverði auk kvöld- verðar. Miðinn kostar 1.000 kr. og verður dregið í vorhappdrætti Blindrafélags- ins 11. júní nk. Miðana er einnig hægt að kaupa á skrifstofu Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Skrifstofa Blindra- félagsins er opin frá kl. 9–16 alla virka daga. Vorhappdrætti Blindrafélagsins AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið yfir endurbætur á húsnæði Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur við Sól- vallagötu. Nokkur fyrirtæki lögðu nefndinni lið við breytingarnar og í fréttatilkynningu þakkar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrirtækjunum kærlega fyrir hjálp- ina, sem og öðrum sem lagt hafa nefndinni lið. Á myndinn eru frá vinstri: Elvar Þorkelsson frá Micro- soft Íslandi, Hildur G. Eyþórsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Margrét Dóra Ragn- arsdóttir tölvunarfræðingur, Hrafn- hildur B. Sigurðardóttir frá Lands- banka Íslands, Óli Jón Ingólfsson frá Sjóvá-Almennum, Margrét Dóra Ragnarsdóttir frá Mæðrastyrks- nefnd og Gunnar Hámundarson frá Landsbanka Íslands. Á myndina vantar Hjálmar Gísla- son og Tómas Ragnar Bernharðsson tölvumenn. Bætt aðstaða mæðrastyrksnefndar 1. apríl síðastliðinn hófst flug tvisv- ar á dag til beggja áfangastaða fé- lagsins og jókst farþegafjöldinn þá verulega. Á þessu ári áætlar Ice- land Express að flytja um 270 þús- und farþega,“ segir m.a. í frétt frá félaginu. Halldóra Viðarsdóttir, starfsmað- ur Iceland Express á Keflavíkur- flugvelli, afhenti Úlfari gjafabréf fyrir tvo í ferð með Iceland Ex- press af þessu tilefni. TVÖ hundruð þúsundasti farþeginn með Iceland Express fór með vél félagsins til Lundúna fimmtudaginn 29. mars. Farþeginn var Úlfar Hin- riksson íþróttakennari og var hann á leið til Lundúna ásamt vinafólki til að sækja tónleika með Duran Duran. „Um síðustu áramót hafði Ice- land Express flutt rúmlega 136 þúsund farþega, en félagið hóf flug- starfsemi í lok febrúar 2003. Hinn Tvö hundruð þúsund farþegar SAMKVÆMT árlegri könnun rann- sóknafyrirtækisins JD Power og bílablaðsins What Car? kemur fram að einungis Lexus stendur Skoda framar hvað varðar ánægju við- skiptavina með bíla sína. Ekki er nema áratugur síðan Skoda þótti ekki mjög góður bíll og því hefur ansi margt breyst á skömmum tíma, segir í fréttatilkynningu. Í tilefni þessarar niðurstöðu fá allir sem koma í heimsókn í Heklu á laugardaginn 1. maí, akandi á Skoda, gæðaís frá Emmess og ókeypis þvott á bílinn sinn. Allar Skoda-bifreiðarnar verða til sýnis, meðal annars Skoda Octavia sem unnið hefur sinn flokk í JD Power þrjú ár í röð. Opið verður í sýning- arsölum nýrra bíla í Heklu frá klukkan 12.00 til 16.00. Skoda í 2. sæti í gæða- og ánægjukönn- un JD Power Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.