Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2004 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C  Peningabréf – Góð og örugg skammtímaávöxtun 5,2%* Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Peningabréf Landsbankans gefa einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum fjárfestum tækifæri til að ná góðri og öruggri ávöxtun þó að fjárfest sé til mjög skamms tíma. * Nafnávöxtun 01.04.2004–30.04.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upp- lýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 24 61 5 5/ 20 04 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 24 61 5 5/ 20 04 www.li.is Banki allra landsmanna VÍSITALA neysluverðs hækk- aði um 0,82% milli apríl og maí, samkvæmt mælingu Hagstofu Ís- lands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,66%. Hækkun vísitölu neysluverðs er rúmlega tvöfalt meiri en grein- ingardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir, en þær reiknuðu með að vísitalan myndi hækka um 0,3– 0,4%. Stærsti einstaki þátturinn í hækkun vísitölunnar að þessu sinni er hækkun á húsnæðisverði. Verðbólga mælist nú 3,2% mið- að við hækkun vísitölunnar und- anfarna tólf mánuði, sem er aukn- ing frá fyrra mánuði er verð- bólgan mældist 2,2%, og er verðbólgan komin yfir verðbólgu- markmið Seðlabankans sem er 2,5% verðbólga á ári. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0%, en það jafngildir 8,1% verð- bólgu á ári. Markaðsverð á húsnæði hækk- aði um 2,3% milli apríl og maí. Vísitöluáhrif þessarar hækkunar eru 0,28%. Verð á bensíni og gas- olíu hækkaði um 3,3% (vísitölu- áhrif 0,13%), verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,8% (0,11%) og áskriftargjöld sjón- varps, útvarps og dagblaða hækk- uðu um 5,2% (0,09%). Veldur áhyggjum Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, segir að hækkun vísi- tölu neysluverðs sé mun meiri en reiknað hafi verið með og hún valdi verulegum áhyggjum. Skammt sé liðið frá því að skrifað var undir kjarasamninga þar sem gengið hafi verið út frá forsend- um um lága verðbólgu. „Við gerðum ráð fyrir að við værum að semja um vaxandi kaupmátt samfara stöðugleika,“ segir Ólafur Darri. „Ef þessi verðbólga verður viðvarandi eru forsendur kjarasamninganna ein- faldlega brostnar og kjarasamn- ingum gæti verið sagt upp. Það verður þó að hafa í huga að ekki má horfa um of á stakar verð- bólgumælingar. Markmið samn- inganna var að tryggja aukinn kaupmátt á samningstímanum.“ Hann segir að hækkun vísitöl- unnar að þessu sinni þurfi ekki að þýða að verðbólgukollsteypa sé framundan þó að vissulega séu blikur á lofti. „Það er hins vegar ljóst að allir verða að sameinast um að halda aftur af verðhækk- unum ef ekki á að fara illa.“ Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að hækkun vísitölunnar hafi komið SA mjög á óvart. Hann segist ekki telja að um sé að ræða varanlega hækkun verðbólgunnar. Svo sé að sjá sem margir sérstakir liðir komi saman að þessu sinni, sem leiði til þessa verðbólguskots. Ekki hafi dregið úr hækkunum á fasteignamark- aði, sem rekja megi annars vegar til væntanlegra breytinga á hinu opinbera húsnæðislánakerfi, og hins vegar til vaxtalækkana. Þá hafi einnig áhrif að gengi krón- unnar hafi verið að síga. „Hækkun vísitölunnar er að hluta til áhyggjuefni en að hluta til markast þetta af röð tilvilj- ana,“ segir Hannes. Verðbólga mælist yfir markmiði Seðlabanka Vísitala neysluverðs hækkar umfram spár og kemur aðilum vinnumarkaðarins á óvart                                  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS BREYTING á nafni Pharmaco-samstæð- unnar í Actavis og kynningar- og markaðs- herferð tengd breytingunni kostar á bilinu 240 til 250 milljónir króna, að sögn Róberts Wessman, for- stjóra fyrirtæk- isins. Nú þegar er hafið „voldugt kynningarprógramm“ að sögn Róberts, en fyrirtækið hyggst m.a. birta blaða- og sjón- varpsauglýsingar á öllum markaðssvæðum sínum víða um heim til að kynna nýtt nafn og ímynd og samhæfa útlit vefja allra dótturfyr- irtækja. Róbert segir að nýtt sameiginlegt nafn í stað margra nafna mismunandi fyrir- tækja í samstæðunni muni gera markaðs- starf áhrifaríkara og gera auðveldara að koma sömu skilaboðum áleiðis á öllum mark- aðssvæðum. „Heildarkostnaðurinn við nafnabreyting- una, alla hönnunarvinnu, ráðgjöf og allar auglýsingar, sem við keyrum næstu mánuði í öllum okkar lykilstarfsstöðvum, auk kynn- ingarefnis, er á bilinu 240–250 milljónir og við teljum okkur hafa sloppið mjög vel með ekki hærri tölu en þetta,“ segir Róbert. Vörumerki lyfja fyrirtækisins breytast ekki, en merkingum á umbúðum verður breytt smátt og smátt á næstu tveimur árum eftir því sem lagerar klárast og segir Róbert að því fylgi einhver aukakostnaður. Kjörorð fyrirtækisins, sem verður hluti nýs merkis þess, er „hagur í heilsu“ (á ensku „creating value in pharmaceuticals“). Róbert segir að kjörorðið vísi til þess að fyrirtækið bæti hag starfsmanna með góðum aðbúnaði og launum, viðskiptavina með því að vera fyrst á markað með samheitalyf á lægra verði og hluthafa með því að halda áfram að vaxa og auka enn verðmæti félagsins. L Y F J A F Y R I R T Æ K I 250 milljónir fyrir nýtt nafn og markaðs- herferð Nafni Pharmaco-samstæðunnar breytt í Actavis  Pharmaco/8 S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Áhættan og öryggið Eiga lífeyrissjóðir að fjárfesta erlendis? 4 Sveigjanlegir diplómatar Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins 8 ALMANNA- TENGSL Í SÓKN BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að hækkun vísitölu neysluverðs milli apríl og maí kalli ekki á sérstök viðbrögð af hálfu bankans á þessu stigi. Hann segir að verðbólgan sé ekki mjög mikið yfir verðbólgumarkmiði bankans og þar séu ákveðin þolmörk. Að sögn Birgis Ísleifs er hækkun vísitölu neyslu- verðs meiri en bankinn reiknaði með. Um það bil helmingur hækkunarinnar skýrist af tveimur þáttum, annars vegar af olíuverðshækkunum og hins vegar af hækkun á verði íbúðarhúsnæðis. „Það kemur nokkuð á óvart hvað íbúðaverðið hefur hækkað mikið að nýju,“ segir Birgir Ísleifur. „Ef til vill stafar hækkunin af því að fasteignaviðskipti hafi aukist vegna þess hvað ávöxtunarkrafa á húsbréfum hefur lækkað mikið. Hvort þetta er tímabundið ástand eða ekki verður tíminn að leiða í ljós, en ávöxt- unarkrafa af húsbréfum hefur hækkað að undanförnu. Hann segir að Seðlabankinn hafi hins vegar tilhneigingu til að líta fram hjá hækkun olíuverðsins, því peningastefna bankans geti engu ráðið um þann þátt. „Við nefndum það þegar við hækkuðum stýrivexti bankans í síðustu viku að vísitalan gæti farið eitthvað yfir verðbólgumarkmiðið á næstu mánuðum, m.a. vegna olíuverðshækkunar. Mér sýnist að þessi mæling staðfesti að tímabært var að hækka vextina,“ segir Birgir Ísleifur. Kallar ekki á sérstök viðbrögð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.