Morgunblaðið - 13.05.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 13.05.2004, Síða 10
10 C FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                    !!""    #$  %&'  ' ( )    $$      * ' $   $ $$+ ,  '-   ', ) '-  $ -- .$$ $+/'' #  $ 0 1-  (       ● SKULDABRÉF að nafnvirði 400 milljónir króna seldust í lokuðu skuldabréfaútboði til fagfjárfesta fyrir Vestmannaeyjabæ. MP Fjár- festingarbanki hf. var umsjón- araðili útboðsins sem var liður í endurfjármögnun sveitarfélagsins. Bréfin eru verðtryggð afborg- anabréf til 20 ára og bera 4,5% vexti. MP Fjárfestingarbanki hf. hafði umsjón með rafrænni skráningu skuldabréfanna hjá Verðbréfa- skráningu Íslands og mun sjá um skráningu skuldabréfaflokksins í Kauphöll Íslands. Vestmanna- eyjabær er fyrsta sveitarfélagið til að skrá skuldabréfaflokk rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands og nýta sér þá kosti sem felast í raf- rænni skráningu skuldabréfa, að því er segir í fréttatilkynningu. Bréf Vestmannaeyja skráð rafrænt ● SIGLINGASTOFNUN Íslands og Kerfisþróun ehf. undirrituðu ný- lega samninga um innleiðingu nýrra bókhalds- og upplýs- ingakerfa fyrir stofnunina. Auk hinna almennu bókhalds- kerfa sem byggjast á Stólpa fyrir Windows hefur Kerfisþróun sér- hannað nýtt framkvæmdabókhald til að halda utan um fjárveitingar Hafnarbótasjóðs. Snar þáttur í hinu nýja upplýs- ingakerfi verður að innleiða verk- bókhald með vinnuskýrslukerfi sem gerir starfsmönnum kleift að skrá vinnu sína á auðveldan hátt, að því er segir í tilkynningu. „Í kerfinu verður sérstök með- höndlun á innkomnum reikn- ingum, samþykktarkerfi og greiðslukerfi sem er beintengt banka. Innleidd verður ný B2B tenging við banka þannig að segja má að fyrirtækjabankinn verði innbyggður í bókhaldskerf- ið.“ Ný upplýsingakerfi hjá Siglingastofnun ● BANDARÍSKA stjörnuleitin, Am- erican Idol, á stóran þátt í að hagnaður News Corp., fjölmiðlafyr- irtækis Ruperts Murdoch, var 69% meiri á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaður samsteypunnar nam 465 milljónum Bandaríkjadala, um 34 milljörðum íslenskra króna. Ár- ið áður var hagnaðurinn 275 millj- ónir dala. Velta News Corp. jókst um 19% milli ára, var 5,2 milljarðar dala á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en 4,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Í frétt á vefmiðli Financial Times segir að uppistaðan í auknum hagnaði News Corp. sé auknar auglýsingar hjá sjónvarpsstöðvum samsteypunnar og aukin sala á DVD-myndum. Stjörnuleitin skilar News Corp. auknum hagnaði NÝVERIÐ hafa orðið eigendaskipti á stór- um hluta hlutabréfa í Sæferðum ehf. í Stykk- ishólmi. Kynnisferðir ehf, Sjóvá-Almennar og Olís hafa selt eignarhluta sína, sem alls eru 70% í félaginu. Kaupandi er nýstofnað félag, Sæeignir ehf. í Stykkishólmi, en eigendur þess eru Páll Kr. Pálsson, Pétur Ágústsson, Svanborg Siggeirsdóttir, María Valdimars- dóttir og Ragnheiður Valdimarsdóttir. Með þessari breytingu færist öll starfsemi Sæferða til Stykkishólms þar sem aðalstarfs- stöð félagsins verður sem fyrr. Stjórn- arformaður verður Páll Kr. Pálsson en Pétur Ágústsson verður framkvæmdastjóri. Mark- aðsstjóri félagsins verður Ragnheiður Valdi- marsdóttir en Svanborg og María munu sjá um fjárreiður og bókhald. Sæferðir reka ferjuna Baldur og tvö far- þegaskip fyrir ferðamenn sem hvort um sig tekur yfir 100 farþega. Í siglingunum í sumar verður bryddað upp á nýjungum svo sem í skoðunarferðum frá Stykkishólmi og má þar nefna sérstakar miðnæturferðir sem farnar verða yfir hásumarið. Undangengin sjö ár hefur fyrirtækið boðið upp á hvalaskoðun frá Ólafsvík og mun svo verða áfram. Þar er sérstök áhersla lögð á að sjá stórhveli á þeim tíma sem hvalirnir koma upp að landinu. Einnig er svæðið við Snæ- fellsnes eitt það besta við landið til þess að sjá háhyrninga og fjölmargar aðrar hvalateg- undir. Á síðasta ári voru farþegar á vegum Sæ- ferða sem sigldu um Breiðafjörð 53 þúsund. Nýir meirihlutaeigendur Sæferða Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Eigendur Á þeirra herðum mun hvíla ábyrgð á rekstri Sæferða ehf. í Stykkishólmi. María Valdi- marsdóttir, Svanborg Siggeirsdóttir og Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri. Stykkishólmi. Morgunblaðið. ● HORFUR í ferðaþjónustunni í Danmörku fyrir þetta ár eru góðar. Í frétt í danska blaðinu Politiken segir að síðasta ár hafi verið gott fyrir ferðaþjónustuna en reiknað sé með að þetta ár verði enn betra. Segir í fréttinni að einkum sé gert ráð fyrir að mikil aukning verði meðal ferðamanna sem hyggist ferðast um landið. Mikil aukning hafi verið í sölu hjólhýsa, tjalda og annars búnaðar til ferðalaga. Ferðaþjónustan í Dan- mörku í uppsveiflu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.