Morgunblaðið - 13.05.2004, Page 11

Morgunblaðið - 13.05.2004, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2004 C 11 NFRÉTTIR  STUTTDAGBÓK Í DAG Farmvernd í fyrirrúmi er yfirskrift fundar Útflutningsráðs Íslands sem haldinn verður í dag milli klukkan 8:30 og 11:00 á Nordica hóteli. Fundurinn er haldinn til að kynna breytingar á lögum um siglingavernd sem taka gildi 1. júlí næstkomandi. Útflutningsráð stendur í dag enn- fremur fyrir námstefnu um húmor í viðskiptum á milli klukkan 9:15 og 11:00 í Húsi atvinnulífsins. Leiðbein- andi er breskur ráðgjafi, dr. Jay Kettle-Williams. Hringamyndun, viðskiptablokkir og samþjöppun er heiti hádeg- isverðarfundar FVH sem haldinn verður á Grand hóteli klukkan 12:00–13:30 í dag. Fyrirlesarar eru Yngvi Örn Kristinsson fram- kvæmdastjóri hjá Landsbankanum, Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar og Þór Sigfússon fram- kvæmdastjóri Verslunarráðsins. Hringdu í fljónustudeild DHL í síma 535-1122. DHL sendir ekki bara hra›sendingar og frakt milli landa. Me› jafn glö›u ge›i fljótum vi› me› sendinguna flína flvert yfir landi› e›a til næsta bæjar. fiú n‡tur flví árei›anlegrar fljónustu lei›andi alfljó›legs flutningsfyrirtækis og flæginda innanlandsflutninga. www.dhl.is Meiri fljónusta innanlands. Afhendum flínar sendingar um allt land. Ma›kur á Krókinn. Rekstur ANZA er í samræmi við vottað öryggiskerfi sem byggist á staðlinum BS 7799 (ISO 17799) um stjórnun upplýsingaöryggis. – 0 4 -0 2 4 2 Ármúla 31 • 108 Reykjavík Sími 522-5000 • www.anza.is Sveigjanleiki samstarfsaðila er skilyrði „Markmið Straums er að vera leiðandi fjárfestingarbanki. Straumur er framsækið og sveigjanlegt fyrirtæki, ávallt tilbúið til þess að takast á við ný tækifæri. Til þess að geta brugðist hratt við breytingum er nauðsynlegt að hafa skýr markmið varðandi kjarnastarfsemina og geta reitt sig á sveigjanlega og trausta samstarfsaðila. Með þetta að leiðarljósi höfum við falið ANZA að sjá um að reka tölvukerfin okkar. ANZA tryggir okkur aðgang að þeirri tækni og þekkingu sem við þurfum hverju sinni og hefur sveigjanleika til að bregðast hratt við hvert sem við stefnum.“ Þórður Már Jóhannesson forstjóri ● FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar og Icelandair hafa undirritað leigu- samning um nýja setustofu fyrir Saga Business Class-farþega Ice- landair. Setustofan verður opnuð í haust og verður rúmlega tvöfalt stærri en sú sem nú er notuð, alls um 570 fermetrar. Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, forstöðumaður farþegaþjónustu Ice- landair, segir í tilkynningu að með lækkun viðskiptafargjalda hafi far- þegum á viðskiptafarrými fjölgað verulega. Með setustofunni sé þeirri fjölgun mætt og þjónusta aukin. „All- ur tækni- og samskiptabúnaður verð- ur fyrsta flokks, mikið úrval afþrey- ingarefnis, farangursgeymslur, stór og þægileg snyrtiaðstaða með góð- um steypiböðum og góðar veitingar. Meðal nýjunga má nefna mjög góða fundaaðstöðu sem fyrirtæki geta nýtt til fundahalda, t.d. með viðskiptavinum sem koma til landsins bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu og hafa aðeins viðdvöl hér á landi í nokkrar klukku- stundir,“ segir Sigurður. Nýja setustofan verður norðanmegin í suðurbygg- ingunni í Leifsstöð, í ná- munda við vegabréfaeft- irlitið, nálægt brottfarar- hliðum. Haft er eftir Höskuldi Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra Flug- stöðvarinnar, í tilkynningu að tilfærsla setustofunnar sé liður í endurskipulagn- ingu norðurbyggingar flugstöðv- arinnar, en til standi að stækka og endurskipuleggja verslunar- og þjón- ustusvæði þar innan tíðar. Stærri Saga Class-stofa Komast í sturtu Icelandair boðar aukin þægindi í betri stofunni í Leifsstöð. ● STJÓRNARFORMAÐUR Marks & Spencer hyggst segja af sér vegna anna á öðrum vettvangi, að því er segir í fréttatil- kynningu frá fyrir- tækinu. Stjórnar- formaðurinn, Luc Vandevelde, tók við formennsk- unni árið 2000 þegar hann hætti hjá frönsku versl- anakeðjunni Carrefour. Financial Times segir að Marks & Spencer sé að berjast við minnkandi sölu og vilji finna nýjan stjórnarfor- mann hið fyrsta, en þangað til verði Vandevelde hjá fyrirtækinu. Þeir sem þekki til hafi staðfest að fyrirtækið hafi verið að leita að nýjum stjórn- arformanni sem geti gefið sér meiri tíma í reksturinn. Vandevelde hafi þó ekki verið ýtt út, en hafi boðist til að hætta þegar hann hafi fundið fyrir áhyggjum yfir því að hann verði ekki nægum tíma hjá Marks & Spencer. Hættir hjá M&S vegna annríkis Luc Vandevelde ● BANDARÍSKA fatakeðjan GAP gaf í gær út skýrslu, þar sem upplýst er að í fjöldamörgum verksmiðjum, einkum í þriðjaheimslöndum, þar sem vörur fyrirtækisins eru framleiddar, sé að- búnaður starfsfólks oft hættulegur. GAP hefur kannað aðbúnað í um þrjú þúsund verksmiðjum víða um heim, sem framleiða föt fyrir fyrirtækið. Sums staðar voru hættuleg eða sprengifim efni geymd nálægt starfs- fólki, öryggishlífar vantaði á vélar, að- stæður til skyndihjálpar voru óvið- unandi og brunavarnir í ólagi. Forsvarsmenn GAP hafa til þessa haldið því fram að verksmiðjur, sem framleiða föt fyr- irtækisins, færu í einu og öllu eftir stefnu þess um „siðlega að- drætti“. Í nýju skýrslunni kemur hins vegar fram að „fáar ef nokkr- ar verksmiðjur fara í einu og öllu eftir reglunum allan tímann“. Fram kemur að GAP sagði upp samningum við 136 verksmiðjur á síð- asta ári vegna ítrekaðra eða alvar- legra brota á stefnu fyrirtækisins. Þar af voru tvö tilvik vegna barnavinnu. Með skýrslunni hyggst GAP bæta ímyndina, en sala á vörum þess hefur gengið illa. Hefur fyrirtækið m.a. feng- ið stjörnurnar Madonnu og Missy Ell- iott til liðs við sig í auglýsingaherferð. GAP upplýsir lélegan aðbúnað hjá birgjum ll STUTT ◆

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.