Morgunblaðið - 13.05.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 13.05.2004, Síða 4
4 C FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI FJÁRFESTINGAR  H lutverk þeirra sem stýra lífeyrissjóðun- um er aðeins eitt, það er að tryggja sem besta og öruggasta ávöxtun eignanna þannig að sjóðirnir geti staðið við þær skuldbindingar sem þeir hafa lofað sjóðsfélögum sín- um, og bundið er í lög eða samþykkt- ir. Þetta kom fram í ræðu formanns Landssamtaka lífeyrissjóða, Frið- berts Traustasonar, sem flutt var á aðalfundi samtakanna síðastliðinn mánudag. Að standa sig í þessu hlut- verki er hins vegar allt annað en ein- falt og álitamál getur verið hvernig best er að standa að því. Það að tryggja sem „besta og öruggasta“ ávöxtun eignanna getur til að mynda verið snúið, því að ef besta ávöxtunin er hæsta ávöxtunin og öruggasta ávöxtunin sú sem næst með minnstri óvissu eða sveiflum, þá eru þetta í raun tvö andstæð markmið, því að samkvæmt fjármálafræðunum felur aukin ávöxtun í sér aukna áhættu og til að draga úr áhættu verður að draga úr ávöxtun. Með því að velja ólíkar eignir rétt saman inn í eigna- safn má að hluta til vinna gegn þessu og bæta ávöxtunina tiltölulega mikið miðað við minnkandi öryggi. Sveiflur í erlendri ávöxtun Fyrir fáeinum árum voru eignasöfn íslenskra lífeyrissjóða mun einsleit- ari en þau eru nú og byggðust að enn stærri hluta upp á innlendum ríkis- tryggðum skuldabréfum en nú er, þó að sá eignaflokkur sé enn stærstur. Fjárfestingar í erlendum hlutabréf- um hafa vaxið ört á síðustu árum, en þær voru heimilaðar um miðjan síð- asta áratug. Þetta hlutfall var 19,4% um áramótin og hafði hækkað um rúmlega fjögur prósentustig milli ára, bæði vegna nýrra fjárfestinga og ágætrar hækkunar erlendra hluta- bréfa. Hlutfallið var þó enn hærra ár- ið 2000, 22,6%, en lækkaði mikið árin 2001 og 2002 vegna verðfalls á hluta- bréfamörkuðum erlendis. Lífeyris- sjóðum er heimilt að hafa 50% af eignum sínum erlendis, en markmið þeirra er gjarnan að þetta hlutfall liggi á bilinu 30%–40%. Eignir lífeyrissjóða hafa vaxið hratt á undanförnum árum og lífeyr- issjóðakerfið hér á landi er vel statt, ekki síst þegar það er borið saman við kerfi annarra landa. Eignir lífeyr- issjóðanna uxu að meðaltali um 14% á ári á níunda og tíunda áratugnum, og hækkunin í fyrra var rúmlega 15%. Fyrstu ár þessa áratugar var raun- vöxtur eigna sjóðanna hins vegar að- eins um 4% á ári að meðaltali, og er ástæðan neikvæð ávöxtun á alþjóð- legum fjármálamörkuðum, að því er fram kom í fyrrnefndri ræðu for- manns Landssambands lífeyrissjóða. Í ræðunni sagði einnig að hrein raun- ávöxtun sjóðanna í fyrra hefði verið mjög góð, eða 10%–11% að meðaltali, eftir neikvæða raunávöxtun þrjú ár í röð, að verulegu leyti vegna verð- lækkunar á erlendum mörkuðum. Í ljósi reynslu síðustu ára hafa margir velt því fyrir sér hvort æski- legt sé að auka hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna eins og gert hefur verið og jafnvel hvort að yfir- leitt sé æskilegt að þeir fjárfesti er- lendis. Í því sambandi er meðal ann- ars bent á gjaldeyrisáhættu sem fylgi erlendu fjárfestingunum og raun- ávöxtun innlendra ríkistryggðra skuldabréfa, sem sé vel yfir lögbund- inni 3,5% ávöxtunarkröfu sem gerð er til lífeyrissjóðanna. Dregur úr áhættu „Ástæða þess að lífeyrissjóðir eru að fjárfesta í hlutabréfum erlendis er að auka ávöxtun sjóðanna samhliða því að ná aukinni áhættudreifingu verð- bréfasafnanna. Það hefur verið sýnt fram á með tölfræði að í vel dreifðu eignasafni er vænlegt til árangurs að blanda saman hlutabréfum og skuldabréfum. Til lengri tíma litið er þetta til þess fallið að draga úr áhættu og um leið að bæta ávöxt- unina,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, for- stjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, næststærsta lífeyrissjóðs landsins. Þorgeir segir að ekki megi horfa of þröngt á þetta og líta einungis til ár- anna 2000 til 2002 og henda um leið fyrir róða margra áratuga tölfræði- greiningu. Hann segir Lífeyrissjóð verslunarmanna hafa fengið erlenda ráðgjafa til að reikna út hver væri heppilegasta eignasamsetningin í sjóðnum til að mæta skuldbindingum hans. Smám saman sé eignasamsetn- ingu sjóðsins breytt í samræmi við þessar ráðleggingar og sú samsetn- bréf. Þess vegna geti verið skynsam- legt að dreifa áhættunni með því að blanda hlutabréfum saman við skuldabréf. Hann segir að sveiflur í verði innlendra hlutabréfa hafi litla fylgni við sveiflur erlendra hluta- bréfa og þess vegna komi vel út að blanda þessum bréfum saman í eignasafni. Hann segir að yfir tíu ára tímabil hafi staðalfrávik húsbréfa, sem sýnir sveiflurnar í verði þeirra, verið í kringum 6% og ávöxtunin um 10%. Innlend hlutabréf hafi hins vegar verið með staðalfrávik um 16% og ávöxtunin hafi einnig verið um 16% að meðaltali. Áhættan sé því meiri í hlutabréfum en ávöxtunin einnig. Hann segir að þegar horft sé yfir 50 ára tímabil sé nafnávöxtun er- lendra hlutabréfa um 10%, en mark- aðurinn hafi verið erfiður á allra síð- ustu árum og þegar horft sé til skamms tíma sé ávöxtunin lægri. Horft til langs tíma Albert segir ennfremur að það geti verið gott fyrir sjóðfélaga íslensku lífeyrissjóðanna að dreifa eignum sínum til annarra landa með því að lífeyrissjóðurinn þeirra fjárfesti er- lendis, því að flestar aðrar eignir þeirra séu bundnar við Ísland og störf þeirra séu háð aðstæðum í efna- hagsmálum innanlands. Ef eitthvað komi upp á í hagkerfinu hér, til að mynda langvarandi aflabrestur, þá geti komið sér vel að eiga eignir er- lendis. Í þessu sambandi sé verið að horfa til langs tíma, því að þótt útlitið í efnahagsmálum sé gott nú kunni það að breytast síðar. Til lengri tíma litið sé þess vegna líka ákveðin áhætta í því að fjárfesta eingöngu innanlands. Albert segir íslensku skuldabréfin frábæran fjárfestingarkost og hægt sé að rökstyðja að rétt sé að kaupa þau eingöngu. Engu að síður sé að mörgu leyti skynsamlegra að dreifa áhættunni með því að fjárfesta í fleiri eignaflokkum, sérstaklega eigna- flokkum sem hafi yfir lengri tíma gef- ið betri ávöxtun en skuldabréf. Lang- stærstur hluti fjárfestinganna sé þó í innlendum skuldabréfum, eða 55%– 60%. Spurður um gengisáhættuna af er- lendu fjárfestingunum segir Albert að lífeyrissjóðirnir beiti vörnum gegn þeirri áhættu, en misjafnt sé hve miklar þær séu. Flestir séu með varnir á bilinu 20%–80%, en horft sé til þess að mestu sveiflurnar séu til skemmri tíma. Fjárfesta ekki eftir á Í nýlegu mánaðarriti Barclays Capi- tal kom fram að í ljósi ávöxtunar inn- lendra verðtryggðra skuldabréfa miðað við reiknivexti lífeyrissjóðanna ættu skuldabréf að vera ákjósanleg fjárfesting fyrir þá og það komi á óvart að þeir skuli ekki eiga enn hærra hlutfall þessara bréfa. Fleiri hafa viðrað sömu skoðun, en af sam- tölum við stjórnendur hjá tveimur stærstu lífeyrissjóðum landsins, sem samanlagt stýra um þriðjungi eigna lífeyriskerfisins, er ljóst að þeir telja sterkari rök fyrir því að dreifa fjár- festingunum því að þannig megi draga úr áhættunni og bæta ávöxt- unina. Hvort sjónarmiðið er réttara kem- ur ef til vill ekki í ljós fyrr en eftir á, ef það gerir það þá. Menn fjárfesta ekki eftir á og mat manna á fjárfest- ingum og áhættu aftur í tímann hafa í raun lítið gildi, því að það er matið á áhættunni og ávöxtuninni í framtíð- inni sem máli skiptir. Eiga lífeyrissjóðir að fjárfesta erlendis? Ávöxtun erlendra hlutabréfa lífeyrissjóðanna var góð í fyrra en neikvæð næstu þrjú ár á und- an, sem voru þau verstu í áratugi Erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna hafa vaxið hratt á síðustu árum en ávöxtunin hefur verið sveiflukennd. Haraldur Johannessen fjallar um þessar fjárfestingar þeirra og ræðir við stjórnendur hjá stærstu sjóðunum um hvers vegna þeir fjárfesti erlendis og hvort innlend skuldabréf ættu ef til vill að vera stærri þáttur í fjárfestingum þeirra. haraldurj@mbl.is ing sé í samræmi við það sem þekk- ist erlendis. Ekki hægt að álykta út frá reynslu síð- ustu ára Þorgeir segir að- spurður að þó að 3,5% raunávöxtun sé lögbundinn við- miðunargrunnur og innlend skulda- bréf gefi raun- ávöxtun sem sé yfir þeirri viðmiðun þá reyni lífeyrissjóðir að ná betri ávöxtun til að bæta réttindi sjóð- félaganna. Að auki hafi það gerst fyr- ir um hálfum öðr- um áratug að stjórnvöld hafi breytt lánskjara- vísitölunni, sem sé til grundvallar útreikningi verð- tryggingar skuldabréfanna, og líklega hvarfli til að mynda ekki að erlendum fjár- festum sem kaupi innlend verð- tryggð skulda- bréf nú á tímum að þetta geti átt sér stað. Íslenskir fjárfestar þekki þetta þó sem sé kannski ein örlítil ástæða þess að þeir telji æskilegt að dreifa áhættunni með fjárfestingum erlend- is. Spurður um gjaldeyrisáhættu vegna erlendu eignanna segir Þor- geir að sjóðurinn verji erlendu stöð- una að hluta til og beiti virkri stýr- ingu gagnvart gjaldeyrisáhættu. Varnirnar fari eftir því hvernig sjóð- urinn meti styrkleika íslensku krón- unnar á hverjum tíma og innbyrðis stöðu erlendra mynta og hafi varnir sjóðsins komið nokkuð vel út. Þorgeir segir þegar horft sé til baka liggi fyrir að betra hefði verið á árunum 2000 til 2002 að fjárfesta ein- göngu í innlendum skuldabréfum frekar en að kaupa erlend hlutabréf. Hann leggur þó áherslu á það annars vegar að menn geti ekki fjárfest í baksýnisspegli og hins vegar að ver- ið sé að fjárfesta til langs tíma. Til lengri tíma gefi hlutabréf betri ávöxtun en skuldabréf. Því til áréttingar liggi fyrir að árleg raunávöxtun Líf- eyrissjóðs verzl- unarmanna sé lið- lega 14% af innlendu hluta- bréfaeigninni yfir 24 ára tímabil. Þá verði að horfa til þess að þessi þrjú nýliðnu ár séu einstök og að fara verði aftur til áranna upp úr 1929 til að finna hlið- stæðu. Þess vegna sé ekki hægt að álykta um fjár- festingar út frá reynslu síðustu ára en þess í stað verði að skoða reynslu allrar síð- ustu aldar. Smár og eins- leitur mark- aður Albert Jónsson, forstöðumaður eignastýringar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir að helstu rökin fyrir því hjá líf- eyrissjóðum að fjárfesta erlendis sé að dreifa áhættunni á fleiri hagkerfi, auk þess sem markaðurinn hér á landi sé bæði smár og einsleitur. Skuldabréfamarkaðurinn hér á landi hafi stækkað mikið og sé einn af stærri verðtryggðu skuldabréfa- mörkuðum í heiminum, en hann sé engu að síður smár í samanburði við stærð lífeyrissjóðakerfisins. Hann segir að meginatriði í sambandi við uppbyggingu eignasafns lífeyris- sjóða sé áhættudreifing og erlendar fjárfestingar séu ríkur þáttur í að dreifa áhættunni. Albert leggur áherslu á að lífeyr- issjóðir séu langtímafjárfestar og sagan segi að yfir lengri tíma gefi hlutabréf betri ávöxtun en skulda- .................. E k k i e r h æ g t a ð á l y k t a u m f j á r f e s t - i n g a r ú t f r á r e y n s l u s í ð u s t u á r a , l í t a þ a r f t i l l e n g r i t í m a . .................. .................. L í f e y r i s s j ó ð i r n i r f j á r f e s t a e r l e n d i s t i l a ð d r e i f a á h æ t t - u n n i á f l e i r i h a g - k e r f i e n h i ð í s - l e n s k a . ..................

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.