Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2004 C 5
NFRÉTTIR
!"
#
$
%
# &'"(
# )" %
"
"
$
*%
" +
,
--
.
&
"
/
!
$
&
"
)
&
"
/
0
1
)
)
&
"
0
2
"
%
&
"
/
3
42
5
!
6
6
76
8
9
&
:;
<7
6
&
0
=
.-
>,
--
?
@
@
@
3
42
:
)
&'"( 0 A
B
2
C 2DC EC 5 C <
C &
' 4)
2
#
&'"( 0 A
2F2G42 62#::86
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
- www.valholl.is
- Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Uppl. veitir
Magnús Gunnarsson,
s. 588 4477 eða 822 8242.
HLÍÐASMÁRI
4. hæð • 717 fm 3. hæð • 358 fm
Fyrst flokks skrifstofuhúsnæði, skiptist upp
í opin rými og góðar skrifstofur. Mjög góð
staðsetning rétt við Smáralind. Á fjórðu
hæð er mötuneyti. Allar innréttingar eru
mjög vandaðar. Tölvulagnir eru í öllu rým-
inu. Húsnæðið er til leigu í heild eða í
smærri einingum.
TIL LEIGU
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
ÍSLANDSBANKI hefur tekið að
sér að endurfjármagna veltufjármuni
norska sjávarútvegsfyrirtækisins
Norway Seafood sem er í eigu norska
fjármála- og útgerðarjöfursins Kjell
Inge Røkke. Auk Íslandsbanka koma
bankarnir Den norske Bank og
Nordea að lánveitingunni, en Ís-
landsbanki leiðir hópinn. Endurfjár-
mögnunin hljóðar upp á 300 milljónir
norskra króna eða sem nemur rúm-
um þremur milljörðum íslenskra
króna.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, segir að Norway Sea-
food sé leiðandi í bolfiskveiðum og
-vinnslu í Noregi og velti um 20 millj-
örðum íslenskra króna. Áður hafi
bankinn komið að fjármögnun togara
fyrir félagið.
Bjarni segir að lánveitingin sé liður
í því að Íslandsbanki sé að vaxa í lán-
veitingum í alþjóðlegum sjávarút-
vegi. Vinnsluhlutinn í sjávarútvegi í
Noregi hafi gengið illa vegna galla í
kvótakerfi Norðmanna, en unnið sé
að því að lagfæra það og Íslandsbanki
sjái möguleika í norskum sjávarút-
vegi. Norway Seafood hafi hins vegar
gengið vel. Það sé stærsta sjávarút-
vegsfyrirtæki landsins og hafi leitt
sameiningu í greininni í Noregi.
Bjarni Ármannsson Kjell Inge Røkke
Íslands-
banki lánar
Norway
Seafood
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra hvatti til þess á ársfundi
Útflutningsráðs í gær að innflytjend-
ur gaumgæfðu vandlega möguleika í
Kína og spurði hvort verið gæti að
Íslendingar flyttu inn vörur frá t.d.
Kína og Indlandi í gegnum erlenda
milliliði, á hærra verði en ella.
Utanríkisráðherra vakti í erindi
sínu athygli á að útflutningur til Kína
hefði margfaldazt á nokkrum árum.
„Í vaxandi mæli er frystur fiskur
sendur til Kína, og verkaður þar til
útflutnings til Japans, Evrópu og
Bandaríkjanna. Þessi þróun er óneit-
anlega áhyggjuefni, erfitt er að
keppa við ódýrt kínverskt vinnuafl,
og nýting aflans er góð,“ sagði Hall-
dór. „Spurningin er hvort það sé ekki
krafa nútímans að kanna hvort þarna
liggi sóknarfæri þótt á móti blási. Við
höfum t.d. unnið verðminni fisk og
gert hann mun verðmeiri eins og t.d.
kolmunna, sem hefur verið flakaður í
Kína. Auk þess þurfum við að huga
að því sem við getum betur gert
heima fyrir t.d. í vöruþróun, tækni-
væðingu og markaðssetningu. Loks
hljótum við að horfa meira til útflutn-
ings á ferskum fiski í framtíðinni.“
Innflutningstölur sláandi
Halldór sagði að mikilvægi innflutn-
ings vildi oft gleymast í áherslu Ís-
lendinga á útflutning. Hagkvæm inn-
kaup væru þjóðinni þó ekki síður
mikilvæg en ábatasamur útflutning-
ur. Innkaup væru að jafnaði hvergi
betri en frá Kína. „Miklar framfarir
hafa orðið í vöruþróun í Kína, magn-
innkaup og tungumálaerfiðleikar eru
ekki lengur vandamál og afgreiðslu-
hraði er orðinn svipaður og á Vest-
urlöndum. Þá er kostnaður vegna
farmflutninga ekki meiri en til ým-
issa áfangastaða í Evrópu. Ég hlýt
því að hvetja alla þá sem stunda inn-
flutning að skoða gaumgæfilega þá
valkosti sem er að finna í Kína,“
sagði Halldór.
„Í þessu ljósi eru innflutningstölur
til Íslands frá ríkjum í Norður-Evr-
ópu sláandi. Þrátt fyrir að búast
megi við og eðlilegt sé að innflutn-
ingur frá þessum löndum sé mikill,
mætti spyrja hvernig á því standi að
að innflutningur frá Norðurlöndun-
um og Hollandi sé 10 sinnum meiri
en frá Kína. Áfram má rýna í tölur og
velta fyrir sér hvers vegna við flytj-
um inn meira frá Danmörku en Bret-
landi? Þessar vangaveltur ber ekki
að misskilja. Ég er eindregið fylgj-
andi viðskiptum við frændþjóðir okk-
ar, en viðskipti eiga ekki að hafa að
leiðarljósi hvað sé hentugt eða þægi-
legt, heldur á hagur neytenda að
vera í fyrirrúmi. Er mögulegt að við
séum að kaupa vörur frá Kína eða
Indlandi í gegnum milliliði sem við
gætum jafnvel keypt milliliðalaust á
lægra verði? Í þessu samhengi er
mikilvægt að hafa í huga að með nú-
tímatækni í samskiptum, að ekki er
lengra til Kína en var til Norður-
landanna fyrir nokkrum áratugum.“
Halldór sagði að Íslendingum
bæri skylda til að nota frelsi í við-
skiptum skynsamlega og þá hlyti
hagur neytenda að vera í fyrirrúmi.
„Við megum ekki sætta okkur við að
erlendir milliliðir líti á Ísland sem
nýlendu sína. Sá tími á að vera lið-
inn.“
Flytji beint inn
frá Asíulöndum
Sættum okkur ekki við að erlendir milliliðir líti
á Ísland sem nýlendu, segir utanríkisráðherra