Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 6
Á Íslandi eru starfandi um 90–100 manns sem sinna almanna- tengslum með beinum eða óbeinum hætti í atvinnuskyni. Þetta fólk starfar í sérstökum almanna- tengslafyrirtækjum, eins og Kynningu og mark- aði, Athygli, Inntaki, GSP, eða AP almanna- tengslum, eða þeir vinna sjálfstætt sem einyrkjar. Þá sinna menn einnig almanna- tengslum sem sérstakir starfsmenn stærri fyr- irtækja, en þekktir á því sviði eru upplýsinga- fulltrúarnir Guðjón Arngrímsson hjá Flugleiðum, Pétur Pétursson hjá Og Vodafone, Ómar R. Valdimarsson hjá Impregilo og Þor- steinn Hilmarsson hjá Landsvirkjun svo nokkrir séu nefndir. Þá eru fjölmargir upplýsinga- fulltrúar í opinberum stofnunum, til dæmis Snorri Már Skúlason hjá Þjóðminjasafninu, Soffía Karlsdóttir hjá Listasafni Reykjavíkur og María Pálsdóttir hjá Þjóðleikhúsinu. Þetta fólk miðlar upplýsingum um þau fyr- irtæki eða stofnanir sem það vinnur fyrir, lág- markar tjón með ráðgjöf á ögurstundu ef slæm umræða kemur upp í samfélaginu um viðkom- andi fyrirtæki eða stofnanir, sinnir fjárfesta- tengslum, gefur út bæklinga, markpóst og fréttabréf, hefur umsjón með sýningum og uppákomum og tryggir jafnvel að menn komi vel fyrir í sjónvarpi. Þá eru dæmi um að almanna- tengslafólk semji ræður fyrir forstjóra og taki að sér að vera talsmenn viðkomandi fyrirtækja, ef t.d. forstjóri eða framkvæmdastjóri kýs að halda sig til hlés alla jafna, nema eitthvað mikið liggi við. Þá vilja sumir benda á að hlutverk ráð- gjafa í almannatengslum sé að móta heildræn markaðssamskipti þar sem allt ofangreint og meira til kemur til sögunnar. „Þetta er spurning um að nýta sér alla þá snertifleti við almenning í landinu sem mögulegt er,“ segir Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri Athygli, stærsta og næstelsta fyrir- tækisins í bransanum á eftir Kynningu og markaði, KOM. Óljóst er hver veltan í greininni er en af samtölum við stærstu aðilana á mark- aðnum má ráða að hún sé í kringum 5–600 milljónir króna á ári og fari vaxandi í takt við aukinn hagvöxt í sam- félaginu og aukinn skilning á eðli og „mikilvægi“ almanna- tengsla, en með auknu áreiti á markaðnum verður að sama skapi erfiðara að ná athygli fólks. Veltutölur í þessari grein eru þó settar fram án ábyrgðar, enda fylgist Hagstofan ekki sérstaklega með þessari atvinnugrein. Hjá Hagstofunni fengust þó þær upplýsingar að almannatengsl flokkuðust undir „ráðgjafa- starfsemi aðra en ráðgjöf í landbúnaði“. Velta þeirrar atvinnugreinar var 4 milljarðar í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum og hefur farið vaxandi ár frá ári. Hann var 3,2 milljarðar árið þar áður og 2,8 milljarðar árið 2001. Mest fyrir peninginn Í bók sem sagt er frá nánar hér annars staðar á opnunni er því haldið fram að auglýsingar dugi ekki lengur til að ná athygli fólks – það eina sem dugi séu markviss almannatengsl. Þannig fáist mest fyrir peninginn. Jón Hákon Magnússon, formaður Almanna- tengslafélags Íslands, segir að í Bandaríkjunum, sem séu leiðandi á sviði almannatengsla, séu al- mannatengsl eitt af viðvarandi forgangsverk- efnum þarlendra yfirstjórnenda fyrirtækja. „Í Bandaríkjunum eru topparnir á kafi í þessum málum. Almannatengsl eru ekki afgangsstærð þar eins og þau eru hér á landi,“ segir Jón Há- kon. Hann segir sem dæmi að stórfyrirtækin Al- coa og Microsoft noti svo að segja eingöngu al- mannatengsl til að koma upplýsingum á framfæri. Fyrirtækin auglýsi ekki neitt. Í samtölum við almannatengslafólk vegna vinnslu þessarar greinar kom fram að til væru íslensk dæmi um fyrirtæki sem skipt hefðu al- gjörlega úr auglýsingum yfir í almannatengsl, með góðum árangri og miklu minni tilkostnaði þar að auki. Áslaug Pálsdóttir, eigandi AP al- mannatengsla og fyrrum varaformaður Al- mannatengslafélags Íslands, segist finna fyrir því að fyrirtæki og samfélagið séu að opna aug- un í ríkari mæli fyrir almannatengslum og skiln- ingur á starfsemi almannatengsla fyrirtækja sé að aukast. „Almannatengsl eru ekki bara fjöl- miðlasamskipti, heldur miklu víðtækari ráðgjöf og þjónusta. Fréttamiðlar eru hins vegar mik- ilvægur farvegur samskipta, en á þeim vettvangi gefst tækifæri til að koma mikilvægum upplýs- ingum á framfæri á trúverðugan hátt. Oft á tíð- um felst starf ráðgjafa í almannatengslum í því að leiðbeina hvað á erindi í fjölmiða og hvað ekki,“ segir Áslaug. Ung grein Áslaug segir að starfsgreinin sé ung hér á landi. Í Bandaríkjunum, þar sem Áslaug nam al- mannatengsl, er búið að kenna fagið í meira en 50 ár. „Þannig að í því samhengi er augljóst að við erum langt á eftir í þessum efnum, en háskól- ar á Íslandi eru reyndar í auknum mæli að taka upp kennslu í þessum fræðum.“ Karl Pétur Jónsson framkvæmdastjóri al- mannatengslafyrirtækisins Inntaks segir að Ís- land sé á vegi statt eins og Bretland árið 1960 eða Bandaríkjamenn í lok síðari heim styrjaldarinnar. „Í þess- um löndum hafa almanna- tengsl verið að breytast úr fagi í sérfræði á síðustu ár- um,“ segir Karl. Áslaug nefnir einnig frammistöðu hins opinbera í almannatengslum. Hér á landi sé áherslan á almanna- tengslin lítil miðað við það sem tíðkast í Bandaríkjunum. „Um 10.000 manns starfa við almannatengsl fyrir opinbera aðila í Bandaríkjunum. Yfir- maður almannatengsla er yf- irleitt skipaður af þinginu. Hið opinbera á sér gríðarlegan fjölda hags- munaaðila, almenning og fleiri sem taka þarf til- lit til,“ segir Áslaug og bendir einnig á að al- mannatengsl séu notuð á ólíkum sviðum hvort sem er á fyrirtækjamarkaði, neytendamarkaði, hjá hinu opinbera eða hjá hagsmunasamtökum eins og Rauða krossinum og Greenpeace, en Greenpeace stendur einmitt fyrir mikilli al- mannatengslaherferð á Íslandi um þessar mundir sem snýst um hvalveiðar. Spurð um þá hlið á almannatengslum sem snýr að markaðs- málum og þar af leiðandi neytendum, segir Ás- laug að vakning sé í því hjá fyrirtækjum að setja fé í almannatengsl við að koma nýrri vöru eða nýju vörumerki á framfæri. „Í nýlegri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum á 91 nýju vöru- merki, þar sem kannað var hvernig vörumerkin stóðu sig í samkeppninni eftir einhvern ákveðinn tíma, þar sem einnig var fylgst með hvernig þau voru kynnt til sögunnar, kom í ljós að markaðs- setningin náði bestum árangri þegar almanna- tengsl voru notuð á fyrri stigum herferðarinnar, Almannate að slíta ba skónum Samkvæmt nýlegri bandarískri bók er auglýsingin jafndauð o málverkið eða kertið, en almannatengsl það sem koma skal í markaðsmálum og upplýsingagjöf. Þóroddur Bjarnason kynnti heim almannatengslanna á Íslandi og komst að því að greinin rétt að slíta barnsskónum, en er vaxandi. ................ „ K r í s u r f æ r a s t í v ö x t í s a m f é l a g - i n u . Þ a ð e r h v e r g i s k j ó l l e n g u r f y r i r u m r æ ð u n n i o g f j ö l m i ð l u m . V i ð b ú u m í g l æ r u g u l l - f i s k a b ú r i . “ ................ 6 C FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ALMANNATENGSL  GOOGLE gerir sér far um að vera öðruvísi. Leitarvél fyrirtækisins mun víst leita öðruvísi en ýmsar aðrar leitarvélar þó að ekki verði hætt á að reyna að útskýra muninn hér. Fyr- irtækið vill standa öðruvísi að frumútboði og skráningu hlutabréfa sinna en önnur fyrir- tæki og það vill líka verða öðruvísi eftir skrán- ingu. Eitt af því sem gerir fyrirtækið líka öðruvísi er að stofnendunum tveimur og fyrr- verandi doktorsnemunum frá Stanford, þeim Sergey Brin og Larry Page, er sama þótt fólk líti á þá sem snjalla sérvitringa. Eitt snjall- ræðið er að velja töluna e sem þá upphæð sem væntanlegt frumútboð – eða frumuppboð – á að skila. Talan e, nátturulegi lógaritminn, er 2,718281828 og ætlunin er að uppboðið skili allt að 2.718.281.828 dölum, eða um 200 millj- örðum króna. Þessi sniðugheit, sem stærðfræðingum þykja ef til vill vel heppnuð, hafa þó farið fyrir brjóstið á sumum sem um frumútboðið hafa fjallað og talið til marks um að stofnendunum sé ekki næg alvara. Það er nú svo sem óþarfa stífni og stærðfræðibrandarar verða varla einir sér til að spilla fyrir útboðum. En marg- vísleg önnur gagnrýni hefur verið sett fram sem meiri ástæða er til að leiða hugann að. Google ætlar sem kunnugt er að bjóða bréf- in sín út á Netinu, meðal annars til að spara sér þau 7% sem fjárfestingarbankar taka gjarnan fyrir að sjá um hefðbundin útboð en sennilega líka til að fá hærra verð fyrir bréfin – og vera öðruvísi. Með því að beita þessari aðferð ætlar Google sennilega líka að koma í veg fyrir að tiltölulega fáir útvaldir fleyti rjómann ofan af gengishagnaðinum við frum- útboðið, en í gegnum tíðina hafa þeir sem hafa fengið að taka þátt í frumútboðum hagnast vel á því strax fyrsta daginn, þar sem bréfin hafa yfirleitt hækkað umtalsvert. Gallinn fyrir þá sem skrá sig fyrir bréfum í Google getur hins vegar verið sá að verðið spennist of mikið upp í byrjun og lækki strax að loknu uppboði eða hækki að minnsta kosti mjög hægt. Þetta á sérstaklega við þegar vel þekkt og spennandi fyrirtæki á borð við Google á í hlut. Annað sem bent hefur verið á er að stofn- endur Google ætla sér nánast að ráða fyr- irtækinu að fullu áfram þrátt fyrir skráningu þess á markað, enda munu bréfin sem boðin verða upp aðeins með tíunda hluta atkvæða- vægis bréfa stofnendanna. Rökstuðningur þeirra fyrir þessu er að með því að þeir hafi eftir skráningu öll tökin geti langtímahugsun ráðið áfram en fyrirtækið þurfi ekki að vera háð duttlungum og skammtímasjónarmiðum markaðarins. Nú má svo sem deila um hvort markaður- inn er skammsýnn, en ef menn ætla að skrá fyrirtæki sitt á markað er ekki óeðlilegt að gera þá kröfu til þeirra að þeir leyfi meðeig- endum sínum að hafa áhrif á stjórn þess en taki ekki aðeins við peningum þeirra. Þetta á ekki síst við þegar horft er til þess að Google mun að líkindum ekki greiða arð næstu árin og hluthafar geta því verið illa settir ef bréfin lækka í verði eftir frumútboðið. Og ef stofn- endurnir, sem hafa reynst vel fyrstu sex ár fyrirtækisins, reynast síðri langhlauparar en spretthlauparar, þá eru atkvæðalitlir hluthaf- ar illa staddir. Auk sjónarmiðanna um langtímahugsun stofnendanna veldur líklega miklu um að at- kvæðavægið eigi að vera svo ójafnt að stofn- endurnir hafa í raun engan áhuga á að skrá fyrirtækið á markað. Þeir neyðast hins vegar til að gera það vegna þess að framtaksfjár- festar sem settu fé í fyrirtækið í upphafi vilja innleysa hagnað af fjárfestingunni og skrán- ing er besta leiðin til þess. Á það hefur hins vegar verið bent að ætli menn sér að reka fyr- irtæki sín sem lokuð einkafyrirtæki en ekki sem skráð fyrirtæki á markaði, þá fari best á því að þau séu áfram lokuð einkafyrirtæki. Áhuginn í kringum skráningu Google minnir á ástandið sem ríkti á árunum 1999 og 2000 þegar allt seldist og verðlagning hluta- bréfa í tæknifyrirtækjum var yfirgengileg. Í þessu sambandi má að vísu ekki gleyma því að Google virðist vera vel rekið fyrirtæki sem hefur skilað hagnaði um leið og það hefur vax- ið ört, ólíkt flestum fyrirtækjum tækniból- unnar. Þetta breytir því ekki að hætt er við að fjárfestar brenni sig með því að spenna upp verðið, enda, eins og áður sagði, er ein af ástæðum þess að uppboðsleiðin er farin lík- lega að fá sem mest fyrir bréfin. Enn eitt af því sem er öðruvísi við Google eru markmið fyrirtækisins og eitt þeirra er don’t be evil, sem gæti útlagst ekki verða til ills. Ef hlutabréfaverðið fellur eftir uppboð mun þeim sem sitja uppi með áhrifa- og verð- laus bréf vafalítið verða hugsað til þessa fyr- irheits stofnendanna. ll FRUMUPPBOÐ Haraldur Johannessen Öðruvísi leitarvél Google er að fara á markað, en þó aðeins með hálfum huga og ákveðin atriði við skráninguna eru gagnrýniverð haraldurj@mbl.is TVÆR bandarískar sjónvarpsþáttaraðir eru að ljúka löngum og farsælum ferli. Röð- inni Friends lauk fyrir viku og Frasier lýkur í kvöld. Mikil spenna hefur fylgt þessum loka- þáttum og endurspeglast hún í auglýsinga- verðinu, sem í auglýsingahléum Friends- þáttarins nam nær 5 milljónum króna á sek- úndu. Leita þarf í auglýsingatíma Super Bowl-íþróttakappleiksins til að finna hærra verð og munar þó ekki miklu. Þetta eru ekki fyrstu vinsælu þáttaraðirnar Bandaríkjanna og ekki einu sinni þær vinsæl- ustu. Auglýsingaverðið hefur þó ekki alltaf verið svona hátt þegar raðir renna sitt skeið. Þegar herlæknagrínið M*A*S*H hætti fyrir tveimur áratugum horfðu um tvöfalt fleiri en gert var ráð fyrir að myndu horfa á lokaþátt Friends, en þrátt fyrir það var auglýsinga- verðið þá innan við helmingur verðsins nú á verðlagi dagsins í dag. Hver áhorfandi í dag er sem sagt álitinn ríflega fjórfalt verðmætari neytandi en þá og skýringin er ef til vill ein- mitt sú að erfiðara er að ná til mikils fjölda í einu vegna meira framboðs efnis og/eða færri sófakartaflna, eins og Kaninn kallar meðlimi í Félagi áhugamanna um notalegar kvöld- stundir. Ef til vill er skýringin á verðinu einmitt bara gamla en sígilda kenningin um framboð og eftirspurn. Stórum hópum áhorfenda fækkar en framboð neysluvarnings dregst ekki saman – það eykst líklega – þannig að auglýsendur greiða meira fyrir athygli stórra hópa nú en fyrir tveimur áratugum. ll AUGLÝSINGAVERÐ Dýrar sófakartöflur Áhorfendur Friends miklu dýrari en áhorfendur M*A*S*H haraldurj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.