Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 12
800 4000 - siminn.is Engin fjárfesting Borðsímar og GSM símar saman í símkerfi. Öll þjónusta flæðir á milli borðsíma og GSM síma. Óháð landfræðilegri staðsetningu (innan Íslands) sýndarsímkerfi framtíðarinnar Centrex Innifalið í verði• Allar breytingar á uppsetningu • Rekstur • Uppfærsla á kerfinu • Ráðgjöf • Öll sérþjónusta innifalin • Auðveld aðlögun að breytilegum rekstri    -. ./01 1234 5.67,-.6 8 0,,31 ( )   )   )   )   )   )  )   )   )   *+' *  , - -.   /"0 -- $ $ $ 1$. -319.1:, .1;5 $2 $ 1$. $3 ,. ;1<8  ) ( 1$. 1.678 ,5.67,-.6 8 4 .1.=2 - -.6 8 Vaxtastjórntæki Seðla-banka Íslands virkar bet-ur um þessar mundir enoftast áður. Þetta má sjá af því að viðbrögð við 0,2% vaxtahækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í síðustu viku, hafa verið mun meiri en oftast fram til þessa, en ávöxt- unarkrafa á skuldabréfamarkaði hefur hækkað mikið síðustu daga. Fleira kemur þó til en vaxtahækkun Seðlabankans, því að verðbólga hefur aukist mikið, eins og fram kom í mælingu Hagstofunnar í gær en hún hef- ur einnig áhrif á þróun vaxta. Frá því tilkynnt var um hækk- un stýrivaxta Seðlabankans í síðustu vikur hefur ávöxtunar- krafa hús- og húsnæðisbréfa hækkað um allt að 0,3% og ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur hækkað enn meira, eða um allt að 0,5%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli apríl og maímánaðar, og er það mesta verðbólga milli mánaða frá því í mars á síðasta ári. Hækkun á ávöxtunarkröfu á húsbréfum gerir eðlilega að verkum að yfirverð á hús- bréfum minnkar, sem ætti að geta leitt til þess að draga muni úr fast- eignaviðskiptum og þar með úr hækkun á fasteignaverði. Hækkun á fast- eignaverði milli apríl og maí var einmitt sá einstaki þáttur sem mest áhrif hafði á hækkun vísi- tölu neysluverðs á þessu tíma- bili. Meginástæðan fyrir hækkun fasteignaverðsins er væntanlega aukin fasteignaviðskipti að und- anförnu, en þau hafa tekið nokk- urn kipp eftir að dregið hafði úr þeim um tíma. Líklegast er að þau hafi aukist vegna þess hvað ávöxtunarkrafa á húsbréfum hefur lækkað mikið á umliðnum vikum og mánuðum, en yfirverð á þeim hefur verið meira en frá því húsbréfakerfinu var komið á fót fyrir einum og hálfum ára- tug. Það eru einkum auknar fjárfestingar erlendra fjárfesta í íslenskum skuldabréfum sem eiga hvað stærstan þátt í lækkun raunvaxta hér á landi á und- anförnum mánuðum og þar með á lækkun ávöxtunarkröfu hús- bréfa. Nú má spyrja hvort hækkun á vöxtum og aukin verðbólga muni hafa áhrif á áhuga erlendra fjár- festa á íslenskum skuldabréfum. Ýmsir sérfræðingar á fjármála- markaði telja að svo verði ekki. Í Markaðsyfirliti Greiningar Íslandsbanka í gær segir að kaup erlendra fjárfesta á ís- lenskum skuldabréfum séu að hluta fjármögnuð í íslenskum krónum, en þannig leitist fjár- festar við að tryggja sig fyrir sveiflum í gengi krónunnar. Fjármögnunarkostnaðurinn taki þá mið af vöxtum á peninga- markaði. Áhrif stýrivaxta Seðla- bankans á langtímavexti séu því meiri nú heldur en áður en er- lendir fjárfestar fóru að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Á móti komi hins vegar að aukinn vaxtamunur vegna hækkandi stýrivaxta hvetji til stöðutöku með krónunni. Seg- ir Greining Ís- landsbanka að þess vegna sé afar ólík- legt að erlendir fjárfestar hverfi af markaði íslenskra verðtryggðra lang- tímaskuldabréfa þótt stýrivextir hækki. Greining ÍSB spáir því að þær breytingar sem í vændum eru á skuldabréfaútgáfu Íbúðalána- sjóðs vegi þyngra en væntanleg- ar vaxtahækkanir Seðlabanka þegar horft er til loka þessa árs. Nú þegar íslensk skuldabréf hafi hlotið alþjóðlegt uppgjörshæfi og endurskipulagning íbúðalána- kerfisins sé á lokastigi muni mikill raunvaxtamunur við út- lönd leiða af sér áframhaldandi lækkun ávöxtunarkröfu hús- og húsnæðisbréfa. Hækkun ávöxt- unarkröfunnar undanfarið feli því í sér kauptækifæri fyrir fjár- festa. Vaxtastjórntækið virkar betur Innherji skrifar innherji@mbl.is ’Áhrif stýrivaxtaSeðlabankans á langtímavexti eru meiri nú en áður‘ E rlendur Hjaltason hefur svo að segja allan sinn starfsaldur verið hjá Eimskipafélaginu, en hann var fastráðinn í fragtsamræmingardeild árið 1984. Áður hafði hann með námi starfað á sumrin í hagdeild félagsins, svo að hann hefur verið í starfi hjá Eimskipa- félaginu meira og minna frá árinu 1982. Erlendur lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst, sem þá var framhaldsskóli, og tók árið 1984 próf í rekstrarhagfræði frá Verslun- arháskólanum í Kaupmannahöfn. Einu árin frá þessum tíma sem hann hefur ekki verið hjá Eimskipa- félaginu eru 1987 til 1990, en þá var hann framkvæmdastjóri húsgagna- verksmiðju Kristjáns Siggeirssonar sem síðar sameinaðist Gamla komp- aníinu í GKS. Erlendur var forstöðu- maður utanlandsdeildar Eimskipafé- lagsins frá árinu 1990, framkvæmda- stjóri utanlandssviðs 1997 og tók við starfi framkvæmdastjóra Eimkips ehf., nú Eimskipafélags Íslands ehf., árið 2003 og hefur gegnt því starfi síð- an. Erlendur er kvæntur Aðalheiði Val- geirsdóttur myndlistarmanni og eiga þau tvo syni, Hjalta Geir 17 ára og Valgeir 13 ára. Erlendur er sagður mikill fjölskyldumaður og koma úr samheldinni fjölskyldu. Þá er honum lýst sem traustum og góðum vini og hann er sagður mikill gleðimaður með leiftrandi húmor, auk þess að vera hestamaður, svo nokkuð sé nefnt. Er- lendur kannast við þessa lýsingu og segir nauðsynlegt að eiga gott bak- land meðal fjölskyldu og vina. Spurð- ur um húmorinn svarar hann því til að hann reyni að láta sér ekki leiðast, en um hestamennskuna segir hann að hann hafi því miður ekki tíma til að sinna henni sem skyldi. Þó eigi hann nokkra hesta og hann segist hafa lært mikið á því í gegnum tíðina að temja hesta. Vanur að fá sitt fram Agaður, metnaðargjarn, vinnusamur og ósérhlífinn eru orð sem þeir sem til þekkja nota til að lýsa Erlendi. Þá er hann sagður minnisgóður og fljótur að setja sig inn í hluti. Hann neitar ekki að þetta eigi við rök að styðjast. Hann segist árangursdrifinn; hann vilji ná árangri og eina leiðin til þess sé að fá hugmyndir og leggja á sig mikla vinnu til að koma þeim í framkvæmd. Spurður að því hvort þetta eigi jafnt við í einkalífi og vinnu segir hann svo stundum vera, en hann vilji líka nota tímann heima til að slappa af. Erlendur er sagður mjög þægileg- ur í samstarfi og lýðræðislegur stjórnandi og hann sé vel liðinn af öll- um starfsmönnum. Inntur eftir þessu segist hann reyna að fá hópa til að virka og að hann vilji frekar blanda fleirum en færri í mál til að fá fram fleiri sjónarmið. Hann kannast við það að vera ekki sú gerð stjórnanda sem knýi hluti í gegn eða valti yfir menn til að fá sitt fram, en hann fari þó af stað með ákveðna niðurstöðu í huga og sé vanur að fá sitt fram, sem fellur vel að þeirri lýsingu á honum að hann sé fylginn sér og ekki skaplaus maður. Mikill Eimskipsmaður Hann segist vilja ná sínum markmið- um, en menn fari ólíkar leiðir og hann telji sig koma jafnmiklu í gegn með sinni aðferð eins og að beita meiri hörku. Þessi aðferð hafi hins vegar þann kost að þeir sem komi að mótun stefnunnar eða verkefnisins séu vilj- ugri til að vinna að framgangi þess eftir að ákvörðun liggi fyrir og þannig náist betri árangur. Erlendur er sagður mikill Eim- skipsmaður og afar hliðhollur félag- inu. Og hann tengist því reyndar ekki aðeins í gegnum tæpra tveggja ára- tuga starf sitt heldur sat faðir hans, Hjalti Geir Kristjánsson, um árabil í stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands. Erlendur segir að þetta sé rétt, hann vilji veg félagsins sem mestan. Þegar hann er spurður að því hvort Eim- skipafélagið og starfið þar sé ef til vill meira en aðeins starf í hans augum segir hann að hann hafi vissulega ver- ið hjá félaginu megnið af starfsæv- inni. Hann líti þó fyrst og fremst á sig sem atvinnustjórnanda en hafi verið lengi hjá félaginu vegna þess að þar hafi hann í gegnum tíðina fengið tæki- færi til að spreyta sig á nýjum og nýj- um verkefnum. Fylginn sér en valtar ekki Erlendur Hjaltason stýrir Eimskipafélagi Íslands eftir miklar breytingar hjá félag- inu undanfarin miss- eri. Haraldur Johann- essen bregður upp svipmynd af Erlendi, sem hefur verið hjá Eimskipafélaginu nær allan sinn starfsaldur. Morgunblaðið/Ásdís Árangursdrifinn Erlendur Hjaltason vill ná árangri og segir einu leiðina til þess vera að fá hugmyndir og vinna mikið til að koma þeim í framkvæmd. SVIPMYND haraldurj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.