Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                     !   "     #  $  %&  '               !"#$      %     ()  *  !      !"#$     +   !  Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ll STUTT … gera skuli ráðstafanir til að koma í veg fyrir kyn- ferðislega áreitni. Þá er minnt á að sérstakar tíma- bundnar aðgerðir, sem ætlaðar séu til að bæta stöðu kvenna og karla til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna séu ekki taldar ganga gegn lögunum. Mælanleg og tímasett markmið Bréfinu fylgja leiðbeiningar, sem unnt er að hafa til hliðsjónar við gerð jafnréttisáætlunar, hafi við- komandi fyrirtæki eða stofnun ekki gert eina slíka. Í leiðbeiningunum segir að jafnréttisáætlunin þurfi að innihalda mælanleg og tímasett markmið og aðgerðir, m.a. um launajafnrétti, laus störf, ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra og Mar- grét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hafa skrifað bréf til allra fyrir- tækja í landinu með fleiri en 25 starfsmenn, sam- tals 775 að tölu, og farið fram að þau veiti upplýs- ingar um jafnréttisáætlun sína. Ráðuneytið vill fá upplýsingar um jafnréttisáætlunina fyrir 1. júní næstkomandi og vill raunar fá upplýsingar um stöðu mála fyrir þann tíma, burtséð frá því hvort jafnréttisáætlun hefur verið gerð eður ei. Opinber- um stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn verður einnig sent bréfið, en þær eru nokkur hundruð talsins. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, aðstoðar- manns félagsmálaráðherra, hafa um 20 fyrirtæki þegar svarað bréfinu, sem dagsett var 4. maí. Jafnréttisáætlun lagaskylda Í bréfi ráðherra og jafnréttisstofu er minnt á að í jafnréttislögunum, sem tóku gildi vorið 2000, er ákvæði í 13. grein, svohljóðandi: „Fyrirtæki og stofnanir, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn, skuli setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sérstak- lega á um jafnrétti kvenna og karla í starfsmanna- stefnu sinni.“ Minnt er á fleiri ákvæði laganna, m.a. að at- vinnurekendur skuli vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna, að greidd skuli jöfn laun fyr- ir jafnverðmæt og sambærileg störf, að laus störf skuli standa opin jafnt konum sem körlum og að starfsþjálfun og endurmenntun, samræmingu fjöl- skyldu- og atvinnulífs og kynferðislega áreitni. Þá skuli tilgreina hvernig jafna eigi stöðu kynjanna innan fyrirtækis eða stofnunar og hvernig stuðlað skuli að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. „Nauðsynlegt er að gera könnun á launa- greiðslum starfsfólks eftir kyni. Gæta þarf að því að konum og körlum séu greidd jöfn laun, þ.e. að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla og að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun,“ segir í leiðbeiningunum. „Komi í ljós að konum og körlum séu ekki greidd jöfn laun og að þau njóti ekki sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf þarf að kveða á um aðgerðir til úrbóta í jafn- réttisáætluninni.“ Leiðbeiningunum fylgir jafnframt gátlisti, sem á að auðvelda undirbúning, gerð og eftirfylgni jafnréttisáætlunar. Námskeið í boði Í bréfi ráðherra og jafnréttisstofu er óskað eftir því að fyrirtæki noti form á heimasíðu félagsmála- ráðuneytisins til að koma upplýsingum um jafn- réttisáætlun, starfsmannastefnu eða stöðu jafn- réttismála í fyrirtækinu til skila. Þá er vakin athygli á því að jafnréttisstofa bjóði fyrirtækjum og stofnunum upp á námskeið um jafnréttisstarf. Ráðherra fer fram á jafn- réttisáætlanir frá fyrirtækjum Morgunblaðið/Kristinn Jafnrétti fyrir sumarið Félagsmálaráðherra vill upplýsingar um jafnréttisáætlanir fyrir 1. júní. HRAFNHILDUR Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnu- lífsins, segir samtökin styðja fé- lagsmálaráðuneytið og Jafnrétt- isstofu í því að vekja athygli fyrirtækja á mikilvægi jafnrétt- ismála, en hafa áhyggjur af þeirri skriffinnsku, sem fylgi jafnrétt- isáætlununum. Hrafnhildur segir að fyrir hálfu öðru ári hafi SA gert netkönnun meðal aðildarfyrirtækja og þá hafi nokkur af stærstu fyr- irtækjunum þegar verið komin með jafnréttisáætlun og önnur að vinna í málinu, en lítið hafi verið um aðgerðir hjá fyrirtækjum með 25–50 starfs- menn. „Við höfum komið þeim sjón- armiðum á fram- færi við fulltrúa stjórnvalda að hafa verði í huga að skyldan til gerðar jafnrétt- isáætlana nær til smáfyrirtækja með aðeins 25 starfsmenn. Slík fyr- irtæki eru ekki með neina yf- irbyggingu og enga hefð fyrir svona skrifræði. Það er því mik- ilvægt að boðskapurinn sé einfald- ur og skýrt hvað þeim ber að gera,“ segir Hrafnhildur. Hún gagnrýnir að í leiðbein- ingum þeim, sem fylgja bréfi fé- lagsmálaráðherra og Jafnrétt- isstofu sé ekki gerður skýr greinarmunur á því hvað fyr- irtækjum sé skylt að gera sam- kvæmt lögunum og hvað jafnrétt- isstofa telji æskilegt til að ná sem bestum árangri. „Ummæli í grein- argerð með jafnréttislögunum eru til skýringar en fela ekki í sér lagaskyldu,“ segir Hrafnhildur. „Við höfum líka talið leiðbein- ingar jafnréttisstofu of flóknar fyr- ir lítil fyrirtæki. Það sé óraunhæft að krefjast flókinna áætlana af þeim. Þá höfum við vísað til þess að við höfum sett út á vefinn hjá okkur leiðbeiningar um gerð ein- faldra jafnréttisáætlana sem litlu fyrirtækin eiga að geta haft til við- miðunar. Jafnréttisstofa hefur hingað til ekki gert athugasemdir við leiðbeiningar okkar, frekar hrósað framtakinu. Við leiðbeinum okkar félagsmönnum hvaða lág- marksskyldur fyrirtækin hafa sam- kvæmt lögunum en bendum einnig á mögulegar aðgerðir því til við- bótar og vonum að við eigum sam- leið með stjórnvöldum í því.“ Hrafnhildur segist telja þann frest, sem fyrirtækjum sé gefinn til að gera jafnréttisáætlun eða koma á framfæri upplýsingum við félags- málaráðuneytið, of stuttan, „en væntanlega verður að líta á þetta fyrst og fremst sem tilmæli,“ segir hún. Áhyggjur af of mikilli skriffinnsku Hrafnhildur Stefánsdóttir Sláttuvél Poulan Pro 4,75 Hö Safnpoki Sláttutraktor Poulan Pro 18 Hö Grassafnari www.slattuvel.com Faxafeni 14 : Sími 5172010 Tilboð 299.000.- Tilboð 29.900.- Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 www.fataleiga.is ÚTSALA á glæsilegum brúðarkjólum Keyrum Ísland áfram! Glæsilegir hópferðabílar með öllum búnaði fyrir minni og stærri hópa ! w w w . h o p f e r d i r . i s 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s ● ÍRSKA lággjaldaflugfélagið Jet- Green tilkynnti í gær að það myndi hætta rekstri. Var farþegum, sem bókað höfðu flug með fé- laginu, ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir. JetGreen hafði aðeins eina flugvél til um- ráða, en hún var leigð af Loftleiðum Icelandic, dótturfyrirtæki Flugleiða. Guðni Hreinsson, markaðsstjóri Loftleiða, segir að samningur við JetGreen hafi verið til allt að eins árs, en rekstrarstöðvun félagsins hafi engin áhrif á rekstraráætlanir Loftleiða. „Þetta er nýtt fyrirtæki á þessum markaði og við tókum tillit til þeirrar áhættu, sem tengist slíku, í áætlanagerð okkar,“ segir Guðni. Nokkur lággjaldaflugfélög á Bret- landseyjum hafa hætt rekstri að undanförnu í síharðnandi sam- keppni á flugmarkaðnum. Þar á meðal eru skozka félagið Duo og JetMagic á Írlandi. JetGreen leggur upp laupana ● KALDBAKUR birti í gær tilkynn- ingu í Kauphöll Íslands þess efnis að félagið ætti í viðræðum við Baug Group og aðra fjárfesta um stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs í Bretlandi sem hafi það að mark- miði að fjárfesta í verslunarfyr- irtækjum þar í landi. Gert sé ráð fyrir að fjárfesting Kaldbaks geti numið 5 milljónum punda, um 650 milljónum króna, og að niðurstaða fáist innan 2–3 vikna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er um að ræða fjárfest- ingarsjóðinn BG Capital sem fyrr- verandi yfirmaður erlendra fjárfestinga hjá Baugi Group, Jón Scheving, stendur að ásamt Baugi og fleiri aðilum. Baugur Group á tæp 19% og Eignarhaldsfélagið Fengur á 6% í Kaldbaki, en þessi þrjú félög standa nú saman að fjárfestingu í Goldsmiths í Bretlandi. Kaldbakur inn í BG Capital

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.