Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2004 C 3 NFRÉTTIR  BAUGUR Group hefur gengið frá kaupum á meirihluta í brezku skart- gripaverzlanakeðjunni Goldsmiths, ásamt Kaldbaki hf.. Feng hf. og Bank of Scotland, í samstarfi við stjórnend- ur félagsins. Í tilkynningu frá Kald- baki er heildarvirði fyrirtækisins í viðskiptunum sagt vera 14,4 milljarð- ar króna. Kaupin eru gerð í nafni Godfrey Holdings Ltd. Baugur boðar enn aukin umsvif í Bretlandi, en sam- drátt í starfsemi á Íslandi. Samkvæmt tilkynningu frá Kald- baki til Kauphallar Íslands í gær kaupir fyrirtækið 10% í Goldsmiths, en ekki kemur fram hvernig eignar- hlutar skiptast á milli annarra eig- enda. Kaupin eru sögð í samræmi við þá stefnu Kaldbaks að auka vægi er- lendra fjárfestinga í eignasafni sínu og að fyrirtækið muni eiga fulltrúa í stjórn Godfrey Holdings Ltd. Goldsmiths var afskráð af hluta- bréfamarkaði árið 1999 þegar stjórn- endur félagsins keyptu það með stuðningi Alchemy fjárfestingafélags- ins. Velta félagsins hefur aukist um 76% á þessum tíma og er nú 20,8 milljarðar króna, og EBITDA fram- legð hefur aukist um 77% og er nú 2,2 milljarðar króna, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá Baugi Group. Áformað er að halda uppbyggingu félagsins áfram og eru stjórnendur þess nú þegar með opnun fjögurra nýrra verslana í athugun, að sögn Baugs Group. Fellur að fjárfestingarstefnu „Kaupin á Goldsmiths falla vel að fjárfestingastefnu Baugs,“ er haft eft- ir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for- stjóra Baugs Group, í tilkynningu fé- lagsins. „Goldsmiths er fyrirtæki í góðum rekstri, með þekkt vörumerki, góða stjórnendur og mikla vaxtar- möguleika. Jurek Piasecki og hans fólk hefur sannað sig með geysilega góðum árangri undanfarin ár og við væntum mikils af þeim í framtíðinni.“ Jurek Piasecki, forstjóri Gold- smiths, segir í tilkynningunni: „Stjórnendur Baugs hafa trú á framtíð félagsins og hafa yfir að búa bæði reynslu og eldmóði sem mun styrkja okkur. Aðkoma Baugs að félaginu er fagnaðarefni fyrir starfsfólk okkar og mun þýða aukin tækifæri fyrir það í náinni framtíð.“ Baugur greinir frá því að með þess- um kaupum aukist enn frekar vægi þeirrar starfsemi Baugs sem staðsett er í Bretlandi. „Hjá félögum sem eru í meirihlutaeigu Baugs Group þar í landi starfa nú um 6.500 manns í 750 verslunum og er heildarvelta þessara félaga um 66 milljarðar króna. Stefnt er að frekari vexti Oasis, Hamleys og Julian Graves enda er rekstrarum- hverfi í Bretlandi hagstætt og þar með forsendur til vaxtar. Vænta má þess að umsvif Baugs í Bretlandi auk- ist enn og að dregið verði úr starfsemi á Íslandi,“ segir í tilkynningu félags- ins. Kaldbakur kaupir 10% í Gold- smiths á móti Baugi og Feng Fyrirtæki í meirihlutaeigu Baugs í Bretlandi með 6.500 starfsmenn og 66 milljarða veltu – Gert ráð fyrir að draga úr umsvifum á Íslandi AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ● MÁR Guðmundsson, aðal- hagfræðingur Seðlabanka Íslands, hefur verið ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri og staðgengill fram- kvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Al- þjóðagreiðslu- bankans í Basel í Sviss, BIS. Már segir að í febrúar hafi „hausa- veiðari“ haft sam- band við sig og spurt hvort hann vildi sækja um þessa stöðu, en hann hafi ekki hugleitt það áður. Hann hafi slegið til og umsækjendur hafi verið 80 frá fjölda landa, en staðan hafi ekki verið bundin við tiltekin lönd og Ísland ekkert tilkall átt til hennar. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að í ráðningunni felist mikil per- sónuleg viðurkenning fyrir Má og um leið viðurkenning fyrir bankann. Már mun hefja störf hjá BIS undir lok júní og í starfi hans munu felast stjórnunarstörf, rannsóknir og þátt- taka í yfirstjórn stofnunarinnar, auk þátttöku í ráðstefnum og fundum fyr- ir hönd BIS. Í tilkynningu Seðlabankans segir að Alþjóðagreiðslubankinn sé í eigu fjölmargra seðlabanka. Hann sé í senn banki seðlabankanna og mik- ilvæg rannsókna- og greining- arstofnun á sviðum sem lúti að starf- semi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjár- málastöðugleika. Bankinn sé einnig vettvangur margháttaðs alþjóðlegs samstarfs seðlabanka og á sviði eft- irlits með fjármálastarfsemi. Már Guðmundsson ráðinn til BIS N O N N I O G M A N N I YD D A /S IA .I S /N M 1 2 2 2 2 Vi›skiptavinum KB banka stendur nú til bo›a dönsk útgáfa af KB Netbanka. fiar me› er hægt a› stunda vi›skipti í Netbankanum á flremur tungumálum; íslensku, ensku og dönsku. Me› flessu vill KB banki gefa sem flestum vi›skiptavinum sínum kost á a› stunda bankavi›skipti sín á Netinu – á flví tungumáli sem fleim er tamast. á flremur tungumálum Fyrsti netbankinn www.kbbanki . is A›gangur a› KB Netbanka er ókeypis og vi› bjó›um flér a› sækja um notandanafn í næsta útibúi. A› flví loknu getur flú stunda› bankavi›skipti flín í KB Netbanka en notkun hans er einföld og flægileg – hvar og hvenær sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.