Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 11
ÚR BRESTUM í sönnunarfærslu í svo-
nefndu málverkafölsunarmáli hefði mátt
bæta af hálfu ákæruvaldsins með því að
leita eftir dómkvaðningu kunnáttumanna
undir rekstri málsins, en fullt tilefni var til
þess vegna athugasemda í málatilbúnaði
ákærðu fyrir héraðsdómi, segir meðal ann-
ars í áliti meirihluta Hæstaréttar.
Að áliti meirihlutans standa hæstarétt-
ardómararnir Markús Sigurbjörnsson,
Guðrún Erlendsdóttir og Pétur Kr. Haf-
stein og fer hér á eftir sá hluti dómsins sem
varðar þetta efni:
„Sem fyrr segir eru ákærðu í alls 35 lið-
um ákæru bornir sökum, sem varða olíu-
málverk. Eru þetta nánar tiltekið liðir 1, 3
til 5, 7 til 15, 18 til 20, 22 til 34 og 38, sem
beinast að ákærða A, en liðir 39 og 45 til
48, sem snúa að ákærða B.
Svo sem nánar greinir í héraðsdómi
fylgdu mörgum kærum, sem vörðuðu þessi
myndverk, forrannsóknarskýrslur frá Ólafi
Inga Jónssyni forverði, sem jafnframt kom
í ýmsum tilvikum fram sem umboðsmaður
kærenda. Öllum framangreindum ákæru-
liðum er sammerkt að lögreglan fól Viktori
Smára Sæmundssyni, forverði hjá Lista-
safni Íslands, að annast tæknilega rann-
sókn á myndverkunum ásamt dr. Sigurði
Jakobssyni efnafræðingi og sérfræðingi við
Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Í hin-
um áfrýjaða dómi er gerð ítarleg grein fyr-
ir því hvernig staðið var að þessum rann-
sóknum, bæði almennt og nánar varðandi
einstök myndverk, sem þessir ákæruliðir snúa
að. Í meginatriðum fólst rannsókn Viktors
Smára í skoðun einstakra myndverka undir
smásjá og síðan með útfjólubláu ljósi, inn-
rauðu ljósi og röntgengeislum, auk þess að
ljósmynda verkin. Með þessu leitaðist hann
meðal annars við að kanna aldur og tegund
málningar á yfirborði einstakra verka og hvað
finna mætti undir yfirborðinu, en sjónum var
einnig beint sérstaklega að höfundarmerk-
ingum á þeim. Auk þessa rannsakaði hann at-
riði, sem vörðuðu frágang einstakra verka,
þar sem það átti við, svo sem ummerki eftir
breytingar á þeim eða blindrömmum, sem þau
eru fest á. Tók hann jafnframt ásamt öðrum
forverði á bilinu tvö til sex sýni af málningu á
hverju myndverki. Þessi sýni rannsakaði síð-
an dr. Sigurður með svokallaðri innrauðri lit-
rófsmælingu. Á grundvelli þessara rannsókna
gerði Viktor Smári skýrslu um hvert mynd-
verk, sem hér um ræðir. Greindi hann þar ít-
arlega frá því, sem hann taldi fram komið um
hvert verk, og dró meðal annars af því álykt-
anir um hvort þau gætu í raun stafað frá
þeim, sem þau voru kennd við. Auk þessa leit-
aði lögregla álitsgerðar listfræðinga um þessi
myndverk, en þar áttu hlut að máli Hrafnhild-
ur Schram, sem þá var starfsmaður Lista-
safns Einars Jónssonar, Júlíana Gottskálks-
dóttir, sem þá var starfsmaður Listasafns
Íslands, og Kristín Guðnadóttir, sem þá var
starfsmaður Listasafns ASÍ. Í héraðsdómi er
gerð grein fyrir ályktunum þeirra í einstaka
atriðum.
Með framangreindri gagnaöflun neytti lög-
regla heimildar í 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/
1991 til að leita til kunnáttumanna um sér-
fræðilega rannsókn. Verða á engan hátt með
réttu bornar brigður á færni áðurnefndra
manna til að gegna þessu hlutverki við rann-
sókn málsins og láta þar með í té álit, sem
gerði ákæruvaldinu kleift að meta hvort tilefni
væri til saksóknar, sbr. 1. mgr. 77. gr. og 112.
gr. sömu laga. Af þessu leiddi á hinn bóginn
ekki að niðurstöður rannsókna, sem leitað var
á þessum grundvelli, yrðu sjálfkrafa taldar
viðhlítandi til sönnunar fyrir dómi í opinberu
máli. Gæta verður að því að kærur til lögreglu
vegna myndverkanna, sem liðir 40 og 48 í
ákæru taka til, komu fram í nafni Listasafns
Íslands. Verkið, sem um ræðir í fyrrnefnda
ákæruliðnum, mun listasafnið hafa keypt á
uppboði hjá Gallerí Borg hf. 6. nóvember
1994, en kæra út af því var sett fram 18. júní
1997 af hálfu Ólafs Inga Jónssonar sem um-
boðsmanns safnsins. Myndverkið, sem ákæru-
liður 48 snýr að, keypti Listasafn Íslands á
uppboði hjá áðurnefndu dönsku fyrirtæki
Bruun Rasmussen 25. september 1996, en for-
ráðamaður safnsins beindi kæru út af verkinu
til lögreglu 28. nóvember 2002.
Fallast verður á það með ákærðu að staða
Listasafns Íslands sem kæranda í þessu máli
valdi því óhjákvæmilega að sérfræðilegar
álitsgerðir, sem lögregla aflaði á fram-
angreindan hátt hjá starfsmönnum þess fyrir
útgáfu ákæru, geti ekki talist tækar fyrir
dómi til sönnunar um atriði, sem varða sök
ákærðu, en einu verður að gilda í þeim
efnum hvort um er að ræða myndverk,
sem listasafnið lagði fram kæru um, eða
verk, sem því voru óviðkomandi. Breytir
engu í þessu sambandi að byggt hafi ver-
ið að nokkru á hliðstæðum sönn-
unargögnum frá starfsmönnum Lista-
safns Íslands í máli því, sem Hæstiréttur
felldi áðurnefndan dóm á 4. nóvember
1999, enda voru myndverk þau, sem sak-
argiftir þar lutu að, safninu óviðkomandi.
Verður af þessum sökum ekki komist hjá
því að líta við sönnunarmat framhjá nið-
urstöðum rannsókna, sem unnar voru af
starfsmönnum Listasafns Íslands fyrir
atbeina lögreglu. Úr þeim bresti á sönn-
unarfærslu, sem hér um ræðir, hefði
hins vegar af hálfu ákæruvalds mátt
bæta undir rekstri málsins með því að
leita eftir dómkvaðningu kunnáttumanna
samkvæmt 1. mgr. 63. gr. laga nr. 19/
1991 til að leggja mat á þau atriði, sem
nauðsyn kann að hafa borið til, en til
þess var fullt tilefni vegna athugasemda
í málatilbúnaði ákærðu fyrir héraðsdómi.
Að því virtu, sem að framan greinir,
geta staðið eftir til sönnunar um sak-
argiftir í málinu niðurstöður áður-
nefndra tæknirannsókna, sem dr. Sig-
urður Jakobsson annaðist, að því leyti,
sem þær gætu staðið óháðar rannsókn-
arstörfum Viktors Smára Sæmunds-
sonar, auk álitsgerða tveggja þeirra list-
fræðinga, sem áður er getið, og tveggja
annarra listfræðinga, sem tjáðu sig fyrir dómi
um einstök myndverk. Ennfremur rithand-
arrannsókn, sem Haraldur Árnason þáverandi
lögreglumaður annaðist á höfundarmerkingu
nokkurra myndverka, og vitnaskýrslur ætt-
ingja tiltekinna listamanna, sem verk í málinu
hafa verið kennd við, og annarra manna, sem
kunnugir voru störfum þessara listamanna.
Auk þessa nýtur við gagna varðandi nokkur
myndverk, sem snúa að skýringum ákærðu á
uppruna þeirra. Þótt telja megi að nokkrar og
í mörgum tilvikum verulegar líkur hafi verið
færðar fram með þessu fyrir því að myndverk,
sem hér um ræðir, stafi ekki frá þeim, sem
þau hafa verið kennd við, geta þessi sönn-
unargögn í engu tilviki nægt til þess að
ákæruvaldið geti talist hafa axlað þá sönn-
unarbyrði, sem um ræðir í 45. gr. laga nr. 19/
1991. Verður því jafnframt að sýkna báða
ákærðu af sakargiftum samkvæmt þeim
ákæruliðum, sem varða umrædd olíu-
málverk.“
Álit meirihluta Hæstaréttar í málverkafölsunarmálinu
Dómkveðja hefði mátt kunnáttu-
menn undir rekstri málsins
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
SÚ niðurstaða meirihluta Hæsta-
réttar í svonefndu málverkafölsun-
armáli að álitsgerðir sérfræðinga
sem starfi hjá Listasafni séu ekki
tækar fyrir dómi hefði átt að leiða
til ómerkingar héraðsdóms og að
málinu yrði vísað þangað aftur, að
því er fram kemur í áliti minni-
hluta Hæstaréttar.
Í áliti minnihluta Hæstaréttar
sem Hrafn Bragason og Garðar
Gíslason mynduðu segir að þeir
séu sammála að úr þeim bresti á
sönnunarfærslu sem meirihlutinn
telji vera á málinu hefði mátt bæta
í héraði með því að leita eftir dóm-
kvaðningu kunnáttumanna. „Þessi
niðurstaða meirihlutans hefði hins
vegar að okkar mati átt að leiða til
ómerkingar héraðsdóms og að lagt
yrði fyrir dóminn að afla slíks mats
áður en héraðsdómur væri kveðinn
upp að nýju,“ segir orðrétt.
Í öðrum kafla í áliti minnihlutans
er fjallað nánar um sérfræðirann-
sóknina og er hluti þeirrar umfjöll-
unar birtur hér á eftir orðréttur:
Markmið að afla allra
nauðsynlegra gagna
„Rannsókn opinberra mála er í
höndum lögreglu og um hana gildir
IX. kafli laga nr. 19/1991. Markmið
hennar er að afla allra nauðsyn-
legra gagna til þess að henni lok-
inni sé fært að ákveða hvort höfða
skuli opinbert mál og afla gagna til
undirbúnings málsmeðferðar. Það
er skylda lögreglu að draga fram í
máli jafnt það sem valda kann
sýknu sakbornings sem sekt hans.
Í héraðsdómi er ítarleg grein gerð
fyrir lögreglurannsókninni. Sam-
kvæmt 70. gr. laga nr. 19/1991 skal
sá sem hefur með höndum rann-
sókn opinbers máls leita til kunn-
áttumanna þegar þörf er á sér-
fræðilegri rannsókn, svo sem
efnafræðilegri rannsókn, letur- og
skriftarrannsókn, bókhaldsrann-
sókn o.s.frv., eins og þörf var á í
máli þessu. Samkvæmt 1. mgr. 41.
gr. sömu laga er það hlutverk verj-
enda eftir að til máls er komið að
draga fram í málinu allt það sem
verða má sakborningi til sýknu eða
hagsbóta og gæta réttar hans í hví-
vetna. Í héraðsdómi er gerð grein
fyrir aðkomu þáverandi verjanda
ákærða A að lögreglurannsókninni.
Var honum í maí 1998 gerð grein
fyrir því hvernig sýni voru tekin til
greiningar og kom hann að ábend-
ingum um sýnatökuna og hvernig
að rannsókn skyldi standa. Þar er
einnig gerð ítarleg grein fyrir sér-
fræðigögnum sem ákærði B aflaði
og kom á framfæri. Að 1. mgr. 63.
gr. laga nr. 19/1991 getur dómari
eftir ósk aðila eða af sjálfsdáðum
dómkvatt kunnáttumenn, einn eða
fleiri, til að framkvæma mats- og
skoðunargerðir í opinberu máli.
Samkvæmt 1. mgr. 64. gr. sömu
laga á að gefa ákæranda og sak-
borningi eða verjanda hans kost á
að vera viðstaddir þegar dóm-
kvaðning fer fram og gefa þeim
kost á að benda á ákveðna menn til
dómkvaðningar. Gögn málsins bera
það ekki með sér að sakborningar
eða verjendur þeirra hafi farið
fram á dómkvaðningu matsmanna
til að yfirfara rannsóknargögn
málsins eða hluta þeirra. Fallast
verður á það með héraðsdómi að
sumar viðbárur verjenda ákærðu
eigi ekki við rök að styðjast og séu
í raun langsóttar. Er þá sérstak-
lega átt við athugasemdir við fag-
lega hæfni rannsóknarmanna og
álitsgefenda. Þá hafa þeir ekki sýnt
fram á að lögreglan hafi beitt þá
hlutdrægni eða að trúverðugleiki
rannsóknarmannanna verði dreg-
inn í efa þótt þeir hafi áður en
vinna þeirra að lögreglurannsókn-
inni hófst unnið sem fagmenn ein-
stakar bráðabirgðarannsóknir fyrir
kærendur eða gefið almennar
fræðilegar umsagnir, sbr. dóm
Hæstaréttar 4. nóvember 1999, í
málinu nr. 161/1999, að því er Vikt-
or Smára Sæmundsson forvörð
varðar, en þar er fjallað um hæfi
hans. Hann hafði ekki aðeins unnið
fyrir Ólaf Inga Jónsson forvörð
heldur einnig fyrir ákærða A, sbr.
síðar varðandi ákærulið 32. Fallast
verður einnig á það með héraðs-
dómi að ekkert sé í gögnum þeim
sem frá sérfræðingunum hafa farið
sem bendi til þess að framangreind
tengsl við kærendur hafi nokkru
skipt um framgöngu þeirra. Lista-
safn Íslands á tvö af ákærutilvik-
unum. Annað er pappírsverk sem
kært var af Ólafi Inga fyrir safnið,
en hann er sjálfstætt starfandi for-
vörður. Viktor Smári kom ekki að
rannsókn þessa verks hjá lögreglu
eða kæru þess. Af gögnum málsins
verður heldur ekki séð að hann
hafi átt hlut að kæru hins verksins
til lögreglu, það er ákæruliðar 48,
utan þess að vera sem starfsmaður
ritari á fundi 28. nóvember 2002
þar sem sú ákvörðun var tekin, en
þá var rannsókn hans fyrir lögregl-
una löngu lokið. Framganga hans
fyrir dómi var í aðalatriðum bundin
við að staðfesta þá rannsókn. Þá er
það að athuga að Listasafn Íslands
er opinber stofnun sem starfar
samkvæmt lögum nr. 58/1988 þar
um og er það hlutverk safnsins að
vera meginsafn myndlistar í land-
inu og miðstöð rannsókna, heim-
ildasöfnunar og kynningar á ís-
lenskri myndlist. Safnið hefur
þannig ekki hagsmuni af því að
myndverk í þess eigu reynist falsað
heldur miklu fremur að rannsóknir
leiði í ljós að verk sé það ekki.
Hins vegar verður að hafa það í
huga við mat á sönnunarstöðu
málsins að rannsóknarmennirnir
styðjast nokkuð hver við annan. Þá
er það að athuga að íslensku list-
fræðingarnir, sem álit gáfu í mál-
inu, hafa unnið og vinna á söfnum
sem eiga sum kærðra verka eða á
söfnum þeim tengdum. Þá mótast
álit þeirra eðlilega mjög af mats-
kenndum atriðum, og geta því vart
orðið til annars en stuðnings öðr-
um sönnunargögnum. Það að þeir
og aðrir listfræðingar hafi átt hlut
að kaupum einhverra verkanna
verður óhjákvæmilega látið hafa
áhrif á mat á því hvað ákærðu
hlutu að mega gera sér grein fyrir
þegar þeir seldu verkin, verði talið
að þeir hafi ekki komið að breyt-
ingum á þeim.“
Álit minnihlutans í málverkafölsunarmálinu á niðurstöðu meirihlutans um álitsgerðir sérfræðinga
Ómerkja hefði átt héraðsdóm