Morgunblaðið - 22.05.2004, Qupperneq 16
ERLENT
16 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SPÆNSKIR verkamenn setja upp
stóra mynd af Felipe krónprins
Spánar og unnustu hans Letiziu
Ortiz í heimabæ hennar Ovideo í
Asturias-héraði á Spáni, en þau
verða gefin saman með viðhöfn í
Madrid í dag.
Mikið er um dýrðir á Spáni vegna
brúðkaupsins en þetta er fyrsta
konunglega brúðkaupið í landinu í
98 ár. Gífurleg öryggisgæsla er í
Madrid en rétt rúmlega tveir mán-
uðir eru liðnir frá hryðjuverkunum
í borginni þar sem tæplega 200
manns létu lífið.
Leitizia, sem er blaðamaður og
sjónvarpsfréttakona, er fráskilin en
hún var áður gift bókmenntafræði-
kennara. Hún er sögð afar dugleg,
ákveðin og hafa munninn fyrir neð-
an nefið og virðist njóta mikilla vin-
sælda meðal Spðánverja því að þrír
af hverjum fjórum segjast ánægðir
með val krónprinsins.
Gagnrýnisraddir hafa þó einnig
heyrst, sumir telja kostnaðinn við
brúðkaupið óviðunandi en aðrir
telja óforsvaranlegt á tímum jafn-
réttis að Felipe skuli erfa krúnuna
en ekki Elena elsta systir hans því
samkvæmt stjórnarskránni skal
hann tekinn fram yfir systur sína
þar sem hann er karlmaður.
Sósíalistar, sem nú hafa meiri-
hluta á spænska þinginu, hafa
gagnrýnt þetta mjög og hyggjast
breyta lögunum þannig að kynin
hafi jafnan rétt til þess að erfa
krúnuna. Reuters
Undirbúa konunglegt brúðkaup
SEVARA Nazarkhan var áður í
stúlknahljómsveit sem var svar
Úsbekistans við Kryddpíunum en
hefur söðlað um og einbeitir sér nú
að því að vekja athygli heimsbyggð-
arinnar á aldagömlum þjóðsöngvum
sem kenndir eru við Silkiveginn.
Hefur hún fengið mikið lof í Evrópu
og Bandaríkjunum fyrir ástar- og
tregasöngva sína eftir að rokk-
stjarnan Peter Gabriel hreifst af
henni og tók hana upp á arma sína.
Nazarkhan var boðið á tónlistar-
hátíð í Bretlandi árið 2000 sem gesti
en þegar annar tónlistarmaður for-
fallaðist var hún beðin á síðustu
stundu að koma fram. Hún gat að-
eins æft sig í 20 mínútur með hljóð-
færaleikurum, sem fengnir voru til
að spila með henni, en hún stóð sig
svo vel að Peter Gabriel fór til henn-
ar baksviðs eftir tónleikana og
bauðst til að gefa út plötu með
söngvum hennar.
„Þetta var eins og í ævintýr-
unum,“ sagði Nazarkhan.
Fyrsta platan hennar á alþjóð-
legum markaði, „Yol Bolsin“, var
gefin út fyrir rúmu ári. Gagnrýn-
endur gerðu góðan róm að plötunni
og Nazarkhan ferðaðist um Evrópu
og Bandaríkin í fyrra, kom fram á
tónleikum Gabriels. Hún var sæmd
tónlistarverðlaunum breska ríkis-
útvarpsins BBC, World Music Aw-
ard, 9. mars og hyggst fara í tón-
leikaferð um Evrópu í sumar.
Blanda af þjóðlagahefðum
Mið-Asíuþjóða
Nazarkhan, sem er á þrítugsaldri,
leikur á hefðbundið strengja-
hljóðfæri, dútar, sem svipar til lútu,
er með tvo strengi og langan og mjó-
an háls.
Eftir að hún hætti í stúlknapopp-
sveit, sem naut vinsælda í Úsbek-
istan, ákvað hún að fara eigin leiðir í
tónlistinni. Hún lýsir söngvum sín-
um sem blöndu af þjóðlagahefðum
Mið-Asíuþjóðanna með votti af
poppáhrifum.
Þetta er tónlist Silkivegarins,
fornu verslunarleiðarinnar milli
Kína og Evrópu. Söngvarnir minna
á einfaldari tíma, þegar ástin var
höfð í hávegum – en fólk þurfti samt
oft að sætta sig við lífsförunaut sem
foreldrarnir völdu.
Sungið um ást og kvöl
„Söngvarnir eru um ást, trú,
tryggð – og kvöl, kvöl, kvöl,“ segir
hún. „Þetta er ekki bara einföld ást.
Þetta er ást eins og hún var í hjört-
um fólksins fyrir mörgum árum þeg-
ar allt var hefðbundnara.“
Nazarkhan reynir stundum að út-
skýra merkingu söngvanna á tón-
leikunum en segir að hún hafi oft séð
áheyrendur gráta þótt þeir skilji
ekki eitt einasta orð.
Hrífur áheyrend-
ur með söngvum
Silkivegarins
Tashkent. AP.
AP
Úsbekíska söngkonan Sevara Naz-
arkhan æfir sig á dútar í Tashkent,
höfuðborg Úsbekistans.
’Söngvarnir eru um ást,trú, tryggð – og kvöl,
kvöl, kvöl.‘
KANADA og Danmörk berjast nú
um yfirráð lítillar eyðieyju undan
ströndum Grænlands. Vopnin sem
þeir nota eru fánar og þjóðar-
snafsar.
„Hans-eyja er dönsk,“ segja
Danir en í síðasta leiðangri danska
strandgæsluskipsins Vædderen
norður í höf fór áhöfnin í land, dró
Dannebrog að húni og skildi síðan
eftir flösku af Gammel Dansk til
handa Kanadamönnunum. Þeir
eru hins vegar alfarið ósammála.
„Hans-eyja er kanadísk,“ segja
Kanadamennirnir. Þegar Danirnir
komu síðast til eyjunnar höfðu
þeir dregið kanadíska fánann að
húni og skilið eftir flösku af kan-
adísku viskíi, að því er fram kemur
í norska dagblaðinu Vårt Land.
Jørgen Wæver Johanson, ráð-
herra í grænlensku heimastjórn-
inni, hefur aðeins eitt um þessa
deilu að segja: „Eyjan tilheyrir
Grænlandi.“ Hann segir að Græn-
lendingar hafi samt sem áður ekki
í hyggju að draga grænlenska fán-
ann að húni á Tartupaluk eins og
eyjan heitir á grænlensku.
Snýst um hugsanlegar
olíulindir
Eyjan er í raun klettur sem
liggur á Naressundi á milli Græn-
lands og Ellesmere-eyju og er 1,3
ferkílómetrar að flatarmáli. Hún
hefur verið bitbein landanna
tveggja allt frá 1973 en þá ákváðu
þjóðirnar að vera ósammála um
hvar mörkin á milli landanna ættu
að liggja á hafinu. Í Kanada vilja
margir að þjóðin geri sig breiða á
svæðinu m.a. vegna olíulinda á
hafsbotninum. Þá telja margir að
vegna gróðurhúsaáhrifa og hlýn-
andi loftslags á norðurheimskaut-
inu og þar af leiðandi minni hafíss,
muni siglingaleiðin um sundin á
milli landanna opnast meira en áð-
ur og þá sé mikilvægt að hafa yf-
irráð yfir henni. Hægt væri að
leysa deiluna um Hans-eyju með
því að leita til Alþjóðadómstólsins
í Haag. En hvorug þjóðin hefur
slíkt í hyggju. „Kostnaðurinn við
að höfða slíkt mál er of mikill mið-
að við verðmæti eyjunnar,“ segir
Peter Taksøe-Jensen, skrifstofu-
stjóri í danska utanríkisráðuneyt-
inu.
Kanada og Danmörk berjast um yfirráð yfir eyðieyju
Vopnin eru fánar
og þjóðarsnafsar
SAMIÐ hefur verið um endurnýjun
búnaðar í ratsjárstöðinni í Thule á
Grænlandi. Danskir og grænlenskir
embættismenn sögðu á fimmtudag
að búist væri við því að stöðin yrði
hluti af varnarkerfi Bandaríkja-
manna gagnvart langdrægum eld-
flaugum.
Grænlendingar kröfðust þess að
fá að koma að ratsjármálinu en
Bandaríkjamenn höfðu farið fram á
það við Dani að leyfi yrði veitt til að
endurnýja búnaðinn í stöðinni vegna
áforma um eldflaugavarnir. Munu
Grænlendingar því undirrita samn-
inginn ásamt fulltrúum danskra
stjórnvalda og bandarískra. Fyrir
liggur samþykki af hálfu græn-
lensku heimastjórnarinnar og þings
heimamanna. Samkomulag í þá veru
náðist á miðvikudagskvöld. Nú þarf
að bera samninginn undir danska
þingið.
Josef Motzfeldt, sem fer með ut-
anríkismál í grænlensku heima-
stjórninni, sagði að Grænlendingar
litu svo á að um væri að ræða upp-
færslu á ratsjársamningnum við
Bandaríkjamenn frá árinu 1951.
Framvegis yrðu Grænlendingar
hluti af viðræðunefnd Dana og
myndu þeir því taka fullan þátt í því
samráði sem fram færi á vettvangi
varnarmála. Fáni Grænlands myndi
jafnan blakta við Thule-stöðina við
hlið hins danska og banadaríska. Að
auki yrði fastafulltrúi heimastjórn-
arinnar að störfum í Thule við hlið
dansks starfsbróður síns.
Ekki er gert ráð fyrir að Banda-
ríkjamenn greiði fyrir afnot af stöð-
inni í Thule.
Samkvæmt þeim áformum sem
liggja fyrir í Bandaríkjunum er gert
ráð fyrir að tíu skotpöllum gagneld-
flauga verði komið upp við Fort
Greeley í Alaska. Þetta eldflauga-
kerfi verður m.a. tengt Thule-stöð-
inni. Gert er ráð fyrir að ratsjárkerf-
in fylgist með hugsanlegum
eldflaugaskotum óvinveittra ríkja og
safni saman og miðli upplýsingum
um flug þeirra. Þannig á að verða
unnt að reikna út flugleið eldflauga-
óvinarins og granda þeim með gagn-
flaugum. Varnarkerfi þetta á rætur
sínar að rekja til geimvarnaráætlun-
ar þeirrar sem Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti kynnti á fyrri
hluta níunda áratugar liðinnar aldar.
Samningar hafa tekist
um Thule-stöðina
Verður hluti af eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna
Kaupmanahöfn. AP.
RÚSSNESKA fjármálaeftirlitið
greindi frá því í gær að Tsjúkotka-
hérað, sem stjórnað er af milljarða-
mæringnum Roman Abramovítsj,
væri gjaldþrota. Var fullyrt að sann-
anir hefðu fundist,
sem vísuðu til
fjármálamisferlis.
Tsjúkotka-hér-
að er í norðaustur-
hluta Rússlands
og skuldar nú um
320 milljónir
Bandaríkjadala.
Áætlaðar tekjur
héraðsins nema
135 milljónum
dala og að sögn Sergei Ryabúkhín hjá
fjármálaeftirlitinu táknar það að hér-
aðið sé í raun gjaldþrota.
Ryabukhín segir að rannsókn fjár-
málaeftirlitsins hafi leitt í ljós að þrátt
fyrir bágborna fjárhagsstöðu hafi
olíufyrirtækið Sibneft, að mestu í eigu
Abramovítsj, fengið skattaafslátt sem
næmi 472 milljónum Bandaríkjadala.
Roman Abramovísj, sem er land-
stjóri í Tsjúkotka og aðaleigandi
enska knattspyrnufélagsins Chelsea,
er annar ríkasti maður Rússlands.
Auðæfi hans eru metin á 12,5 millj-
arða Bandaríkjadala, skv. viðskipta-
tímaritinu Forbes.
Vændur
um mis-
ferli
Moskvu. AP.
Abramovítsj