Morgunblaðið - 22.05.2004, Qupperneq 36
UMRÆÐAN
36 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
V
inur minn er mjög
undarlegur maður.
Hann er nefnilega
ekki hvítur, sem
þýðir að hann breyt-
ir ekki um lit reglulega eins og
við sem köllum okkur hvít. Hann
býr í fjarlægu landi þar sem fólk
kann enga mannasiði. Hann sit-
ur á gólfinu þegar hann borðar
og notar jafnvel ekki hnífapör.
Hann er leiðsögumaður í frum-
skógi. Hann vinnur ekki 14 tíma
á dag þótt hann sé fullhraustur
og hann telur ekki einu sinni
tímana sem hann vinnur. Hann
gengur í þau störf sem þarf að
ganga í. Óvæntir hlutir raska
aldrei ró hans. Hann pirrar sig
t.d. ekki á því að þurfa að labba
heim og ná í eitthvað sem hann
gleymdi.
Hann stundar ekki auðsöfnun,
já og gefur
eða lánar
jafnvel pen-
ingana sína.
Ef hann á
eitthvað mat-
arkyns býður
hann með sér. Ef hann er veikur
rýkur hann ekki til læknis og
heimtar pillur heldur fer til
móður sinnar sem er sérfræð-
ingur í náttúrulækningum. Hann
er trúaður og heldur því jafnvel
fram að það sé gott að biðja
fimm sinnum á dag.
Ég ber hag þessa vinar míns
fyrir brjósti og þar sem ég til-
heyri hinum þróaða hvíta kyn-
stofni ákvað ég að veita honum
ráðleggingar. Svo að ég skrifaði
honum bréf.
Elsku vinur minn,
Þar sem ég veit að þú þráir
eðlilegt líf hef ég ákveðið að að-
stoða þig eftir fremsta megni.
Ég er nú einu sinni með kenn-
arapróf og finnst gaman að
miðla þekkingu minni. Það
fyrsta sem þú ættir að læra eru
almennir borðsiðir. Í fyrsta lagi
þarftu að borða við borð. Svo
ættirðu að læra að borða með
hnífi og gaffli. Það er ekki sér-
lega flókið og án efa miklu
snyrtilegra. Mér þykir einnig
vert að benda þér á að hætta að
smjatta og sötra því það er jú
alvitað að það er hin mesta
ókurteisi. Kláraðu alltaf af
disknum þínum og ef þú getur
ekki klárað hugsaðu þá um öll
fátæku börnin í Afríku sem fá
ekki neitt að borða. Þeim líður
án efa betur ef þú borðar þig
pakksaddan.
Af því að ég er góður vinur þá
tala ég við þig af hreinskilni og
ég geri ráð fyrir að þú kunnir að
meta það. Til þess að halda
heilsu er mikilvægt að þú skiljir
að þessar grasalækningar eru
hreinasta bull. Ég get sent þér
pillur hvenær sem er. Þær eru
þróaðar af miklum sérfræð-
ingum og apótekarar þurfa há-
skólanám til þess að skilja þetta
allt saman. Ekki rekur mig
minni til að móðir þín sé með
slíkt próf. Ég sendi með bréfinu
pillur við eftirfarandi kvillum:
Hausverk, beinverk, svefnleysi,
depurð, risvanda og ógleði.
Varðandi fjármálin þín þá
verður þú að hætta að lána
hverjum sem er peninga. Þetta
fólk er að misnota þig. Þú ættir
heldur að safna og fjárfesta.
Þegar þú ert búinn að eignast
nóg af peningum geturðu farið
að slappa af og njóta lífsins.
Elsku vinur, Allah er ekki til.
Það er vísindalega sannað að
heimurinn varð til með Mikla-
hvelli og allt hitt er tilviljun.
Eina sem múslimar gera er að
skipuleggja hryðjuverk í nafni
Allah. Þetta er snarruglað lið
upp til hópa og allar rannsóknir
sýna fram á að fólk treystir
múslimum síður. Hugaðu ávallt
um hvað er best fyrir viðskiptin
og mundu að það skiptir öllu
máli að hafa rétt fyrir sér. Ef þú
ætlar að ná langt verðurðu að
hætta að eyða öllum þessum
tíma í bænir og læra að skipu-
leggja þig betur. Teldu tímana
sem þú vinnur og farðu fram á
launahækkun vegna ábyrgðar og
aukinnar viðveru. Í hvert skipti
sem þú talar við viðskiptavin
skaltu skrifa það hjá þér. Tími
er peningar og þú þarft peninga
til að verða einn af þeim stóru.
Hugsaðu alltaf fram í tímann.
Um morgundaginn, hinn daginn
og daginn þar á eftir. Gerðu
kostnaðaráætlun og rekstr-
aráætlun og helst eins margar
áætlanir og þú getur. Þú verður
líka að hætta að bjóða fólki í
mat. Það er ekki fjárhagslega
hagkvæmt. Sérstaklega þar sem
þetta fólk býður þér aldrei.
Þegar þú ferð með hópa fólks
í gegnum frumskóginn verðurðu
að passa þig. Ef eitthvað kemur
upp á gæti fólkið kært þig. Um
daginn fórum við í kvöldsiglingu
að skoða dýrin í skóginum. Það
er sérlega góð viðskipta-
hugmynd en þú verður að út-
færa hana betur. Þið siglduð
bara í myrkrinu með eitthvert
vasaljós. Það er hreint út sagt
vítavert gáleysi. Þú ættir að
nota dýptarmæli, GPS-
staðsetningartæki og últra-
ljóskastara. Aðeins þannig get-
urðu komist öruggur á leið-
arenda. Það þýðir ekkert að
stóla alltaf á skynfærin enda eru
þau ekki þróuð af sérfræðingum.
Þótt þú haldir að trén og fjöllin
segi þér hvar þú ert þá geta þau
haft rangt fyrir sér.
Ég held, kæri vinur, að það sé
nokkurra breytinga þörf í fjöl-
skyldulífinu hjá þér. Það er und-
arlegt að fjölskyldan skuli alltaf
sofa í flatsæng á gólfinu. Börnin
þurfa að fá sérherbergi. Það er
svo mikilvægt að virða rými ein-
staklingsins. Nú og ef þér fer að
ganga illa með samskipti við
börnin og makann og fleira er
um að gera að fara til sálfræð-
ings eða í einhver mannbætandi
samtök. Þar geturðu lært að lifa
einn dag í einu og bætt sam-
skipti þín við fjölskylduna. Þá
geturðu lagt áherslu á fjöl-
skyldufundi og sameiginlegar
samverustundir. Reyndu samt
að hafa þetta allt saman eins
skilvirkt og mögulegt er.
Ég gæti haldið lengi áfram en
ég ætla að láta staðar numið
hér. Ég hlakka til að heyra
hvernig þetta gengur hjá þér.
Bestu kveðjur, Halla.
Vinur minn hefur enn ekki
svarað mér. Ætli hann geri sér
enga grein fyrir hvað hann gæti
átt miklu betra líf?
Menningar-
kennsla
Ég ber hag þessa vinar míns fyrir brjósti
og þar sem ég tilheyri hinum þróaða
hvíta kynstofni ákvað ég að veita hon-
um ráðleggingar.
VIÐHORF
Eftir Höllu
Gunnarsdóttur
hallag@mbl.is
UNDANFARNAR vikur hefur
margt einkennilegt komið fram í
umræðum um fjölmiðlafrumvarpið.
Þannig sagði Davíð Oddsson for-
sætisráðherra ekki alls fyrir löngu
að sem betur fer væru
flokksmálgögnin dauð.
Sem betur fer – sagði
hann. Þetta eru í
hæsta máta ein-
kennileg ummæli af
forsætisráðherra í lýð-
ræðisríki eða hvaða
sérstaka gagn felst í
því að ekki skuli gefin
út pólitísk málgögn
lengur? Miklu skilj-
anlegra hefði verið, í
ljósi þess að forsæt-
iráðherrann segist
berjast fyrir fjöl-
breytni á fjölmiðlamarkaði, að hann
hefði sagt: Því miður eru engin
pólitísk málgögn lengur í landinu.
Pólitísk málgögn, í bland við
aðra útgáfu, þykja yfirleitt vitn-
isburður um blómstrandi lýðræði
og séu þau bönnuð þykir það sem
von er hinn versti verknaður, og
valdhafar sem það gera úthrópaðir
– þeir þoli ekki gagnrýni og aðhald
pólitískra fjölmiðla. Margir virðast
trúa því eins og nýju neti að „ópóli-
tískir“ fjölmiðlar séu nú í landinu
og á þeim sé stunduð og svokölluð
„óháð og fagleg“ blaðamennska,
sem sé nú aldeilis eitthvað annað
en bullið í pólitísku miðlunum. Og
satt er það að tengsl fjölmiðlanna
við flokka eru ekki jafn augljós og
áður, en eru þeir óháðari og svo
miklu vandaðri að það ætti að vera
sérstakt fagnaðarefni fyrir ráð-
herra sem vill fjölbreytni í fjöl-
miðlun, að pólitískir fjölmiðlar skuli
vera útdauðir?
Dauði flokksblaða
Flokkstengdu blöðin dóu eitt af
öðru vegna hallarekstrar, en ára-
tugum saman hafði tekist að halda
þeim úti að langmestu leyti með
eigin aflafé, áfskriftum og auglýs-
ingum, en því til viðbótar fengu
blöðin yfirleitt mikinn stuðning frá
aðstandendum sínum. Um tíma
fengu þau auk þess nokkurn styrk
frá ríkinu. Nú segja auðvitað þeir
sem trúa blint á markaðinn að blöð
sem lifa ekki af samkeppnina eigi
bara að deyja sínum drottni, hinir
hæfu komist af, og blöð sem eng-
inn viji kaupi eiga engan rétt á að
lifa – og alls ekki með stuðningi
ríkisins. Ég veit að sönnu ekki hve
útbreidd blöðin voru, en ég býst
við að hið sama eigi við um þau öll
að hlutfall þeirra sem keyptu þau
hafi lækkað jafnt og þétt þótt út-
breiðsla þeirra í eintökum héldist
nokkurn veginn óbreytt. Þannig
var Þjóðviljinn alltaf seldur í innan
við 10.000 eintökum þótt þjóðinni
fjölgaði. Ég hef ekki haldbærar töl-
ur um hve margir hafa lesið hann
að staðaldri, en væntanlega er ekki
fráleitt að reikna með
að tveir lesi hvert ein-
tak. Gróflega reiknað
gæti þetta verið u.þ.b.
10% af
Íslendingum á „dag-
blaðsaldri“ um þessar
mundir, sem er auðvit-
að harla lítið sam-
anborið við Frétta-
blaðið og Morgun-
blaðið. Alþýðublaðið
hafði, a.mk. síðustu ár-
in, talsvert minni út-
breiðslu, en eftir því
sem ég kemst næst
hefur Tíminn líklega verið í svip-
aðri stöðu og Þjóðviljinn.
Síðustu ár Þjóðviljans lækkuðu
auglýsingatekjurnar jafnt og þétt,
stundum meira að segja í allstórum
stökkum og fjölgun áskrifenda síð-
ustu misserin dugði ekki til að
bæta það mikla tekjutap upp. En
hvers vegna lækkuðu auglýsinga-
tekjurnar?
Fyrir því eru í grundvall-
aratriðum tvær ástæður. Í fyrsta
lagi er miðill með svo litla út-
breiðslu ekki jafn vænlegur fyrir
auglýsendur og stærri miðlarnir. Á
sama tíma fjölgaði miðlum með
fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvum
og tímaritamarkaður óx.
Í öðru lagi féllu auglýsingatekj-
urnar af pólitískum ástæðum.
Mörg fyrirtæki auglýstu alls ekki í
blaðinu af þeim sökum og sum
hættu að auglýsa vegna umfjöll-
unar blaðsins um tiltekin mál. Sagt
með öðrum: Auglýsendur réðu ör-
lögum blaðsins.
Nú geta menn auðvitað sagt að
við höfum gefið út svo vont blað að
hvorki áskrifendur né auglýsendur
hafi viljað það. Enginn getur verið
dómari í eigin sök, en ég held að
Þjóðviljinn hafi oftast verið ágæt-
lega læsilegt blað, oft með fjöl-
breyttu efni, en það var enginn vafi
á í hvaða liði hann var. Svo geta
menn spurt af hverju það ætti að
vera sérstakt fagnaðarefni fyrir
forsætisráðherrann að slíkir fjöl-
miðlar skuli vera dauðir.
Tortryggni
Enginn þarf að vera hissa á því að
markmið Davíðs Oddsonar með
fjölmiðlafrumvarpinu séu tor-
tryggð. Úr því að hann er sér-
staklega lukkulegur með að vera
laus við pólitísku blöðin ætti hann
þá ekki að vera beinlínis hamingju-
samur ef hann losnaði við „Baugs-
miðlana“? Það er reyndar mjög
trúlegt, eins og orðakiptin hafa
verið, en breytir hins vegar engu
um nauðsyn þess að settar séu
reglur sem takmarki samþjöppun á
fjölmiðlamarkaði. Ef ráðherrann
flytur frumvarpið af geðvonskunni
einni saman verður bara að hafa
það, málið er jafn brýnt og nauð-
synlegt hver sem flytur það og í
hvers konar skapi viðkomandi er.
Stuðningsmenn og andstæðingar
frumvarpsins virðast sammála um
eitt: Verði frumvarpið að lögum
mun það takmarka samþjöppun á
fjölmiðlamarkaði en hörðustu and-
stæðingarnir bæta við að þau muni
drepa tiltekna fjölmiðla – þá fjöl-
miðla sem forsætisráðherra er illa
við.
Ekki verður séð að nógu hald-
bær rök hafi verið færð fyrir því að
fjölmiðlar í eigu Baugs muni ekki
lifa einhver eigendaskipti af, þótt
núverandi eigendur og stjórn-
arandstaðan haldi þessu fram. Á
hinn bóginn er fullkomlega eðlilegt
að eigendurnir taki til allra varna
sem þeim eru tiltækar, meðal ann-
ars þessara, en ekki er víst að allt
sem þeir segja (fremur en aðrir)
standist nákvæma skoðun. Séu
Norðurljós í góðum rekstri munu
finnast kaupendur, markaðurinn
mun sjá um það. Því er líka haldið
fram að stórlán bankanna séu í
uppnámi, verði frumvarpið að lög-
um, og svo er að sjá að einhverjir
lífeyrissjóðir eigi tvo milljarða hjá
Norðurljósum. En eiga hagsmunir
banka að ráða almennum reglum
um eignarhald á fjölmiðlum?
Hvaða lífeyrssjóðir hafa lánað Jóni
Ólafssyni tvo milljarða? Eða eru
þetta ný lán? Skuldin getur varla
verið óinnheimt lífeyrisiðgjöld, því
þau eru varin af ábyrgðasjóði
launa.
Grundvallaratriði
Málið allt hefur valdið slíku upp-
námi að í fyrsta skipti í sögu lýð-
veldisins eru nú marktækar líkur
taldar á að forsetinn muni synja
lögum staðfestingar. Eins og að-
dragandinn er þýðir þetta að for-
setinn hefur stigið út úr embættinu
Geðvonska eða fjölmiðlalög
til þjóðarinnar
Helgi Guðmundsson fjallar
um fjölmiðlafrumvarpið ’Málið allt hefur valdiðslíku uppnámi að í
fyrsta skipti í sögu lýð-
veldisins eru nú mark-
tækar líkur taldar á að
forsetinn muni synja
lögum staðfestingar. ‘
Helgi Guðmundsson
SKÖMMU eftir að bók mín um
Jón Þorláksson forsætisráðherra
kom út, birtist nafnlaust lesenda-
bréf í DV, þar sem sagt var, að ég
hefði þar stuðst við vinnu nemenda
minna án þess að geta þess. Ég
hringdi í ritstjórann og benti á, að í
eftirmála þakkaði ég sérstaklega
fjölda nafngreindra nemenda, sem
hefði skrifað ritgerðir undir minni
umsjón eða að mínu frumkvæði.
Blaðið bað mig afsökunar. Þor-
valdur Logason heimspekinemi
endurtekur þessar ásakanir hér í
blaðinu 21. maí. Hann getur þess
ekki, að hann sneri sér til sumra
þeirra nemenda, sem nafngreindir
eru í eftirmála mínum (og sumra
ekki), með fyrirspurnum um, hvort
ég hefði ekki hagnýtt mér ritgerðir
þeirra ósæmilega. Sá nemandi,
sem Þorvaldur nafngreinir sér-
staklega í grein sinni hér í blaðinu,
Ármann Þorvaldsson, sendi hon-
um svar við fyrirspurn hans í
tölvupósti 5. mars síðast liðinn.
Svarið hljóðaði svo:
„Sæll Þorvaldur og takk fyrir
póstinn. Mér finnst þetta vera á
misskilningi byggt hjá þér, a.m.k.
var ég mjög ánægður með sam-
starfið við Hannes á sínum tíma.
Ástæðan fyrir því að ég skrifaði
um borgarstjóratíð Jóns Þorláks-
sonar var sú að ég var að leita að
ritgerðarefni á sama tíma og
Hannes var að skrifa ævisögu Jóns
Þorlákssonar. Ég var þá í sagn-
fræðinámi en tók áhugaverða
kúrsa hjá Hannesi í stjórnmála-
fræði og kynntist honum í gegnum
þá. Hann benti mér á ritgerðarefn-
ið og það varð í raun samstarfs-
verkefni þar sem hann benti mér á
ýmsar heimildir sem ég vissi ekki
um og hann gat auðvitað nýtt
rannsóknarvinnu sem ég vann við
ritun sinnar bókar. Reyndar var
Þór Whitehead umsjónarmaður
með ritgerð minni en Hannes var
mér ekki síður hjálplegur. Ég hef
ekki bókina hans og ritgerðina
mína fyrir framan mig en ég las
bókina á sínum tíma og minnist
þess ekki að mér hafi á neinn hátt
þótt óeðlilega staðið að málum. kv.
Ármann.“
Ég hef engu við þetta að bæta.
Þorvaldur hafði bersýnilega allar
upplýsingar, sem hann þurfti, áður
en hann skrifaði grein sína. Hann
kaus að veita lesendum Morgun-
blaðsins þær ekki, heldur hafa
uppi um mig dylgjur og getsakir.
Ef Þorvaldur biður mig afsökunar
á frumhlaupi sínu, eins og DV
gerði á sínum tíma, þá er ég hins
vegar reiðubúinn til að láta málið
niður falla.
Hannes Hólmstein Gissurarson
Óskað eftir afsökunarbeiðni
Höfundur er prófessor
í stjórnmálafræði.