Morgunblaðið - 22.05.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.05.2004, Qupperneq 39
MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 39 Ferming í Skálholtskirkju sunnudaginn 23. maí kl. 14. Prestur sr. Rúnar Þór Eg- ilsson. Fermd verða: Agnes Erlingsdóttir, Hverabraut, Laugarvatni. Ísak Örn Guðmundsson, Böðmóðsstöðum, Laugardal. Signý Eva Auðunsdóttir, Hrísholti, Laugarvatni. Sigurður Orri Hafþórsson, Torfholti 14, Laugarvatni. Sigurveig Mjöll Tómasdóttir, Hrísholti 8, Laugarvatni. Ferming í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 23. maí kl. 14. Prestur sr. Magnús Erlingsson. Fermd verða: Anna Portia Specker, Sundstræti 26. Erla Pálsdóttir, Tangagötu 14. Hafþór Atli Agnarsson, Móholti 10. Katerína Inga Antonsdóttir, Sundstræti 28. Katrín Fríða Þorkelsdóttir, Urðarvegi 2. Sigurjón Hallgrímsson, Brautarholti 14. Telma Björk Sörensen, Fagraholti 8. Ferming í Safnkirkjunni í Árbæ sunnudag- inn 23. maí kl. 11. Prestur Guðný Hall- grímsdóttir. Fermdur verður: Hlynur Erlendsson, Álakvísl 53, Reykjavík. Ferming í Bræðratungukirkju sunnudag- inn 23. maí kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Fermdur verður: Sveinn Halldór Skúlason, Bröttukinn 6, Hafnarfirði. Ferming í Skálholtsdómkirkju laugardag- inn 22. maí kl. 14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Fermdur verður: Daníel Viðar Sigurjónsson Vesturbyggð 5, Biskupstungum. Ferming í Péturskirkju, Akureyri, laugar- daginn 22. maí kl. 15. Fermd verða: James Earl C. Tamidles Brúarlandi, Akureyri. Malgorzata K.Molenda Dalbakka 7, Seyðisfirði. Daniela Velo, Kárahnjúkum, Egilsstöðum. Fermingar Morgunblaðið/RAX ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Athugið breyttan messutíma en í sumar verða messur kl. 11. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Kirkju- göngudagur Súðvíkingafélagsins. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Org- anisti er Kjartan Sigurjónsson. Dómkór- inn syngur. Djákna- og prestsvígsla kl. 14. Biskup Íslands vígir cand. theol. Gunnar Jóhannesson til embættis sókn- arprests í Hofsós- og Hólaprestakalli, Skagprfd., og Dagný Guðmundsdóttur, djákna, til þjónustu á Vífilsstaðaspítala. Séra Dalla Þórðardóttir, prófastur, lýsir vígslu. Vígsluvottar auk hennar: Dr. Sig- urbjörn Einarsson, séra Ragnar Fjalar Lárusson, séra Þór Hauksson, Nanna Guðrún Zoëga, djákni, séra Hans Mark- ús Hafsteinsson, sóknarprestur, og Þór- dís Ásgeirdóttir, formaður Djáknafélags Íslands. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ing- unnar Guðmundsdóttur. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Reynir Jón- asson. Samskot til kirkjustarfsins. Ólafur Jóhannsson. GRUND DVALAR- OG HJÚKRUNAR- HEIMILI: Guðsþjónusta kl. 10.15. Ein- söngur Þórunn Lilja Vilbergsdóttir. Org- anisti Kjartan Ólafsson. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Páls- syni. Organisti verður Hörður Áskelsson og hópur úr Mótettukór syngur. Sögu- stund verður fyrir börnin. Einnig syngur Stefanskórinn frá Uppölum, sem hér er í heimsókn. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organ- isti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: LANDAKOT: Guðsþjónusta kl. 11.30. Sr. Ingileif Malmberg. LANGHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur séra Jón Helgi Þórarinsson. Org- anisti Ólafur W. Finnsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Kaffisopi eft- ir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðar- sönginn undir stjórn Gunnars Gunnars- sonar. Barnagæsla við messur sumars- ins verður í höndum Hildar Eirar Bolladóttur sunnudagaskólakennara. Messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Kl. 20: Í stað hefðbundinnar guðsþjónustu verða tónleikar Kristjáns Kristjánssonar (KK) sem bera yfirskrift- ina „Ljós af ljósi“. Gunnar Gunnarsson organisti mun leika með í nokkrum lög- um auk þess sem Bjarni Karlsson prest- ur mun flytja ‘örvekju’ út frá Guðspjalli dagsins. Barnagæsla verður í höndum Hildar Eirar Bolladóttur sunnudagaskóla- kennara. Molakaffi og djús Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra í safnaðar- heimilinu að tónleikum loknum. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kirkjukór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Kaffi, djús og spjall í safn- aðarheimilinu eftir messu. Vorferð barnastarfsins kl. 11. Farið frá Nes- kirkju með rútu í Sandgerði. Fræðasetr- ið skoðað. Grill, leikir og söngur. Allir velkomnir! SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kvartett Seltjarnarneskirkju syng- ur. Organisti er Pavel Manasek. Prestur: Sigurður Grétar Helgason. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Gúllasguðsþjón- usta kl. 11 með þátttöku norænna æskulýðsfullrúa. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Minningar- guðsþjónusta klukkan 14. Minning- arguðsþjónusta um þá sem látist hafa af völdum alnæmis. Eftir guðsþjónustu er kirkjugestum boð- ið til kirkjukaffis í safnaðarheimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn syngur ásamt kirkjugestum. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Að- alsafnaðarfundur Breiðholtssóknar verð- ur eftir messu að loknum léttum máls- verði. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prest- ur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Örn Falkner. Kór Digraneskirkju A hópur. Léttar veitingar í safnaðarsal að messu lokinni (kr. 500). Sjá nánar: www.digra- neskirkja.is. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti: Hörður Bragason. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organisti Lenka Mátéová, kór kirkjunnar leiðir söng. Kaffi og ávaxtasafi í safn- aðarheimilinu eftir messu. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Kór kirkj- unnar syngur og leiðir safnaðarsöng ásamt Sofiemyr, norskum kirkjukór, und- ir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar og Bernt Nordset. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og opið hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig í www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Boðið verður upp á kaffi að lokinni guðsþjónustu. Sr. Ægir. Fr. Sigurgeirs- son. LINDASÓKN Í KÓPAVOGI: Helgistund kl. 20 í Safnaðarheimilinu að Uppsölum 3. Allir velkomnir! SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Selja- kirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarna- son. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Bibl- íufræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma á morgun kl. 16. Niels J. Nielsen frá Færeyum er í heimsókn 22. og 23 mai. Í þessum sambandi verður kvöld- vaka laugardaginn kl. 20.30. Söngur, tónleikur, happdráttur o.a. Sunnudaginn kl. 20.30 verður samkoma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæna- stund, kl. 20 hjálpræðissamkoma. Ás- laug Haugland stjórnar. Sr. Gísli Jón- asson talar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 23. maí er samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Nán- ari upplýsingar á www.kefas.is. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17 í umsjá Kristilegs stúd- entafélags. Vitnisburðir ungs fólks. Létt skemmtiatriði við allra hæfi Kynning á stjórn KSF. Mikill söngur og tónlist. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok samkomu. Barnakirkja á sama tíma. Miðvikudaginn 26. maí kl. 20 er bænastund. Bænastundir alla virka morgna kl. 6. filadelfia@gospel.is www.gospel.is. VEGURINN: Fjölskylduskemmtun kl. 11, þetta er síðasta samveran á þessum vetri, leikir, grill. Bænastund kl. 19.30. Almenn samkoma kl. 20, Ragna Björk Þorvaldsdóttir predikar, lofgjörð, fyrir- bænir og samfélag eftir samkomu í kaffisalnum. www.vegurinn.is, þar er hægt að senda inn bænarefni og sjá ýt- arlegri dagskrá. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Kirkjan er öllum opin á daginn frá kl. 8 til 18.30. Maímánuður er settur sér- staklega undir vernd heilagrar Maríu meyjar og tileinkaður henni. Haldin er bænastund á hverjum mánudegi og mið- vikudegi kl. 17.40. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20 Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Alla fimmtudaga: Rósakransbæn kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan, Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. BRÆÐRATUNGUKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta í Brautarholtskirkju kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 guðsþjónusta. Kór Landakirkju syng- ur undir stjórn Guðmundar H. Guðjóns- sonar. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörnsson. MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti: Jónas Þórir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Karl V. Mattíasson. Organisti: Antonía Hevesi. Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir safnaðar- söng. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Garðakórinn, kór eldriborgara í Garðabæ, leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Kristínar Pjet- ursdóttur, kórstjóra. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við at- höfnina þjónar sr. Hans Markús Haf- steinsson. Mætum vel og syngjum sam- an og gleðjumst í Drottni. KRÝSUVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Sætaferð frá Hafnarfjarð- arkirkju kl. 13.05. Upprisu, altaristöflu Krýsuvíkurkirkju, komið fyrir á sínum stað. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Forsöngvari: Arnar Þór Viðarsson. Gítarleikari: Bjarki Gunn- laugsson. Meðhjálpari: Magnús Sigurðs- son. Sveinshús opið eftir messuna. Opnun myndlistarsýningarinnar „Fuglar í myndum“. Kaffi og kökur í boði á vægu verði. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og ferming kl. 14. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sóknarprest- ur. AKUREYRARKIRKJA: Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og sr. Elínborg Gísladóttir. Um tónlistina sjá Eiríkur Bóasson, Óskar Pétursson og Stefán Ingólfsson. Kaffi í Safnaðarheim- ili að lokinni messu. GLERÁRKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arn- aldur Bárðarson þjónar. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja, Samkór Hornafjarð- ar kemur í heimsókn, organisti: Hjörtur Steinbergsson. Léttar kaffiveitingar í há- degi. Aðalsafnaðarfundur kl. 13. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Laug- ardaginn 22. maí klukkan 14 hátíðar- samkoma í tilefni af 100 ára afmæli starfsins á Akureyri. Ræðumaður ofursti Miriam Fredriksen. Mikill söngur, meðal annars gospelkór undir stjórn Óskars Einarssonar, barna og unglingahópar syngja. Einsöngur kafteinn Miriam Ósk- arsdóttir, tvísöngur majórar Anne Maríe og Harold Reinholdtsen. Sunnudaginn 23. maí klukkan 11 almenn samkoma í umsjá yfirmanna hjálpræðishersins á Ís- landi, majórs Önnu Maríu og Harolds Reinholdtsens. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 11. Barna- og Kammmerkór Biskupstungna syngur ásamt Táknmálskórnum. Sr. Miyako Þórðarson þjónar með sóknar- presti, sr. Agli Hallgrímssyni. Organisti: Hilmar Örn Agnarsson. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11, súpa og brauð að lokinni messu. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10 kaffisopi á eftir. Foreldramorgnar mið- vikudaga kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA: Héraðsfundur Árnesprófastsdæmis sunnudaginn 23. maí, guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 11. Foreldramorgnar í Hveragerðiskirkju hefj- ast að nýju þriðjudaginn 7. september kl. 10. Guðspjall dagsins: Þeg- ar huggarinn kemur. ( Jóh. 15). Morgunblaðið/Sverrir Grundarfjarðarkirkja Afi minn, Gunnar Björnsson bifreiða- smíðameistari, var fæddur á Vakursstöð- um í Vopnafirði 21. maí 1904. Hann lést 19. desember 1996. Í dag 21. maí hefði hann orðið 100 ára. Langar mig að minnast þessa merka manns með örfáum orðum. Foreldrar hans voru Björn Pálsson gull- smiður og bóndi og Rannveig Nikulásdótt- ir. Bjuggu þau fyrst á Vakursstöðum en fluttu síðar í Ref- stað í Hofsárdal í Vopnafirði. Al- systkini afa voru Margrét f. 1907 og Karl, f. 1908, d. 1980. Hálfsystkini afa eru öll látin, en ein hálfsystir hans flutti til Vesturheims og eru af- komendur hennar búsettir í Kanada. Afi ólst upp í Vopnafirði. Hélt hann síðan til Reykjavíkur og lærði húsasmíði. Starfaði hann við smíðar og vann m.a. við byggingu Landspít- alans. Kreppa fyrirstríðsáranna samhliða örri þróun í bíliðnaði og samgöngum, varð til þess að afi sneri sér að bifreiðasmíði. Hann öðl- aðist meistararéttindi sem bifreiða- smiður við löggildingu greinarinnar og stofnaði árið 1942, ásamt fjórum félögum sínum HF. Bílasmiðjuna en fljótlega bættist sá fimmti við og starfræktu þeir fyrirtæki sitt í nær- fellt 40 ár. Afi var einn af stofnfélög- um síns stéttarfélags og sat í stjórn Félags bifreiðasmiða og varð seinna formaður og heiðursfélagi. Auk þess sat hann í stjórn Landsambands iðn- aðarmanna í áraraðir. Afi hefur svo sannarlega verið frumherji og at- hafnamaður. Eins langt aftur og ég get munað var afi Gunnar með börn- unum á jólaböllum, í Sjálfstæðishús- inu, Hótel Borg og í sal Frímúra- reglunnar. Afi var mjög glæsilegur, klæddur í kjól og hvítt, hljómsveit að spila og gott í poka, þessar skemmt- anir voru með ævintýraljóma. Hann afi var lítið fyrir ærsl okkar barnanna, það vissum við en hann var góður hlustandi og hafði gaman af að svara spurningum okkar þegar við eltumst. Kom það því oftast í hlut ömmu að hafa ofan af fyrir okkur, með lestri eða föndri. Afi Gunnar og amma, Margrét Björnsdóttir, f. 25. maí 1902, d. 2.maí 1981, giftu sig 7. janúar 1932. Amma var einnig Vopnfirðingur. Foreldrar hennar voru Þórarinn GUNNAR BJÖRNSSON Björn Stefánsson frá Teigi og Margrét Katr- ín Jónsdóttir. Afi Gunnar og amma Mar- grét eignuðust tvö börn, Rannveigu, f. 1935, og Þórarin Björn, f. 1938. Afkomendur þeirra eru nú orðnir 24 og von er á tveimur síð- ar á árinu. Amma og afi bjuggu öll sín búskap- arár í Reykjavík, lengst af í húsinu sem afi byggði á Langholts- vegi 186. Þaðan eigum við barnabörnin góðar minningar ekki síst úr garðinum með öllum blómunum og berjunum sem gott var að smakka á. Afi var mikill áhugamaður um ræktun og útivist. Ber sumarhús þeirra við Elliðavatn þess glöggt merki, þar sem áður var grár melur er nú gróið land með öllum mögu- legum trjám og plöntum. Bústaður- inn var sem þeirra annað heimili. Hvenær sem færi gafst var farið upp í land, hugað að gróðrinum eða dytt- að að húsinu Báðir þessir staðir bera samheldni og vinnusemi þeirra hjóna glöggt merki. Til alls var vandað og okkur börnunum kennd rétt umgengni við hluti og náttúru. Nýtur fjölskyldan þess enn að fara upp að Elliðavatni og njóta kyrrð- arinnar og náttúrunnar, örstutt frá erli borgarinnar. Áhugamál afa fyrir utan ræktun voru stangveiði , skotveiði og ferða- lög, bæði innanlands og utan. Veiddi hann lax í landsins helstu laxveiði- ám, en árnar í Vopnafirði og Elliða- árnar voru fastir liðir á sumrin. Afi bauð síðan allri fjölskyldunni í ný- veiddan lax í borðstofunni á Lang- holtsveginum. Sögur af veiddum og óveiddum löxum fylgdu afa alla tíð. Þegar afi Gunnar var fluttur að Dal- braut og ellin farin að láta til sín taka var alltaf hægt að brydda upp á laxasögum og þá lifnaði hann allur við. Ferðalög suður á bóginn voru vinsæl hjá ömmu og afa, þau ferð- uðust einnig mikið um Ísland. Sterk tengsl við frændfólk í Vopnafirði voru ræktuð og börnin og barnabörn dvöldu í Vopnafirði í sveit. Sólin var þeirra og minningar tengdar sól og sumri eru sterkastar í minningunni. Kærar þakkir fyrir allar samveru- stundirnar. Minning Gunnars Björnssonar og Margrétar Björns- dóttur lifir. Jónína Þórarinsdóttir. ALDARMINNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.