Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 57

Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 57 FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, efndu í gær- kvöldi til móttöku á Bessastöðum í tilefni af Listahátíð í Reykjavík sem stendur yfir þessa dagana. Til mót- tökunnar var boðið gestum og að- standendum hátíðarinnar. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, heilsar for- setanum, Ólafi Ragnari Grímssyni. Morgunblaðið/ÞÖK Borgarleikhússtjóri, Guðjón Pedersen, mætti einnig. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heilsar menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Móttaka vegna Listahátíðar Týnda byssan (The Missing Gun / Xun qiang) Spennumynd Kína 2002. Skífan. VHS (90 mín.) Bönn- uð yngri en 16 ára. Leikstjóri: Lu Chuan. Aðalleikarar: Jiang Wen, Ning Jing, Wu Yujuan, Liu Xiaoning, Shi Liang, Wei Xiaoping. NÚTÍMINN og raunsæið hefur ekki verið fyrirferðarmikið yrkisefni í þeim kínversku kvikmyndum sem hingað hafa borist. Má vera að að það þyki ekki eftirsóknarverð útflutnings- vara, bardaga- og/eða búningamyndir mun vænlegri kost- ur. Hvað um það, innihald Týndu byssunnar kemur óvenju kunnuglega fyrir sjónir, fjallar um hversdagsraun- ir lögreglumanns- ins Ma Shan (Wen), í kínverskum smábæ. Hann týnir byssunni sinni í fylleríi, morð á gam- alli vinkonu hans fylgir í kjölfarið. Leikstjórinn og handritshöfundur- inn Lu Chuan er auðsjáanlega að fiska í dálítið gruggugu vatni. Engu líkara en hann hafi séð of mikið af vestrænum löggumyndum og glæpa- reyfurum og langað að heimfæra fyr- irbærið upp á kínverskan máta. Sögu- fléttan er hvorki nýstárleg né spennandi, við höfum séð þetta allt saman áður og mikill göslaragangur, einkum í upphafi, hjálpar lítið upp á sakirnar. Kínverskar löggur á borð við Ma Shan verða seint eftirlæti vestrænna bíógesta. Á hinn bóginn er túlkun Wen býsna raunsæ og nútíma- leg og gerir myndina áhugaverða.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Kínverskur samtíma- krimmi Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.