Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 22
AKUREYRI
22 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
FORNÁM - Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum á
æðra skólastigi
Myndlistaskólinn á Akureyri ehf. býður upp á hnitmiðað 39 eininga
nám í sjónlistum veturinn 2004-2005. Námið er skipulagt með
hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla og í því felst listrænn og
tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar og
hönnunar.
Umsókn um skólavist þarf að berast skólanum fyrir 24. maí nk.
ásamt umbeðnum gögnum og tilskyldum fjölda eigin myndverka.
Sérstök inntökunefnd fjallar um umsóknir og ákvarðar um inntöku.
Við inntöku er tekið tillit til fyrra náms og starfsreynslu. Auk þess
eru innsend verk umsækjenda metin af inntökunefnd skólans.
Miðað er við að umsækjandi hafi lokið a.m.k. 104 einingum í
framhaldsskóla eða hliðstæðu námi sem inntökunefnd metur gilt.
Inntökunefnd áskilur sér rétt til að boða umsækjendur til viðtals
dagana 26. maí til 31. maí, telji hún ástæðu til.
Fagurlistadeild-myndlist.
Nám í fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja ára sérhæft nám sem
veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá nauðsynlega
þjálfun og tilsögn sem gerir þá hæfari til að takast á við ólík
viðfangsefni og fjölbreyttar aðferðir í listsköpun sinni.
Listhönnunardeild-grafísk hönnun.
Í grafískri hönnun er lögð áhersla á tækniþekkingu og frumlega
framsetningu hugmynda. Á þremur árum öðlast nemendur
yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu sem gerir þá hæfa til að
fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla eða
margmiðlun.
Nemendur útskrifast að loknu þriggja ára námi í sérnámsdeildum
með því að vinna lokaverkefni innan sérgreinarinnar og skrifa
rannsóknarritgerð.
Með prófskírteini fylgir skrá um námsárangur nemenda allan
skólaferilinn ásamt umsögn prófdómara um lokaverkefni.
Námseiningar: 90
Myndlistaskólinn á Akureyri - Kaupvangsstræti 16 - Pósthólf 39 - 602 Akureyri
http://www.myndak.is/ - info@myndak.is
SÉRNÁMSDEILDIR
Umsóknarfrestur um skólavist er til 24. maí 2004.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma 462 4958
Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku
nýrra nemenda fyrir skólaárið 2004-2005
Lokatónleikar| Útskriftar-
tónleikar Davíðs Þórs Helgasonar
verða í sal Tónlistarskólans á Ak-
ureyri að Hvannavöllum 14 á morg-
un, sunnudaginn 23. maí kl. 16. Á
efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk
eftir H. Eccels, D. Ellis, og K.von
Dittersdorf. Kennari Davíðs síð-
ustu árin hefur verið Gunnlaugur
Torfi Stefánsson. Meðleikari á tón-
leikunum er Helena Guðlaug
Bjarnadóttir píanóleikari. Aðgang-
ur að tónleikunum er ókeypis og all-
ir velkomnir.
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, sagði að hug-
myndir um snjóframleiðslu í Hlíð-
arfjalli hefðu ekki verið ræddar
innan bæjarkerfisins. „Mér finnst
þetta þannig mál að það þurfi mjög
ítarlega skoðun og að gera þurfi
vandlega úttekt áður en teknar
verða einhverjar ákvarðanir. Á
þessu stigi er ég því ekki tilbúinn
að játa því eða neita að í þetta skuli
ráðist,“ sagði bæjarstjóri.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu sl. fimmtudag, telur Guð-
mundur Karl Jónsson, forstöðu-
maður skíðasvæðisins í Hlíðar-
fjalli, það grundvallaratriði til
framþróunar fyrir skíðasvæðið að
þar hefjist snjóframleiðsla sem
allra fyrst. Með snjóframleiðslu
væru yfirgnæfandi líkur á að hægt
væri að opna skíðasvæðið á svip-
uðum tíma ár hvert og það skipti
miklu máli að geta opnað fyrir jól.
Guðmundur Karl hefur gert
skýrslu um snjóframleiðslu í Hlíð-
arfjalli – möguleika og tækifæri en
skýrslan var unnin fyrir stjórn
VMÍ.
Kristján Þór sagði að skýrslan
gæfi grófa mynd af málinu en að
allt of mörgum spurningum væri
ósvarað. Hann sagði tímabært að
ræða málið innan bæjarins og
jafnframt að bera saman aðra
kosti. Akureyrarbær rekur öll
mannvirkin í Hlíðarfjalli en Vetr-
aríþróttamiðstöð Íslands tekur
þátt í stofnkostnaði á móti bænum,
að sögn Kristjáns Þórs.
Bæjarstjóri um snjófram-
leiðslu í Hlíðarfjalli
Of mörgum spurn-
ingum ósvarað
Tónleikar| Signý Sæmundsdóttir
söngkona og Þóra Fríða Sæmunds-
dóttir halda tónleika í Dalvík-
urkirkju mánudaginn 24. maí kl.
20.30. Efnisskráin er fjölbreytt og
ætla þær að flytja lög eftir danska
tónskáldið Peter Heise, finnsku tón-
skáldin Merikanto og Y. Kilpinenn
ásamt íslenskum söngperlum fyrir
hlé. Eftir hlé flytja þær sig til Evr-
ópu og flytja ljóðasöngva eftir J.
Brahms, frönsku listakonuna Paul-
ine Viardot og ljóðasöngva eftir
Franz Liszt.
Rannsóknardagur| Rannsókn-
ardagur hjúkrunar á Akureyri verð-
ur haldinn í dag laugardag, frá kl. 9
til 16. Fjöldi rannsókna verður
kynntur, bæði nemenda og kennara
en þar má nefna kynningu á rann-
sókn á vanrækslu og tilfinningalegu
og andlegu ofbeldi gegn börnum,
kynningar varðandi reynslu foreldra
af því að vera viðstaddir svæfingu
barna sinna, að ná aftur bata eftir
skurðaðgerð eftir skamma dvöl á
sjúkrastofnun, sem er reynsla
margra í dag og reynsla hjúkr-
unarfræðinga af því að annast sjúk-
linga með verki. Þá eru rannsóknir
sem varða deildarstjóra og starfs-
anda á deildum, rannsóknir sem
varða hjúkrunarfræðinga í ýmsum
aðstæðum t.d. erlenda hjúkr-
unarfræðinga, hjúkrunarfræðinga að
starfi í stríði og hjúkrunarfræðinga á
landsbyggðinni. Þá eru mjög athygl-
isverðar rannsóknir kynntar sem
varða mæður/foreldra geðfatlaðra
barna, t.d. rannsókn á reynslu
mæðra sem eiga börn með einhverfu
og reynslu foreldra af landsbyggð-
inni sem eiga barn/ungling með geð-
ræn vandamál. Þá eru kynntar rann-
sóknir um heimahjúkrun og
skyndihjálp. Einnig eru rannsóknir
kynntar um þróun á heilsu og líðan
kvenna fyrir og eftir offituaðgerð,
um áfallastreitu meðal sjúkraflutn-
inga- og slökkviliðsmanna og viðhorf
einstaklinga til hjúkrunar. Þá er at-
hyglisverð kynning á rannsókn á
draugaverkjum eftir útlimamissi.
Rannsóknardagurinn er öllum opinn.
NORÐURORKA hefur nú hafið
könnun á því að flytja heitt vatn frá
Hjalteyri og yfir fjörðinn til Greni-
víkur. Verkfræðiskrifstofa Norður-
lands gerði hagkvæmniathugun á
hitaveitu í Grýtubakkahreppi og í
skýrslu sem var til umfjöllunar á
fundi sveitarstjórnar í vikunni kem-
ur fram að sá kostur að koma upp
varmadælu við holu sí landi Grýtu-
bakka telst vart fýsilegur.
„Það voru uppi hugmyndir um að
setja varmadælu við holuna og hita
vatnið þaðan upp og leiða það svo
hingað út eftir, en nú er komið í ljós
að það þykir vart gerlegt,“ sagði
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í
Grýtubakkahreppi. Hún sagði að því
hefði nú verið ákveðið að skoða
hvort leiða mætti heita vatnið yfir
fjörðinn, sjóleiðina frá Hjalteyri.
Hús í hreppnum eru hituð upp með
rafmagni, „en við höfum mikinn
áhuga fyrir að fá hingað hitaveitu,“
sagði Guðný.
Heitt vatn
yfir fjörðinn?
UM þessar mundir eru
eru 100 ár liðin síðan
Hjálpræðisherinn hóf
formlegt starf á Akur-
eyri og hefur starfsemin
haldist óslitin þennan
tíma. Hjálpræðisherinn
rak um tíma gesta- og
sjómannaheimili í Laxa-
mýri við Strandgötu og
hefur í áratugi staðið
fyrir peningasöfnun fyr-
ir jólin til handa þeim
sem minna mega sín.
Megin áhersla Hjálp-
ræðishersins hefur þó
alla tíð verið lögð á boð-
un fagnaðarerindisins
um Jesú Krist, bæði fyrir börn og full-
orðna. Öflugt barna- og æskulýðsstarf
hefur einkennt starf Hjálpræðishers-
ins á Akureyri undanfarna áratugi og
stendur sú grein starfsins í miklum
blóma um þessar mundir, segir í frétt
frá Hjálpræðishernum á Akureyri.
Tímamótanna verður minnst á af-
mælishátíð í dag laugardaginn 22. maí
í sal Hjálpræðishersins
að Hvannavöllum 10.
Þar kemur fram gosp-
elkór undir stjórn Óskar
Einarssonar, en kórinn
er skipaður ungu fólki
sem sækir eða hefur sótt
unglingafundi Hjálp-
ræðishersins. Þá kemur
einnig fram kór skipað-
ur börnum sem sækja
fundi Hersins.
Sérstakir gestir af-
mælishátíðarinnar
verða Anne Marie og
Harold Reinholdtsen,
yfirforingjar Hjálpræð-
ishersins á Íslandi og
fyrrum flokksstjórar á Akureyri og
Miriam Fredriksen, aðalritari Hjálp-
ræðishersins í Noregi, Íslandi og Fær-
eyjum.
Afmælishátíðin hefst kl. 14. og eru
allir eru velkomnir meðan húsrúm
leyfir. Þess má einnig geta að gospel-
kórinn syngur nokkur lög á Glerár-
torgi klukkan 13 í dag.
Hjálpræðisherinn á Akureyri 100 ára
Miriam talar á samkomu
Miriam Fredriksen
HÚSFYLLIR var í Íþróttahöllinni á
Akureyri sl. fimmtudag þegar Fim-
leikaráð Akureyrar lauk vetr-
arstarfinu með vel heppnaðri fim-
leikasýningu. Mikill fjöldi barna á
ýmsum aldri sýndi listir sínar á
gólfinu í Íþróttahöllinni og for-
eldrar, systkini og aðrir aðstand-
endur þeirra fylltu áhorfendabekk-
ina og skemmtu sér vel. Eftir að
allir hópar höfðu flutt sitt atriði
komu allir þátttakendur út á gólfið
og var þeim vel fagnað fyrir
skemmtilega sýningu.
Morgunblaðið/Kristján
Vel fagnað: Fimleikakrökkunum og þjálfurum þeirra var vel fagnað að lokinni vel heppnaðri sýningu.
Vel heppnuð fimleikasýning
Tónleikar| Karlakór Dalvíkur lýk-
ur vetrarstarfi sínu í dag laug-
ardag, með tónleikum í Dalvík-
urkirkju og hefjast þeir kl. 16.
Stjórnandi kórsins er Guðmundur
Óli Gunnarsson og verða flutt m.a.
fjögur lög eftir hann á þessum tón-
leikum, þar af frumflutningur á
einu þeirra. Hin þrjú hafa verið
flutt af kórnum á leiksýningum
Leikfélags Dalvíkur á Svarfdæla-
sögu. Einsöngvari á tónleikunum
verður Óskar Pétursson og píanó-
leikari Daníel Þorsteinsson.