Morgunblaðið - 22.05.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 22.05.2004, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ragnar Eyjólfs-son fæddist í Hvoltungu (Steinum IV) undir Austur- Eyjafjöllum 4. júní 1910. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt mánudagsins 17. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Torfhildar Guðna- dóttur frá Forsæti í Austur-Landeyjum, f. 14. apríl 1871, d. 26. ágúst 1958, og Eyjólfs Halldórsson- ar, trésmiðs og bónda í Steinum og Hvoltungu, f. 4. desember 1864 í Borgarholti í Stokkseyrarhreppi, d. 28. desember 1938. Ragnar ólst upp í stórum systkinahópi, fimm alsystur, Marta, f. 1898, Ragnheið- ur, f. 1899, Sigríður, f. 1901, þær voru allar fæddar í Steinum, en síðar fæddust í Hvoltungu Þóra 1903 og Anna 1905. Auk þess átti Torfhildur fyrir hjónaband eina dóttur, Ástu Jónsdóttur, f. 1892. Faðir hennar var Jón Jónsson, bóndi á Núpsstað. Auk þessa fjöl- menna systkinahóps ólu þau Torf- hildur og Eyjólfur upp sem sína syni Geir Tryggvason, f. 1917, og Friðrik Jörgensen, f. 1922. Ragnar byrjaði strax eftir ferm- ingu 1924 að vinna fyrir sér og Mjólkurbú Flóamanna og keyrði mjólk fyrir bændur í mörg ár. Ragnar kvæntist 1. júlí 1939 Sig- ríði Jósepsdóttur sem lifir mann sinn, f. 16. apríl 1917 í Ormskoti Vestur-Eyjafjöllum. Þau eignuð- ust þrjú börn í Hvoltungu: 1) Torf- hildur Eyrún, f. 8.8. 1939, eigin- maður Skjöldur Magnússon frá Borgarnesi. Torfhildur átti eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Ás- gerði E. Ísfeld Þórisdóttur. 2) Ein- ar Þór, f. 21.8. 1940 (kjörsonur Þóru, systur Ragnars, og Einars Sigurðssonar í Vestmannaeyjum). Einar Þór kvæntist Díönu Ágústs- dóttur, f. 18.7. 1942. Eiga þau þrjú börn, Ágúst, Þóru og Friðrik Þór. 3) Gunnar Jósep, f. 31.1. 1942. Hann er kvæntur Tove Dahle frá Noregi og eiga þau tvo syni, Ragn- ar og Ketil. Ragnar og Sigríður eignuðust sex barnabörn og 11 barnabarnabörn. 1952 fluttu Ragnar og Sigríður til Reykjavíkur, keyptu sér íbúð í Vogunum og Ragnar hóf vinnu í Stálsmiðjunni þar sem hann vann samfleytt uns hann var 75 ára gamall. Sigríður vann í Þvottahús- inu Grýtu í mörg ár og tók síðan að sér þrif hjá Stálsmiðjunni þangað til Ragnar hætti. Árið 1960 keyptu þau íbúð á Tómasarhaga 44 og bjuggu þar meðan heilsa leyfði. Þegar heilsuna þraut fluttu þau til sonar síns í Hafnarfirði og síðar á sjúkrahús og að lokum á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Útför Ragnars verður gerð frá Eyvindarhólakirkju í Austur-Eyja- fjöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. heimilinu og byrjaði þá á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum með þekktum skipstjórum, síðar vetrarvertíð frá Njarðvík og að lokum hjá Alliance h.f. sem háseti á Hannesi ráð- herra í þrjár vertíðir. Um haustið 1932 kaupir Ragnar Chevr- olet-vörubifreið af Jó- hanni Ólafssyni og Co. Bíllinn var óyfir- byggður og flutti hann bílinn til Vest- mannaeyja með Eim- skip og fékk hinn þekkta trésmið Kristján á Heiðarbrún (föður Odd- geirs tónskálds og þeirra systkina) til að byggja pallinn á bílinn. Þá vertíð fékk hann vinnu hjá Helga Benediktssyni við alls konar flutn- inga og líkaði það mjög vel. Um vorið fór hann með bílinn með mótorbát til Stokkseyrar og keyrði svo austur, því að brú var komin á Þverá og Markar- fljótsbrúin var í smíðum en var ökufær með gætni. Eftir þetta stundaði Ragnar ýmiss konar akst- ur innan sveitar og utan með bú- skapnum en 1935 lét hann Egil Vil- hjálmsson lengja bílinn og byggja yfir hann og tók að sér flutninga fyrir Kaupfélag Hallgeirseyjar, síðar Kaupfélag Rangæinga og Við fráfall elsta og besta vinar míns og uppeldisbróður hrannast upp minningar frá löngu liðnum dög- um er ég átti með honum, systkinum hans og foreldrum og minningar mínar ná allt að áttatíu árum. Ragn- ar átti yndislega bernsku þar sem allt það góða var haft í heiðri, hjálp- semi við fólk og virðing fyrir bæði mönnum og dýrum. Þetta innræti bar Ragnar með sér alla sína löngu ævi. Þegar Ragnar var þriggja ára gamall kom Símon Dalaskáld að Hvoltungu og gisti eins og oft áður. Þá var Ragnar litli að leika sér á bað- stofugólfinu. Þá kastaði Símon fram vísu sem byrjar svona: Fjórða júní fæddur er fríður af móðurinni. Ragnar fæddist stór (24 merkur) og hélt þeim myndugleik alla sína ævi. Ég bar ótakmarkaða virðingu fyrir Ragnari, hann var stóri bróðir sem gerði allt sem var rétt að mínu mati. Þegar ég byrjaði að lesa þá var byrj- að á Íslendingasögunum og þá var ég sannfærður um það að Ragnar væri ímynd Gunnars á Hlíðarenda, kapp- ans sem allir vildu líkjast. Ragnar var glæsimenni í útliti, ljóshærður, snareygður, grannur en þó sterklega vaxinn, hörkumaður til vinnu en ekki framagjarn. Hann kom sér ákaflega vel þar sem hann vann, bæði á vertíð í Vestmannaeyjum og Njarðvík og ekki síst þegar hann réðst á Hannes ráðherra og tók að sér eitthvert erf- iðasta verkið um borð að vera haus- ari á dekki. Vinátta hans við hinn þekkta aflaskipstjóra Guðmund Markússon og við ungan son hans, Markús, sem síðar varð þekktur aflaskipstjóri, dvínaði aldrei þó að árin liðu. Þegar Ragnar fór að keyra fyrir sveitunga sína og snúast fyrir þá í alls konar innkaupum fékk hann alls staðar hlý orð og þakklæti og ekki síst hjá þeim sem hann flutti að og frá Selfossi án þess að taka nokkuð fyrir. Þessu lýsir kannske best að ég hitti mann í vetur og Ragnar kom til tals, en þessi maður var sumargest- ur í sveitinni. Hann sagði að þegar Ragnar var væntanlegur í heimsókn hlökkuðu allir til bæði ungir og gaml- ir, því hann sagði svo skemmtilega frá. Ragnar var sögumaður mikill, hafði skemmtilegan frásagnarstíl og var gaman að heyra hann segja frá öllum smalaferðunum á Goðaland og Þórsmörk í ævintýralandinu sem all- ir þráðu að komast í. Þegar Geir bróðir okkar var sextugur fórum við þrír saman og konur okkar á afmæl- isdegi hans 24. júní inn í Bása. Þá lék Ragnar á als oddi, kunni sögur Goða- lands, þekkti hvern skúta og klett, hvert gil, ár og læki. Það var eins og prófessor væri að kenna í náttúru- fræðum. Ragnar var mjög eftirtekt- arsamur, hann þekkti Steinafjall allra manna best, þar þekkti hann hvern stað, hillur og gil alveg frá Varmahlíð að Núpakoti. Ragnar flutti til Reykjavíkur 1952 og hætti þá akstri og búskap. En hann flutti raunverulega aldrei að austan eins og segir í ljúfu ljóði Snorra Hjartarsonar, Ferð: Hver vegur að heiman er vegur heim. Hann var raunverulega ekki flutt- ur til Reykjavíkur því hugurinn var alltaf fyrir austan þó að honum liði mjög vel í Reykjavík. Eins og fram hefur komið var Ragnar mikill drengskaparmaður, talaði fallega um fólk en hann hafði skap sem hann kunni að hemja. Aldrei gleymi ég því, þegar ég var í Verslunarskóla Íslands 1938–40 al- veg peningalaus, hvað hann stakk oft að mér peningum til að gera mér lífið léttara. Þessu gleymi ég aldrei. Ég bjó með Ragnari á Tómasarhagan- um í 20 ár og sömuleiðs eftir að ég flutti á Ægisíðuna áttum við yndis- legar stundir og ekki skemmdi það að Sigríður, kona hans, var mjög hænd að Þórunni konu minni og hjálpaði henni oft þegar mikið lá við á ýmsum sviðum. Ég heimsótti Ragnar oft á Grund, síðast tveim dögum áður en hann dó. Þá var minni hans algjörlega óbilað og við ræddum um gamla daga undir Eyjafjöllum og þá sagði hann við mig: „Ef mig vantar orð þá kemur mamma til mín og minnir mig á.“ Hann var sannfærður um það að hún væri hjá honum og verndaði hann. Hann var kominn á flug í austurátt og gat tekið undir með frænda sín- um, Eiríki Einarssyni frá Hæli, þar sem hann segir: Ég legg af stað án leiðsagnar og mals, mér lokast hvergi vegur austanfjalls. Ég sigli hraðbyr sumarloftið blátt í sólarátt. Já, Ragnar Eyjólfsson sigldi inn í vorið og sumarið í sólarátt. Ég sendi öllum börnum hans og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu vinarkveðj- ur því þar kvaddi hrekklaus sóma- maður sem bar svipmót foreldra sinna og systkina með reisn og sóma. Sérstaklega sendi ég kveðju til Sig- ríðar og vona að hún fái hjálp í sínum erfiðu veikindum. Ég þakka Ragnari alla hans vin- áttu og velvild sem aldrei bar skugga á í öll þau ár sem við áttum saman, sem eru orðin býsna mörg. Vart er að hugsa sér mann sem bar með sér mannkosti og gæsku við alla sem hann átti samskipti við. Að lokum kveð ég hann með ljóðinu sem ég gat um áðan eftir Snorra Hjartarson, sem endar svo: En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. Ég bið þann alvald sem skóp hans hreina hjartalag að vernda hann á nýjum vegum því þar á hann vinum að mæta eftir langa lífsgöngu. Friðrik Jörgensen. RAGNAR EYJÓLFSSON ✝ Bernódus G.Halldórsson, fyrrverandi skip- stjóri og verslunar- maður, fæddist í Bolungarvík 26. júlí 1910. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór G. Pálma- son, f. 9 júlí 1877, d. 6. ágúst 1953, og Guðrún J. Sigurðar- dóttir, f. 5.maí 1885, d. 5. jan. 1962. Bernódus var einkabarn, en Hall- dór og Guðrún tóku í fóstur litla telpu, systurdóttur móður Bern- ódusar, Guðrúnu Halldóru Jóns- dóttur og ólu hana upp til full- orðinsára. Hinn 3. sept. 1938 gekk Bern- ódus að eiga Dómhildi Klemens- dóttur, f. 4. des. 1912, d. 5. feb. 1994, frá Hvassafelli í Norður- árdal. Þau bjuggu alla sína tíð í Bolungarvík. Börn þeirra eru: 1) Kristín Erla, f. 5. okt. 1933, maki Ágúst Sigurðsson. 2) Halldór, f. hildur Árnadóttir, b) Elvar. 6) Svanur, f. 4. mars 1952, d. 17. jan. 1956. Um 1928 lá leið Bernódusar suður og starfaði hann á Álafossi um tíma. Síðan fer hann að stunda sjómennsku á togurum og seinna á sínum eigin bátum í samvinnu við Einar Guðfinnsson til 1946. Bernódus bjó myndarbúi á Ytri-Búðum, sem hann kaupir 1942 og er Aðalstræti 18 í dag. Auk þess ráku þau hjón prjóna- stofu á heimili sínu. Bernódus gerist vélgæslumaður hjá Íshús- félagi Bolungarvíkur, fram- kvæmdastjóri og eigandi að hluta í Vélsmiðju Bolungarvíkur í 20 ár. Hann stofnar verslunina Virkjann 1960 í samvinnu við annan mann, en eignast versl- unina síðan einn og rekur hana til 1980. Bernódus lætur smíða fyrir sig trillu 1983 sem hann rær á sumrin til 1990. Var í stjórn Ís- húsfélags Bolungarvíkur, einn af stofnendum Skógræktarfélags Bolungarvíkur og formaður fyrstu árin. Hann var fulltrúi á fiskiþingum á vegum Fiskifélags- deildar Bolungarvíkur. Síðustu æviárin dvaldi Bernódus á Heil- brigðisstofnun Bolungarvíkur. Útför Bernódusar verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 28. sept. 1939, maki Kristín Gissurardótt- ir. Börn: a) Hafdís, maki Atli Þór Þor- valdsson og eiga þau þrjú börn, b) Svan- hildur, maki Kristján Jóhannsson og eiga þau þrjú börn, c) Gissur Óli, maki Eve- lyn Rodriguez, d) Elín Kristrún, sam- býlismaður Elías Róbertsson. 3) Guð- rún Lilja, f. 11. júní 1941, d. 24. apríl 2004, sonur hennar er Svanur, sambýliskona Katrín Anna Eyvindardóttir og eiga þau tvö börn. 4) Sigurður Viggó, f. 17. sept. 1944, d. 20. sept. 1993, eftirlifandi maki Halldóra H. Kristjánsdóttir, börn þeirra: a) Guðrún Jóna, sambýlismaður Guðmundur Sæmundsson og eiga þau einn son, b) Jens Þór, unn- usta Katrín Árnadóttir. 5) Guð- mundur Kristinn, f. 9. júlí 1948, maki Sigríður Halldóra Hanni- balsdóttir, synir þeirra: a) Hanni- bal Halldór, sambýliskona Hrafn- Okkur Elvar bróður langar með örfáum orðum að minnast Berna afa. Minningarnar mörgu og dýr- mætu um afa og ömmu í Aðalstræt- inu eru órjúfanlegur hluti allra okk- ar bernskuminninga. Húsið í Aðalstrætinu var fyrir okkur gutt- ana sannkallaður ævintýrakastali og alltaf var jafngaman að koma þang- að í heimsókn. Afi var einstaklega fróður um alla hluti og það var ósjaldan að hann gaf sér tíma til að spjalla við okkur um allt milli himins og jarðar, og hafði hann einstakt lag á að tala við okkur strákpjakkana eins og við værum fullkomnir jafn- ingjar hans. Einnig eru heimsóknir okkar í Virkjann minnisstæðar, þar sem afi og amma tóku alltaf vel á móti okk- ur og laumuðu gjarnan að okkur ýmsu góðgæti í nesti áður en við fór- um. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tækifæri til að róa með afa tvö sumur á Lóunni. Fyrir mér er það algerlega ómetanlegur tími. Bæði það að fá innsýn í hans miklu reynslu sem sjómanns, því sjó- mennskan var honum sannarlega í blóð borin alla tíð, en sérstaklega var þetta ómetanlegt fyrir það að fá að kynnast honum sjálfum þetta ná- ið og njóta og læra af hans miklu lífsreynslu. Fyrir mig að fá svo boð um að vera með bátinn seinna sum- arið var merki um mikið traust hans til mín, og fyrir 17 ára strákling var það ómetanlegt tækifæri og eitthvað sem ég kem alltaf til með meta og búa að alla tíð. Síðustu árin hefur liðið lengra á milli heimsókna okkar vestur, en þegar fundum okkar afa bar saman var alltaf jafngaman að setjast niður með honum og spjalla um heima og geima. Hann var alltaf mjög áhuga- samur um hvað við værum að gera og spurði út í það af einlægum áhuga. Nú þegar ástkær afi okkar hefur fengið verðskuldaða hvíld minnumst við einstaks manns sem hefur haft mjög afgerandi og mótandi áhrif á okkur og allt okkar lífshlaup alla tíð. Elsku afi, hvíl í friði. Hannibal Halldór Guðmunds- son, Elvar Guðmundsson. Elsku afi, það er komið að leið- arlokum í lífi þínu og þú hvíldinni feginn. Þú hefur lifað næstum alla 20. öldina og byrjun þeirrar 21. Það er samt tómleiki og söknuður að eiga þig ekki lengur að. Þú kaust að eyða ævikvöldinu í Bolungarvík þar sem var þinn staður á þessari jörð og samverustundir okkar voru því ekki margar þessi síðustu ár þín. Þegar við vorum að alast upp í Súgandafirði á 8. og 9. áratugnum var alltaf gaman að koma til Bolung- arvíkur. Húsið ykkar ömmu, Aðal- stræti 18, var fullt af spennandi og óvæntum hlutum, allt frá háaloftinu, fremra loftinu til bílskúrsins og bók- anna. Margir hlutir sem tilheyrðu þér voru tengdir sjónum og hugur þinn greinilega bundinn sjó- mennskuárum þínum, ótal myndir af bátum og skipverjum þeirra og stóllinn sem þú fannst í sjónum, amma þreif og þú notaðir í mörg ár. Svo rákuð þið amma verslunina Virkjann þar sem selt var allt milli himins og jarðar, sælgæti, snyrti- vörur, skartgripir, veiðarfæri, hús- gögn, leikföng og margt, margt fleira. Þú varst alltaf flottur með hattinn og stationbílinn. Þórarinn Eldjárn sagði eitt sinn í viðtali að það að lifa börnin sín væri andstætt náttúrulögmálinu, afi mátti reyna það að sjá á eftir þrem- ur börnum sínum. Fyrst fyrir nærri 50 árum þegar lítill drengur veiktist skyndilega af heilahimnubólgu og dó í örmum foreldra sinna, síðan fyrir rúmum tíu árum þegar Siggi lést í blóma lífsins eftir erfið veik- indi og svo fyrir réttum mánuði þeg- ar Lilja dó. Ekki grunaði okkur þá að svo skammt yrði milli þeirra og fráfall hennar hefur fengið mikið á afa. Við systkinin þökkum öllum þeim sem önnuðust afa okkar, starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Bolungarvík- ur, Sólbergi og fjölskyldu, Dóru og öllum þeim sem studdu við bakið á honum síðustu árin hans. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Hafdís, Svanhildur, Gissur Óli og Elín Kristrún. Frændi okkar, Berni, var fóstur- bróðir móður okkar Guðrúnar Hall- dóru Jónsdóttur, en foreldrar hans tóku hana í fóstur nýfædda. Bernód- us var fyrirmynd annarra í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, heill sjálfum sér, fjölskyldu, afkomend- um, frændfólki og vinum. Hann var alla tíð vinnusamur, hjálplegur og ósérhlífinn, bæði til sjós og lands. Öll eigum við honum mikið að þakka fyrir áratuga sam- veru og ógleymanlegar stundir. Hann hverfur nú á braut feðra sinna eftir langt og farsælt starf þar sem gildi trúar og hamingju voru sam- ofin. Ævi hans varð löng og starfið heilladrjúgt fyrir heimabyggð og fjölskyldu. Bernódus var afar traustur mað- ur og mikill öðlingur. Þar sem leiðir skiljast nú viljum við senda kveðju. Til heiðurs þeim sem horfnir eru, til heilla þeim er halda á mið. (H.H.) Halldór Jón, Einar Garðar, Gísli Jón, Elísabet, Hilmar Garðar og fjölskyldur. BERNÓDUS HALLDÓRSSON  Fleiri minningargreinar um Bernódus Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.