Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 11 MENNTAMÁLARÁÐHERRA vonast til að geta lagt fram til- lögur um endurskipulagningu Rík- isútvarpsins á næsta þingi. Meðal þeirra þátta sem skoð- aðir verða eru breytingar á af- notagjaldi. „Forvinnan er hafin og það er gott að vita að það er mikill meðbyr almennt fyrir því að end- urskipuleggja og endurkoða hlut- verk og starfsumhverfi Ríkisút- varpsins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það virðist vera, ekki bara þverpólitísk sátt um það, heldur finnur maður úti í samfélaginu að fólk vill að málefni Ríkisútvarpsins verði skoðuð. Það er mikill ein- hugur um það innan ríkisstjórnar að skoða málefni Ríkisútvarpsins. Ég vona að mér takist að koma fram með tillögur um nýtt starfs- umhverfi Ríkisútvarpsins á næsta þingi. Hvort það verður fyrir eða eftir áramót skal ég ekki segja,“ segir Þorgerður Katrín. Að sögn hennar verður farið gaumgæfilega yfir það hvaða rekstrarfyrirkomulag henti Ríkis- útvarinu best. „Það er ljóst að við þurfum að stefna að því að stjórn- sýslan verði skýrari og skarpari þannig að Ríkisútvarpið geti staðið áfram undir þeim kröfum sem við gerum til þess sem almannaútvarps. Við erum að skoða nokkrar hug- myndir þess efnis hvernig við væntanlega breytum afnotagjald- inu. Ég held að það liggi fyrir nokkuð klár pólitískur vilji að breyta afnotagjaldinu.“ Hugmyndafræði þeirra sem starfa á fyrirtækjamarkaði Að sögn Þorgerðar Katrínar er ekki ætlunin að einkavæða Rík- isútvarpið, þótt hugmyndafræði einkarekstrar verði að einhverju leyti nýtt. „Auðvitað vill maður að ákveðnir kostir sem tengjast einkarekstri verði settir þarna inn. Með þessu er ég alls ekki að segja að við ætl- um að fara að einkavæða heldur að við reynum að draga inn í þessa ágætu ríkisstofnun hugmynda- fræði þeirra sem starfa á fyrir- tækjamarkaði. Markmiðið er það að skila auknu innlendu dagskrár- efni til hlustenda og notenda Rík- isútvarpsins. Við viljum gera það enn öflugra í þeirri dagskrárgerð. Á endanum er það innihaldið sem skiptir mestu máli. Ég vonast til þess að við getum breytt fyrir- komulagi Ríkisútvarpsins í þá veru að það fari minna í strúktúrinn og meira í innihaldið.“ Breytingar á afnota- gjaldi til skoðunar Þverpólitísk sátt um að fara ofan í málefni RÚV Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ÞRÓUN á sérstöku viðvörunarkerfi um jarðvá, Bráðavá, sem verið hef- ur í notkun og þróun á Veðurstofu Íslands um nokkurra ára skeið var viðfangsefni Bjargar Aradóttur í ritgerð til meistaraprófs í tölvunar- fræði við Háskóla Íslands sem kynnt var í skólanum á miðviku- dag. Í verkefninu er nytsemi notenda- viðmótsins metin með tveimur þekktum aðferðum, leiðaraðferð og notendaprófunum, og dregnar ályktanir um nauðsynlegar endur- bætur á því. Í notendaprófunum kemur meðal annars fram að not- endur virðast almennt nokkuð ánægðir með viðmótið, en gera kröfur um áreiðanlegri og hraðvirk- ari vinnslur. Almenningur fær aðgang Bráðavá er unnin af Veðurstof- unni í samstarfi við kerfisverk- fræðistofu Háskóla Íslands. Er kerfinu ætlað að gera aðgengilegar á einum stað upplýsingar um jarð- skjálfta og eldgos og eru t.a.m. all- ar mælingar á jarskorpunni skráðar þar. Kerfið mun nýtast jarðvísinda- mönnum til að meta hættu og líkur á hamförum. Að sögn Bjargar er hugmyndin sú að almenningur geti í framtíðinni tengst kerfinu að einhverju leyti. „Ég gerði notendarannsóknir og fékk ellefu starfsmenn á jarðeðl- issviði Veðurstofunnar til að vinna ákveðin verkefni sem ég setti þeim fyrir. Það kom í ljós að það eru ýmsir erfiðleikar sem þeir lenda í og ég legg til ákveðnar endurbætur á kerfinu í framhaldi af því.“ Að sögn Bjargar eru áform uppi um að notendur Bráðavár geti tengst heimildum í tengslum við rauntímagögn sem þar eru skoðuð. Upplýsing- ar um nátt- úruham- farir á einum stað ÖLL aðildarfélög Landssambands íslenskra verzlunarmanna sam- þykktu kjarasamning sambandsins við Samtök atvinnulífsins, sem und- irritaður var 21. apríl sl., að því er fram kemur í tilkynningu frá versl- unarmönnum. Þátttaka í kosningunum var í heildina aðeins um 11,5%, og munar þar mestu um langstærsta aðildar- félagið, VR, þar sem einungis 9,8% greiddu atkvæði. Verslunar- menn sam- þykkja samning ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.