Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 27
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 27 T ilb o ð in g ild a ti l1 .6 .2 00 4 G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 6 4 0 2 Mig langar til að gera eitthvað gott fyrir húðina. 25% HAWAIIAN TROPIC Luxury Body Butter kókoskrem heldur húðinni heilbrigðri. A-, B- og E-vítamín. Body Shimmer gefur húðinni fallega gullna glansáferð. Með E- og A-vítamínum ásamt Aloe Vera. Brúnkukrem fylgir Body Butter eða Body Shimmer. ÓLÍFULAUF Styrkjandi fyrir ónæmiskerfið. SÓLHATTUR Styrkir ónæmiskerfið. Góð vörn gegn vírusum. Á meðan birgðir endast. Eskifjörður | Það var ljúf sjón að sjá Vilhelm Þorsteins- son EA renna inn á Norðfjörð með fyrstu síldina í gær- morgun og engin brælan að trufla fiskiríið á Austfjarða- miðum þessa dagana. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Snakafullur af síld Fellabær | Elstu starfandi sérversl- un á Fljótsdalshéraði, Bókabúðinni Hlöðum, verður senn lokað. Versl- unin var stofnuð árið 1973 og hefur starfað óslitið, lengst af við vestari sporð Lagarfljótsbrúar, þ.e. Fella- bæjarmegin og staðið þar sem traust kennileiti bókelskra um ára- bil. Hjónin Kristín Jónsdóttir og Sig- björn Brynjólfsson hafa alla tíð staðið vaktina í bókabúðinni með dyggri aðstoð Kristínar Rögnvalds- dóttur. „Það er auðvitað eftirsjá fólgin í því að hætta þessum rekstri, en það er nú bara eins og gengur,“ segir Kristín og skimar yfir Fljótið út um gljáfægðan búðargluggann. „Það sem þyngst hefur vegið í okkar rekstri er fornbókasalan og svo lærdómsbækur fyrir nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum. Þá höfum við verið hér með nýjar og nýlegar bækur, ritföng, allskyns gjafavörur og leikföng.“ Samkeppnin erfið Kristín segir róðurinn vera far- inn að þyngjast. „Bæði erum við farin að reskjast og líka er sam- keppnin erfið. Óneitanlega eru minni möguleikar fyrir verslun af þessu tagi þegar Office 1 er komin í Egilsstaði, Bónus er með jólabæk- urnar á niðursettu verði og svo hef- ur Kaupfélag Héraðsbúa einnig verið með ritföng og bækur.“ Sigbjörn segir þau verða með bækurnar í sölu fram á haustið og þau ætli sér að losna við eitthvað af gömlu bókunum áður en endanlega verði lokað. „Ferðafólk sem hér á leið um hefur oft verið drjúgt við að kaupa þær yfir sumarið,“ segir Sigbjörn og kímir út í loftið þegar honum er tjáð að fornbókadeild verslunarinn- ar sé fræg á Íslandi. „Jú, ég hef nú víst alltaf haft áhuga á gömlum bókum og fornbókasalan hér hefur gengið ágætlega, enda höfum við sent út skrá tvisvar á ári. Ætli ég sé ekki með á milli 10 og 15 þúsund bækur hér um allt hús, staflarnir eru alls staðar.“ Sigbjörn byrjaði fimmtíu og tvö í kaupmennsku, var fyrst með ferða- mannaverslun, rak seinna Verslun- arfélagið og stofnaði svo bókabúð- ina 1973. „Ég hef alla tíð staðið í þessu sjálfur, með aðstoð auðvitað. Það er kominn tími fyrir mig að hætta og nú leggst ég í leti og læt mér leiðast.“ Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að hann hand- leiki gamlar skræður eitthvað áfram, enda erfitt að yfirbuga slíkt hugðarefni. Traust kennileiti bókelskra um árabil Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sjá nú fyrir endann á gifturíkum verslunarferli: Kristín Jónsdóttir og Sig- björn Brynjólfsson. Kárahnjúkavirkjun | Það er deginum ljósara að búið er að setja upp um- ferðarljós inni á reginöræfum Ís- lands; á virkjunarsvæðinu við Kára- hnjúka. Kannski eðlilegt þegar tekið er tillit til þeirrar hrikalegu umferð- ar sem er um vinnusvæðið af alls- kyns trukkum og vinnuvélum. Um- ferðarljósin þau arna, lítil og skrítin, eru í munna ganganna sem liggja niður í Hafrahvammagljúfur og eru þau eina færa leiðin inn í stíflu- stæðið. Það er sjálfsagt eins gott að bíða eftir grænu! Ljósmynd/HH Beðið eftir grænu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.