Morgunblaðið - 27.05.2004, Side 27

Morgunblaðið - 27.05.2004, Side 27
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 27 T ilb o ð in g ild a ti l1 .6 .2 00 4 G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 6 4 0 2 Mig langar til að gera eitthvað gott fyrir húðina. 25% HAWAIIAN TROPIC Luxury Body Butter kókoskrem heldur húðinni heilbrigðri. A-, B- og E-vítamín. Body Shimmer gefur húðinni fallega gullna glansáferð. Með E- og A-vítamínum ásamt Aloe Vera. Brúnkukrem fylgir Body Butter eða Body Shimmer. ÓLÍFULAUF Styrkjandi fyrir ónæmiskerfið. SÓLHATTUR Styrkir ónæmiskerfið. Góð vörn gegn vírusum. Á meðan birgðir endast. Eskifjörður | Það var ljúf sjón að sjá Vilhelm Þorsteins- son EA renna inn á Norðfjörð með fyrstu síldina í gær- morgun og engin brælan að trufla fiskiríið á Austfjarða- miðum þessa dagana. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Snakafullur af síld Fellabær | Elstu starfandi sérversl- un á Fljótsdalshéraði, Bókabúðinni Hlöðum, verður senn lokað. Versl- unin var stofnuð árið 1973 og hefur starfað óslitið, lengst af við vestari sporð Lagarfljótsbrúar, þ.e. Fella- bæjarmegin og staðið þar sem traust kennileiti bókelskra um ára- bil. Hjónin Kristín Jónsdóttir og Sig- björn Brynjólfsson hafa alla tíð staðið vaktina í bókabúðinni með dyggri aðstoð Kristínar Rögnvalds- dóttur. „Það er auðvitað eftirsjá fólgin í því að hætta þessum rekstri, en það er nú bara eins og gengur,“ segir Kristín og skimar yfir Fljótið út um gljáfægðan búðargluggann. „Það sem þyngst hefur vegið í okkar rekstri er fornbókasalan og svo lærdómsbækur fyrir nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum. Þá höfum við verið hér með nýjar og nýlegar bækur, ritföng, allskyns gjafavörur og leikföng.“ Samkeppnin erfið Kristín segir róðurinn vera far- inn að þyngjast. „Bæði erum við farin að reskjast og líka er sam- keppnin erfið. Óneitanlega eru minni möguleikar fyrir verslun af þessu tagi þegar Office 1 er komin í Egilsstaði, Bónus er með jólabæk- urnar á niðursettu verði og svo hef- ur Kaupfélag Héraðsbúa einnig verið með ritföng og bækur.“ Sigbjörn segir þau verða með bækurnar í sölu fram á haustið og þau ætli sér að losna við eitthvað af gömlu bókunum áður en endanlega verði lokað. „Ferðafólk sem hér á leið um hefur oft verið drjúgt við að kaupa þær yfir sumarið,“ segir Sigbjörn og kímir út í loftið þegar honum er tjáð að fornbókadeild verslunarinn- ar sé fræg á Íslandi. „Jú, ég hef nú víst alltaf haft áhuga á gömlum bókum og fornbókasalan hér hefur gengið ágætlega, enda höfum við sent út skrá tvisvar á ári. Ætli ég sé ekki með á milli 10 og 15 þúsund bækur hér um allt hús, staflarnir eru alls staðar.“ Sigbjörn byrjaði fimmtíu og tvö í kaupmennsku, var fyrst með ferða- mannaverslun, rak seinna Verslun- arfélagið og stofnaði svo bókabúð- ina 1973. „Ég hef alla tíð staðið í þessu sjálfur, með aðstoð auðvitað. Það er kominn tími fyrir mig að hætta og nú leggst ég í leti og læt mér leiðast.“ Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að hann hand- leiki gamlar skræður eitthvað áfram, enda erfitt að yfirbuga slíkt hugðarefni. Traust kennileiti bókelskra um árabil Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sjá nú fyrir endann á gifturíkum verslunarferli: Kristín Jónsdóttir og Sig- björn Brynjólfsson. Kárahnjúkavirkjun | Það er deginum ljósara að búið er að setja upp um- ferðarljós inni á reginöræfum Ís- lands; á virkjunarsvæðinu við Kára- hnjúka. Kannski eðlilegt þegar tekið er tillit til þeirrar hrikalegu umferð- ar sem er um vinnusvæðið af alls- kyns trukkum og vinnuvélum. Um- ferðarljósin þau arna, lítil og skrítin, eru í munna ganganna sem liggja niður í Hafrahvammagljúfur og eru þau eina færa leiðin inn í stíflu- stæðið. Það er sjálfsagt eins gott að bíða eftir grænu! Ljósmynd/HH Beðið eftir grænu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.