Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 61 Sumarið er tíminn! Yfir 70 áfangar í boði. Kennt frá 27. maí til 25. júní. Nám fyrir nemendur í 10. bekk hefst 9. júní. Netinnritun á www.fb.is. Innritun í FB á milli 17:00 og 19:00 virka daga. Sumarskólinn í FB Allar frekari upplýsingar á www.fb.is. DJÁKNA- og prestsvígsla var í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnu- daginn 23. maí síðastliðinn. Þá vígði Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, Gunnar Jóhannesson guð- fræðing til embættis sóknarprests í Hofsós- og Hólaprestakalli í Skaga- fjarðarprófastsdæmi og Dagnýju Guðmundsdóttur sem djákna til þjónustu á Vífilsstaðaspítala. Séra Dalla Þórðardóttir, prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi, lýsti vígslu. Vígsluvottar auk hennar voru dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, séra Ragnar Fjalar Lárusson, séra Þór Hauksson, Nanna Guðrún Zoëga djákni, séra Hans Markús Hafsteinsson og Þórdís Ásgeirsdótt- ir, djákni og formaður Djáknafélags Íslands. Séra Hjálmar Jónsson þjón- aði fyrir altari. Djákna- og prests- vígsla í Dómkirkju SENDIHERRA Íslands í Svíþjóð, Svavar Gestsson, verður gestur á að- alfundi Sænsk-íslenska verslunar- ráðsins í dag, fimmtudaginn 27. maí. Hann mun fjalla um það sem helst er á döfinni í sænsku efnahagslífi um þessar mundir og möguleika Íslend- inga á sænskum markaði. Sendiráð Íslands í Stokkhólmi hefur mark- visst unnið að kynningu á íslenskum viðskiptatækifærum, m.a. með því að standa fyrir Íslandsdegi. Í sendi- ráðinu er starfrækt íslenskt við- skiptanet með það að markmiði að koma íslensku viðskiptalífi á fram- færi í Svíþjóð. Á fundinum mun Svavar einnig segja frá starfi sendi- ráðsins í þessum efnum. Fundurinn, sem hefst kl. 16 í Húsi verslunarinnar, er öllum opinn og að honum loknum verður boðið upp á léttar veitingar. Skráning fyrirfram er nauðsynleg í síma 510 7100 eða í fundir@chamb- er.is. Ræða mögu- leika á sænsk- um markaði KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Íslands hefur verið sæmd viður- kenningu sem vel starfandi deild. Garðar Guðjónsson, formaður deild- arinnar, veitti viðurkenningunni við- töku á aðalfundi Rauða kross Ís- lands sem haldinn var á Selfossi nýverið. Þetta er þriðja árið í röð sem Kópavogsdeild fær viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi starf; árið 2002 var það fyrir heimsóknarþjón- ustu og árið 2003 fyrir starf sjálf- boðaliða í Dvöl, athvarfi fyrir geð- fatlaða. Sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar hefur fjölgað mikið undanfarið, ekki síst í heimsóknarþjónustu, og deildin hefur sett af stað ný verkefni, þar á meðal starf með ungum innflytj- endum og sjálfboðið starf í Fjöl- smiðjunni. Meðalaldur sjálfboðaliða hefur einnig lækkað töluvert en yngstu sjálfboðaliðarnir eru á tán- ingsaldri. Nú starfa tæplega 100 sjálfboðaliðar fyrir deildina. Kópavogsdeild Rauða kross Íslands fær viðurkenningu Málþing um kennsluhætti Á morg- un kl. 19.30 verður haldið málþing um kennsluhætti í sagnfræði í sal ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð JL hússins (Hringbraut 121). Mál- þingið ber yfirskriftina „Sögu- kennsla á villigötum?“ Að því standa Sagnir, tímarit sagnfræðinema og Sagnfræðingafélag Íslands. Hugmyndin með málþinginu er sú að stuðla að opinni umræðu um þá hugmyndafræði sem liggur að baki kennslu og miðlun sögu. Skákmaraþon á morgun, föstudag, klukkan 10 að morgni ætlar Hrafn Jökulsson að setjast að tafli í Smára- lind og er takmark hans að tefla stanslaust í 30 klukkustundir gegn allt að 200 áskorendum. Hann teflir við einn í einu og verður meðallengd hverrar skákar um tíu mínútur. Til- gangurinn er að safna áheitum í þágu Hróksins. Skákfélagið Hrókur- inn óskar eftir börnum sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu heims- meti með því að tefla við Hrafn á að- faranótt laugardags. Um nóttina munu liðsmenn Hróksins búa vel að þeim ungu keppendum sem hafa áhuga á að vera með. Foreldrum er að sjálfsögðu velkomið að taka eina bröndótta við Hrafn og skrá sig þar með í sögubækurnar. Meistaraverkefni Föstudaginn 28. maí kl. 10.00 heldur Róbert Arnar Karlsson fyrirlestur um verkefni sitt „Sjálfvirk greining æða í fjölrása augnbotnamyndum“ til meistara- prófs í rafmagns- og tölvuverkfræði. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR-2, húsakynnum verkfræði- deildar Háskóla Íslands. Meistara- prófsnefndina skipa Jón Atli Bene- diktsson prófessor, sem jafnframt er aðalleiðbeinandi, Einar Stefánsson, prófessor, og Jóhannes R. Sveins- son, dósent. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Á MORGUN MÍMIR – símenntun hefur út- skrifað 57 leiðbeinendur hjá leik- skólum Reykjavíkurborgar. Luku þeir 80 kennslustunda fagnám- skeiði II. Meðal námsefnis á fag- námskeiði II er þroskasálfræði, uppeldisfræði, tónlist, leiklist og framsögn auk ýmissa annarra námskeiða. Námskeiðið er liður í símenntunaráætlun Leikskóla Reykjavíkur en undanfari þess er fagnámskeið I, 50 kennslustunda námskeið sem haldið var í mars síðastliðnum. Þessi tvö námskeið hafa það markmið að efla þekk- ingu og færni leiðbeinenda leik- skóla í starfi sínu með börnum. Þátttakendur á námskeiðinu voru allir í stéttarfélaginu Eflingu, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Leiðbeinendur útskrifaðir FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garða- bæ brautskráði 63 stúdenta og einn nemanda með verslunarpróf síðastliðinn laugardag. Nokkrir nemendur luku námi í HG-hópi en hann starfar undir kjörorðunum Hópur – Hraði – Gæði og lýkur námi á þremur árum. Dúx skólans, Helga Kristín Jóhannsdóttir, kom úr þeim hópi en hún útskrifaðist með 9,25 í meðaleinkunn, Helga flutti jafn- framt ávarp fyrir hönd nýstúd- enta. Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir nýstúdent sungu við athöfnina. Í ávarpi sínu hvatti Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari nem- endur til að njóta hvers dags með- an heilsa leyfir, láta gott af sér leiða og hrinda góðum hugsjónum í framkvæmd. Ljósmynd/Björn Pálsson Brautskráning í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.