Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „FRÁBÆRLEGASPENNANDI SAGA ...BÓKSEMMAÐUR LESÍEINUMRYKK.“BIRTA „FYRSTAFLOKKSAFÞREYING.“ „GÁTUSAGAMEÐGULLINSNIÐI.“ VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON, HÖFUNDUR FLATEYJARGÁTUNNAR MORGUNBLAÐIÐ SKV. METSÖLULISTUM VERÐ:1.590KR. WWW.BJARTUR.IS/DAVINCI MÁ T T U R IN N & D Ý R Ð IN * * SENNILEGA HERNES AFTUR Á FLOT Flutningaskipið Hernes sem strandaði í innsiglingunni í Þorláks- höfn í gær náðist á flot rétt eftir kl. ellefu í gærkvöldi. Skipið virtist ekki mikið skemmt eftir strandið. Vara við árás á Bandaríkin Stjórnvöld í Bandaríkjunum sögðu frá því í gær að borist hefðu trúverðugar upplýsingar um að al- Qaeda-samtökin hygðust gera mikla hryðjuverkaárás í landinu á næstu mánuðum. Birtar voru myndir af sjö manns sem talið er að tengist al- Qaeda og gætu verið í Bandaríkj- unum vegna fyrirhugaðrar árásar. Einkum er óttast að hún muni bein- ast að vettvangi stóratburða eins og flokksþinga. Fljúga með ólympíueldinn Tvær Boeing 747-200-þotur flug- félagsins Atlanta munu fljúga með ólympíueldinn um allan heim og verður merki Ólympíuleikanna mál- að á vélarnar. Leiðangurinn hefst í Aþenu í Grikklandi hinn 2. júní og mun standa í rúman mánuð. Verð á kvóta mun lækka Verð á krókaaflamarki mun lækka verði af kvótasetningu sókn- ardagabáta, að mati Eggerts Sk. Jó- hannessonar hjá Skipamiðluninni Bátar og kvóti. Breytingartillaga sem sjávarútvegsnefnd hefur gert á frumvarpi sjávarútvegsráðherra um málefni sóknardagabáta gerir ráð fyrir að allir dagabátar færist undir aflamark og sóknardagakerfið verði lagt af. Pútín heitir umbótum Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að reynt væri að sverta rússneskt stjórnarfar og gefa í skyn að einræði ríkti. Hann lofaði að beita sér fyrir miklum umbótum á kjörum almennings og sagði að líkur bentu til að takast myndi að tvöfalda lands- framleiðsluna fyrir árið 2010. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 42 Erlent 16/18 Minningar 42/51 Höfuðborgin 23 Umræðan 52/55 Akureyri 24/25 Brids 57 Suðurnes 26 Bréf 60 Austurland 27 Dagbók 60/61 Landið 28/29 Íþróttir 64/67 Listir 30/32 Fólk 68/75 Daglegt líf 34/35 Bíó 70/73 Neytendur 36/37 Ljósvakamiðlar 74 Forystugrein 38 Veður 75 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Uppsveitir Árnes- sýslu. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LAGT er til að háskólar verði hvattir og studdir til þess að bjóða upp á staðbundna kennslu í tilteknum námsgreinum á Ísafirði og kemur þar til álita nám í náttúruvísindum og öðrum greinum sem byggjast á sérstöðu Vest- fjarða svo sem fjölmenningu. Þetta er meðal annars að finna í niðurstöð- um vinnuhóps sem menntamálaráðherra skip- aði í vetur til að gera tillögur um hvernig standa skuli að uppbyggingu aðstöðu fyrir há- skólamenntun og rannsóknir á Vestfjörðum í háskólasetri. Kennslan yrði viðurkennd sem hluti af námi til háskólagráðu Fram kemur að ofangreind kennsla yrði við- urkennd sem hluti af námi til háskólagráðu. Að öðru leyti yrði um fjarnám að ræða, en þannig gætu nemendur á Ísafirði stundað nám á háskólastigi með því að blanda saman fjar- námi og staðbundnu námi á Ísafirði. Vinnuhópurinn gerir það einnig að tillögu sinni að þjónusta við háskólamenntun verði efld á Ísafirði og að lögð verði áhersla á aðstoð við almennan undirbúning fyrir háskólanám, miðlun fjarnáms, aðstöðu fyrir staðbundið nám og stoðþjónustu við nemendur. Einnig að Þekkingarsetur Vestfjarða verði stofnað á þeim grundvelli sem lagður hafi verið með Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Markmiðið með þekkingarsetrinu verði að efla rannsóknir og þróun, háskólanám og símenntun á Vestfjörð- um og ráðinn verði framkvæmdastjóri að setr- inu, sem hafi yfirumsjón með starfseminni. Vinnuhópurinn bendir á að menntamálaráð- herra hafi skipað nefnd til að móta tillögur um skipulag og fjármögnun háskólanáms á lands- byggðinni og taki skipulag og fjármögnun þekkingarseturs mið af því sem verði ofan á í þeim efnum. Stefna skuli að því að tillögurnar geti komið til framkvæmda á hausti komanda. Möguleikar til uppbyggingar á haf- og náttúrurannsóknum „Að mati vinnuhópsins eru miklir mögu- leikar á Vestfjörðum til uppbyggingar rann- sókna í veiðarfæratækni, fiskeldi, hafrann- sóknum, náttúrurannsóknum með tilliti til Hornstranda, miðaldafræðum og fjölmenningu svo eitthvað sé nefnt. Hvað varðar háskóla- menntun þá spanna þarfirnar breitt svið þar sem huga þarf jafnt að því að veita aðstöðu til undirbúnings fyrir háskólanám, fjarnám og staðbundið nám á háskólastigi og aðstöðu fyrir meistara- og doktorsnema til að sinna rann- sóknum,“ segir meðal annars í tillögum vinnu- hópsins. Vinnuhópur um háskólamenntun og rannsóknir í háskólasetri á Vestfjörðum Hægt verði að stunda nám á háskólastigi á Ísafirði SÍMASKRÁIN árið 2004 er komin út og er dreif- ing hennar hafin. Hún er að þessu sinni í einu bindi, 1.485 blaðsíður og er gefin út í 230 þúsund eintökum. Forsíðuna í ár prýða myndir eftir Hrafnkel Sigurðsson myndlistarmann, mynd- röðin Án titils frá árinu 2001. Boðið er upp á fjórar mismunandi forsíður með þessum mynd- um. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði við útkomu bókarinnar að skráningar væru nú 335 þúsund talsins en í fyrstu síma- skránni árið 1906 voru símanúmerin 198. Meðal nýjunga í skránni í ár eru upplýsingar um vega- lengdir milli allmargra staða á landinu og daga- tal. Þá er kortið af höfuðborgarsvæðinu með „nýju og léttara útliti“, eins og segir í frétta- tilkynningu Símans og geta má þess að letur á götuheitum á kortum og í nafnaskrá er stærra en áður. Anton Örn Kærnested er ritstjóri skrárinnar og segir hann aftur hafa verið horfið að því að hafa hana í einu bindi, það væri bæði hagkvæm- ara og í samræmi við óskir notenda. Hægt er að fá símaskrána í harðspjaldakápu og kostar slík útgáfa hennar 500 kr. en annars er bókin ókeypis. Síminn dreifir skránni í samvinnu við Flytjanda og mun hún liggja frammi á öllum afgreiðslustövðum Flytjanda og bensínstöðvum Olíufélagsins, Olís og Skeljungs til 1. júlí. Einnig verður hægt að nálgast Símaskrána 2004 í öllum verslunum Símans. Innbundna skráin fæst ein- ungis í verslunum Símans og á stærstu bensín- stöðvunum. Morgunblaðið/Sverrir Símaskráin er með fjórar forsíður í ár. Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi, Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður, Katrín Olga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri og Anton Örn Kærnested ritstjóri. Símaskráin í 230 þúsund eintökum og með 335 þúsund skráningum Gæsluvarðhald fram- lengt vegna bankaráns HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær grunaðan bankaræningja sem rændi útibú Landsbankans við Gullinbrú 21. maí sl. í áframhaldandi gæslu- varðhald til 7. júlí. Tveim sak- borningum til viðbótar, sem sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins, var sleppt í gær þegar gæsluvarðhald þeirra rann út. Í umrætt skipti ruddist mað- ur vopnaður öxi inn í bankann og rændi um hálfri milljón króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Gæsluvarðhald hans varir þar til dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til 7. júlí. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar. LÖGREGLAN í Hafnarfirði lagði hald á fjórar e-töflur og lítilræði af hassi á tónleikum hljómsveitarinnar Pixies í Kaplakrika á þriðjudagskvöld. Að sögn lögreglu var maður á fertugsaldri handtekinn, grun- aður um dreifingu og neyslu fíkniefna. Gerð var húsleit á heimili mannsins, og fundust fjórar e-töflur til viðbótar við leitina. Maðurinn játaði brot sitt við yfirheyrslur og var látinn laus úr haldi. Tekinn með fíkniefni á Pix- ies-tónleikum í Kaplakrika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.