Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 2

Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „FRÁBÆRLEGASPENNANDI SAGA ...BÓKSEMMAÐUR LESÍEINUMRYKK.“BIRTA „FYRSTAFLOKKSAFÞREYING.“ „GÁTUSAGAMEÐGULLINSNIÐI.“ VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON, HÖFUNDUR FLATEYJARGÁTUNNAR MORGUNBLAÐIÐ SKV. METSÖLULISTUM VERÐ:1.590KR. WWW.BJARTUR.IS/DAVINCI MÁ T T U R IN N & D Ý R Ð IN * * SENNILEGA HERNES AFTUR Á FLOT Flutningaskipið Hernes sem strandaði í innsiglingunni í Þorláks- höfn í gær náðist á flot rétt eftir kl. ellefu í gærkvöldi. Skipið virtist ekki mikið skemmt eftir strandið. Vara við árás á Bandaríkin Stjórnvöld í Bandaríkjunum sögðu frá því í gær að borist hefðu trúverðugar upplýsingar um að al- Qaeda-samtökin hygðust gera mikla hryðjuverkaárás í landinu á næstu mánuðum. Birtar voru myndir af sjö manns sem talið er að tengist al- Qaeda og gætu verið í Bandaríkj- unum vegna fyrirhugaðrar árásar. Einkum er óttast að hún muni bein- ast að vettvangi stóratburða eins og flokksþinga. Fljúga með ólympíueldinn Tvær Boeing 747-200-þotur flug- félagsins Atlanta munu fljúga með ólympíueldinn um allan heim og verður merki Ólympíuleikanna mál- að á vélarnar. Leiðangurinn hefst í Aþenu í Grikklandi hinn 2. júní og mun standa í rúman mánuð. Verð á kvóta mun lækka Verð á krókaaflamarki mun lækka verði af kvótasetningu sókn- ardagabáta, að mati Eggerts Sk. Jó- hannessonar hjá Skipamiðluninni Bátar og kvóti. Breytingartillaga sem sjávarútvegsnefnd hefur gert á frumvarpi sjávarútvegsráðherra um málefni sóknardagabáta gerir ráð fyrir að allir dagabátar færist undir aflamark og sóknardagakerfið verði lagt af. Pútín heitir umbótum Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að reynt væri að sverta rússneskt stjórnarfar og gefa í skyn að einræði ríkti. Hann lofaði að beita sér fyrir miklum umbótum á kjörum almennings og sagði að líkur bentu til að takast myndi að tvöfalda lands- framleiðsluna fyrir árið 2010. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 42 Erlent 16/18 Minningar 42/51 Höfuðborgin 23 Umræðan 52/55 Akureyri 24/25 Brids 57 Suðurnes 26 Bréf 60 Austurland 27 Dagbók 60/61 Landið 28/29 Íþróttir 64/67 Listir 30/32 Fólk 68/75 Daglegt líf 34/35 Bíó 70/73 Neytendur 36/37 Ljósvakamiðlar 74 Forystugrein 38 Veður 75 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Uppsveitir Árnes- sýslu. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LAGT er til að háskólar verði hvattir og studdir til þess að bjóða upp á staðbundna kennslu í tilteknum námsgreinum á Ísafirði og kemur þar til álita nám í náttúruvísindum og öðrum greinum sem byggjast á sérstöðu Vest- fjarða svo sem fjölmenningu. Þetta er meðal annars að finna í niðurstöð- um vinnuhóps sem menntamálaráðherra skip- aði í vetur til að gera tillögur um hvernig standa skuli að uppbyggingu aðstöðu fyrir há- skólamenntun og rannsóknir á Vestfjörðum í háskólasetri. Kennslan yrði viðurkennd sem hluti af námi til háskólagráðu Fram kemur að ofangreind kennsla yrði við- urkennd sem hluti af námi til háskólagráðu. Að öðru leyti yrði um fjarnám að ræða, en þannig gætu nemendur á Ísafirði stundað nám á háskólastigi með því að blanda saman fjar- námi og staðbundnu námi á Ísafirði. Vinnuhópurinn gerir það einnig að tillögu sinni að þjónusta við háskólamenntun verði efld á Ísafirði og að lögð verði áhersla á aðstoð við almennan undirbúning fyrir háskólanám, miðlun fjarnáms, aðstöðu fyrir staðbundið nám og stoðþjónustu við nemendur. Einnig að Þekkingarsetur Vestfjarða verði stofnað á þeim grundvelli sem lagður hafi verið með Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Markmiðið með þekkingarsetrinu verði að efla rannsóknir og þróun, háskólanám og símenntun á Vestfjörð- um og ráðinn verði framkvæmdastjóri að setr- inu, sem hafi yfirumsjón með starfseminni. Vinnuhópurinn bendir á að menntamálaráð- herra hafi skipað nefnd til að móta tillögur um skipulag og fjármögnun háskólanáms á lands- byggðinni og taki skipulag og fjármögnun þekkingarseturs mið af því sem verði ofan á í þeim efnum. Stefna skuli að því að tillögurnar geti komið til framkvæmda á hausti komanda. Möguleikar til uppbyggingar á haf- og náttúrurannsóknum „Að mati vinnuhópsins eru miklir mögu- leikar á Vestfjörðum til uppbyggingar rann- sókna í veiðarfæratækni, fiskeldi, hafrann- sóknum, náttúrurannsóknum með tilliti til Hornstranda, miðaldafræðum og fjölmenningu svo eitthvað sé nefnt. Hvað varðar háskóla- menntun þá spanna þarfirnar breitt svið þar sem huga þarf jafnt að því að veita aðstöðu til undirbúnings fyrir háskólanám, fjarnám og staðbundið nám á háskólastigi og aðstöðu fyrir meistara- og doktorsnema til að sinna rann- sóknum,“ segir meðal annars í tillögum vinnu- hópsins. Vinnuhópur um háskólamenntun og rannsóknir í háskólasetri á Vestfjörðum Hægt verði að stunda nám á háskólastigi á Ísafirði SÍMASKRÁIN árið 2004 er komin út og er dreif- ing hennar hafin. Hún er að þessu sinni í einu bindi, 1.485 blaðsíður og er gefin út í 230 þúsund eintökum. Forsíðuna í ár prýða myndir eftir Hrafnkel Sigurðsson myndlistarmann, mynd- röðin Án titils frá árinu 2001. Boðið er upp á fjórar mismunandi forsíður með þessum mynd- um. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði við útkomu bókarinnar að skráningar væru nú 335 þúsund talsins en í fyrstu síma- skránni árið 1906 voru símanúmerin 198. Meðal nýjunga í skránni í ár eru upplýsingar um vega- lengdir milli allmargra staða á landinu og daga- tal. Þá er kortið af höfuðborgarsvæðinu með „nýju og léttara útliti“, eins og segir í frétta- tilkynningu Símans og geta má þess að letur á götuheitum á kortum og í nafnaskrá er stærra en áður. Anton Örn Kærnested er ritstjóri skrárinnar og segir hann aftur hafa verið horfið að því að hafa hana í einu bindi, það væri bæði hagkvæm- ara og í samræmi við óskir notenda. Hægt er að fá símaskrána í harðspjaldakápu og kostar slík útgáfa hennar 500 kr. en annars er bókin ókeypis. Síminn dreifir skránni í samvinnu við Flytjanda og mun hún liggja frammi á öllum afgreiðslustövðum Flytjanda og bensínstöðvum Olíufélagsins, Olís og Skeljungs til 1. júlí. Einnig verður hægt að nálgast Símaskrána 2004 í öllum verslunum Símans. Innbundna skráin fæst ein- ungis í verslunum Símans og á stærstu bensín- stöðvunum. Morgunblaðið/Sverrir Símaskráin er með fjórar forsíður í ár. Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi, Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður, Katrín Olga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri og Anton Örn Kærnested ritstjóri. Símaskráin í 230 þúsund eintökum og með 335 þúsund skráningum Gæsluvarðhald fram- lengt vegna bankaráns HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær grunaðan bankaræningja sem rændi útibú Landsbankans við Gullinbrú 21. maí sl. í áframhaldandi gæslu- varðhald til 7. júlí. Tveim sak- borningum til viðbótar, sem sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins, var sleppt í gær þegar gæsluvarðhald þeirra rann út. Í umrætt skipti ruddist mað- ur vopnaður öxi inn í bankann og rændi um hálfri milljón króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Gæsluvarðhald hans varir þar til dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til 7. júlí. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar. LÖGREGLAN í Hafnarfirði lagði hald á fjórar e-töflur og lítilræði af hassi á tónleikum hljómsveitarinnar Pixies í Kaplakrika á þriðjudagskvöld. Að sögn lögreglu var maður á fertugsaldri handtekinn, grun- aður um dreifingu og neyslu fíkniefna. Gerð var húsleit á heimili mannsins, og fundust fjórar e-töflur til viðbótar við leitina. Maðurinn játaði brot sitt við yfirheyrslur og var látinn laus úr haldi. Tekinn með fíkniefni á Pix- ies-tónleikum í Kaplakrika

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.