Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 64
ÍÞRÓTTIR 64 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKI landsliðshópurinn í knattspyrnu kemur saman til æfinga í Manchester í dag – til undirbúnings fyrir leiki gegn Japan á sunnudaginn og Eng- landi laugardaginn 5. júní. Japanar komu til Manchester á mánudaginn og hófu und- irbúning sinn fyrir leikinn gegn Íslandi á þriðjudag. Það á að byrja að rigna í Man- chester á morgun og er spáð rigningu þar um sveitir fram í næstu viku, jafnvel lengur. Sven Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englandinga, verður ekki með sína menn við æfingar í rign- ingunni – hann er með enska lands- liðshópinn í sól og sumaryl við æf- ingar á eyjunni Sardiníu. Enski landsliðshópurinn kemur á ný til Englands um helgina, en England og Japan mætast í Manchester á þriðjudaginn kemur. Englendingar æfa í sólinni á Sardiníu Michael Owen fagnar sigri á David James og Wayne Rooney í smá- bílakappakstri á Sardiníu. Shaquille O’Neal og KobeBryant voru atkvæðamestir heimamanna með 22 stig en O’Neal tók einnig 17 fráköst. Kev- in Garnett var stigahæstur í liði Minnesota með 22 stig og Wally Szczerbiak skoraði 21 stig. Leik- menn Lakers tóku fljótt forystu í leiknum og eftir að þeir komust yf- ir 15:13 létu þeir forystuna aldrei af hendi. Lakers var níu stigum yf- ir í hálfleik en þegar fjórði leik- hluti hófst munaði aðeins fimm stigum á liðunum. Minnesota náði ekki að brúa bilið og Lakers sigu fram úr og sigruðu að lokum nokk- uð örugglega. Ráðist að O’Neal Leikmenn Minnesota brugðu á það ráð að brjóta stöðugt á Shaq- uille O’Neal í síðari hálfleik í von um að hann myndi misnota flest vítaskot sín. O’Neal hitti úr 8 af 22 vítaskotum sínum en hann tók 19 þeirra í síðari hálfleik. „Vítanýt- ingin er ekki góð hjá mér en ég mun aldrei misnota öll vítaskotin,“ sagði O’Neal eftir leikinn. Flip Saunders, þjálfari Minne- sota, sagði að Minnesota myndi halda áfram að brjóta stöðugt á O’Neal ef það myndi auka líkurnar á því að Minnesota sigraði í einvíg- inu. ´ Kevin Garnett var ekki sáttur við spilamennsku sína í leiknum. „Ég lék alls ekki vel. Ég einbeitti mér að varnarleiknum en eftir að það voru dæmdar nokkrar villur á mig náði ég mér ekki á strik,“ sagði Garnett. Gary Payton, leikstjórnandi Lakers, spilaði ágætlega en hann var mjög slakur í fyrstu tveimur leikjunum gegn Minnesota. Payton skoraði 18 stig og gaf níu stoð- sendingar. Stöðugt brotið á Shaquille O’Neal LOS Angeles Lakers vann sigur á Minnesota Timberwolves á heimavelli – 100:89 – í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í körfuknattleik í fyrrinótt. Lakers er 2:1 yfir í einvígi liðanna en liðið sem vinnur fyrr fjóra leiki leikur til úrslita um NBA-titilinn. Næsti leikur liðanna fer fram í nótt í Los Angeles. Jón heldur utan á fimmtudaginnásamt Guðmundi Karlssyni landsliðsþjálfara, en hann hefur jafnframt þjálfað Jón síðan hann flutti heim frá Sví- þjóð í lok síðasta árs. Þetta verður í fyrsta sinn síðan samstarfi Jóns Arnars við Gísla Sigurðsson þjálf- ara lauk eftir ólympíuleikana í Sydney fyrir fjórum árum sem Jón Arnar hefur þjálfara með sér á mótið í Götzis. „Það verður mikill styrkur í því að hafa Guðmund með, bæði til aðstoðar á mótinu og eins til þess að sjá hvað þarf að bæta. Eins veit ég að það verður forvitnilegt fyrir Guðmund að koma á þetta stóra mót í þessu glæsilega umhverfi, það á örugg- lega margt eftir að koma honum á óvart,“ segir Jón Arnar sem segir að þeir staðir séu vandfundnir sem þægilegra sé að keppa á en mótið í Götzis. Þar setti hann einmitt nú- verandi Íslandsmet í tugþraut, 8.573 stig, fyrir sex árum. Jón Arnar hefur þegar náð bæði A- og B-lágmarki til þátttöku á ól- ympíuleikunum í Aþenu. A-lág- markið er 8.000 stig en B-lágmark- ið 300 stigum lægra. Hann náði tilskildu lágmarki í fyrrasumar. Alls eru 30 keppendur skráðir til leiks í tugþrautinni og nærri því annar eins fjöldi í sjöþraut kvenna sem keppt er í samhliða. „Það eru óvenjumargir keppendur að þessu sinni og það helgast af ólympíu- leikunum í sumar. Margir eiga eft- ir að ná lágmarki og vilja freista þess að ná því sem fyrst til þess að geta hafið undirbúning fyrir leik- ana. Ég man að á síðasta ólympíu- ári voru 34 keppendur í tugþraut- inni í Götzis sem nú er háð í þrítugasta sinn. Meðal þeirra sem keppa við Jón á mótinu eru margir þeirra sem hann hefur glímt við á helstu stór- mótum síðustu ára. Má þar nefna heimsmethafann Roman Sebrle frá Tékklandi, heimsmeistarann Tom Pappas frá Bandaríkjunum, ólymp- íumeistarann Erki Nool frá Eist- landi, fyrrverandi heimsmethafa frá Tékklandi, Tomás Dvórák, Ungverjana Attila Zsivoczky og Zsolt Kürtösi, Þjóðverjann Sebast- ian Knabe, að ógleymdum Rúss- anum Lev Lobodin sem er aldurs- forseti þrautinnar ásamt Jóni en báðir eru þeir fæddir 1969. „Við verðum þarna gömlu mennirnir, ég og Lobodin, og reynum að fylgja þeim yngri eftir,“ sagði Jón Arnar í gamansömum tón. Jón Arnar segist reikna með að keppa á einu tugþrautarmóti til viðbótar fyrir ólympíuleikana, það er alþjóðlega mótið í Ratingen í Þýskalandi 26. og 27. júní en helgina á undan verður hann í eld- línunni með íslenska landsliðinu í Evrópubikarkeppninni sem fram fer á Laugardalsvelli. „Síðan tek ég þátt í landsmótinu í júlí, ætli að það verði ekki síðasta stóra mótið sem ég tek þátt í fyrir ólympíu- leikana í Aþenu, ég reikna með því,“ segir Jón Arnar sem hefur sett sterkan svip á landsmót und- anfarinn hálfan annan áratug, enda verið sigursæll. „Nú er Götzis-mótið framundan og ég fer til þess með jákvæðum huga og hyggst reyna að gera mitt besta. Það er alveg ljóst að þetta verður skemmtilegt mót, það er alltaf gott að keppa í Götzis,“ segir Jón Arnar Magnússon tugþraut- armaður að lokum. Morgunblaðið/Golli Jón Arnar Magnússon verður enn og aftur á ferðinni í Götzis í Austurríki. Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon keppir í tugþraut í ellefta sinn í Götzis í Austurríki um helgina „Alltaf gott að keppa í Götzis“ „ÉG HEF það mjög fínt en við verðum að sjá til hvað gerist þegar á hólminn verður komið. Ég hef lagt talsvert inn í vetur með stífum æfingum,“ segir Jón Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í tugþraut úr Breiðabliki, sem keppir um helgina á alþjóðlega tugþrautar- mótinu í Götzis í Austurríki. Þetta verður í ellefta sinn sem Jón tek- ur þátt í mótinu og svo kann að fara að það verði jafnframt í það síð- asta þar sem Jón hefur í hyggju að rifa seglin að loknum ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar. Eftir Ívar Benidiktsson OPNA CARLSBERG MÓTIÐ! á Svarfhólsvelli 29. maí 2004 Leikfyrirkomulag: Texas Scramble Skráning á golf.is/gos eða í síma 482 3335 Verðlaun fyrir 4 efstu sætin Golfklúbbur Selfoss OPNA KYNNISFERÐAMÓTIÐ Laugardaginn 29. maí PUNKTAKEPPNI MEÐ OG ÁN FORGJ. hámarksforgj. karlar 24. konur 28. Ræst út kl.8:00 - 15:00 GLÆSILEG VERÐLAUN Í BOÐI Nándarverðlaun á 16. braut í fyrsta höggi og á 18. braut í öðru höggi. Skráning á www.golf.is og í síma 421 4100 1.sæti með forgj. Flug fyrir einn á einhvern af áfangastöðum Icelandair í Evrópu 2.sæti með forgj. Flug f. tvo á einhvern af áfangastöðum Fluglélags íslands. 3.sæti með forgj. Gisting f. tvo á Nordica hótelinu. 1.sæti án forgj. Flug fyrir einn á einhvern af áfangastöðum Icelandair í Evrópu. 2.sæti án forgj. Bílaleigubíll frá bílaleigu Flugleiða Hertz í tvo daga. 3.sæti með forgj. Gisting f. tvo á Nordica hótelinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.