Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 144. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Spáð í boltann Þorsteinn Joð fer yfir EM-leiki dagsins hjá RÚV Fólkið VIÐSKIPTI | Breytingarnar eru tækifæri Tækni Össurar vekur athygli Rösk og ákveðin, jafnvel um of ÚR VERINU | Mikil aukning fiskneyslu Bleikjan er hollur og góður fiskur Tók próf í Lónsdýpinu FORSETI Rússlands, Vladímír Pútín, vísar á bug ásökunum um að hann beiti stjórnhátt- um einræðisherra og heitir því að bæta kjör landsmanna. Í ræðu sem sjónvarpað var um allt Rússland í gær frá Marmarasalnum í Kreml gaf hann í skyn að aðrar þjóðir væru nú farnar að óttast Rússa vegna þess að þeir væru á ný orðnir öflugir. Því væri reynt að sverta stjórnarfarið með áróðri. „Ekki vilja allir í heiminum fást við sjálfstætt, öflugt og sjálfsöruggt Rúss- land,“ sagði forset- inn. „Oft er sagt að við séum með ein- ræðistilburði. Ég vil af því tilefni lýsa því yfir að ekki verður gerð nein grundvallarbreyting á stjórnmálastefn- unni,“ sagði Pútín og uppskar fagnaðarlæti. Hann sagði að Rússar myndu halda fast í gildi lýðræðisins en virtist senda dulbúna hótun til sjálfstæðra mannréttindasamtaka sem gagnrýnt hafa stjórnvöld. Sagði hann þúsundir slíkra hópa hafa meiri áhuga á að næla sér í styrki frá erlendum aðilum eða innlendum stórfyrirtækjum en gæta hags- muna þjóðarinnar. „Þeir geta ekki bitið höndina sem fæðir þá,“ sagði hann. Tvöfalda landsframleiðslu fyrir 2010 Forsetinn hét því að beita sér fyrir betra húsnæði á viðráðanlegu verði og umbótum á sviði menntunar og heilsugæslu. Hagvöxtur var 7,3% í Rússlandi í fyrra, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs á heimsmörkuðum. Sagði Pútín að líkur bentu til að hægt yrði að tvöfalda landsframleiðsluna fyrir árið 2010, stefnt væri að því að minnka verðbólgu úr 12% í 3% næstu tvö árin og jafnframt sagði hann að einkafyrirtæki ættu að geta fjárfest í endurnýjun á olíu- og gasleiðslum. Hingað til hefur Pútín talið að olíuiðnaðurinn ætti að vera algerlega undir yfirstjórn ríkisvaldsins. Hann lagði áherslu á að efnahagsgrund- völlurinn væri enn of ótraustur. Enn lifðu um 30 milljónir Rússa undir fátæktarmörkum. „Við erum ekki sátt við kjörin sem fólk býr við. Vöxturinn þarf að vera meiri en annars staðar í heiminum.“ Pútín Rússlandsforseti Einræðis- ásökun- um vísað á bug Moskvu. AFP, AP. Pútín í ræðustól í gær. Viðskipti og Úr verinu í dag Unglingar hysji upp um sig Baton Rouge. AP. ÞINGIÐ í bandaríska sam- bandsríkinu Louisiana felldi í gær með 54 atkvæðum gegn 39 tillögu demókratans Derrick Shepherds um bann við að fólk láti buxnastrenginn vera neðar en velsæmismörk leyfi. Í tillögunni var kveðið á um að ólöglegt væri að sýna sig á almannafæri í buxum þar sem sæist í „nærbuxur … eða skapa- hár, rassskoru eða kynfæri“. Shepherd vildi að brotlegum yrði refsað með þriggja daga fangelsi eða sekt er næmi 175 dollurum, rúmlega 12.000 ísl. kr. Hann lét hróp og hlátrasköll margra annarra þingmanna ekki slá sig út af laginu og sagði að ungir menn sem gengju þannig til fara væru að reyna að apa eftir klæðaburði fanga. Hann sagði að menn hlytu að geta fundið betri fyrirmyndir. „Hvernig stendur á því að þegar þetta ríki vill koma á meiri siðsemi eru viðbrögðin hlátur, háð og brandarar?“ spurði hann. Samþingmaður hans, Danny Martini sagði að lögin myndu valda því að Louis- iana yrði „að athlægi um landið allt“. TVÆR Boeing 747-200-þotur flugfélagsins Atlanta munu fljúga með ólympíueldinn um allan heim, og hefst leiðangurinn í Aþenu í Grikklandi hinn 2. júní. Davíð Másson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Atlanta, staðfesti að samningur um flutning ólympíueldsins hefði verið gerður, en hann vildi ekki gefa upp hver samnings- upphæðin væri. Leiðangurinn mun standa í rúman mánuð, frá 2. júní til 9. júlí, og á þessum tíma munu þoturnar fljúga til 35 borga. Í fyrsta áfanga verður flogið frá Aþenu til Ástr- alíu. Þaðan fer eldurinn til Bandaríkjanna, Kína, Indlands, Norður-Afríku, Suður- Ameríku, aftur til Bandaríkjanna, til Evrópu, og endar heimsreisan hinn 9. júlí í Aþenu, þar sem leikarnir fara fram. Davíð segir að það sé mikill heiður fyrir Atlanta að fá þetta verk- efni. Áhafnir Atlanta munu manna vélarnar á flugtímanum, auk flugvirkja og flugumsjón- armanna, alls rúmlega 40 manns. Eldurinn verður fluttur í fjórum kössum og er það skilyrði sett að ef eldurinn slökknar þarf að fljúga til Aþenu til að kveikja hann aft- ur. Alls fylgja eldinum um 200 manns, frétta- menn og starfsmenn ólympíuhreyfingarinnar, sem dreifast á flugvélarnar tvær. Önnur vélin hefur verið innréttuð sem lúxusvél. Flugfélagið Atlanta mun flytja ólympíueldinn um allan heim Fljúga með eldinn til 35 borga Búið er að merkja vélar Atlanta fyrir flugið. FLUTNINGASKIPIÐ Hernes sem strandaði í innsiglingunni í Þor- lákshöfn um miðjan dag í gær náðist á flot rétt eftir kl. 23 í gær, og virtist stýri skipsins eitthvað skaddað eftir strandið. Skipverjar voru ekki í hættu. Skipið er 5.000 lestir og var með 6.000 tonn af vikri um borð. Það tók niðri á leið út úr höfninni í Þorláks- höfn og sat fast á sandbotni. Varð- skipið Týr kom á staðinn um kl. 20, og kallað var á lóðsbát frá Vest- mannaeyjum, sem kom um svipað leyti. Lóðsbáturinn reyndi að draga skipið á flot á níunda tímanum, og var ekki óskað eftir aðstoð varð- skipsins. Lóðsinn náði ekki að halda í skipið á móti vindi og brimi og rak það upp í brimgarð sem verið er að leggja austan við bryggjuna. Þá var óskað eftir aðstoð varð- skipsins, sem kom tóg í skipið rétt fyrir kl. 23, og var skipið að því búnu dregið út og losnaði kl. 23.18. Háflóð var á strandstað á þeim tíma. Að sögn sjónarvotta mátti ekki miklu muna að skipið færi út fyrir brim- garðinn og upp í sandfjöru sem er austan við höfnina. Heimamenn fjölmenntu á bryggjuna og voru þeir í kallfæri við sjómennina um borð. Þeir voru komnir í flotgallana og þó þeir virtust skelkaðir sýndu þeir æðruleysi sitt með látbragði vegna tungumálaörðugleika Vikurflutningaskipið Hernes strandaði í innsiglingunni við Þorlákshöfn Varðskip dró skipið af strandstað í gærkvöldi Morgunblaðið/Júlíus Strekkingsvindur var á strandstað og talsvert brimaði á skipið þegar það var komið upp í brimgarðinn. NÝ LÖG um varnir gegn mengun hafs og stranda munu gera Landhelgisgæslunni kleift að meta aðstæður við skipsströnd, og grípa inn í jafnvel þótt skipstjóri í sjávarháska eða útgerð skips hafi ekki beðið um aðstoð. Lögin taka gildi 1. október nk. og gefa þau Landhelgisgæslunni heimild til að grípa inn í mál þar sem ströndum stafi bráð hætta af mengun. Í því felst að taka stjórn á skipi sé fyrirmælum Landhelgisgæslunnar ekki fylgt, sér í lagi ef skipið er fullt af olíu, segir Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Ný lög gefa gæslunni auknar heimildir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.