Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hafnarfjörður | Leikfélag Hafn- arfjarðar hefur undanfarið unnið að því að koma sér fyrir í Lækjar- skóla í Hafnarfirði, en þar er nú búið að skapa aðstöðu fyrir fjöl- breytta menningarstarfsemi. Auk leikhússins eru Námsflokkarnir með aðstöðu í húsinu, og einnig víkingarnir sem sjá má í bænum yfir sumartímann. Að sögn Ingvars Bjarnasonar, ritara félagsins, hafa félagar unnið hörðum höndum að því að koma sér fyrir í nýju húsa- kynnunum, og eru þau nú tilbúin. Tvær kennslustofur voru samein- aðar til að búa til sal, og til hliðar við hann er ágætis aðstaða fyrir leikara og leikmuni. Hafnfirðingum boðið í leikhús „Fyrsta verkið sem við færum upp í nýja leikhúsinu er Ham- skiptin eftir Franz Kafka, og verð- ur það frumsýnt á morgun, föstu- dag,“ sagði Ingvar í samtali við Morgunblaðið. „Við munum hefja starfið á nýja staðnum með trompi, og setja upp fimm leikrit á fimm mánuðum. Sömuleiðis höfum við ákveðið að bjóða Hafnfirðingum ókeypis á þriðju sýningu hvers leikrits, og verður boðssýning fyrir Hafnfirðinga á Hamskiptin á mánudaginn, 31. maí, klukkan 20,“ segir Ingvar. „Það er að sjálfsögðu okkar hlutverk fyrst og fremst að gefa Hafnfirðingum kost á að fara í leikhús. Við viljum hvetja Hafnfirð- inga eindregið til að mæta á sýn- ingar hjá okkur,“ bætir Ingvar við. Byggir á gömlum merg Nú eru 20 félagar í leikfélaginu, og hefur fjölgað um nærri helming frá því um ári síðan, að sögn Ingv- ars. Leikfélagið var upphaflega stofnað árið 1936, en starfsemi þess lá niðri um nokkurra ára skeið, allt til ársins 1983 er það hóf starf að nýju í Bæjarbíói í Hafn- arfirði. Eftir að Kvikmyndasafn Ís- lands tók yfir aðstöðuna í Bæj- arbíói fékk leikfélagið inni hjá öðru félagi í bænum, leikhúsi Hermóðs og Háðvarar, þar til nú. „Við vilj- um þakka Hafnarfjarðarbæ inni- lega fyrir þann velvilja sem félag- inu hefur verið sýndur við uppbyggingu nýja leikhússins. Við erum líklega eitt best setta áhuga- leikhúsið á landinu,“ segir Ingvar að lokum. Nýtt húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar Bjóða bæjarbúum í leikhúsið Félagar í Leikfélagi Hafnarfjarðar sem stóðu í flutningum í Lækjarskóla. Hverfafundir í Mosfellsbæ | Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ, Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, heldur nú hverfafundi með íbúum Mosfellsbæjar undir fyrirsögninni „Hvað finnst þér?“ Leitað er eftir skoðunum bæjarbúa á styrkleika Mosfellsbæjar sem sveitar- félags og framtíðarsýn þeirra. Sömu- leiðis er leitað eftir áliti bæjarbúa á hvað einkenni Mosfellsbæ og hvers vegna þeir velji að búa í bænum. Fyrri fundurinn var haldinn í gær- kvöldi fyrir íbúa Höfða-, Tanga-, Hlíða- og Hlíðatúnshverfa. Sá síðari er hins vegar í kvöld, fimmtudag, fyrir íbúa í Dalnum, Helgafells-, Teiga-, Holta- og Reykjahverfa. Fundurinn hefst klukkan 20 í Varmárskóla og eru allir íbúar hverfanna velkomnir. Hafnarfjörður | Hverfafundir hafa verið haldnir í Hafnarfirði undan- farna daga, og verður síðasti fund- urinn nú í kvöld, fimmtudag, kl. 20 að Ásvöllum. Sá fundur er sérstak- lega fyrir íbúa Áslands og Valla. Að sögn Lúðvíks Geirssonar, bæjar- stjóra í Hafnarfirði, hafa fundirnir gengið mjög vel. „Það hefur verið mjög gagnlegt að taka þátt í líf- legum og fjörugum umræðum. Margt gott hefur komið fram, og það er gott tækifæri fyrir bæjarbúa að koma skoðunum sínum á fram- færi, og hvet ég íbúa Áslands og Valla eindregið til að mæta á fund- inn í kvöld og ræða málefni þeirra nýja hverfis,“ sagði Lúðvík í samtali við Morgunblaðið. „Hverfafundir af þessu tagi hafa ekki verið haldnir um nokkurt skeið hér í Hafnarfirði, en við teljum þá mjög góða leið til að ná sambandi við bæjarbúa,“ sagði Lúðvík ennfremur. Auka tengsl við íbúana Ljósmynd/Steinunn Þorsteinsdóttir Frá hverfafundi fyrir íbúa norður- og vesturbæjar Hafnarfjarðar. Björn Ólafsson ræðir um fráveitumál. Hafnarfjörður | Tekin var fyrsta skólfustunga að 49 íbúða byggingu fyrir eldri borgara á Langeyrar- mölum við Herjólfsgötu í Hafnarfirði á laugardagsmorgun. Jón Guð- mundsson, formaður félagsins Eyr- artjarnar, tók skóflustunguna. Það eru fern hjón í Hafnarfirði sem standa að félaginu. „Við höfum öll unnið mikið fyrir eldri borgara í Hafnarfirði og ákváðum að ráðast í þetta verkefni þar sem ekki hefur verið byggt fyrir eldri borgara hér í Hafnarfirði í ein 11 ár,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Skólfustunga að íbúðum eldri borgara    Hafnarfjörður | Umferð var hleypt á ný mislæg gatna- mót Reykjanesbrautar og Kaldárselsvegar í Hafn- arfirði á þriðjudag. Enn er ólokið nokkrum frágangi umhverfis gatnamótin, en áætlað er að allt verði frá- gengið í sumarlok. Áætlaður kostnaður við mannvirkin var um 900 milljónir króna, og er með þessu aukið ör- yggi og bætt úr óþægindum vegna umferðar á Reykja- nesbraut um Hafnarfjörð. Morgunblaðið/ÁsdísFyrstu bílarnir keyra undir brúna í Hafnarfirði. Ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut opnuð VEÐRIÐ hefur leikið við Akureyr- inga síðustu daga og útlitið fram undan mjög bjart ef marka má veðurspá. Léttklæddir íbúar bæjarins sáust víða á ferli. Stelpurnar í Landsbankanum brugðu sér út undir bert loft í kaffihléinu í gær og komu sér fyrir á bekk undir hitamælinum á Ráðhústorgi, en hann sýndi 16° hita. Ekki ama- legur kaffitími það. Morgunblaðið/Kristján Bankastelpur baða sig í sól Tónleikar| Gunnar Þorgeirsson óbóleikari, Pawel Panasiuk sellóleik- ari og Agnieszka Panasiuk píanó- leikari flytja tónlist eftir Benjamin Britten, Cesar Franck og brasilísku tónskáldin João Guilherme Ripper og José Vieira Brandão í sal Tónlist- arskólans á Akureyri við Hvanna- velli 14 kl. 20 í kvöld, fimmtudags- kvöldið 27. maí. Þau fluttu sömu dagskrá í Dalvíkurkirkju á þriðju- dagskvöld. Gistiheimili á Grenivík| Fyrsti hluti nýja gistiheimilisins við Mið- garða 2 á Grenivík var fluttur á sinn stað í vikunni. Allt gekk að óskum að því er segir á vef Grýtubakka- hrepps, grenivik.is, og einnig að það hafi verið tignarleg sjón að fylgjast með verkinu. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið hinn 15. júní nk. Þetta er fyrsta húsið af þremur sem reist verður sem gistiheimili á þess- ari lóð. FULLTRÚAR Héraðsnefndar Eyjafjarðar og menntamálaráðu- neytisins skrifuðu nýlega undir samning um byggingu lokaáfanga Verkmenntaskóalns á Akureyri. Á næstu vikum má því gera ráð fyrir að boðin verði út bygging 200 fermetra stækkunar stjórnunarálmu við skól- ann. „Þar er fyrst og fremst gert ráð fyrir bættri og aukinni vinnuaðstöðu kennara, sem löngu er orðin tíma- bær,“ sagði Hjalti Jón Sveinsson skólameistari við skólaslit VMA. Hann gat þess einnig að að ári yrði síðan boðin út bygging síðasta áfanga hins svonefnda miðrýmis skólans, þar er um að ræða tengi- byggingu og í kjallara verður að- staða fyrir íþróttir og fjölnota salur og kennslurými á aðalhæðinni. „Ef heldur fram sem horfir vonumst við til að byggingasögu skólans ljúki haustið 2006,“ sagði skólameistari. Hann sagði byggingasögu Verk- menntaskólans bera vott um mikinn metnað heimamanna annars vegar og velvild og skilning stjórnvalda hins vegar á því að á Akureyri geti ungt fólk menntað sig til þess sem hugur þess stendur til. „Skólinn gegnir því mikilvægu hlutverki hér í bæjarfélaginu og á gjörvöllu Eyja- fjarðarsvæðinu, fyrir búsetu og at- vinnulíf hér og allt í kring. Þá er skólinn mikilvægur fyrir lands- byggðina alla og segja má að í sum- um mikilvægum verkgreinum sé upptökusvæði hans allt norðanvert landið - frá Vestfjörðum til Aust- fjarða.“ Verkmenntaskólinn á Akureyri Lokaáfanginn í sjónmáli Halldór Norðurlandsmeistari| Halldór B. Halldórsson varð Norð- urlandsmeistari í skák annað árið í röð með því að bera sigur úr býtum á Skákþingi Norðlendinga sem fram fór á Sauðárkróki nú um helgina. Halldór fékk 6 1/2 vinning úr 7 skák- um en annar varð Arnar Þor- steinsson með 6 vinninga. Jafnir í þriðja til fjórða sæti urðu þeir Stefán Bergsson og Þór Már Valtýsson með 4 1/2 vinning. Sérstök aukaverðlaun heimamanna fékk Veturliði Þ. Stef- ánsson og þeir Sveinbjörn Sigurðs- son, Sigurður Eiríksson og Tómas Veigar Sigurðarson deildu með sér aukaverðlaunum skákmanna und- ir 1900 stigum. Mótshaldið var í höndum Skákfélags Sauðárkróks og komu keppendur víðsvegar að af Norðurlandi. Að mótinu loknu fór svo að venju fram Hraðskákmót Norðlendinga og tóku 22 þátt í því. Þar var það Arnar sem vann glæstan sigur, hlaut 20 vinn- inga úr 21 skák. Halldór og Þór komu næstir með 17 vinninga. NOKKUR óvissa ríkir um framtíðar- rekstur skrifstofu Íþrótta- og ólymp- íusamband Íslands, ÍSÍ, á Akureyri. ÍSÍ hefur rekið skrifstofu með einum starfsmanni á Akureyri frá 1. sept- ember 1999 og hefur starfssvæði hennar náð frá Hrútafirði í vestri og austur á Djúpavog. Vegna fjárskorts eru uppi hugmyndir um að draga úr þjónustunni sem þar er veitt, þar sem aukafjárveiting frá ríkisvaldinu vegna rekstursins hafi ekki skilað sér, að sögn Viðars Sigurjónssonar, starfsmanns ÍSÍ á Akureyri. Hann sagði að endanleg ákvörðun um fram- haldið yrði væntanlega tekin á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í dag. Þetta mál var til umræðu á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Ak- ureyrar og samþykkti ráðið áskorun til ÍSÍ að leita allra ráða til að hægt verði að halda starfsemi og þjónustu skrifstofu sambandsins á Akureyri í óbreyttri mynd og veita með því áframhaldandi góða þjónustu til íþróttahreyfingarinnar á landsbyggð- inni. Akureyrarbær hefur einmitt komið að rekstrinum með því að leggja ÍSÍ til húsnæði undir skrifstof- una. Viðar hefur starfað á skrifstofu ÍSÍ frá upphafi og hann sagði óvíst um framtíð sína, verði starfshlutfallið minnkað, jafnvel niður í 50%. „Það er full þörf fyrir þessa þjónustu við íþróttahreyfinguna á svæðinu og ég horfi til þess með skelfingu ef dregið verður úr henni. Ég hef líka orðið var við áhyggjur forsvarsmanna íþrótta- bandalaga og héraðssambanda á svæðinu vegna þeirrar stöðu sem er uppi,“ sagði Viðar. Skrifstofa ÍSÍ á Akureyri Óvissa um reksturinn   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.