Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 37
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 37 Síðumúla 34, 108 RVK Sími: 588-7580; Fax: 588-7578 Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir útskriftarhópa og alla sem vilja upplifa ævintýr Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is FÁLKINN ER KOMINN AFTUR! Margar gerðir skúfhólka ásamt hálsmenum, ermahnöppum og bindisnælum. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Til að koma í veg fyrir skemmdir á trjágróðrinum er oft gripið til þess ráðs að úða. Ef ekki er úðað gegn trjámaðki og blaðlús, geta orðið miklar skemmdir á trjágróðrinum. Að sögn Björns er þó mismunandi hve skaðinn verður mikill og alls ekki alltaf er úðun nauðsynleg. „Sumar víðitegundir, t.d. brekkuvíð- ir og loðvíðir sem eru mjög maðk- sæknir, geta orðið gjörsamlega ber- ar. Það getur haft neikvæð áhrif á vöxt þessarra plantna og því ætti að úða gegn maðki á þeim. Maðkurinn þarf þó alls ekki að ganga af trjánum dauðum og svo getur farið að trén nái sér að fullu.“ Umhverfisvæn eiturefni Algengasta eiturefnið á maðk og lús er Permasect, sem úðað er á gróðurinn í ákveðnum hlutföllum við vatn. Efnið ber að umgangast með varúð. Það er þó ekki mjög hættu- legt fólki, en getur haft eituráhrif séu menn í daglegri snertingu við það. Efnið er mun hættulegra skor- dýrum. Svokallaðar náttúrulegar skordýrasápur, sem blandaðar eru pýretrum, er líka hægt að nota sem varnarefni, en sápur þessar hafa sams konar virkni og Permasect, sem unnið er í verksmiðju, en er um- hverfisvænna að því leyti að það brotnar hratt niður í náttúrunni. „Ef menn hitta vel á þegar maðk- urinn og lúsin eru í þann mund að blossa upp, er nóg að úða einu sinni. Þá drepast allar lirfur, sem komnar eru og engar koma í staðinn. Sé úðað of snemma, drepast ef til vill ein- hverjar lirfur, sem komnar eru, en svo eiga aðalblómin kannski eftir að koma og þá þarf að úða aftur,“ segir Björn. Farsælast fyrir garðeigendur er að nálgast úðunina fordómalaust með því að fara í júníbyrjun daglega út í garð til að skoða laufin á trjánum og meta hvenær úðunin er virkust. Lirfurnar inni í laufblöðunum leyna sér ekki því þær eru einn til tveir cm að lengd og auðvelt er koma auga á blaðlús á nývextinum. Þegar svo kemur að sjálfri úðuninni er heppi- legast að nota þriggja eða fimm lítra úðabrúsa en þeir fást í öllum bygginga- og garðyrkjuvöruversl- unum. Náttúrulegir óvinir Björn segir hinsvegar að endingu að langbesta aðferðin við að losna við óboðna sumargesti úr görðum sé vetrarúðun með sérstöku vetrarúð- unarefni, sem sé á markaði og drepi eggin á trjágreinunum. Vetrarúðun þurfi að framkvæma áður en að laufsprettan hefjist, þá gjarnan í marsmánuði. „Ókosturinn við sum- arúðun er sá að náttúrulegir óvinir, skorkvikindi sem hjálpa til við að halda blaðlús í skefjum og eru aðeins á sveimi á sumrin, drepast líka, en við viljum reyna að komast hjá því að drepa þá.“ Leyfi þarf í atvinnu- skyni ÞEIR einir mega í atvinnu- skyni stunda úðun garða í einkaeign eða almennings- eign sem til þess hafa leyfi Umhverfisstofnunar. Skulu þeir ávallt bera á sér leyf- isskírteini við störf sín og framvísa þeim, þegar þess er óskað, semkvæmt reglum um garðaúðun númer 238 frá 1994. Elín G. Guðmundsdóttir, fagstjóri hjá Umhverfis- stofnun, segir þá aðila, sem hyggist bjóða garðaúðun í at- vinnuskyni, þurfa annaðhvort að vera lærðir garð- yrkjumenn eða þeir þurfi að undirgangast sérhæfð tveggja daga eiturefna- námskeið Umhverfisstofn- unar, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Vinnueft- irlits ríkisins áður en leyfið sé þeim veitt. Leyfisskírteinin séu hins vegar myndlaus, en alltaf megi biðja um skilríki skjóti vafinn upp kollinum þegar bankað er á dyr og garðaúðun boðin. Í SUMUM bakaríum eiga við- skiptavinir kost á að setjast niður með bakkelsið og fá sér kaffibolla með, þ.e. bakaríið er um leið kaffi- hús. Sums staðar er verðið á vör- unni mismunandi eftir því hvort viðskiptavinurinn neytir hennar inni á staðnum eða fer með hana út í poka. Þannig er málum háttað á Kaffi Roma við Rauðarárstíg og í Kringl- unni, hvað sætabrauð varðar, en á smurðu brauði er sama verð. Nanna Guðbergsdóttir eigandi seg- ir að munurinn liggi að stærstum hluta í mismunandi virðisauka- skattþrepi sem greiða þarf af sæta- brauði eftir því hvort það er borðað inni (24,5%) eða tekið út (14%). Verð á sérbökuðu vínarbrauði hjá Kaffi Roma er 165 kr. inni en 145 kr. út. Stefán Sandholt, eigandi Sand- holt bakarís, segir að sama verð sé á bakkelsinu þar, hvort sem við- skiptavinurinn borðar inni eða úti. Fyrirkomulagið var þannig að verðið var um 20% hærra ef við- skiptavinurinn snæddi inni, vegna meiri kostnaðar við þjónustu og uppþvott. Þessu var nýlega breytt, þar sem viðskiptavinir lýstu óánægju með að hafa mismunandi verð. Sérbakað vínarbrauð hjá Sandholt kostar 130 kr. Hjá Bakarameistaranum fengust þær upplýsingar að verð á bakkelsi er það sama hvort sem snætt er á staðnum eða tekið út. Þar kostar sérbakað vínarbrauð 145 kr. Vínarbrauð ekki tilreiddur matur Hjá embætti Ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að virð- isaukaskattþrep færu annars vegar eftir tollnúmerum á viðkomandi matvöru og hins vegar eftir því hvort um er að ræða sölu á til- reiddum mat og þjónustu. Sam- kvæmt reglugerð um virð- isaukaskattsskylda sölu á vörum til manneldis o.fl. ber sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis 14% virðisaukaskatt með ákveðnum undantekningum og sala veitinga- húsa, mötuneyta og annarra hlið- stæðra aðila á tilreiddum mat og þjónustu skal vera með 24,5% virð- isaukaskatti. Í bakaríum/kaffihúsum sem selja tilreiddan mat og þjónustu, s.s. súp- ur og heitar samlokur er almenna reglan að sú sala beri 24,5% vsk., hvort sem maturinn er snæddur á staðnum eða ekki, að sögn Guð- rúnar Þorleifsdóttur, deildarstjóra virðisaukaskattsdeildar RSK. Sér- bakað vínarbrauð telst ekki til- reiddur matur, að hennar sögn. Hún bendir á að það er í höndum skattstjóra að meta hvort aðilar teljast selja tilreiddan mat og þjón- ustu sem á að bera 24,5% virðis- aukaskatt.  VERÐMUNUR Vínarbrauð á diski eða í poka Morgunblaðið/Ásdís Sérbökuð vínarbrauð: Falla í toll- flokkinn kökur og konditorstykki sem bera 14% virðisaukaskatt. join@mbl.is FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.