Morgunblaðið - 27.05.2004, Síða 61

Morgunblaðið - 27.05.2004, Síða 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 61 Sumarið er tíminn! Yfir 70 áfangar í boði. Kennt frá 27. maí til 25. júní. Nám fyrir nemendur í 10. bekk hefst 9. júní. Netinnritun á www.fb.is. Innritun í FB á milli 17:00 og 19:00 virka daga. Sumarskólinn í FB Allar frekari upplýsingar á www.fb.is. DJÁKNA- og prestsvígsla var í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnu- daginn 23. maí síðastliðinn. Þá vígði Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, Gunnar Jóhannesson guð- fræðing til embættis sóknarprests í Hofsós- og Hólaprestakalli í Skaga- fjarðarprófastsdæmi og Dagnýju Guðmundsdóttur sem djákna til þjónustu á Vífilsstaðaspítala. Séra Dalla Þórðardóttir, prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi, lýsti vígslu. Vígsluvottar auk hennar voru dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, séra Ragnar Fjalar Lárusson, séra Þór Hauksson, Nanna Guðrún Zoëga djákni, séra Hans Markús Hafsteinsson og Þórdís Ásgeirsdótt- ir, djákni og formaður Djáknafélags Íslands. Séra Hjálmar Jónsson þjón- aði fyrir altari. Djákna- og prests- vígsla í Dómkirkju SENDIHERRA Íslands í Svíþjóð, Svavar Gestsson, verður gestur á að- alfundi Sænsk-íslenska verslunar- ráðsins í dag, fimmtudaginn 27. maí. Hann mun fjalla um það sem helst er á döfinni í sænsku efnahagslífi um þessar mundir og möguleika Íslend- inga á sænskum markaði. Sendiráð Íslands í Stokkhólmi hefur mark- visst unnið að kynningu á íslenskum viðskiptatækifærum, m.a. með því að standa fyrir Íslandsdegi. Í sendi- ráðinu er starfrækt íslenskt við- skiptanet með það að markmiði að koma íslensku viðskiptalífi á fram- færi í Svíþjóð. Á fundinum mun Svavar einnig segja frá starfi sendi- ráðsins í þessum efnum. Fundurinn, sem hefst kl. 16 í Húsi verslunarinnar, er öllum opinn og að honum loknum verður boðið upp á léttar veitingar. Skráning fyrirfram er nauðsynleg í síma 510 7100 eða í fundir@chamb- er.is. Ræða mögu- leika á sænsk- um markaði KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Íslands hefur verið sæmd viður- kenningu sem vel starfandi deild. Garðar Guðjónsson, formaður deild- arinnar, veitti viðurkenningunni við- töku á aðalfundi Rauða kross Ís- lands sem haldinn var á Selfossi nýverið. Þetta er þriðja árið í röð sem Kópavogsdeild fær viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi starf; árið 2002 var það fyrir heimsóknarþjón- ustu og árið 2003 fyrir starf sjálf- boðaliða í Dvöl, athvarfi fyrir geð- fatlaða. Sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar hefur fjölgað mikið undanfarið, ekki síst í heimsóknarþjónustu, og deildin hefur sett af stað ný verkefni, þar á meðal starf með ungum innflytj- endum og sjálfboðið starf í Fjöl- smiðjunni. Meðalaldur sjálfboðaliða hefur einnig lækkað töluvert en yngstu sjálfboðaliðarnir eru á tán- ingsaldri. Nú starfa tæplega 100 sjálfboðaliðar fyrir deildina. Kópavogsdeild Rauða kross Íslands fær viðurkenningu Málþing um kennsluhætti Á morg- un kl. 19.30 verður haldið málþing um kennsluhætti í sagnfræði í sal ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð JL hússins (Hringbraut 121). Mál- þingið ber yfirskriftina „Sögu- kennsla á villigötum?“ Að því standa Sagnir, tímarit sagnfræðinema og Sagnfræðingafélag Íslands. Hugmyndin með málþinginu er sú að stuðla að opinni umræðu um þá hugmyndafræði sem liggur að baki kennslu og miðlun sögu. Skákmaraþon á morgun, föstudag, klukkan 10 að morgni ætlar Hrafn Jökulsson að setjast að tafli í Smára- lind og er takmark hans að tefla stanslaust í 30 klukkustundir gegn allt að 200 áskorendum. Hann teflir við einn í einu og verður meðallengd hverrar skákar um tíu mínútur. Til- gangurinn er að safna áheitum í þágu Hróksins. Skákfélagið Hrókur- inn óskar eftir börnum sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu heims- meti með því að tefla við Hrafn á að- faranótt laugardags. Um nóttina munu liðsmenn Hróksins búa vel að þeim ungu keppendum sem hafa áhuga á að vera með. Foreldrum er að sjálfsögðu velkomið að taka eina bröndótta við Hrafn og skrá sig þar með í sögubækurnar. Meistaraverkefni Föstudaginn 28. maí kl. 10.00 heldur Róbert Arnar Karlsson fyrirlestur um verkefni sitt „Sjálfvirk greining æða í fjölrása augnbotnamyndum“ til meistara- prófs í rafmagns- og tölvuverkfræði. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR-2, húsakynnum verkfræði- deildar Háskóla Íslands. Meistara- prófsnefndina skipa Jón Atli Bene- diktsson prófessor, sem jafnframt er aðalleiðbeinandi, Einar Stefánsson, prófessor, og Jóhannes R. Sveins- son, dósent. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Á MORGUN MÍMIR – símenntun hefur út- skrifað 57 leiðbeinendur hjá leik- skólum Reykjavíkurborgar. Luku þeir 80 kennslustunda fagnám- skeiði II. Meðal námsefnis á fag- námskeiði II er þroskasálfræði, uppeldisfræði, tónlist, leiklist og framsögn auk ýmissa annarra námskeiða. Námskeiðið er liður í símenntunaráætlun Leikskóla Reykjavíkur en undanfari þess er fagnámskeið I, 50 kennslustunda námskeið sem haldið var í mars síðastliðnum. Þessi tvö námskeið hafa það markmið að efla þekk- ingu og færni leiðbeinenda leik- skóla í starfi sínu með börnum. Þátttakendur á námskeiðinu voru allir í stéttarfélaginu Eflingu, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Leiðbeinendur útskrifaðir FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garða- bæ brautskráði 63 stúdenta og einn nemanda með verslunarpróf síðastliðinn laugardag. Nokkrir nemendur luku námi í HG-hópi en hann starfar undir kjörorðunum Hópur – Hraði – Gæði og lýkur námi á þremur árum. Dúx skólans, Helga Kristín Jóhannsdóttir, kom úr þeim hópi en hún útskrifaðist með 9,25 í meðaleinkunn, Helga flutti jafn- framt ávarp fyrir hönd nýstúd- enta. Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir nýstúdent sungu við athöfnina. Í ávarpi sínu hvatti Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari nem- endur til að njóta hvers dags með- an heilsa leyfir, láta gott af sér leiða og hrinda góðum hugsjónum í framkvæmd. Ljósmynd/Björn Pálsson Brautskráning í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.