Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S em borgarfulltrúi og fulltrúi í skipu- lags- og byggingarnefnd Reykjavík- ur heyri ég því mjög oft haldið fram að skipulagsmál snúist lítið um stjórnmál. Erfitt sé að greina ágreining um hugmyndafræði, enda hljóti skipulagsmál að fjalla meira um faglegar áherslur og tæknileg úrlausnarefni. Eftir að hafa tekið þátt í umræðum um þessi mál á vett- vangi borgarstjórnar nú í rúm tvö ár, hef ég hins vegar sannfærst um að skipulagsmál eru stórpólitísk. Afstaða, áherslur og aðgerðir í þessum mikilvæga málaflokki mótast mjög af því hvaða grundvallarsjónarmið fólk aðhyllist í stjórnmálum, sem skýrir það hvers vegna við sjálfstæðismenn teljum vinstri meirihlutann í Reykjavík hafa valið rangar leiðir í skipulags- málum á undanförnum árum. Okkur greinir ein- faldlega í grundvallaratriðum á um pólitískar áherslur. Óskir og þarfir borgarbúa eiga að ráða ferð- inni Kjarninn í hugmyndum okkar sjálfstæð- ismanna um skipulagsmál er sá að Reykjavík- urborg eigi að búa til ramma utan um það um- hverfi sem íbúarnir sjálfir kjósa en ekki að reyna að stýra vali þeirra eða takmarka það með aðgerðum sem mótast meira af óskhyggju yfirvaldanna sjálfra en óskum íbúanna. Við- urkenning okkar sjálfstæðismanna á valfrelsi borgarbúa er í g vinstri meirihlu yfirvalda stjórn kostnað óska bo Munurinn á s vegar og vilja b áberandi þegar bornar saman v búsetuóskum og könnun Bjarna að íbúar vilja all málum en ráðan varðar aukið fra fyrir sérbýli og Aðgerðir Aðgerðaleysi stöðu skipulags slíkur doði ríkt inni og í tíð núve ið hefur leitt til sem það hefur j eignaverð og þa inga. En það er ekk andi borgaryfir borginni, heldur gripið er til ofta áherslur. Þær h ræmi við áðurne borgarbúa og þ stöng sem uppb Óskir borgarbú Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur N ú þegar líður að því að Írak verði aftur fullvalda ríki er að verða ljóst að Sam- einuðu þjóðirnar verði beðnar að gegna mikilvægu hlutverki í landinu næstu mán- uðina: með því að taka þátt í velja ráðherra í bráðabirgðastjórn sem verður við völd í Írak frá 1. júlí og fram að kosningum í janúar á næsta ári, og með því veita ráðgjöf um framkvæmd kosninganna. Nokkrir þeirra sem gagnrýnt hafa Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að vekja efasemdir um að þær séu hæfar til að gegna þessu hlutverki og skírskotað til ásakana um spillingu og óstjórn í tengslum við svokallaða „olíu-fyrir-mat- áætlun“ á árunum 1996–2003, en með henni reyndi öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna að lina þjáningar almennings í Írak vegna refsiað- gerða sem beindust að stjórn Saddams Husseins. Ekki hafa enn verið færðar sönnur á þessar ásak- anir. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, tekur þær þó mjög alvarlega og nýlega fól hann þremur valinkunnum mönnum að rannsaka málið. Erfitt er að ímynda sér hæfari menn í þetta verkefni en mennina þrjá sem Annan valdi: Paul Volck- er, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna; Richard Goldstone, sem gegndi mikilvægu hlutverki í Sannleiks- og sáttanefndinni í Suð- ur-Afríku sem rannsakaði rækilega mannréttindabrot og óhæfuverk þarlendra stjórnvalda á tímum að- skilnaðarstefnunnar; og Mark Pieth, einn af helstu sérfræðingum heimsins í baráttunni gegn mútum og peningaþvætti. Allir hafa þessir menn getið sér góðan orðstír fyrir heiðarleika, sérfræðiþekkingu og hæfileika til að komast að sann- leikanum. Þeir eiga ekki aðeins að rann- saka gerðir embættismanna Sam- einuðu þjóðanna, heldur einnig þeirra umboðsmanna og verktaka sem Sameinuðu þjóðirnar eða Írakar leituðu til í tengslum við áætlunina um olíu fyrir mat. Rann- sóknarmennirnir fá aðgang að öll- um skjölum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráðið hefur skorað á öll aðildarríki sam- takanna að veita rannsóknarnefnd- inni alla þá aðstoð sem hún þarf. Annan hefur heitið því að grípa til aðgerða gegn embættism SÞ, verði þeir fundnir se misferli, og leyfa þeim e krefjast friðhelgi reynist brotið lög. Eða eins og V hefur sagt: „Ásakanirnar óhjákvæmilega einhverju en mikilvægt er að gang skugga um hvort einhve fyrir þeim. Ef svo reynis gera grein fyrir ávirðing skýra strax frá þeim og fyrir sárinu.“ Enginn ætti að dæma urstöður nefndarinnar fy Sem stendur eru þetta a anir – sumar þeirra eru beinast gegn nafngreind staklingum; aðrar eru ól mennar; og þó nokkrar þ byggjast á misskilningi á tilgangi áætlunarinnar. Sumar tölurnar sem v Áætlunin Eftir Edward Mortimer ÚRSLIT FORSETAKOSNINGA Úrslit forsetakosninganna á laugardaginn var erualvarlegt áfall fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, for-seta Íslands. Eftir átta ára setu á Bessastöðum mættu um 28 þúsund Íslendingar á kjörstað til þess að skila auðu og láta með þeim hætti í ljósi andúð sína á vinnubrögðum forsetans og afstöðu. Um 80 þúsund kjós- endur sáu ekki ástæðu til að koma á kjörstað, sem að hluta til má skilja sem vísbendingu um andstöðu ein- hverra úr þeirra hópi við forsetann og endurkjör hans. Um 13 þúsund kjósendur greiddu Baldri Ágústssyni at- kvæði, sem snemma í vor var lítt þekktur meðal lands- manna. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embætti forseta Íslands í átta ár og hefði átt að komast langt með það á þessum tíma að fylkja þjóðinni að baki sér sem forseta, þótt hann væri einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins á sinni tíð. Það hefur þó ekki tekizt betur en svo, að í þessum kosningum hlaut hann einungis atkvæði um 42,5% kosningabærra Íslendinga til þess að gegna forsetaembættinu áfram. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að ótrúlega stórum hópi kjósenda hefur mislíkað hvernig forsetinn hefur sinnt embættisstörfum sínum og skyldum. Þrátt fyrir þessar skýru vísbendingar hefur forseti Íslands lagt á það mikla áherzlu, frá því að fyrstu tölur komu fram á laugardagskvöld, að rangtúlka kosningaúrslitin og hefur notið stuðnings við það, annars vegar frá nokkrum fjölmiðlum og hins vegar frá þröngum hópi stuðningsmanna sinna, sem eru reglulegir svonefndir álitsgjafar í ljósvakamiðlum. Þótt búast megi við nánast hverju sem er frá „álitsgjöfum“ er hægt að gera þá kröfu til forseta Íslands, að hann komi fram við þjóðina af ein- lægni á stundu sem þessari, geri henni grein fyrir því, að honum sé ljóst, að hann hafi ekki náð trausti stórs hóps kjósenda, og íhugi hvað geti valdið því. Slík umhugsun af hálfu forsetans í kjölfar kosningaúrslitanna hefði auð- veldað honum það erfiða verk, sem hann á fyrir höndum, að ná sátt við stóran hóp landsmanna, sem er forsenda þess, að hann geti gegnt embætti sínu sem skyldi. Í þess stað hefur hann endurtekið aftur og aftur að hann hafi fengið 85% „gildra“ atkvæða og gefur þar með í skyn, að þeir 28 þúsund Íslendingar, sem skiluðu auðu, hafi ekki skilað gildum atkvæðum í kjörkassana. Úrslitin í kosningunum sjálfum voru erfið fyrir forset- ann en hann hefur bætt gráu ofan á svart með viðbrögð- unum, sem hafa ekki verið í neinu samræmi við veru- leikann. Hverjar eru ástæður þess, að forsetinn náði ekki betri árangri í þessum forsetakosningum? Þær eru nokkuð ljósar. Framan af forsetaferli sínum sýndi Ólafur Ragnar Grímsson tilhneigingu til að færa út þau mörk forseta- embættisins, sem sátt hafði skapazt um meðal þjóðar- innar á mörgum áratugum. Það er rétt, sem Ólafur Ragnar hefur sagt, að deilur stóðu í byrjun um þá tvo einstaklinga, sem fyrst gegndu embætti forseta Íslands. Sveinn Björnsson var svo umdeildur vegna starfa sinna, sem ríkisstjóri, að lykilmenn í íslenzkum stjórnmálum greiddu honum ekki atkvæði, þegar forseti var fyrst kjörinn á Alþingi á lýðveldisdaginn 17. júní 1944. Hins vegar færðust þau samskipti smátt og smátt í viðunandi farveg. Ásgeir Ásgeirsson hafði notið mikilla vinsælda meðal landsmanna vegna framgöngu sinnar sem forseti Sam- einaðs Alþingis á Alþingishátíðinni 1930, þegar þúsund ára afmælis Alþingis var minnzt. En Ásgeir var jafn- framt umdeildur meðal stjórnmálamanna eftir afskipti sín af stjórnmálum. Forsetakosningarnar 1952 drógu dilk á eftir sér á vettvangi stjórnmálanna í marga ára- tugi, eins og kunnugt er. En Ásgeiri Ásgeirssyni tókst með glæsibrag að skapa samstöðu um sig í embætti og fylkja þjóðinni að baki sér. Hann varð einn ástsælasti forseti, sem setið hefur á Bessastöðum. Í forsetatíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnboga- dóttur varð til sameiginlegur skilningur meginþorra landsmanna á því hvert væri eðli forsetaembættisins og hvert væri hlutverk forseta Íslands. Grundvallarþáttur í þeim sameiginlega skilningi var sú skoðun og tilfinning, að forsetinn ætti fyrst og fremst að vera sameining- artákn íslenzku þjóðarinnar og koma fram fyrir hennar hönd inn á við og út á við. Því hlutverki gegndu bæði Kristján og Vigdís með reisn. Í því sambandi skiptir engu máli, þótt þau hafi bæði orðið fyrir gagnrýni vegna einstakra embættisverka bæði frá Morgunblaðinu og öðrum. Ólafur Ragnar Grímsson hafði framan af uppi vissa viðleitni til að brjótast út úr þeim ramma, sem á löngum tíma hafði orðið til um forsetaembættið. Það gerði hann með því að blanda sér í nokkrum tilvikum inn í þjóðmála- umræður með þeim hætti, að mörgum þótti nóg um og m.a. Morgunblaðinu. Um skeið virtist draga úr þessari tilhneigingu hjá forsetanum og hann var kominn býsna langt með að skapa frið um sig sem forseta. Raunar lengra en margir þeir sem til þekktu áttu von á. Á þessu hefur hins vegar orðið breyting á þessu ári. Þar skiptir sköpum ákvörðun forsetans frá 2. júní sl. um að beita 26. grein stjórnarskrárinnar og hafna því að staðfesta fjölmiðlalögin. Þar var um að ræða ákvörðun, sem hlaut að kalla fram alvarlega andstöðu við forset- ann, og það hefur nú verið staðfest í þessum forseta- kosningum með afgerandi hætti. Fjölmiðlalögin ganga hins vegar til þjóðaratkvæða- greiðslu og þar með er afskiptum forsetans sjálfs af þeim lögum lokið en jafnframt eru þau líka komin úr höndum Alþingis og ríkisstjórnar. Í þeim umræðum, sem framundan eru um þau vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar, þýðir þess vegna ekki að hafa uppi há- reysti um vinnubrögð ríkisstjórnar og meirihluta Al- þingis eins og gert var í vor heldur verða þeir, sem þátt taka í umræðunum, að taka afstöðu til þess málefnis, sem lögin fjalla um. Forsetinn sjálfur stendur hins vegar frammi fyrir því erfiða viðfangsefni að ná sátt við þann stóra hluta þjóð- arinnar sem er orðinn honum alvarlega andsnúinn. Hon- um tókst illa upp í byrjun með viðbrögðum við kosn- ingaúrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref hans verður. Ólafi Ragnari Grímssyni er auðvitað ljóst, hvað svo sem hann segir opinberlega, að hann stendur frammi fyrir alvarlegasta vanda á forseta- ferli sínum. Hinn almenni borgari er yfirleitt sáttfús. En sættir takast ekki nema báðir aðilar sýni viðleitni til þess. Nú bíður sá hluti þjóðarinnar, sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur ýtt frá sér, eftir því að sjá, hvort og þá með hvaða hætti hann réttir fram sáttahönd. FORSETAKOSNINGARNAR OG MORGUNBLAÐIÐ Í umræðum að loknum forsetakosningum hefur ÓlafurRagnar Grímsson, forseti Íslands, vikið nokkrum orðum að Morgunblaðinu og umfjöllun þess um forseta- kosningarnar alveg fram á kjördag. Í fyrstu viðbrögð- um við úrslitunum hafði hann a.m.k. tvívegis orð á því, að „öflugasta og elzta“ dagblað landsins hefði verið sér andsnúið í aðdraganda kosninganna og virtist líta á það sem skýringu á að hann hefði ekki hlotið betri kosningu en ella. Smátt og smátt færði forsetinn sig upp á skaftið í gagnrýni sinni á Morgunblaðið og í gær sagði hann að Morgunblaðið hefði „stundað kalda stríðs blaða- mennsku“ og hefði verið eini fjölmiðillinn, sem hefði haldið uppi „markvissri og hatrammri“ baráttu gegn sér. Jafnframt sagði forsetinn, að blaðið hefði haldið þess- ari baráttu uppi í leiðurum, Reykjavíkurbréfum og fréttum, bæði forsíðufrétt á kjördag og öðrum fréttum. Alveg sérstaklega hefur forsetinn haldið því fram, að frétt á forsíðu Morgunblaðsins á kjördag um breytta hætti varðandi birtingu upplýsinga um fjölda auðra seðla hefði verið eins konar tilkynning til landsmanna um að þeir ættu að skila auðu. Það er auðvitað staðreynd, að sú breyting, sem þarna varð á var verulega fréttnæm í ljósi þeirra vísbendinga, sem fram höfðu komið um fjölda auðra seðla. Hér var því um eðlilegt fréttamat að ræða og upphlaup forset- ans af þessu tilefni gamaldags pólitík. En það er auðvit- að móðgun við þá 28 þúsund Íslendinga, sem skiluðu auðu að halda því fram, að þeir hafi hlýtt einhverju meintu kalli Morgunblaðsins í þeim efnum eins og for- setinn gefur í skyn með orðum sínum. Forsetinn hefur líka sagt, að 28 þúsund auð atkvæði væru rýr uppskera í þessari meintu baráttu Morgunblaðsins og móðgar enn á ný þennan stóra hóp kjósenda, með því að lýsa þeim, sem „rýrri uppskeru“ blaðsins. Svo vill til, að miðvikudaginn 23. júní sl. birti Frétta- blaðið skoðanakönnun, sem blaðið sjálft hafði fram- kvæmt. Þar kom fram, að forsteinn mætti búast við 70% atkvæða en að 20% þeirra, sem ætluðu að mæta á kjör- stað mundu skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson kemst ekki hjá því að horf- ast í augu við að 28 þúsund atkvæði spruttu upp úr gras- rótinni og að umfjöllun Morgunblaðsins um forseta- kosningarnar hafði ekkert með þá niðurstöðu að gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.