Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 33
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 33 ÞÁ kröfu verður að gera til höf- unda sem vilja láta taka sig alvarlega að þeir sýni verkum sínum þá virð- ingu að ganga sómasamlega frá þeim til prentunar. Stundum vill verða misbrestur á þessu og eru það alltaf lýti á verkum. Tryggvi V. Líndal hef- ur sent frá sér margar bækur. Sum- ar þeirra hef ég lesið og veit ekki betur en sæmilega hafi verið til þeirra vandað. En í nýrri bók Tryggva sem hann nefnir Evrópu- ljóð og sögur er því miður kastað til höndunum. Bókin skiptist í tvo hluta. Annars vegar eru ljóð sem oft eru sviðsett í Evrópu, einkum Grikklandi enda þótt víðar sé farið, svo sem til Úkra- ínu og Póllands en Tryggvi sækir föng sín einnig til Íraks og Kanada. Í síðari hluta bókarinnar eru svo tveir prósatextar sem erfitt er að flokka en höfundur kallar sögur. Ljóð Tryggva sækja oft áhrif, myndir og tilvísanir til forngrískra sagna. Ljóð hans eru gjarnan vanga- veltur um lífið og tilveruna og stund- um gengur sá skáldskapur upp. En allt of oft virðast mér þessar vanga- veltur fara út um víðan völl eins og höfundur fái ekki fest hugann við umræðuefnið. Bestu ljóð hans eru raunar smáljóð í flokki sem hann kallar Fuglaskottís. Í flokknum eru kímnir palladómar um fugla oft út frá sjónarhorni veiðimannsins. Það er eitthvað kaldrifjað t.a.m. við þessa lýsingu á heiðlóunni: Þú og byssan horfast á, forvitin, fáránlega: Þú, í þinni svörtu svuntu og gráskræpótta enska jakka, heilsar nú morðingja blíðlega. Hinar tvær sögur Tryggva sækja föng sín í sagnasjóði. Önnur er óræð saga um lífið og tilveruna en byggist á Sturlunguminnum. Þar er Þórður kakali aðalpersóna en sagan nefnist Meðreiðar-Sveinn og er sú persóna hugarfóstur Tryggva. Í seinni sög- unni sem nefnist Borges og Lorca byrjar Tryggvi að fjalla um Borges og viðbrögð hans við ofbeldi fasism- ans en þau viðbröð leiða hann út í umfjöllun um Lorca og samskipti hans við sams konar öfl. Sannast sagna eru þessar sögur sundurlausar í meira lagi og mark- miðin með þeim óljós Svo lítið er til þeirra vandað að þær líkjast fremur fyrsta uppkasti en frágengnum sög- um. Í sögunum og raunar ljóðunum rakst ég þannig bæði á rangt beygð- ar sagnir og ranglega beygð fallorð. Víða mætti greinarmerkjasetning og setningargerð þola meiri yfirlegu og uppsetning sagnanna er óvönduð líkt og textinn sé óyfirlesinn, hálfar línur upp úr þurru þar sem engin ástæða er til og skipting milli lína handa- hófskennd og ekki í samræmi við ís- lenskar ritreglur. Allt ber þetta vitni þess að lítt hafi verið vandað til útgáfunnar og próf- arkalesturs. Þetta eru handarbaka- vinnubrögð. Höfundur sem vill láta taka sig alvarlega verður að vanda betur til verka. BÆKUR Ljóð eftir Tryggva V. Líndal. Valtýr. 2004 – 59 bls. EVRÓPULJÓÐ OG SÖGUR Skafti Þ. Halldórsson EITT er öruggt. Það koma alltaf fram nýjar og nýjar kynslóðir skálda. Nýjasta kynslóðin á bókamarkaðnum er rétt liðlega tvítug. Þetta er partí- kynslóð ef marka má nýja ljóðabók ungs skálds sem nefnir sig maríó múskat í höfuðið á kunnri rauðvín- stegund og hefur birt eftir sig ljóð að undanförnu í ljod.is. Bókin nefnist Öreindir af lúsinni og einkennist kannski einna helst af hugmyndagleði höfundar og leik með hugmyndir og orð. Þetta er snögghærður kveðskapur, ljóðin stutt og hnitmiðuð. Viðfangs- efnin eru býsna oft tengd partíum, ástarsamböndum og kynlífi en einnig sjálfsupplifun eins og títt er um ung skáld. Hraði og harðneskja nútímans birtist eins og í framhjáhlaupi í sum- um ljóðunum. Höfundur talar á einum stað um ,,að klessa á morgundaginn“. Það er ekki algengt að höfundar noti mikið tölur í kvæðum sínum en maríó múskat er óspar á þær. Í kvæði sem nefnist Tölur telur höfundur upp á fimmtán en bætir síðan við:,, Vil þig // Nítján // næstum því tuttugu. Í öðru ljóði, sem nefnist Klukkutímar, endar næturlífið og dagurinn hefst í óræð- um svefnrofum en býsna nákvæmu tímatali: Við komum heim klukkan 4:10. Við sofn- uðum klukkan 7:16. Við vöknuðum klukkan 11:44. Þú fórst klukkan 12:37. Ég sofnaði klukkan 12:39. Ég vaknaði klukkan 18:22. … eða eitthvað. Þetta ,,…eða eitthvað“ gæti sem best verið grunntónninn í bókinni því að viðfangsefnin rista ekki alltaf djúpt. Ort er um nærbuxur og nýja skó, barbiedúkkur, uppáferðir, ástar- sambönd og fleira og snöggvast finnst lesanda hann vera staddur í heimi Beðmála í borginni. Sum ástarljóðin finnst mér þó laglega gerð eins og ljóðið Kvöldið sem minnir einna helst á Mersey-skáldið Adrian Henry í Englandi sem orti myndræn og popp- uð upptalningarljóð á 7. áratugnum: Bíll, myndavél, rúðuþurrkur, selfoss, kaffi, rok, myrkraherbergi, rautt hús, stúdíó, hraðbanki en þó aðallega þú. Alvaran á einnig bústað í ljóðunum en þó í formi kaldhæðni sem maríó múskat lætur vel og hittir ágætlega í mark, ekki síst þessa síðustu og verstu daga. Kvæðið USA er bein- skeytt þótt það sé lágvært og láti staðreyndirnar tala: Það er rigning hjá þeim núna og þeim líður vel. Veðrið er búið að vera „dálítið of mikið“ undanfarið og það er ágætt að það sé farið að rigna aðeins á þá. Ástarkveðjur; Donald Rumsfeld. p.s. Drápum sex hundruð Íraka í gær. Öreindir af lúsinni er fyrsta ljóða- bók höfundar. Þótt skáldskapurinn risti ekki alltaf djúpt er ekki annað hægt en að hrífast af uppáfinningar- semi höfundar, léttri kímni og kald- hæðni sem hríslast um ljóðin. Skafti Þ. Halldórsson ALDREI hafa fleiri nemendur sótt Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga að Húsabakka í Svarf- aðardal en nú í sumar, en skólinn starfaði dagana 12.–20. júní, og var þetta áttunda sumarið sem hann er starfræktur. Alls sótti fimmtíu og einn nemandi skólann á fjórum námskeiðum, en í ár var boðið upp á masterklass-námskeið í leikstjórn hjá Sigrúnu Valbergsdóttur leik- stjóra, sérnámskeið fyrir leikara þar sem unnið var með tækni trúðs- ins hjá Ágústu Skúladóttur leik- stjóra, Ásta Arnardóttir leikkona og jógakennari kenndi grunnnámskeið fyrir leikara og Þorgeir Tryggvason textasmiður var með námskeið í leikritun eða svokallaða höfunda- smiðju. Vaninn hefur verið að ljúka skól- anum með einhvers konar upp- skeruhátíð og hefur hún oftast verið í formi örleikritahátíðar, þar sem fólk af öllum námskeiðunum vinnur saman, og var það einnig raunin í ár. Þannig skrifuðu höfundar leik- ritunarnámskeiðsins örverk á starfstíma skólans sem nemendur leikstjórnarnámskeiðsins leik- stýrðu, en leikararnir komu af leik- aranámskeiðunum. Leikstjórar og leikendur fengu leiktextann í hend- urnar kvöldið fyrir örleikritahátíð- ina, sem fram fór laugardaginn 19. júní, til að kynna sér verkið og byrja að læra textann. Ekki mátti hins vegar byrja að æfa verkið fyrr en sjálfan sýningardaginn og fékk þá hver hópur rétt rúmar tvær klukkustundir til æfinga. Alls voru sýnd átta ný örverk í tíu uppfærslum, en hverjum leikhóp var úthlutað sýningarstað og var leikið á jafnólíkum stöðum og í íþróttasal, áhaldageymslu, tónlistar- herbergi og anddyri íþróttahússins, auk þess sem einn þáttanna var leikinn úti undir berum himni á leikvelli staðarins. Óhætt er að segja að viðfangsefni örverkanna átta hafi verið afar ólík, en meðal umfjöllunarefna var ástin, barna- uppeldi, siðferði og siðleysi, þrá eft- ir tengslum og endurheimt þess sem aldrei var nema í draumunum. Leikstjórarnir tíu beittu fjöl- breyttum efnistökum í uppsetn- ingum sínum því sýningarnar spönnuðu allt frá svartasta húmor yfir í upphafna ljóðrænu með við- komu í raunsæi. Þess má að lokum geta að mörg þeirra örleikrita sem upphaflega voru sýnd á örleikritahátíð Leiklist- arskólans hafa verið unnin áfram og sýnd síðar á vegum leikfélaganna. Þannig rötuðu til að mynda nokkrir þáttanna inn á fyrstu stutt- verkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, Margt smátt, sem haldin var í samstarfi við Borgarleikhúsið í október sl. Því er aldrei að vita hvort einhverjir nýju þáttanna rati inn á næstu stuttverkahátíð sem haldin verður í Borgarleikhúsinu 23. október nk. Leiklist | Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga Átta ný örleikrit frumsýnd Morgunblaðið/Nína Björk Kristrún Jónsdóttir, Huld Óskarsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson léku Litla sögu af Sóleyju með sykri og rjóma eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar á leikvellinum á uppskeruhátíð skólans nyrðra. BÆKUR Ljóð eftir maríó múskat. Eiginútgáfa. 2004 – 44 bls. ÖREINDIR AF LÚSINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.