Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Heimsk þjóð, Stúfur litli, vill hvorki björgunarbát né Libby’s.
Neysluútgjöld heim-ilanna hafa hækk-að um rúm 52%
frá árinu 1995 á sama tíma
og meðalstærð heimilanna
hefur minnkað úr 2,82 ein-
staklingum í 2,68. Vísitala
neysluverðs hefur hækkað
um 28%. Hefur þetta vakið
athygli en þessar stað-
reyndir má lesa úr niður-
stöðum rannsóknar á út-
gjöldum heimilanna fyrir
árin 2000–2002, sem Hag-
stofa Íslands framkvæmir
og birti niðurstöður í
skýrslu í síðustu viku. Úr-
taksrammi rannsóknarinnar var ís-
lenskir og erlendir ríkisborgarar á
aldrinum 18–74 ára sem skráðir eru
í þjóðskrá og eiga lögheimili á Ís-
landi. Fjöldi heimila sem lentu í úr-
takinu var 1.222 á ári en árinu er
skipt í 26 tveggja vikna búreikn-
ingstímabil, sem eru nákvæmar
skráningar allra heimilisútgjalda,
og var svarhlutfall tæp 55% sem
gerði í það heila 1.907 heimili. Af
þeim voru 513 talsins einstaklings-
heimili eða rúmur fjórðungur
þeirra að vegnu meðaltali.
Heimili einhleypra eru hlutfalls-
lega flest á höfuðborgarsvæðinu
eða 29,5% heimila en rúmlega 22%
utan þess. Hæst er hlutfall heimila
hjóna/sambýlisfólks með börn,
42,4%, í öðru þéttbýli. Sambærileg
tala fyrir höfuðborgarsvæði er
34,4% og dreifbýli 39,3%.
Símaþjónusta er meðal þeirra út-
gjaldaliða sem hafa aukist hlutfalls-
lega mest hjá heimilunum frá árinu
1995 og er það aðallega vegna
þeirrar aukningar sem hefur orðið
á farsímaþjónustu. Hlutfall matar
og drykkjarvöru í heimilisútgjöld-
um hefur minnkað, úr 17,4% í
15,9%, en hlutur húsnæðis, hita og
rafmagns hefur hækkað úr17,9% í
20,1% af heildarútgjöldunum.
Breytt fjölskyldumynstur
Stefán Ólafsson, prófessor í fé-
lagsfræði, segir ljóst að sama þróun
eigi sér stað í íslensku samfélagi og
hefur verið erlendis varðandi
breytt fjölskyldumynstur, þ.e.
fjölgun einmenningsheimila bæði
meðal eldri borgara og yngra fólks.
Þessi þróun hafi einnig átt sér stað í
nágrannalöndum okkar en byrjað
miklu fyrr og sé þar af leiðandi
gengið lengra. Breyting á fjöl-
skyldumynstrinu hefur helst þróast
í þéttbýliskjörnum og nútímalegum
stórborgum og eigi þ.a.l. einna helst
við höfuðborgarsvæðið hér á landi,
þó að það sé ekki algilt er mynstrið
sterkast á þeim svæðum. Sérstak-
lega hefur þetta verið rannsakað í
borgarfræðum þar sem þetta
mynstur er skoðað í einstökum
borgum, en ekki hefur verið mikið
skrifað um breytt fjölskyldumynst-
ur eitt og sér hérlendis nema þá
helst í tengslum við aðra þætti.
Stefán bendir hinsvegar á að Ís-
lendingar séu nokkuð á eftir þróun-
inni sem á sér stað í löndunum í
kringum okkur. Hann nefnir sem
dæmi að ungt fólk býr t.a.m. lengur
í foreldrahúsum og skýrist það m.a.
af því að húsnæði er rúmgott og því
fari ungt fólk seinna af stað til þess
að stofna sitt eigið heimili. Einnig
spili inn í vanþróaður leigumarkað-
ur sem ýti undir það að fólk búi
lengur heima við miðað við ná-
grannalönd okkar. Í skýrslunni
kemur fram að um 80% heimila,
eða 1.524, búa í eigin húsnæði á
móti 20%, eða 383 heimili, sem búa í
leiguhúsnæði. Í samsvarandi könn-
un frá 1995 bjuggu um 78% í eigin
húsnæði. Á þeim 1.907 heimilum
sem tóku þátt í rannsókninni
bjuggu 5.883 einstaklingar eða um
2,05% af þjóðinni. Fram kom að
heimili í dreifbýli séu stærri en í
þéttbýli. Rannsóknin sýndi að 3,04
einstaklingar bjuggu að meðaltali á
heimilum í dreifbýli, 2,81 einstak-
lingar í öðru þéttbýli og 2,57 á höf-
uðborgarsvæðinu.
Börnum fækkar á heimilum
Í skýrslunni kemur einnig fram
að börnum á heimilum fækkar frá
því 1995 en út frá hagfræðilegum
skýringum voru þá að meðaltali
1,11 barn á heimili en nú hefur
fjöldinn lækkað í 0,98 barn á hvert
heimili. Vegin meðalstærð heimilis
var 2,68 einstaklingar, tæplega 1
barn og 1,7 fullorðnir. Megi útskýra
þessa þróun m.a. með tilliti til
hækkandi menntunarstigs hér-
lendis. Hjúskaparform breytist
bæði vegna þess og vegna annarra
ástæðna, fólk bæði giftir sig síðar
og eignast börn síðar þannig að
barneignaraldurinn hækkar.
Stefán segir að ef litið sé til
bandarísks samfélags sé þessi þró-
un mjög afgerandi með fjölgun ein-
staklingsheimila, ekki síst í mið-
borgarumhverfi. Þróunin sé
hægari á Norðurlöndunum en öll í
þessa áttina sem og á Íslandi.
Angi nútímavæðingarinnar
Að því hvað snertir ungt fólk sé
þetta partur af breyttum sambúð-
arformum, meiri menntasókn og
samskipti kynjanna séu að breyt-
ast. Hvað eldra fólk varðar nefnir
hann að lífslíkur fólks séu að
aukast, sérstaklega hjá konum þó
að karlar hafi verið að sækja á í því
tilliti. Meiri tilhneiging sé í þá átt að
eldra fólk lifi á eigin vegum í eigin
íbúðum t.a.m. þjónustuíbúðum,
sem auðveldar því að geta búið eitt
lengur, í stað þess að þurfa t.d. að
flytjast inn á stofnanir eða til
barnanna sinna. Þetta sé því einn af
öngum nútímavæðingarinnar.
Þetta séu margir samspilandi þætt-
ir sem komi að þessu breytta fjöl-
skyldumynstri.
Fréttaskýring | Breytingar
á íslenskri heimilisgerð
Meðalstærð heim-
ila hefur minnkað
Fjórðungur heimila einstaklings-
heimili og börnum fækkar
Stefán Ólafsson
Í núgildandi lögum um vísitölu
neysluverðs nr. 12/1995 segir að
Hagstofan skuli eigi sjaldnar en
á fimm ára fresti gera athugun
eða rannsókn á útgjöldum heim-
ilanna. Samfelld rannsókn á út-
gjöldum heimilanna hófst í jan-
úar árið 2000.
Fyrri rannsóknir kölluðust
neyslukannanir en nafninu var
breytt árið 2000 í rannsókn á út-
gjöldum heimilanna sem er með
svipuðu sniði og neyslukann-
anirnar voru.
Rannsókn á út-
gjöldum heimilanna
jonpetur@mbl.is
INGIBERGUR Einarsson, starfs-
maður Flugumferðarstjórnar í
Vestmannaeyjum, varð nýlega
var við æðarkollu á flugbrautinni
í Eyjum. Hafði hún útbúið sér
hreiður við brautarljós.
Engin hætta á ferðum
„Þær hafa oft verið nálægt
brautunum en þetta er í fyrsta
skipti sem við verðum varir við
hreiður inni á brautinni. Hún er
mjög spök og hreyfir sig ekki
þótt flugvélarnar séu að lenda við
hana,“ sagði Ingibergur og bætti
við að engin hætta stafaði af
þeim.
Önnur kolla kemur í heim-
sókn og fær vatn
„Það er önnur sem kemur í
heimsókn þegar það er þurrt og
fær vatn hjá okkur, hún einfald-
lega bíður fyrir utan þangað til
við skrúfum frá.“
Æðarkolluhreiður á flugbrautinni í Eyjum
Hreyfir sig ekki þótt
flugvélarnar séu að lenda
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
RÆTT verður um nánara samstarf
Íslands og Malaví á sviði félagsmála
á fundi Árna Magnússonar félags-
málaráðherra og forystumanna
Malaví í heimsókn félagsmálaráð-
herra til landsins, sem hófst í gær.
Árni mun m.a. eiga fund með dr.
Bingu wa Mutharika, nýkjörnum
forseta Malaví, og opna nýja sendi-
skrifstofu Íslands í Lilongwe, höfuð-
borg landsins.
Árni mun einnig kynna sér fram-
gang félagslegra verkefna sem Ís-
lendingar hafa unnið að í Malaví í
heimsókn sinni til landsins og vígja
skólabyggingu fyrir 1.200 börn, sem
Þróunarsamvinnustofnun Íslands
hefur reist í Msakaþorpi.
Félagsmálaráðherra
heimsækir Malaví
Auka á sam-
starf í fé-
lagsmálum