Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ SEGIR nokkra sögu, að Ólafur Ragnar Grímsson skyldi láta það verða sitt fyrsta verk í sjónvarpssal, eftir að hann hafði verið kjörinn forseti Íslands laug- ardaginn 28. júní, að ráðast á Morgunblaðið. Þetta sýndi ásamt ýmsu öðru, að Ólafur ætlar ekki að vera sameiningartákn þjóðar- innar, sitja í táknrænni tignar- stöðu eins og fyrri forsetar, held- ur vill hann kasta sér út í stjórnmálabaráttuna með sínum gömlu samherjum og styðja Baugsmiðlana, enda eru þeir í eigu fjárhagslegra bakhjarla hans. Í þessum kosningum fékk Ólafur ekki nema 42% atkvæða allra kosningabærra manna, hinir ýmist sátu heima, skiluðu auðu eða kusu tvo ókunna menn með sérstök áhugamál. 20% þeirra, sem fóru á kjörstað, gerðu það til þess eins að skila auðu, og verður Ólafi varla mótmælt kröftuglegar. Skýrastur er þó munurinn á hon- um og forvera hans, Vigdísi Finn- bogadóttur. Hún hlaut um þriðj- ung atkvæða í forsetakjöri 1980 og var þá umdeild fyrir fyrri and- stöðu við varnarsamstarfið. En Vigdís óx í starfi og varð samein- ingartákn þjóðarinnar, eins og sýndi sig, þegar ókunn kona gaf kost á sér gegn henni 1988. Þá fékk Vigdís þorra greiddra at- kvæða, rúmlega 90%. Í forseta- kjöri 1996 hlaut Ólafur eins og Vigdís áður ekki meiri hluta at- kvæða og var þá vissulega um- deildur stjórnmálamaður. Átta ár- um síðar gefa tveir kost á sér gegn honum. Þá er kjörsókn mjög dræm, og hann fær 68% greiddra atkvæða, 22% minna en Vigdís 1988. Forsetaembættið stendur djúpum rótum í þjóðarsálinni, og eflaust voru nú margir að kjósa það frekar en Ólaf. En smám sam- an er Ólafur Ragnar Grímsson að grafa undan því. Hann hegðar sér ekki eins og forseti lýðveldisins, heldur Baugs- veldisins. Hann talar ekki eins og forseti þjóðarinnar, heldur Samfylking- arinnar. Hann getur ekki setið á sér. Hann beið nú umfram allt ósigur fyrir sjálfum sér. Ósigur Ólafs Ragnars Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. Hannes Hólmsteinn Gissurarson OG ÉG sem var farin að trúa því að ég gæti aldrei átt samleið með samfylkingarmönnum. Ryðst þá ekki fram á ritvöllinn í málgagni sínu Val- gerður Bjarnadóttir, og með vísun í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrr í þessum mánuði, trúir alþjóð fyrir því að hún líti á það sem milli hennar og henn- ar læknis fari sem einkamál. Þetta er einmitt kjarninn í við- horfi mínu til gagna- grunns á heilbrigð- issviði. Reyndar tel ég að þetta hafi verið skoðun flestra sem andmæltu gagna- grunninum, þótt vissulega hafi gamlir hatursmenn Kára Stefánssonar leynst innan um. Tilvísunin kemur að vísu eins og út úr kú, en virðist notuð sem tilliástæða til að koma höggi á forsætisráðherra. Það er víst trú manna í Samfylkingunni að vinátta við forsætisráðherrann sé, ef ekki ámælisverð þá í það minnsta tortryggileg. Ég þekki ekki forsætisráðherra, en vinátta og ættartengsl virðast ekki vera til baga fyrir Íslendinga almennt nema þeir beri nafnið Davíð Oddsson. Efast ég ekki um að Valgerður hafi sjálf á ein- hverjum tíma þegið greiða af vin- um eða úr frændgarði. Það hefur eflaust verið bæði vel meint og vel þegið, enda er vandfundinn sá Ís- lendingur sem ekki ræktar vináttu- og ættartengsl ef hann á þess kost. Hvort djúpstæð vinátta forsætis- ráðherra við Kára Stefánsson hafi verið eina ástæða þess að hann veitti fyrirtæki Kára brautargengi get ég ekki fullyrt um, en svo segir mér hugur að þar hafi vegið þungt á metum þau atvinnutækifæri sem opnuðust fyrir íslenska vís- indamenn til að sinna fagkunnáttu sinni á heimaslóð. Ég er afar sátt við það sem Íslensk erfðagreining hefur lagt til atvinnusköpunar hér á landi á sviði vísinda, þótt ég hefði verið enn ánægðari ef þeim hefði tekist að halda þeim dampi sem farið var af stað með. Ég er ekki svo sjálfumglöð að halda að þau áföll sem fyrirtækið hefur orðið fyrir séu vegna and- stöðu minnar við gagnagrunninn heldur miklu frekar séu þau afleiðing alþjóðlegs hruns líftækni og dot- com fyrirtækja og þannig á engan veg bundin íslenskum að- stæðum. En viðskipta- fræðingurinn kann ef- laust betur að útskýra það. Það er hins vegar ánægjulegt að Val- gerður skuli lýsa yfir stuðningi við vísindi (og listir í þokkabót), því fjölmargir og þar á meðal ég eiga lífsafkomu sína þar undir. Þetta ætti líka að létta af Kára ótta um afleiðingar vináttu- tengsla við Davíð Oddsson komi til þess að félagar Valgerðar komist í valdaaðstöðu. Menn líta vináttu ýmsum augum. Standi vinátta Davíðs Oddssonar og Kára Stefánssonar á gömlum merg er ég hrædd um að fallin sé kenning Samfylkingarmanna um langrækni og heift þess fyrr- nefnda, því Kári er ekki já-maður neins og engan þekki ég sem sam- skipti hefur átt við Kára án þess, fyrr eða síðar, að lenda upp á kant við hann. Vinátta Samfylking- arinnar við Baugsmenn er hins vegar brothættari. Hún hófst þeg- ar Baugsmenn skópu víglínu gegn Davíð Oddssyni í Fréttablaðinu. Fram að þeim tíma voru samfylk- ingarmenn einhuga um að brjóta einokunarveldi Baugs á bak aftur, eins og frægt er úr ræðu Össurar Skarphéðinssonar á Alþingi 22. janúar 2002. Er þetta sú vinátta sem Valgerður leggur blessun sína yfir? Vinátta við vonda menn Ragnhildur Kolka skrifar um vináttu Ragnhildur Kolka ’Menn líta vin-áttu ýmsum augum.‘ Höfundur er meinatæknir Í HEILBRIGÐISDEILD Tækniháskóla Íslands er veitt menntun í tveimur greinum, geisla- fræði og líftækni (áður meintækni). Heilbrigðisdeildin er í örum vexti og hefur nýtt tækifærin sem gefist hafa með nýjum lögum og breyttu starfs- sviði Tækniháskólans til fram- sóknar. Sem dæmi um breytt starfs- svið má nefna að rannsóknir eru nú skilgreindur hlutu starfseminnar og var nýlega veitt sérstök fjárveiting til þeirra. Stefnt er að því að koma á fót meistaranámi í deildinni á næst- unni og hugsanlega fjölga greinum. Háskólaráð Tækniháskóla Íslands samþykkti á dögunum að taka upp heitið líftækni fyrir námsbrautina sem áður hét meinatækni. Nemar munu nú í vor í fyrsta sinn útskrifast með B.Sc.-próf í líftækni frá THÍ með 120 einingar að loknu fjögurra ára krefjandi háskólanámi. Á alþjóðlegum vettvangi hefur nafn faggreinarinnar verið í þróun á undanförnum árum. Sú stétt sem upprunalega hét á ensku „medical laboratory technician“ varð að „medical laboratory technologist“ í samræmi við að rannsókn- araðferðum í heilbrigðisþjónustu fleygði fram og auknar kröfur voru gerðar til menntunar stéttarinnar. Á þessum tíma varð alger krafa að nám meinatækna væri á háskólastigi og lyki með formlegum prófgráðum. Hér á landi voru fyrstu meinatækn- arnir útskrifaðir með B.Sc. 1985 og varð Ísland fyrst Norðurlandanna til að gera það. Frá 1985 hefur þróunin síður en svo hægt á sér og sífellt kallað á aukna þekkingu og færni. Eftirspurn eftir meinatæknum með framhaldsmenntun er sívaxandi og alltaf aukast möguleikar meina- tækna til að fara í framhaldsnám. Þessi þróun hefur valdið því að nafn faggreinarinnar á mörgum tungu- málum hefur tekið breytingum, t.d. má nefna að á ensku er notað „biomedical science (biomedical scientist)“ og á sænsku „biomedis- insk laboratorievet- enskap (biomedis- insk analytiker)“. Það hefur lengi verið ósk meina- tækna að breyta nafni stéttarinnar til samræmis við menntunarstigið og vísa til fjölbreytileika starfsins sem ekki er bundið við mein manna. Venja í málnotkun veldur erf- iðleikum við að þýða þessi erlendu heiti beint svo vel fari á íslensku og að nöfnin verði lýsandi og þjál. Meinatæknar stefna að því að nafn stéttarinnar verði í framtíðinni líftæknifræðingar og hugsa líftækni sem þýðingu á orðinu biomedical og fræðingur vísar til að starfið krefst háskólamenntunar. Þessar breyt- ingar sem nú hafa verið gerðar á nafni námsbrautarinnar í THÍ eru staðfesting á þessum skilningi orðanna og stuðningur við óskir meinatækna um breytingu á lög- vernduðu starfsheiti sínu. Líftækni í Tækni- háskóla Íslands Brynjar Karlsson og Martha Á. Hjálmarsdóttir skrifa um skóla- mál ’Stefnt er að því aðkoma á fót meistara- námi í deildinni á næst- unni og hugsanlega fjölga greinum.‘ Brynjar Karlsson Brynjar er deildarforseti heilbrigð- isdeildar og Martha er sviðsstjóri líf- tæknisviðs THÍ. Martha Á. Hjálmarsdóttir ÝMISLEGT hefur maður nú tekið sér fyrir hendur á lífsleið- inni. Ekkert held ég að hafi þó verið jafngöfugt og stefnir í að ég prófi síðar í sumar. Nú á ég sem sagt að gerast lög- gjafi. Ég er ekki einn um þetta nýja starf, rest- in af þjóðinni lendir í þessu líka. Ég stóð reyndar í þeirri trú að ég hefði ráðið 63 valinkunnar konur og karla á vor- dögum 2003 til að annast þetta starf. Nú er að sjá að for- seti vor telji að þetta fólk hafi ekki staðið sig í stykkinu og því sé tímabært að vér óbreyttir borgarar tökum að okkur lög- gjafarvaldið. Ég ætla ekki að fabúlera um af hverju forseti Íslands valdi þessi lög umfram önnur til þess að setja mig í þessa stöðu. Mér þætti hins vegar vænt um ef hann útskýrði á næstunni, á þokkalega kjarnyrtri og einfaldri íslensku, af hverju hann kaus að koma mér og rest- inni af þjóðinni í þessa vinnu í ná- kvæmlega þessu tilfelli. Látum vera hvort þetta kostar tugi eða hundruð milljóna. Vald Vald er vandmeðfarið. Kúnstin hefur löngum falist í að fela þeim valdið sem best fara með það. Þær aðferðir til að útdeila valdi yfir heilli þjóð sem best hafa reynst undanfarin árhundruð snúa að því að deila valdinu í þrennt, það er löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Ég held að flestir trúi því að það fólk sem velst til löggjaf- arstarfa á alþingi sé almennt vel gefið, trútt sinni köllun og vel meinandi; ráðherrar hafi áhuga á sínum málaflokkum og vinni af heilindum að framgangi þeirra og að dómarar séu réttsýnir og ekki sé hægt að kaupa niðurstöðu þeirra. Hið þrískipta vald sé besta út- færslan sem menn hafi dottið nið- ur á hingað til. Nú í seinni tíð hefur dúkkað upp eitt vald til viðbótar, fjórða valdið. Þetta vald er byggt upp af fjölmiðlum, sem breiða út ‘sann- leikann’ meðal lýðs- ins. Þetta gera þeir hver með sínum hætti. Það dylst engum að þetta vald er til sölu. Það er meira að segja ekkert dónalegt að það skuli vera til sölu, þar sem þetta eru í flestum tilfellum fyrirtæki sem ganga kaupum og sölu eins og hver önnur. Sumum finnst reyndar dónalegt að tala um að þeir sem hjá þess- um fyrirtækum vinni reyni að þóknast eigendum sínum. Ég á erfitt með að skilja af hverju þetta fólk ætti að haga sér allt öðruvísi en annað fólk. Flestir hugsa um hluti eins og starfs- öryggi, starfsframa, framgang fyr- irtækisins og að vera ekki þvers- um í öllum málum. Með þessu er ég ekki að segja að fólk selji sálu sína fyrirtækinu, en þessir þættir hafa afgerandi áhrif. Ég tel líka að eigendur þessara fyrirtækja hugsi á svipaðan máta og eigendur annarra fyrirtækja, þeir vilja hafa hag af rekstri sín- um. Hagurinn getur verið fólginn í beinum arðgreiðslum af starfsem- inni eða betri hagnaði af öðrum fyrirtækjum undir stjórn sömu eigenda. Þannig getur borgað sig að tapa peningum í fjölmiðlafyr- irtæki ef hægt er að ná tapinu inn og gott betur í öðrum rekstri. Þá geta eigendur beint auglýs- ingatekjum frá öðrum fyrirtækum sínum í slíkum mæli að fjölmiðla- fyrirtækinu að hagnaður verði af starfsemi þess. Meginatriði er að ef eigendur fjölmiðlafyrirtækja kjósa að gera slíkt, þá geta þeir beitt fjórða valdinu gegn hinum þremur. Langt er síðan vel gefnir og vel meinandi alþingismenn í öllum flokkum áttuðu sig á þessu. Það er því þyngra en tárum taki að ekki skyldi takast sátt um að setja lög um þetta einfalda og augljósa mál. Ég held að mörgum ef ekki flestum þyki alveg nóg um að einn og sami aðilinn selji okkur nokk- urn veginn allt sem við þurfum til þess að lifa og deyja, þó að hann fóðri okkur ekki líka á næstum því öllum ‘sannleikanum’. Skoðanakannanir sína að 80% Íslendinga telja að forsetinn hafa gert rétt í því að hafna þessu frumvarpi. Ég á erfitt með að átta mig á þankagangi þessara 80% Ís- lendinga. Er satt að segja alveg lost, svona upp á amerísku. Fólk hefur auðvitað alltaf gam- an af töffurum, en þarf ekki að vera einhver smáinnstæða? Ég hefði kosið að vera settur í þessa stöðu út af einhverju miklu brýnna máli. En úr því sem nú er komið er ekki annað að gera en að lesa blessað frumvarpið, staf fyrir staf og gera upp við sig hvort að lögin þjóni hagsmunum okkar Íslend- inga eða ekki. Stjórn, stjórnarandstaða, vinstri, hægri, forseti, forsætisráð- herra, töff eða auli skiptir litlu. Málið fyrir okkur löggjafana snýst bara um hvort samþykkja eigi lagatextann eða ekki. Vér löggjafar Þorsteinn Hallgrímsson skrifar um fjölmiðlafrumvapið ’Kúnstin hefur löngumfalist í að fela þeim vald- ið sem best fara með það.‘ Þorsteinn Hallgrímsson Höfundur er áhugamaður um þing- bundið lýðræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.