Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR
26 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sveinn Jónassonfæddist í Banda-
gerði í Glerárþorpi
hinn 16. maí 1924.
Hann lést á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund hinn 19.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jón-
as Sveinsson, f. 4.12.
1873, d. 29.3. 1954,
ættaður frá Litla-Dal
í Húnaþingi, en síðar
bóndi í Bandagerði,
og Ingibjörg Val-
gerður Hallgríms-
dóttir, f. 9.5. 1888 í
Flögu í Hörgárdal, d. 26.4. 1984.
Þau eignuðust þrjú börn auk
Sveins. Þau eru: Sverrir, látinn,
Hallgerður, látin, og Áslaug.
Einnig áttu þau hálfsystur, Sig-
urlaugu Margréti, látin, sem Jón-
as átti með fyrri konu sinni
Björgu Björnsdóttur, f. 1862, d.
1934, frá Háagerði í Húnaþingi.
Fyrri kona Sveins var Brynhildur
Ólafsdóttir frá Brekku í Glerár-
þorpi. Börn þeirra
eru: Guðrún Sóley,
Björg, Jónas, Víg-
lundur, lést tveggja
ára, Víglundur Jó-
hann, Sverrir Hall-
grímur, látinn, Sig-
urveig og Hafdís.
Brynhildur og
Sveinn slitu samvist-
um. Barn Sveins með
Ásgerði Ásmunds-
dóttur er Ásmundur.
Síðari kona Sveins
er Unnur Guð-
mundsdóttir, f. 7.7.
1924, frá Kvígindis-
felli í Tálknafirði.
Sveinn var um langt árabil sjó-
maður á togurum Útgerðarfélags
Akureyrar, aðallega á Svalbak.
Hann fluttist til Reykjavíkur 1968
og starfaði um tíma hjá Olíufélag-
inu Esso en rak síðan sendiferða-
bifreið um 20 ára skeið.
Útför Sveins verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku pabbi. Kynslóðir koma,
kynslóðir fara, hvert æviskeiðið af
öðru á enda runnið og eftir stöndum
við hnípin og ráðþrota með trega í
hjarta. Þá er alltaf erfitt þegar ein-
hver nákominn kveður þennan
heim, jafnvel þótt dauðinn komi sem
líkn í löngu stríði. Þannig varð okk-
ur systkinunum við er þær fregnir
bárust að þú værir allur, það var svo
óraunverulegt, enda þótt við hefðum
vitað lengi að hverju stefndi. Minn-
ingarnar sóttu á og við reikuðum í
huganum aftur til bernskunnar þeg-
ar allir dagar voru bjartir og sólríkir
og við hoppuðum parís og lékum í
slagbolta daginn út og inn. Þá kom
ósjaldan fyrir að þú slóst í hópinn,
pabbi minn, og við vorum heldur en
ekki roggin að eiga svona ungan og
hressan pabba sem sló helmingi
lengra en stóru strákarnir. Þú varst
líka viljugur að hjálpa okkur að
hlaða upp áramótabrennu á hverj-
um gamlársdegi ef þú varst ekki á
sjónum. Já, þú varst svo sannarlega
ungur og hress í þá daga og ná-
grannakrakkarnir sögðu oft: „Hann
Sveinn í Bandagerði er fínn karl
sem kann að búa til flott snjóhús.“
Þú varst einstaklega laginn við að
hæna að þér börn og þess nutu
barnabörnin í ríkum mæli, og voru
börn Bjargar daglegir gestir hjá
ykkur Unni, seinni konu þinni. En
lífið er sjaldan án áfalla. Árið 1947
drukknaði Sverrir einkabróðir þinn
aðeins 25 ára og þú hlaust sár sem
aldrei greri, enda voruð þið mjög
samrýndir. Það var þó huggun
harmi gegn að skömmu seinna eign-
uðust þið mamma annan Sverri. Ár-
ið 1989 varð annað áfall í þínu lífi
þegar nafni þinn, sonur Bjargar
systur, fórst í hörmulegu slysi. Það
högg var þungt en þú stóðst það af
þér eins og annað mótlæti. Smátt og
smátt fór samt að halla undan fæti
og þú þurftir að selja bílinn og
hætta að vinna.
Það var þér erfitt, enda ekki þinn
lífsstíll að sitja heima og spjalla við
konuna allan daginn. Þú gast samt
keyrt ennþá og þið komust ferða
ykkar sjálf. Þegar því lauk kom
Sverrir bróðir ykkur til hjálpar, út-
réttaði allt og var ykkar önnur hönd
ef á þurfti að halda. Það var því
reiðarslag fyrir ykkur bæði þegar
hann féll skyndilega frá skömmu
fyrir jól árið 2001. Þá fyrst brotn-
aðir þú að fullu, og varst ósáttur við
að fá ekki að fara í stað Sverris enda
hnignaði nú heilsu þinni ört. Á síð-
asta ári fluttuð þið Unnur bæði á
Grund og þar andaðist þú sáttur
með frið í hjarta. Elsku Unnur, við
systkinin vottum þér okkar dýpstu
samúð og þökkum þér fyrir allt.
Elsku pabbi, við óskum þér Guðs
blessunar í nýjum heimkynnum með
ást og þökk.
Loks eftir langan dag
lít ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli ég inn Eyjafjörð.
Ennþá á óskastund
opnaðist faðmur hans.
Berast um sólgyllt sund
söngvar og geisladans.
Áfram og alltaf heim
inn gegnum sundin blá.
Guðirnir gefa þeim
gleði sem landið sjá.
Loks eftir langan dag
leit ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli ég inn Eyjafjöð.
(Davíð Stef.)
Guðrún, Björg, Jónas,
Víglundur og Hafdís.
Elsku afi minn. Þá er komið að
kveðjustund og þó svo það sé sárt að
horfa á eftir þér, þá gleðst ég líka,
því þú ert frjáls. Hugur minn leitar
til baka í æsku mína þar sem ótal
minningar um þig eru að finna. Ég
man alltaf hversu gott var að sitja í
fangi þínu, þar var ég örugg. Fyrir
mér varstu alltaf stóri sterki afi sem
gat gert alla hluti. Oft fór ég með
þér og Unni í bíltúr og keyptum ís.
Þið voruð dugleg að leyfa mér að
þvælast með ykkur á ferðalögum og
þú, afi minn, varst alltaf tilbúinn að
ærslast með mér. Ég man svo vel
jólaböllin sem ég fór á með ykkur.
Ég beið svo spennt í sparifötunum
eftir ykkur og þú, afi, sagðir alltaf
hvað ég væri fín og falleg. Já, afi
minn, þú gast látið mig trúa því að
ég væri falleg prinsessa. Ég er
þakklát fyrir að börnin mín skyldu
fá að kynnast þér og njóta þeirrar
góðmennsku frá þér sem ég þekkti
svo vel. Börnin voru alltaf spennt að
hitta afa Svein því þá var farið á
rúntinn á sendlanum og keyptur ís,
og auðvitað áttirðu alltaf súkkulaði í
vasa þínum. Þú varst duglegur að
segja þeim sögur frá gömlu góðu
dögunum og oftar en ekki varst þú
aðalsöguhetjan. Þeim fannst þú svo
flottur afi eða „cool“ eins og þau
segja. Þú varst greiðagóður og
þekktir marga og enn fleiri þekktu
þig. Þú dæmdir aldrei aðra sem
varð á í lífinu enda búinn að reyna
ýmislegt sjálfur. Þú komst til dyr-
anna eins og þú varst klæddur og
lést annarra manna álit þig engu
varða. Þú og hún Unnur þín áttuð
fallegt heimili sem var ávallt opið og
gott að heimsækja. Þó að sumt hafi
mátt betur fara, var lífsganga þín
auðug og litrík, þú áttir nóg fyrir
þig og þína, varst hreinn og beinn
og sáttur við þitt.
Ég og fjölskylda mín þökkum þér
fyrir allt og óskum þér góðrar ferð-
ar. Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar. Vertu sæll að sinni, elsku afi.
Unnur mín, ég bið góðan guð að
styrkja þig.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér.
Vaka láttu mig eins í þér:
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pét.)
Guð geymi þig.
Kveðja.
Borghildur og fjölskylda.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann þegar ég hugsa
um hann afa minn. Þegar ég var
yngri bjó ég úti á landi þannig að
samband okkar einkenndist fyrst og
fremst af ferðalögum hans út á land
eða okkar til Reykjavíkur. Afi og
Unnur tóku alltaf jafn vel á móti
mér þegar ég kom í heimsókn, bæði
þegar ég var lítil með mömmu og
pabba og einnig þegar ég varð eldri
og fékk að gista hjá þeim í ferðum
mínum í borgina.
Eftir að ég flutti til Reykjavíkur
var ég það heppin að fá að kynnast
þeim báðum betur.
Það má segja að afi hafi verið með
hreinskilnari mönnum. Hann hafði
afskaplega ákveðnar skoðanir og
var ófeiminn við að láta þær í ljós.
Fyrst þegar ég fór að keyra í
borginni var ég frekar kvíðin því ég
hafði aldrei ekið í jafn mikilli um-
ferð. Þá sagði afi við mig: „Þórunn
mín, þetta er ekkert mál, þú skalt
bara ganga út frá því að þú sért eina
manneskjan sem kannt að keyra og
þú skalt vara þig á öllum hinum.“
Þessu ráði hef ég ávallt fylgt síðan
og reyni að vera eins varkár í um-
ferðinni og ég get.
Afi seldi mér líka fyrsta bílinn
sem ég eignaðist, brúna Volkswagen
Jettu. Bíllinn reyndist alveg ágæt-
lega en þegar árin liðu fór ýmislegt
að gefa eftir. Ég held að afa hafi
alltaf fundist það vera á sína ábyrgð
að bíllinn væri í lagi þannig að hann
var óþreytandi að keyra með mér út
um allan bæ ef eitthvað þurfti að
laga í honum.
Afi minn á alltaf eftir að lifa í
minningu minni og fjölskyldu minn-
ar. Megi Guð vera með honum.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur fara til Unnar, pabba og föð-
ursystkina minna. Megi Guð gefa
ykkur styrk í sorginni.
Þórunn Brynja Jónasdóttir.
SVEINN
JÓNASSON
✝ Ásta G. Ísleifs-dóttir fæddist á
Akureyri 22. mars
1914. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum
17. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ísleifur Odds-
son, f. 1874, d. 1958,
bryggjusmiður frá
Ytri-Skógum undir
Eyjafjöllum, og Þór-
finna Bárðardóttir,
f.1876, d. 1957. Syst-
kin hennar voru:
Katrín, f. 1904, d.
1928, Bárður, arkitekt, f. 1905, d.
2000, en hann var kvæntur Unni
Arnórsdóttur píanókennara, og
María, f. 1915, húsmóðir, var gift
Gerald Almy sem nú
er látinn.
Ásta lauk skyldu-
námi frá barnaskól-
anum á Akureyri og
stundaði síðar nám
við Kvennaskólann í
Reykjavík. Á Akur-
eyri vann hún um
árabil í hannyrða-
verslun Ragnheiðar
Björnsson en eftir að
hún flutti til Reykja-
víkur árið 1955 vann
hún við verslunar-
störf hjá Sambandi
íslenskra samvinnu-
félaga. Ásta var ógift og barnlaus.
Ásta verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Orð Jesú „yfir litlu varstu trúr“
áttu vel við Ástu.
Hún sinnti öllum sínum verkum af
einstökum heiðarleika og vand-
virkni. Umhyggja hennar fyrir for-
eldrum hennar var þeim er til
þekktu ljós og við fylgdumst með því
hvað hún vildi systkinum sínum vel.
Sást það best á því að í hverri viku
fram á níræðisaldur skrifaði hún
systur sinni í Bandaríkjunum. Um-
hyggja Ástu fyrir okkur, bróðursyni
hennar og konu hans og sérstaklega
dætrum okkar var mjög mikil. Í þau
tíu ár sem hún bjó í okkar húsi höfð-
um við daglegt samneyti við hana og
var gagnkvæmur ávinningur af ná-
býlinu. Hún fékk með því það skjól
og samneyti sem hún leitaði eftir, en
á móti liðsinnti hún okkur. Blíða
hennar við dætur okkar og það ör-
yggi sem það skapaði þeim ungum
að hún var alltaf til staðar var mikils
virði. Líf Ástu var í föstum skorðum.
Þótt okkur þætti það fábrotið miðað
við greind hennar og gjörvuleika var
hún sátt við líf sitt. Hver dagur virt-
ist öðrum líkur en það veitti henni
öryggi og festu sem hún lagði mikið
upp úr. Hún sat sjaldnast auðum
höndum og hugurinn var virkur.
Hún hafði mikinn áhuga á frétta-
tengdu efni svo og sögu þjóða og
heimsatburðum. Hún las mikið og
skipti þá engu hvort málið var ís-
lenska eða enska. Hún var vandvirk,
velvinnandi og handlagin og lágu
hannyrðir vel fyrir henni. Hún undi
því almennt hag sínum vel.
Stundum urðu sterk orðaskipti
einkum vegna ólíkra viðhorfa kyn-
slóða til nýtingar hluta. Engir hlutir
skyldu helst keyptir, föt skyldu bætt
og stöguð og börn áttu að eiga örfá
leikföng, þannig hafði hún alist upp.
En slík orðaskipti stóðu stutt því hún
var réttsýn og sá eftir því ef hún lét
orð falla sem særðu. Síðustu ár æv-
innar þurfti Ásta meiri stuðning og
síðar hjúkrun en við höfðum aðstæð-
ur til að veita henni. Hún fluttist þá í
þjónustuíbúð og bjó síðustu árin á
Droplaugarstöðum.
Náin samfylgd Leifs við Ástu
spannaði um 50 ár og Vilborgar um
35 ár. Nærvera við Ástu var því stór
hluti af lífi okkar.
Guð blessi minningu Ástu G. Ís-
leifsdóttur.
Leifur og Vilborg.
Kvatt hefur hinstu kveðju mág-
kona mín Ásta Gyðríður Ísleifsdótt-
ir. Hún var fædd og uppalin á Ak-
ureyri og átti þar góða bernsku og
uppvaxtarár í hópi systkina og
frændfólks. Fundi okkar bar saman
skömmu eftir að ég giftist bróður
hennar Bárði. Við hjónin heimsótt-
um tengdaforeldrana á Akureyri og
börnin okkar þrjú voru ætíð með í
för. Áttu þau mörg yndisleg sumur
saman fyrir norðan og var Ásta
frænka oft betri en enginn til að lið-
sinna þeim.
En tíminn heldur áfram og börn
stækka, þroskast og verða sjálfstæð-
ari. Árið 1955 flutti Ásta með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur og
settust þau að í lítilli íbúð í húsi okk-
ar að Reynimel. Foreldrar hennar
önduðust bæði þremur árum eftir að
þau fluttu og var Ásta þá áfram bú-
andi hjá okkur á Reynimel allt þar til
Leifur sonur okkar tók að sér að
annast hana. Hún varð Leifi og Vil-
borgu konu hans mikil hjálparhella
við að annast barnagæslu og aðstoð
við heimilið. Eftir tíu ára vist hjá
þeim hjónum hrakaði heilsu Ástu og
fékk hún þá vist, fyrst í þjónustuíbúð
við Vitatorg en síðar á Droplaugar-
stöðum. Dvaldi hún síðustu árin á
þessum stöðum þar sem mjög vel var
um hana séð.
Ásta hafði mjög stórt skap en var
heiðarleg í öllu og stóð við sitt. Hún
átti ekki samleið með öllum og gust-
aði oft í kringum hana. Ég sé margt
gott í okkar samveru, og bið þess að
hún eigi góða tíð í nýjum híbýlum og
með nýju fólki.
Ég sé allt það besta sem við áttum
saman í fögru ljósi.
Unnur Arnórsdóttir.
Elsku afasystir okkar, hún Ásta,
er látin. Frá því að við fjölskyldan
fluttum heim til Íslands árið 1983 bjó
hún hjá okkur á Reynimelnum, en
þar hafði hún líka áður átt heimili, þá
hjá afa Bárði og Unni ömmu. Minn-
ingarnar um Ástu eru margar og
góðar frá báðum tímabilum.
Oft var laumast til Ástu og þeginn
blöndudjús eða þunnt neskaffi með
mikilli mjólk og miklum sykri, spil-
aður kleppari eða spjallað. Hún var
sérlega hagsýn húsmóðir, þó að
heimilið hennar væri lítið og hún
byggi alla tíð ein. Hún var sparsöm
og úrræðagóð, sat á handklæðunum
og pressaði þau þannig og bakaði
lummur úr graut.
En Ásta skilur líka eftir sig marg-
víslega arfleifð hjá okkur systrum.
Til dæmis var það Ásta sem kenndi
Margréti að prjóna þegar hún var
fimm ára og tók undir stolt hennar
þegar hún kláraði fyrsta röndótta
dúkkutrefilinn, sem var ýmist svo
fast prjónaður að varla var hægt að
beygja hann eða svo laust að stór göt
mynduðust milli lykkja. Hún kynnti
okkur fyrir sagógrjónagrautnum,
sem núna er uppáhaldið hans Mána
sonar Margrétar (snjógrautur!) og
Júlía, dóttir Ingu, fær bráðum að
bragða. Og það var Ásta sem átti
draumráðningabókina góðu, geymda
í gömlum appelsínugulum plastpoka
– nýtnin í hámarki að sjálfsögðu –
sem varð til að kveikja ævarandi
áhuga Ingu á draumum.
Það er ekki hægt að minnast Ástu
án þess að tala aðeins um tengsl
hennar við Ameríku. Maja systir
hennar fluttist ung til Bandaríkj-
anna með manni sínum, og Ásta
dvaldi nokkrum sinnum hjá henni
um skeið. Það var gaman að skoða
með henni albúm með myndum af
þessum fjarlægu frændum og
frænkum, sem voru svo kunnugleg
þrátt fyrir að við hefðum aldrei hitt
þau. Frá Ameríkunni kom Ásta líka
með mat með framandi nöfnum,
bixiemat, french toast og cinnamon
toast, og bækurnar sem hún las voru
að mestu doðrantar, því þykkari því
betri, á ensku.
Ásta var stór hluti af lífi okkar, þó
að síðustu árin hafi aldurinn færst
yfir hana. Við minnumst hennar með
hlýju og þakklæti fyrir allt sem hún
gerði fyrir okkur, og var okkur.
Inga María og Margrét María.
ÁSTA G.
ÍSLEIFSDÓTTIR
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, stjúp-
faðir, tengdafaðir og afi,
JÓHANN GÍSLASON
lögfræðingur,
Kvistalandi 16,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík, þriðjudaginn 29. júní kl. 10.30.
Áslaug Brynjólfsdóttir,
Kristján Þorvaldz,
Jóhann Jóhannsson,
Sigríður Jóhannsdóttir,
Þuríður Jóhannsdóttir,
stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn.