Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 21 Í slenska þjóðin hefur komist frá örbirgð til bjargálna á aðeins eitt hundrað árum. Fyrir aldamótin 1900 var Ís- land fátækt og fábreytt sam- félag fiskimanna á norð- urhjara veraldar sem búið hafði við stöðnun og nær enda- lausar hörmungar um langt skeið. Á undraskömmum tíma og með þrotlausri baráttu fólksins í landinu og tækni- framförum í útgerð og land- búnaði tókst okkur Íslend- ingum hins vegar að komast í hóp ríkustu þjóða heims og þau stórtíðindi sem gerast á vettvangi dagsins, t.d. í fjár- málageiranum eða erlendri fjárfestingu, minna lítið á það ástand sem hér var um aldir og stóð almennri uppbyggingu sárlega fyrir þrifum. Þessi sannindi standa manni ljóslifandi fyrir sjónum þegar maður er staddur í Kal- angala-héraði í Úganda, nánar tiltekið á hinum frægu Ssese- eyjum í Viktoríuvatni, ein- hverju stærsta stöðuvatni ver- aldar. Hér búa ríflega þrjátíu þúsund manns, aðallega fiski- menn og fjölskyldur þeirra, og heyja harðvítuga lífsbaráttu upp á hvern einasta dag, allt árið um kring. Hér er ekkert rafmagn, en á fínni bæjum eru generatorar og sumstaðar líka vatnssalerni. Útgerðin er afar frumstæð á okkar mælikvarða; fiskimenn róa á litlum bátum sínum út á hið stóra vatn og leggja net sín. Hér þekkist ekki að blóðga fiskinn né kæla hann með ís og viðhalda þann- ig gæðum hans, en aflinn sleppur þó fyrir horn þegar stærri bátar fara milli hinna minni og taka upp aflann og koma honum sem fyrst til vinnslu í landi. Útgerð á Viktoríuvatni hef- ur staðið um aldir, hér er fyrst og fremst byggt á einka- framtakinu og hver sér um sig. Móðir náttúra er grimm og miskunnarlaus og afföll meðal fiskimanna eru mikil. Mörg barnanna horfa á eftir feðrum sínum róa til fiskjar og sjá þá aldri aftur. Engu að síður eru fiskimenn ofarlega hér í virð- ingarstigaum; þeir eru öðrum líklegri til að hafa fé á milli handanna og fjölskyldur þeirra hafa nóg að bíta og brenna. Hér skín gleðin og hamingjan af hverju andliti, hér er sól í sinni. Íslendingar hafa átt sam- vinnu við Úgandamenn í þró- unarmálum um fjögurra ára skeið, eða frá árinu 2000, og segja má að Kalangala-héraðið á Ssese-eyjum hafi verið tekið í fóstur af Þróunarsam- vinnustofnun Íslands. Það mátti ljóslega sjá þegar ný bygging fyrir fullorð- insfræðslu og almannaþjón- ustu var tekin formlega í notk- un í eyjunum á miðvikudag, en íslenski fáninn blakti þá við hún og eyjarskeggjar lofuðu eyjuna fjarlægu í norðri og hina gjafmildu íbúa hennar. Það er engu líkt að vera Ís- lendingur á svona stundum og færir manni heim sanninn um gildi þess að vera maður. Jón Þorláksson, fyrrverandi for- sætisráðherra, lét þess getið á sinni tíð að markmið Íslend- inga væri að komast frá ör- birgð til bjargálna. Sá merki maður, Jónas Haralz, bætti því síðar við að næsta markmið ætti þá að vera að Íslendingar kæmust frá bjargálnum til þroska, ekki síst í samskiptum sínum við fátækustu ríki ver- aldar, og ég held að þessa dag- ana séum við Íslendingar með ákveðnum hætti að taka það skref. Hægt en örugglega. Íslensk sendinefnd hefur dvalið hér í Úganda und- anfarna daga á vegum Þróun- arsamvinnustofnunar og utan- ríkisráðuneytisins og kynnt sér framgang verkefna og rætt frekara samstarf við hérlend stjórnvöld á mörgum sviðum. Á fimmtudag var tekin í notk- un ný heimavist fyrir stúlkur í Kittetikka-skólanum í úthverfi Kampala, höfuðborgar Úg- anda, sem ÞSSÍ fjármagnar, en stofnunin hefur staðið að uppbyggingu þar um langt skeið í samvinnu við skólann og ABC-samtökin á Íslandi. Íslenskar fjölskyldur fjár- magna skólagöngu fjórtán hundruð barna í skólanum gegnum hið merka starf ABC og það var ógleymanleg stund að fagna með börnunum og kennurum hinum nýja áfanga. Í Afríku ríkir boltaæði eins og annars staðar, með úr- slitakeppni EM í algleymingi, og íslenska sendinefndin færði börnunum nokkra fótbolta að gjöf, en Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tók nýlega ákvörðun um að kaupa land undir fótboltavöll við skólann og var sá völlur nýttur undir spark með nýju boltunum við frábærar undirtektir barnanna sem sungu og döns- uðu eins og þeim einum er lag- ið. Héðan frá Úganda liggur leið sendinefndarinnar til Malaví, en þar hófst starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar árið 1989. Malaví er nú um- fangsmesta samstarfsland stofnunarinnar, en neyð er þar mikil og fátækt almenn. Ís- lendingar hafa umsýslu og um- sjón með sjö verkefnum þar í landi á sviði menntunar, heilsugæslu og fiskveiða, en Malavívatn er ein helsta nátt- úruauðlind landsins. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að tillögu utanríkisráðherra að stórauka framlög okkar Íslendinga til þróunarmála á næstu árum og er stefnt að því að framlög okkar verði komin í 0,35% af landsframleiðslu á árunum 2008 til 2009. Framlögin hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1995 og munu margfaldast á næstu árum í takt við al- þjóðlega þróun og stöðu okkar og ábyrgð sem þjóð meðal þjóða. Þannig höfum við Ís- lendingar sýnt í verki, að við höfum ekki gleymt uppruna okkar og baráttu í fortíðinni enda þótt við höfum náð mikilli efnahagslegri velferð. Við nut- um aðstoðar til þess að komast til bjargálna og ber skylda til þess að hjálpa öðrum að ná sama marki. Frá bjargáln- um til þroska Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Þannig höfumvið Íslendingar sýnt í verki að við höfum ekki gleymt uppruna okkar og baráttu í fortíðinni enda þótt við höfum náð mikilli efna- hagslegri vel- ferð. ‘ Höfundur er formaður stjórnar ÞSSÍ og aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra. grundvallaratriðum ólík afstöðu utans í Reykjavík, þar sem vilji nar ferðinni í skipulagsmálum á orgarbúa. stefnu borgaryfirvalda annars orgarbúa hins vegar er mjög r aðgerðir í skipulagsmálum eru við niðurstöður í athugunum á g þörfum borgaranna. Í nýlegri Reynarssonar kemur t.d. fram lt aðrar áherslur í skipulags- ndi hafa verið, ekki síst að því er amboð á lóðum og þá sérstaklega aðgengi fyrir bílaumferð. r með röngum áherslum i fremur en aðgerðir einkennir smála í Reykjavík. Aldrei hefur í skipulagsmálum í höfuðborg- erandi meirihluta. Aðgerðaleys- lítils framboðs lóða, ásamt því afnt og þétt hækkað fast- annig dregið úr fjölgun Reykvík- ki aðeins að aðgerðaleysi núver- rvalda hafi skaðað uppbyggingu í r hafa þær fáu aðgerðir sem ar en ekki liðið fyrir kolrangar hafa ekki verið í nokkru sam- efndar búsetuóskir og þarfir ess vegna ekki reynst sú lyfti- bygging í nýjum hverfum á að nægt en skipuleggja þarf ný íbúðasvæði sem taka mið af þessum óskum, afnema lóðauppboð sem almenna reglu, þétta byggð á miðborg- arsvæðum, auka hlutfall sérbýlis í nýjum hverf- um og hverfa frá þeirri stefnu að lóðir séu tak- mörkuð gæði fyrir fáa. Áherslur R-listans í Reykjavík eru allt aðrar. Ákvarðanir í skipulagsmálum eru teknar í anda þeirrar hugmyndafræði að farsælla sé að yf- irvöld velji fyrir íbúana og hafi fyrir þeim vit, frekar en að treysta þeirra eigin vali og vilja. Þess vegna eru ný hverfi í borginni skipulögð eins og við blasir. Borgaryfirvöld telja einfald- lega að fólk eigi alls staðar að búa mjög þröngt, þótt það sé ekki endilega vilji þeirra sem velja að búa utan miðborgarsvæðis. Þessi sömu yf- irvöld telja einnig að það sé farsælla að bjóða næstum aðeins upp á nýjar íbúðir í fjölbýli, þótt margir vilji frekar búa í sérbýli. Og þrátt fyrir að flestir kjósi að ferðast með eigin bíl, telja borgaryfirvöld að farsælla sé að fækka einkabíl- um og í þeirri von að hægt verði að stýra þessu vali fólks er stöðugt þrengt að einkabílnum í öllu skipulagi. Þessi dæmi og fleiri sýna að þær ákvarðanir sem teknar eru í skipulagsmálum í Reykjavík undir núverandi vinstri stjórn, ráðast fremur af óskhyggju borgaryfirvalda en óskum íbúanna sjálfra. Slíkar áherslur eru ekki, og geta aldrei orðið, borginni okkar eða borgarbúum til góðs. vera fyrir hvert sveitarfélag. Þetta höfum við séð í Grafarholti og Norðlingaholti og þetta er- um við aftur að sjá núna með nýjum tillögum um uppbyggingu í suðurhlíðum Úlfarsfells. Þar á að byggja afar þétt, reyndar svo þétt að þessu hverfi í útjaðri borgarinnar er helst líkt við hefðbundin miðborgarsvæði, þótt þarna hljóti að vera um allt annars konar hverfi að ræða. Þar verða fjölbýlishús í miklum meirihluta, ein- býlishús verða ekki nema 6% íbúða á svæðinu, þrátt fyrir áðurnefndar óskir íbúa um annað. Í þessum tillögum er ekki heldur komið nægilega til móts við óskir fólks um gott rými fyrir bíla og greiða bílaumferð, einnig þrátt fyrir vilja borg- arbúa til annars. Að auki eru skilmálar fyrir út- hlutun lóða og sölu byggingarréttar afar strangir, reyndar svo strangir að byggingarað- ilar í hverfinu munu ekki aðeins þurfa að virða skilmála um form og hönnun húsa, heldur þurfa þeir einnig að fara eftir mjög þröngum reglum um byggingarefni, áferð og liti. Að velja fyrir íbúa eða treysta þeirra eigin vali Kjarninn í því sem ég vil kalla ólíkar hug- myndafræðilegar áherslur okkar sjálfstæð- ismanna og núverandi vinstri meirihluta í Reykjavík, er einfaldlega fólginn í því að við treystum því að fólkið í borginni viti hvað það vill og við viljum virða óskir þess og þarfir. Þannig teljum við að allir sem vilja eigi að geta byggt og búið í Reykjavík. Til þess er landrými úa eða óskhyggja yfirvalda Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. mönnum ekir um ekki að t þeir hafa Volcker r valda um skaða, ga úr er fótur sé st þarf að gunum, brenna nið- yrirfram. aðeins ásak- nákvæmar, dum ein- ljósar og al- þeirra á eðli og víða er vitn- að til eru augljóslega rangar. Til að mynda var þetta ekki „áætlun sem nam 100 milljörðum dollara“, nema menn telji peningana tvisvar, þ.e. bæti olíuútflutningnum við mat- væla- og lyfjainnflutninginn. Olíu- sala Íraka samkvæmt áætluninni nam alls 64,2 milljörðum dollara [4.700 milljörðum króna] á þeim sjö árum sem hún var í gildi. Alríkisendurskoðun Bandaríkj- anna (GAO) áætlaði að „ólöglegar tekjur stjórnarinnar fyrrverandi í Írak frá 1999 til 2002“ hefðu numið „10,1 milljarði dollara“, en þetta orðalag er villandi þar sem rúmur helmingur fjárhæðarinnar (5,7 milljarðar dollara) tengist „olíu- smygli frá Írak“ sem braut í bága við refsiaðgerðir Sameinuðu þjóð- anna. Þetta smygl hafði viðgengist árum saman áður en áætlunin tók gildi og tengdist henni ekki á nokk- urn hátt. Embættismenn Samein- uðu þjóðanna höfðu hvorki umboð né bolmagn til að grípa til aðgerða gegn olíusmyglinu. Það var verk- efni fjölþjóðlegrar sveitar (MIF) sem öryggisráðið stofnaði 1990 og yfirvalda í löndunum sem olían fór um. Þegar áætluninni um olíu fyrir mat var hleypt af stokkunum var umsjónarmönnum hennar aðeins heimilt að fylgjast með því hversu mikið af olíu Írakar fluttu út með löglegum hætti, frá tveimur til- teknum stöðum. Eftir eru því 4,4 miljarðar dollara – ef tölur alrík- isendurskoðunarinnar eru réttar – sem ef til vill var „fleytt ofan af“ áætluninni með tveimur aðferðum:  Í fyrsta lagi hafa komið fram vísbendingar um að Saddam hafi af ásettu ráði ákveðið of lágt verð á olíunni, þannig að í stað þess að allar tekjurnar færu inn á vörslu- reikning SÞ gæti hann krafist leynilegs aukagjalds af kaupend- unum, sem Sameinuðu þjóðunum var ekki greint frá, en var ann- aðhvort greitt inn á leynireikninga eða rann til milliliða sem Saddam samdi við í pólitískum tilgangi. Ol- íueftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna höfðu veður af þessari aðferð árið 2000 og gerðu öryggisráðinu viðvart. Ráðið samþykkti, nokkrum mánuðum síðar, að Írakar þyrftu þaðan í frá að verðleggja olíuna afturvirkt, sem minnkaði svigrúmið fyrir ólögleg aukagjöld.  Í öðru lagi hvatti Saddam fyr- irtæki, sem seldu Írökum matvæli eða annan varning sem þeir máttu kaupa, til að ákveða of hátt verð á varningnum og hann krafðist síðan þess að þeir endurgreiddu mismun- inn – ekki inn á vörslureikning SÞ, heldur inn á leynibankareikninga hans. Miklu erfiðara var fyrir emb- ættismenn Sameinuðu þjóðanna að koma upp um slíkar greiðslur. Í nokkrum tilvikum spurðust þeir fyrir um verðið og ef þeir fengu ekki fullnægjandi svör komu þeir grunsemdum sínum á framfæri við refsiaðgerðanefnd öryggisráðsins, sem þurfti að samþykkja viðskipta- samningana. Öryggisráðið samdi áætlunina og hafði eftirlit með henni og öll aðildarríkin fimmtán áttu sæti í nefndinni. Hvert þess- ara ríkja gat neitað að samþykkja samningana þar til frekari rann- sókn lyki. Bandaríkin og Bretland neituðu að samþykkja þúsundir samninga vegna grunsemda um að hægt væri að nota varninginn, sem Írakar vildu kaupa, í þágu hersins. Frá 1998 vísuðu þessi lönd aldrei til grunsemda um að eitthvað væri athugavert við verð eða gæði varn- ingsins. Það var ekki skýrt frá því hversu miklar „bakgreiðslurnar“ voru fyrr en stjórn Saddams var fallin.  Að lokum ber að hafa í huga, hvað sem Saddam kann að hafa borið úr býtum, að áætlunin varð til þess að hægt var að sjá öllum íbúum Íraks, 27 milljónum manna, fyrir matvælum. Á árunum 1996 til 2001 jókst meðalorkugildi fæðu Íraka úr 1.200 í 2.200 kaloríur á dag. Á gildistíma áætlunarinnar minnkaði vannæringin meðal ír- askra barna um helming, svo og dánartíðni barna undir fimm ára aldri í mið- og suðurhéruðum landsins. Á þessu tímabili var mænusóttin upprætt í Írak, með bólusetningu sem fjármögnuð var með áætluninni. Enginn vafi leikur á því að síð- asti áratugur var flestum Írökum mjög erfiður vegna refsiaðgerð- anna og kúgunarstefnu Saddams Husseins. Sökin liggur einkum hjá Saddam, sem beitti þjóðina ekki aðeins kúgun heldur kallaði einnig reiði heimsins yfir hana – fyrst með því að ráðast inn í Írak og síð- an með því að neita að eiga fullt samstarf við vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Áætlunin um olíu fyrir mat var tilraun til að hlífa venjulegum Írökum við sum- um af þeim þrengingum sem leið- togar þeirra kölluðu yfir landið. Enginn vafi leikur á því að hægt hefði verið að skipuleggja áætl- unina betur og standa betur að framkvæmdinni. En hvað meg- inmarkmiðið varðar þá bar hún ár- angur. um olíu fyrir mat Höfundur er deildarstjóri upplýs- ingadeildar skrifstofu framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. ’Sem stendur eruþetta aðeins ásakanir – sumar þeirra eru ná- kvæmar, beinast gegn nafngreindum ein- staklingum; aðrar eru óljósar og almennar; og þó nokkrar þeirra byggjast á misskiln- ingi á eðli og tilgangi áætlunarinnar.‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.