Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 37
Nýjasta og mest spennandi
myndin um Harry Potter með
íslensku tali. Stórkostlegt
ævintýri fyrir alla fjölskylduna
sem enginn má missa af!
Ráðgátur leysast, leyndarmál
verða uppljóstruð.
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
DV
HL Mbl
KRINGLAN
Kl. 5.30 m. ísl. tali og 8.30 m. ensku tali.
Tom Hanks er einhver útsmogn-
asti, klárasti, færasti og mest
heillandi afbrotasnillingur sem
nokkru sinni hefur REYNT að
fremja glæp aldarinar!
Kvikmyndir.is
AKUREYRI
Kl. 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 5 islenskt tal og 6 enskt tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5 og 8 islenskt tal
og kl. 6 enskt tal.
Með hinum eina sanna og
ofursvala Vin Diesel.
Geggjaaður hasar og
magnaðar tæknibrellur.
ÁLFABAKKI
Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í
ÁLFABAKKA KL. 3.45 OG 5.50.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
KEFLAVÍK
Kl. 8 og 10.15
ÁLFABAKKI
Kl. 4, 6 og 8.
AKUREYRI
Kl. 8. B.i. 14.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10. B i 12
SV MBL
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
DV
HL Mbl
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.
V I N D I E S E L V I N D I E S E L
Með hinum eina sanna og
ofursvala Vin Diesel.
Geggjaaður hasar og
magnaðar tæknibrellur.
Nýjasta og mest spennandi
myndin um Harry Potter með
íslensku tali. Stórkostlegt
ævintýri fyrir alla fjölskylduna
sem enginn má missa af!
Ráðgátur leysast, leyndarmál
verða uppljóstruð.
UNDERGROUND • INGÓLFSTORGI
BRESKA poppstjarnan David Bowie
var lagður inn á sjúkrahús í Þýskalandi
en hann var með klemmda taug. Bowie
neyddist því til að af-
boða komu sína á
tónlistarhátíð um
helgina, að því er
skipuleggjendur
hennar greindu frá.
Bowie, 57 ára, lauk
atriði sínu á Hurri-
cane-hátíðinni í bæn-
um Scheessel í N-
Þýskalandi á föstudagskvöld en kvart-
aði síðan undan sárum verk í öxl. Hann
var meðhöndlaður á sjúkrahúsi í bæn-
um og lá inni yfir nóttina.
Bowie varð síðan að afboða komu sína
á Southside-hátíðina í Neuhausen ob
Eck í S-Þýskalandi, en þar komu m.a.
fram PJ Harvey og hljómsveitin The
Cure.
Þá varð Bowie að hætta að syngja og
spila á tónleikum í Prag í Tékklandi á
miðvikudag vegna verks í öxl …
LEIKKONAN Helena Bonham-
Carter og leikstjórnn Tim Burton eign-
uðust son á dögunum. Þetta er fyrsta
barn þeirra hjóna en þau kynntust við
gerð kvikmyndarinn-
ar Apaplánetan sem
Burton leikstýrði og
Bonham-Carter fór
með hlutverk í.
Parið býr í sam-
liggjandi húsum og
steig nýverið það
skref í sambandinu
að setja hurð á milli
húsanna til að auðvelda heimsóknir
þeirra á milli.
„Ég veit ekki hvort við giftum okkur
nokkurn tímann. Mér finnst það róm-
antísk tilhugsun að eiga óskilgetið barn
með honum og búa í næsta húsi við
hann,“ sagði Bonham-Carter í blaða-
viðtali á dögunum aðspurð um búsetu-
fyrirkomulag þeirra.
Fólk folk@mbl.is
SENDIHERRA Íslands í Svíþjóð,
Svavar Gestsson, og Guðrún Ágústs-
dóttir sendiherrafrú héldu tvö boð á
þjóðhátíðardaginn síðasta. Í því fyrra
var mikið af fólki úr diplómata-
heiminum, sem og Svíar og Íslend-
ingar. Boðið var upp á fisk og lamba-
kjöt, s.s. íslenskar kræsingar sem
féllu vel í kramið. Um 350 manns
voru í fyrra boðinu. Í því seinna voru
um 50 manns, mest fólk úr sænsku
viðskiptalífi svo og fulltrúar frá öllum
helstu fjölmiðlum Svía og tímaritum
með mikla útbreiðslu. Þetta er liður í
starfi Svavars að kynna land og þjóð
og skapa sambönd. Starf hans skilar
örugglega árangri, en það sést m.a. á
því að um 20 þúsund Svíar munu fara
til Íslands í sumar. Boðin voru haldin
í samstarfi við Flugleiðir. Svavar var
mjög ánægður með daginn, en sendi-
ráðið í Stokkhólmi var eina sendiráð
Íslands sem hélt svona boð í tilefni
þjóðhátíðardagsins.
Þjóðhátíð í
sænska
sendiráðinu
Ljósmynd/Gunnar Hólmsteinn
Frá vinstri: Helga Þóra Eiðsdóttir framkvæmdastjóri, Kalle Byström, sölu-
stjóri Flugleiða í Svíþjóð, Karen Österbye, yfirmaður almannatengsla,
Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir.
Stokkhólmi. Morgunblaðið.
Í FYRRA fóru Íslendingar mikinn á Hróars-
keldu. Björk lokaði hátíðinni á aðalsviði hátíð-
arinnar, þ.e. í appelsínugula tjaldinu, og Sigur
Rós lék í því næststærsta, Arena, sem var troð-
fullt og stemningin eftir því. Þá lék Ske á hinu
svonefnda „Camping Scene“, sviði sem er í gangi
frá mánudegi til miðvikudags á tjaldsvæðinu, þá
þrjá daga fyrir hátíð sem fólk er að streyma að.
Hafdís Huld söng einnig með bresku sveitinni
FC Kahuna og gusgus gerði allt brjálað í Metro-
pol-tjaldinu, vin dans- og raf-
tónlistar.
Annað er upp á teningnum í ár.
Fulltrúar Íslendinga eru aðeins
tveir. Gísli, sá sem er á mála hjá
EMI og gefur út fyrstu breiðskífu
sína á þess vegum í september
komandi, leikur á tjaldsvæðissvið-
inu fyrrgreina á þriðjudegi. Hann
kemur þó einnig fram á aðalhátíð-
inni ásamt danska plötusnúðinum
DJ Talkback. Hinn Íslendingurinn
er Ozy, raftónlistarmaður með
rætur í íslenska Thulegenginu, og
leikur hann í Ballroomtjaldinu,
sem einnig er þekkt sem heimstónlistartjaldið.
Reyndar er hann ekki auglýstur á opinberri
heimasíðu hátíðarinnar einhverra hluta vegna.
Ozy eða Örnólfur Thorlacius hefur verið bú-
settur erlendis um hríð og gefið út nokkrar plöt-
ur, m.a. undir merkjum hinnar stórtæku og virtu
þýsku tæknóútgáfu Force Inc.
Þetta er allt og sumt en ég efast ekki um að
þessir tveir eigi eftir að halda merki landans hátt
á loft. Í þessari eklu er þó affarasælast að sölsa
Færeyinginn Teit undir sig, líkt og gert hefur
verið með Eivöru Páls, og tala um hann eins og
Tinu Turnes, Howard Jones, Saga, Kevin Ayers,
Rush, Stevie Nicks, Chris De Burgh, Suzanne
Vega (í miklu uppáhaldi hjá Teiti), Waterboys og
mörgum fleiri). Platan var jafnframt tekin upp
með stjörnustóði af leiguspilurum, t.a.m. bassa-
leikurunum Pino Palladino, trymblinum Matt
Chamberlain og fjöl-hljóðfæraleikaranum Pat-
rick Warren en þeir hafa spilað með listamönn-
um eins og Erykuh Badu, Eric Clapton, Peter
Gabriel, Elton John, David Bowie, Garbage, Van
Morrison og áfram má telja.
„Áhrif mín spretta að mörgu leyti úr þjóðlaga-
tónlist,“ segir Teitur og ekki að undra en þjóð-
lagatónlistin er afar nálæg öllu færeysku tónlist-
arlífi. „Og ég er líka mjög upptekinn af og
áhugasamur um lagasmíðaferlið sjálft. Auk þess
hef ég spilað djass í gegnum tíðina og er mjög
hrifinn af hvernig hægt er að nálgast aðra tónlist
með því að hafa djassinn sem útgangspunkt.“
Teitur er rólegur gagnvart þeirri yfirvofandi
bransastarfsemi sem nú fer í hönd, segist vera
búinn að gefa út plötu sem hann trúi á og til
þessa a.m.k. hafi vist hans hjá Universalrisanum
verið góð. Teitur hefur enda fengið frábæra
dóma fyrir plötuna sína og er svo komið að hún
er seld í pakka með plötu Damien Rice á Ama-
zon. Teitur er núna á tónleikaferðalagi um Evr-
ópu og er með band með sér sem er skipað þeim
Mads Andersen og Mikael Blak (Clickhaze, Ei-
vör Pálsdóttir).
Íslending. Þetta „rán“ verður þó ekki eins alvar-
legt í ljósi þess að mamma Teits er hálfíslensk og
þaðan kemur nafnið hans.
Teitur spilar á föstudaginn í Pavilion-tjaldinu
klukkan 19.00, sem er fínasti tími, og tjaldið er
aukinheldur það þriðja stærsta.
Tónlist frá degi eitt
Teitur, sem fullu nafni heitir Teitur Lassen,
hefur um hríð verið á mála hjá Universal í
Bandaríkjunum og nýverið kom út langþráð
breiðskífa hans, Poetry and Aeroplanes. Það
sætir engri tilviljun að Teitur er kominn svona
langt. Greinarhöfundur sá hann spila í fyrra á
Prix Føroyar og varð mjög hrifinn (færeyska út-
gáfan af Músíktilraunum sem Teitur vann árið
1997 með poppsveitinni Mark No Limits. Þar
samdi hann öll lögin auk þess að leiða sveitina).
Einlæg söngvaskáldstónlist, óhemjuþroskuð líkt
og Teitur ætti að baki fimm plötur og hefði
marga fjöruna sopið á leiðinni (Teitur er 26 ára í
dag). Nöfn eins Jeff Buckley, David Gray, Rufus
Wainright og Ed Harcourt skutu upp kolli, jafn-
vel Damien Rice.
Teitur segist alla tíð hafa verið heillaður af
tónlist, allt síðan hann rak fyrst augu í hljóðfæri.
Hann hefur enga menntun hlotið en segist alla
tíð hafa vitað að hann myndi starfa við tónlist,
hvort heldur í aðal- eða aukastarfi.
„Það var svo þegar ég bjó í Kaupmannahöfn
að fólk fór að taka eftir mér, en ég spilaði dálítið
á börum og klúbbum. Það endaði með því að ég
skrifaði undir hjá Universal árið 2002.“
Teitur segist hafa fengið þann tíma sem hann
þurfti til að liggja yfir plötunni, semja og þróa
sig áfram. Platan var svo gerð með hinum fræga
upptökustjóra Rupert Hine (hefur unnið með
Hróarskelda 2004 | Teitur frá Færeyjum spilar
Heitur Teitur
Íslenskir listamenn eru lítt áberandi á Hróarskeldu þetta árið en
Færeyingur einn spilar þar á kjörtíma. Arnar Eggert Thorodd-
sen, sem er á leið utan á hátíðina, ræddi við Teit Lassen, sem ný-
verið gaf út sína fyrstu breiðskífu á vegum risans Universal. Teitur Lasson.
TENGLAR
......................................................................
www.teitur.com
www.roskilde-festival.dk
arnart@mbl.is