Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 2003
BANDARÍSKA dagblaðið New
York Times hefur valið sjö bestu
bækur ársins að mati gagnrýn-
enda blaðsins og
er ævisaga Anth-
ony Blunts þar
efst á blaði. Bók-
in, sem nefnist
Anthony Blunt:
his lives eftir
Miröndu Carter,
nær að mati
blaðsins þeim
óvenjulega ár-
angri að vera
áhugaverðari en
maðurinn sjálfur.
Blunt var í þrjá
áratugi einn
helsti listfræð-
ingur Breta, safn-
vörður mál-
verkasafns
drottningar og
einn helsti fræði-
maður síns tíma.
Blunt var einnig
njósnari Sovét-
manna í ein tutt-
ugu ár og þó að
bresku leyniþjón-
ustunni væri
kunnugt um þennan starfa hans
strax á sjötta áratugnum og
drottningunni sjálfri aðeins tíu
árum síðar hélt Blunt öllum sín-
um embættum þar til Margret
Thatcher, þáverandi forsætisráð-
herra Breta, opinberaði málið
1979. Carter þykir takast vel að
draga fram mynd af Blunt, kost-
um hans og göllum.
Atonement eftir Bretann Ian
McEwan fær einnig góða dóma
hjá New York Times, sem segir
lesendur mega vara sig þegar
þeim finnist McEwan vera farinn
að mildast. En bókin sé í raun þrí-
skipt og hver nýr hluti opni les-
andanum nýja sýn á þá atburði
sem þar er sagt frá.
Bad Blood eftir bókmennta-
gagnrýnandann Lornu Sage sem
lést á síðasta ári segir sögu henn-
ar, frá bernskuárum í velsku
þorpi og stjórnlausu uppeldi sem
varpar á skemmtilegan hátt ljósi
á breska stéttakerfið.
Middlesex eftir Jeffrey Eug-
enides þykir þá hefjast allveru-
lega á forvitnilegan, grófgerðan
og jafnframt kröftuglegan máta,
en sögumaðurinn líkir í fyrstu lín-
um verksins eftir Ilíonskviðu
Hómers, þar sem hann kallar á
gyðju sína að syngja – í þessu til-
felli um gen sín. Sagan er epísk að
öllu leyti í anda, magni og skipu-
lagningu, en Eugenides byggir
söguþráð sinn á genetískri þeoríu,
þannig að ef Hómer er fjarskyldur
forfaðir er Darwin það líka.
Paris 1919: Six months
that changed the world eftir
Margaret MacMillan rekur sögu
friðarviðræðnanna í París árið
1919 í kjölfar heimsstyrjald-
arinnar fyrri og hvernig þeir
samningar sem þar voru gerðir
eiga sinn þátt í pólitískum sem og
þjóðfélagslegum deilum í Austur-
Evrópu, Balkanlöndunum og
Tyrklandi. Fjögur evrópsk
heimsveldi féllu á árum styrjald-
arinnar og kínverska heimsveldið
hafði hrunið aðeins nokkrum ár-
um áður. Aldrei áður höfðu svo
margir frá jafnmörgum löndum
borið vandamál sín fram á einni
friðarráðstefnu.
Auk þessara verka nefnir New
York Times einnig bækurnar
Roscoe eftir William Kennedy,
sem er sjöunda verkið í Albany
seríu höfundar, og Seeing in the
dark eftir Timothy Ferris sem
lofsyngur áhugamenn um
stjörnuskoðun, himingeiminn og
líf á öðrum plánetum.
ERLENDAR
BÆKUR
Bækur ársins
að mati New
York Times
Ian McEwan
Jeffrey
Eugenides
Anthony Blunt
I„Sama ár (1974) kom út eftir hann (Hein-rich Böll) stutt skáldsaga sem olli miklu
fjaðrafoki: Die verlorene Ehre der Katharina
Blum (Ærumissir Katrínar Blum, þýðing lesin
upp í útvarp 1976): ung stúlka verður ást-
fangin af ungum manni á kjötkveðjuhátíð og
skýtur yfir hann skjólshúsi; hann er eftirlýstur
af lögreglunni sem „hryðjuverkamaður“ og það
verður til þess að Katrín, unga stúlkan, er
hundelt af gulu pressunni og kölluð öllum illum
nöfnum svo sem „brúður morðingjans“ ellegar
„ástmey ræningjans“; á skömmum tíma er hún
rúin æru og myrðir í örvæntingu sinni að-
gangsharðan blaðaljósmyndara. Ekki fer hjá
því að lesandanum verði hugsað til Bölls
sjálfs.“
IIÆrumissir Katrínar Blum átti stóran þátt íað breyta hugsun manna um hlutverk og
eðli æsifréttamennsku og þrátt fyrir að þessari
tegund fréttamennsku hafi í vissum skilningi
vaxið fiskur um hrygg var meðvitund hins al-
menna borgara vakin og aðrir fjölmiðlar gættu
virðingar sinnar. Þannig hafa skapast skil á
milli hinnar gulu pressu og annarra fjölmiðla;
þeir fyrrnefndu eru tæpast marktækir en hinir
leggja mikið í sölurnar til að gæta trúverðug-
leika síns. Á stundum verður varkárnin slík að
jaðrar við hræðslu en betra er þó að stíga var-
lega til jarðar en að saklausir kremjist undir
fætinum hugsunarlaust.
III Aðvörun Heinrichs Bölls fyrir 28 árum erþörf áminning til okkar sem lifum í skugga
hryðjuverkanna í New York hinn 11. september
2001. Óttinn við yfirvofandi hryðjuverk hefur
leyst úr læðingi gríðarlega öflug eftirlitskerfi um
heim allan þar sem fylgst er grannt með öllum
hræringum stórra hópa fólks þannig að heims-
sýn Georges Orwells um Stóra bróður er nánast
eins og vögguvísa í samanburði. Aldrei hefur
upplýsingaöflun verið meiri og aldrei hafa jafn-
margir fylgst með jafnmörgum og nú. Vafalaust
finnast haldgóðar réttlætingar á öllu þessu eft-
irliti en óhætt er að gera ráð fyrir að líf ein-
hverra saklausra borgara verði aldrei samt aftur
eftir að hafa lent óvitandi í neti eftirlitskerfisins.
Hvort örlög þeirra verða jafn dramatísk og saga
Katrínar Blum er ómögulegt að segja til um og
kannski tómt mál að áminna Stóra bróður um
að viðhafa aðgát í nærveru sálar.
„Margir listfræðingar telja að hinn hefð-
bundni táknheimur kristninnar sé hruninn,
hann sé eins og fornminjar grafnar í rústum.
Með list sinni hefur Leifur Breiðfjörð afsannað
þetta. Snilligáfa hans blæs anda í kalt glerið.“
Svo mælir Pétur Pétursson guðfræðiprófessor í
grein sinni um kirkjulistaverk Leifs Breiðfjörð
og þann innblástur sem listamaðurinn fær af
trúarsannfæringu sinni.
IV Sá listamaður er sannarlega öfundsverðursem nýtur þess að trúarsannfæring hans
blæs honum anda í brjóst og úr verða djúpstæð
og marktæk listaverk. Á tímum efnishyggju og
jafnvel tómhyggju reynist mörgum listamann-
inum erfitt að finna sér andlega fótfestu og sköp-
unin snýst þá gjarnan upp í tilviljanakennt and-
óf eða tilþrifalitlar undirtektir við það sem hæst
ber á líðandi stund. Á slíkum tímum verður
trúarsannfæring fremur álitin flótti frá raun-
veruleikanum en áskorun.
NEÐANMÁLS
H
LJÓMSVEITIN kóteletta
sendi frá sér plötuna „er
kona“ á nýliðnu ári. Það er í
sjálfu sér ekki í frásögur fær-
andi, né heldur að góðir vinir
okkar hjónanna komu frá út-
löndum síðasta sumar og
færðu okkur plötuna að gjöf.
Nú þykir ekki fínn siður að biðja um ábyrgð-
arskírteini þegar maður rífur utan af pökkunum
sínum en ég skal viðurkenna að ég var uggandi
um feng minn þegar ég sá innihaldið. Er eitthvað
gott að segja um listamenn sem kenna sig við
kótelettur? Vinir okkar hafa líka um árabil búið í
Mið-Evrópu sem er varla þekkt fyrir framfara-
sinnað tónlistarlíf. Síðast en ekki síst eru þeir
fluggreint fólk og ég hef alltaf verið á þeirri skoð-
un að greind og tónlistarsmekkur fari illa saman.
Ótti minn var vitaskuld staðfestur þegar vinirnir
kvöddu og ég setti geisladiskinn í tækið. Platan
var þjóðleg, sveitó og þykistuleg, eitthvað sem
karl faðir minn hefði getað keypt sér, en hann
náði sér aldrei eftir áralanga dvöl í Þýskalandi.
Og ekki voru textarnir til að veikja mig í van-
trúnni. Í laginu „Dráttarvél“ er að finna þessar
línur:
Á hæðinni hef ég skitið
hulinn í mjúkum smára,
á staðnum þar sem þú hnýttir
þér fléttur um arma og háls.
Ekki beint „Ferðalok“ þó að hugsunin sé ef-
laust sú sama.
Það skal því engan undra að kótelettan hafi
lent uppi í hillu þar sem hún sat allt fram á gaml-
ársdag þegar ég sá mér til undrunar í áramóta-
blaði Moggans að „kona“ með kótelettu er að
mati tveggja hljómplötugagnrýnenda Morgun-
blaðsins besta plata ársins. Semsé. Nú þegar ég
hlusta á kótelettu í sjötta eða sjöunda skipti verð-
ur mér hugsað til áramótauppgjörs fjölmiðlanna,
þeirrar bókhaldshyggju, að færa tónlist og kvik-
myndir síðasta árs í debet og kredit. Stundum
þarf að ýta við manni, segja manni að hlutir séu
nógu góðir til þess að maður doki við og sýni þeim
óskipta athygli.
Eftir fjölmörg ár á ég síðan eftir að taka kótel-
ettu úr hillunni, sýna börnunum og segja: „Ég
var þar þegar þetta allt byrjaði, ég bara vissi ekki
af því.“
FJÖLMIÐLAR
„Hulinn í mjúkum smára“
Nú verður mér hugsað til ára-
mótauppgjörs fjölmiðlanna,
þeirrar bókhaldshyggju, að færa
tónlist og kvikmyndir síðasta
árs í debet og kredit.
G U Ð N I E L Í S S O N
TVENNS konar breytingum
hefur bíórýnir mestar áhyggj-
ur af. Annars vegar til-
raunum til að auka hasarinn
á kostnað lógíkurinnar. Þessi
hneigð kemur skýrast og
bagalegast fram þegar Fróði
stendur skyndilega augliti til
auglitis við hringvom með
hringinn dinglandi framan á
sér. Þetta gerðist aldrei í bók-
inni. Af hverju ekki? Af því
að það var mikilvægt að
Sauron hefði ekki grænan
grun um hvar hringurinn
væri. Undir engum kring-
umstæðum mátti renna upp
fyrir honum að hann væri á
leiðinni til Mordor enda hefði
hann ellegar aldrei komist
þangað. Sauron var nefni-
lega ekkert lamb að leika sér
við. Bíórýnir er núna orðinn
dauðhræddur um frekari
breytingar á þessu grund-
vallaratriði í þriðju myndinni.
Í bókinni sá Fróði aldrei
hringvom nema úr fjarska
fyrr en hann var kominn inn í
sjálfa Dómsdyngjuna.
Múrinn.is
Gott skaup
Ekki var skaupið í ár verra
en í fyrra og greinilegt að
snilldarlega hefur til tekist við
að rífa upp þennan vinsæl-
asta skemmtiþátt lands-
manna. Það spillti svo ekki
gleði okkar Kremlunga að fá
á okkur skot úr grínmask-
ínunni. Ekki var heldur verra
að láta okkur syngja framan
við ráðhúsið eitt besta popp-
lag síðasta árs. Kreml.is
þakkar fyrir sig.
Kreml.is
Hrútur í upphafi árs
Aðstæður og umhverfi er
eitthvað sem þér ber að taka
með jafnaðargeði og sér í
lagi jákvæðu hugarfari. Þú
ættir að horfa betur í kring-
um þig þessa dagana og
taka á móti því sem að hönd-
um þínum ber að öllu leyti og
fyrir alla muni af heilum hug.
Ekki láta þér detta í hug að
neita innra með þér að njóta
stundarinnar af því að hún er
ekki eins og þú hefðir kosið
að hún væri. Framtíð stjörnu
hrútsins er sannarlega björt
þar sem þú nýtur þín betur
en áður. Þú kemst á toppinn
ef þú kýst að gera slíkt fyrri
hluta árs þegar draumur
þinn er annars vegar.
spámaður.is
Morgunblaðið/Golli
Áramótaheit
Það messar
enginn við
Sauron