Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 2003 9
þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar losa
foreldrarnir sig einfaldlega við þá, eins og sést í
þriðju myndinni þar sem þau hafa verið vistuð á
geðveikrahæli vegna stöðugra martraða.
Syndir feðranna eru alltaf í sjónmáli sem sést
best af því að unglingarnir súpa seyðið af morði
foreldranna á Freddy Krueger og brengluð fjöl-
skyldumynstur eru í miðdepli eins og í hníf-
stungumyndum almennt. En það má velta því fyr-
ir sér hvort Freddy sé persónugervingur þessara
brengluðu fjölskyldumynstra, með hliðsjón af því
að hann sundraði fjölskyldum í lifanda lífi, heldur
því áfram eftir dauða sinn og skýtur alltaf upp
kollinum þar sem eitthvað amar að fjölskyldulíf-
inu.
Foreldrarnir í myndunum standa fyrir utan
heim barna sinna, nema þá helst þegar þeir
standa í vegi fyrir hetjunum, með þá ætlun í huga
að vernda börn sín en enda óvart með því að lið-
sinna óvættinum Freddy á einhvern hátt. Ung-
lingarnir ásamt skrímslinu og síðustu stúlkunni
lifa eiginlega í öðrum heimi heldur en fullorðna
fólkið eða gamla samfélagið eins og Vera Dika kýs
að kalla það, sem venju samkvæmt stendur hjálp-
arvana frammi fyrir ógninni. Þó má ekki gleyma
því að morðingjar hnífstungumynda koma yfir-
leitt aftan úr fortíðinni eins og áður hefur komið
fram en það gerir að verkum að þeir verða aldrei
hluti af unga samfélaginu, eins og Dika segir.
Í Nightmare on Elmstreet myndunum eru
ungmennin (að síðustu stúlkunni frátalinni) veik-
ar persónur sem sést með þeim táknræna hætti
að Freddy drepur krakkana í gegnum veikleika
þeirra og bókstaflega gleypir sálir þeirra, en Dika
kveður þær vera staðlaðar persónur sem gegna
því hlutverki að láta drepa sig. Hún segir að ung-
lingar hnífstungu-mynda séu aðlaðandi, orkufull-
ir og hraustlegir og séu því mælikvarði á það sem
telst vera eðlilegt gagnstætt afskræmdum og bil-
uðum morðingjanum. Sú lýsing á þó ekki við í öll-
um tilvikum um ungmenni Nightmare on Elm-
street myndanna, en í númer þrjú og fimm eru
þau ýmist taugaveikluð, þunglynd, ofsóknaróð og
haldin sjálfstortímingarhvöt í kjölfars áfalla og
eiga því kannski meira sammerkt með sjúkum
morðingjanum heldur en ungmennum þeim sem
Dika lýsir.
Hvað sem því líður eru unglingar hnífstungu-
mynda almennt sýndir sem kynferðisleg viðföng
og eru Nightmare on Elmstreet myndirnar þar
engin undantekning, en kynlíf í myndunum eða
kynórar leiða oftast nær til dauða og eru hníf-
stungumyndir oft uppfullar af slíkum atriðum. Yf-
irleitt gerist það með þeim hætti að í þann mund
sem ástarfundur ungu elskendanna rennur upp
birtist morðinginn óvænt og reiðir (bit)vopn sitt
til höggs og ungmennin sem eru reiðubúin til að
taka á móti elskhuga sínum eru í staðinn sund-
urrist eða stungin til dauða.
Við það má bæta að í Nightmare on Elmstreet
myndunum er unglingunum ekki aðeins refsað
fyrir að stunda kynlíf eða að láta sig dreyma um
það heldur einnig fyrir allt það sem kann að
brjóta í bága við gildi feðraveldisins, s.s. sjón-
varpsgláp, hreyfingarleysi og notkun ólöglegra
fíkniefna. En einnig má líta á Freddy sem útvörð
íhaldssamra afla sem refsar krökkunum þegar
þau fara út af hinni beinu braut, enda er hann sí-
fellt að innræta þeim einhver félagsleg gildi áður
en hann drepur þau, s.s. að lærdómur sé hollur og
að börn eigi að hlýða foreldrum sínum. En út frá
kenningum James B. Twitchells mætti færa rök
fyrir því að Nightmare on Elmstreet myndirnar
sýni ungum áhorfendunum muninn á réttri og
rangri hegðun, einkum þeirri er lýtur að kynlífi,
og refsingarnar sem liggja við því að fara út fyrir
leyfileg mörk.
Draumameistarinn
Það sem styður þá kenningu að kynlíf sé ban-
vænt í Nightmare on Elmstreet myndunum er að
síðasta stúlkan lifir af í ljósi þess að vera hrein
mey. Hún er yfirleitt kynferðislega óvirk gagn-
stætt frjálslyndum vinum sínum og kemur sér
hvað eftir annað undan því að stunda kynlíf. Sem
dæmi um það má nefna að Nancy lætur kærasta
sinn sofa í öðru herbergi í fyrstu myndinni á með-
an vinir þeirra stunda villt kynlíf í sama húsi.
Kynlífsbindindið verður Nancy og kærastanum
til lífs því sömu nótt er vinkona þeirra myrt af
Freddy á hroðafenginn hátt og kærasti hennar
skömmu síðar.
Þá tákngerist kynferðislegur hreinleiki síðustu
stúlkunnar í þriðju, fjórðu og fimmtu myndinni í
þeim dulræna hæfileika til að hafa stjórn á eigin
draumum og geta dregið aðra inn í þá, ekki ósvip-
að og Freddy getur gert. Sá sem býr yfir þessum
undramætti hlýtur nafnbótina draumameistarinn
og í þessum þremur myndum er hann sá eini sem
stendur Freddy jafnfætis og getur ráðið niðurlög-
um hans. En fræðikonan Carol J. Clover segir í
grein sinni „Her body, himself“ að hin uppsafnaða
kynferðisspenna síðustu stúlkunnar nýtist henni í
baráttunni við morðingjann.
Samkvæmt Dika er síðasta stúlkan yfirleitt
kynnt snemma til sögunnar í hnífstungumynd-
unum og sker sig frá vinahópnum með ýmsum
hætti. En glöggir áhorfendur koma fljótt auga á
hana. Hún veitir t.d. minnstu hættumerkjum at-
hygli á meðan vinir hennar eru ónæmir á þau.
Hún er líka gáfuð og einstaklega úrræðagóð þeg-
ar hún stendur loks frammi fyrir morðingjanum.
Að mati Clover er mesti töggurinn þó í Nancy úr
fyrstu Nightmare on Elmstreet samanborið við
aðrar kvenhetjur, sem vitandi það að Freddy
muni heimsækja hana leggur gildrur fyrir hann
víðsvegar um hús móður sinnar. Þegar Freddy
birtist fær hann það óþvegið og lýkur viðuregin
þeirra með því að Nancy kveikir í honum. En slík
útsjónarsemi hefur gjarnan verið talin til karl-
legra eiginleika og því hafa margir fræðimenn
bent á að síðasta stúlkan sé karlleg persóna. Clov-
er telur nafngift kvenhetjanna m.a. styðja þá full-
yrðingu, sbr. nöfn Marti úr Hell Night (1981),
Switch úr The Texas Chainsaw Massacre 2 (1986)
og Laurie úr Halloween .
Margir fræðimenn, þ.á m. Clover, telja að af
þessum og fleiri sökum séu síðasta stúlkan og
morðinginn að mörgu leyti hliðstæður, hvort sem
það er til marks um neikvæða stöðu kvenna innan
hnífstungumynda eða jákvæða þróun á þessari
kvenpersónu almennt. Að mati Clover má þó
helst sjá þessa hliðstæðu af hlutverkaskiptum
morðingjans og síðustu stúlkunnar sem verða
þegar hún veitir honum mótspyrnu undir lokin.
En það gerist gjarnan þegar síðasta stúlkan hefur
læst sig inni eða kemst ekki út af einhverjum öðr-
um ástæðum. Hún er því nauðbeygð til að snúa
vörn í sókn og leggja til atlögu gegn morðingj-
anum. Í því samhengi mætti t.d. nefna lokabar-
daga sjöttu Nightmare on Elmstreet myndarinn-
ar, þar sem Maggie er orðin innilokuð og kemst
að því sér til mikillar skelfingar að hún er dóttirin
sem var tekin frá Freddy í barnæsku. Skyldleik-
inn með morðingjanum verður varla meiri. Í sama
atriði tekur dóttirin hlutverk föðurins sér á
herðar og ristir hann á hol með hans eigin morð-
vopni, krumlunni, og þar með rennur hlutverk
síðustu stúlkunnar fullkomlega saman við hlut-
verk morðingjans.
Vinsældir myndanna raktar
Nightmare on Elmstreet myndirnar urðu
óhemju vinsælar eins og sagði í upphafi og hafa
ýmsar kenningar verið settar fram til að útskýra
þær. Ian Conrich segir þær m.a. stafa af tækni-
brellunum sem hafi sífellt orðið fyrirferðarmeiri
eftir því sem leið á seríuna. Að hans mati ein-
kenndist umræðan í kringum myndirnar sífellt
meira um tæknibrellurnar einkum í tengslum við
persónu Freddys Krueger, en þegar hann birtist
á hvíta tjaldinu máttu áhorfendur búast við sann-
kallaðri flugeldasýningu.
Conrich bendir líka á að New Line Cinema sem
framleiddi Nightmare on Elmstreet myndirnar
hafi strax markaðssett krakkavarning þeim
tengdum. Eitt af því sem sett var á markað fyrir
börn var eftirlíking af hanska Freddys með til-
heyrandi gervihnífum sem fáanlegur var í öllum
helstu leikfangaverslunum Bandaríkjanna. Leik-
fangið náði útbreiddum vinsældum og á hrekkja-
vökudag árið 1988 mátti sjá börn á öllum aldri í
gervi Freddys, kannski ekki ósvipað íslenskum
börnum uppábúnum sem morðingja Scream
(1996) af sama tilefni. Slagorð auglýsingaherferð-
arinnar í kringum hanskann var: „þú getur líka
orðið bastarður þúsund geðsjúklinga“, en í smáa
letrinu stóð: „varúð: notist ekki í ofbeldisfullum
tilgangi“ og líka „öruggt leikfang“.
Conrich segir að börn hafi getað hringt í til-
tekið símanúmer í Bandaríkjunum þar sem hægt
var að hlusta á Freddy segja hryllingssögur og
barnabók var hönnuð eftir fyrstu myndinni. Að
sama skapi var Freddydúkka framleidd af hinu
virta Matchbox-fyrirtæki í Bretlandi handa
þriggja ára börnum og upp úr. Væri togað í spotta
aftan á baki hennar heyrðist ýmist sagt: „dreymi
þig vel“, „varaðu þig, Freddy er kominn aftur“
eða „verum vinir“. Dúkkurnar gengu út eins og
heitar lummur. Til samanburðar má geta að allt
ætlaði um koll að keyra þegar McDonald́s lét eft-
irlíkingar af persónum Batman Returns (1992)
fylgja barnaboxunum því myndin og persónur
hennar þóttu of drungalegar og ofbeldisfullar og
því alls ekki við hæfi barna!
Svo lesendum sé fyllilega ljóst hversu árang-
ursrík markaðsherferð New Line Cinema var
bendir Conrich máli sínu til stuðnings á að lítil,
sársjúk stúlka sem lá fyrir dauðanum hafi átt sér
þá ósk heitasta að hitta Freddy Krueger og átti
þá ekki við leikarann heldur hinn raunverulega
Freddy. Robert Englund, sá sem lék barnamorð-
ingjann, varð við beiðni aðstandenda hennar og
mætti í fullum skrúða á líknardeild barnaspítal-
ans þar sem hún lá. Litla stúlkan gat því sagt skil-
ið við tilveruna sátt í bragði því hún hafði loks
fengið að hitta átrúnaðargoðið sitt, ófreskju sem
þreifst á því að slátra börnum og unglingum.
Samkvæmt Veru Dika náðu hnífstungumyndir
miklum vinsældum seint á áttunda áratugnum og
í byrjun þess níunda vegna samfélagslegra um-
róta í Bandaríkjunum, sem voru þá að sleikja sár-
in eftir Víetnamstríðið, slæmt efnahagsástand og
auk þess höfðu bandarískir þegnar verið teknir
gíslingu í Íran. Þegar Reagan tók við forsetaemb-
ættinu 1980 reyndi stjórn hans að stappa stálinu í
bandarísku þjóðina með afturhvarfi til hefð-
bundnari gilda í tenglsum við fjölskyldu, heimili
og kristna trú. Áhersla var lögð á lífsgæðakapp-
hlaupið og ákveðna þjóðfélagslega árásargirni,
sem endurspeglaðist m.a. í pönkinu. Á þessum
póstmóderníska tíma náði hnífstungumyndin
ótrúlegum vinsældum, en eins og kom fram í upp-
hafi telfdi hún saman efniviði eldri og nýrri
mynda og var því táknræn fyrir þann hugmynda-
lega hrærigraut sem hafði verið borin á borð fyrir
almenning.
Dika segir að bardagi morðingjans og síðustu
stúlkunnar endurspegli helst þessi átök gamalla
og nýrra gilda og því hafi þær höfðað sterklega til
áhorfenda. M.ö.o. sýna myndirnar að ný lífsvið-
horf þurfi til að komast af, s.s. fyrrnefndan sjálfs-
aga, skýr markmið og árásargjarnt viðhorf, sem
eru sömu gildi og bandaríska stjórnin innrætti
þegnum sínum um svipað leyti. Myndirnar hafi
útskýrt fyrir áhorfendum viss menningarleg átök
sem áttu sér stað í bandarísku þjóðfélagi, sem
minnir aftur á kenningar James B.Twitchells sem
telur hryllingsmyndir búa yfir ákveðnu fræðslu-
gildi.
Loks má nefna að þær skýringar sem hér hafa
verið nefndar til að útskýra vinsældir Nightmare
on Elmstreet myndanna, þ.e. að þær stafi af
tæknibrellum, markaðssetningu eða samfélags-
legu umróti, eru í sjálfu sér engu betri en aðrar
þótt það sé skemmtilegt að skoða þær. Það má al-
veg eins velta því fyrir sér hvort vinsældir mynd-
anna hafi einfaldlega ekki verið eðlilegt framhald
á góðu gengi hnífstungumyndarinnar almennt,
ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur um heim all-
an. A.m.k. hafi þær ekki sungið sitt síðasta því nú
er von á þeirri áttundu og mun hún víst heita
Freddy vs. Jason þar sem samnefndar persónur
etja saman kappi. Greinilegt er að enn er eft-
irspurn eftir Nightmare on Elmstreet myndun-
um og kannski má því vænta þess að íslensk börn
sjáist uppábúin sem illmennið Freddy Krueger á
næstu hrekkjavöku.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
EFNINN
Freddy birtist í ýmsum gervum, t.d. sem matsveinn.
Hér brýst Freddy út úr líkama fórnarlambsins með fyrirsjáanlegum afleiðingum.
Í þessu atriði drepur drepur Freddy fórnarlambið með þeim orðum að lærdómur sé hollur.