Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 2003 13
Þ
ÓRODDUR Bjarnason opnar
sýningu í Listasafni ASÍ við
Freyjugötu í Reykjavík í dag kl.
14. Þóroddur hefur boðið Ívari
Valgarðssyni myndlistarmanni
að sýna með sér í safninu. Verk
Ívars er á efri hæð listasafnsins,
og er innsetning sem saman-
stendur af þremur veggjum salarins. Sá á
hægri hönd þegar upp er komið er málaður
með einni umferð af „sólgult“ Hörpumálningu.
Á veggnum móti glugganum er jafn stór flötur
málaður með tveimur umferðum af sama litn-
um. Á innsta veggnum er hins vegar jafn stór
vídeómynd af þriðju umferðinni, „sólgult“
Hörpumálningu að þorna. „Þetta er blaut
mynd, alltaf fersk og ný,“ segir Ívar, „vegg-
urinn er að þorna frá því að myndbandið hefst,
þá er ég er nýbúinn að sleppa málningarrúll-
unni og því lýkur 50 mínútum seinna. Verkið
heitir Sólgult – þurrktími,“ segir Ívar. Þór-
oddur segir að Ívar hafi verið með svipuð verk
á sýningu í Gerðarsafni fyrir tveimur árum.
„Þá málaði ég veggina í rauðum, gulum og
bláum lit,“ segir Ívar, „og tók svo hvíta litinn
sem er annars á veggjum safnsins, og málaði
eina umferð yfir, þannig að litirnir voru að
hverfa. Það þurfti tvær umferðir í viðbót til að
þeir hyrfu alveg og næsti gæti sett upp sína
sýningu. Ég var líka með þrjá stöpla sem ég
málaði um það bil þrjú hundruð og þrjátíu til
þrjúhundruð og fjörutíu umferðir af beinhvítu,
hjarnhvítu og hrímhvítu. Þannig var komið
þykkt lag ofan á stöplana eins og snjóskafl.“
Ívar segist vilja tengja verk sín raunveruleika
þeirra staða sem hann sýnir á og að þau verði
hluti af þeim kringumstæðum sem við erum
sjálf í þegar við skoðum þau. „Þetta eru ekki
myndir af fjarlægum heimum, heldur sá raun-
veruleiki sem maður stendur sjálfur í.“
Tvívíður sannleikur í þrívíðu rými
Þóroddur segir um verk Ívars að hann finni
í þeim mikla rómantík og fegurð. „Mér finnst
þetta vera svo bein tenging inn í ferla sem
halda áfram inn í samfélagið,“ segir hann.
„Verkin líta út fyrir að vera einföld, en hugs-
unin er heildstæður ferill líkt og við sjáum alls
staðar í samfélaginu. Ívar var einu sinni með
umtalaða sýningu á Kjarvalsstöðum, þar sem
hann var með byggingarefni, málningu og svo-
leiðis dót. Efnin voru á staðnum óunnin og
ómeðhöndluð, – málning í dósum og timb-
urstaflar upp við vegg. Þetta var eins og
stoppistöð í einhverjum ákveðnum tíma, eða
ferli því nú eru þessi byggingarefni sem voru á
sýningunni líklega í einhverjum gangstéttum
sem við göngum á dags daglega eða í húsum
úti um allt land.“ Ívar bætir því við um þá sýn-
ingu að efnin hafi verið eins og náttúrumynd
þegar horft er yfir landið; – hallandi timbur að
vegg sem fjallshlíðar, laufgræn málnig á vegg
og að hvíta málningin í dósum hafi verið eins
og hvítu jöklarnir. „Þetta var allt ósnortið eins
og náttúran.“ Þóroddur segir það skemmtilega
tilviljun að þegar talað er um eitthvað óspenn-
andi sé stundum sagt að það sé álíka skemmti-
legt og að horfa á málningu þorna. „Hér er
það komið,“ segja myndlistarmennirnir hlæj-
andi, en stutt er í alvöruna að baki. „Það getur
ýmislegt verið að gerast þótt það sjáist ekki á
yfirborðinu.“
Hugrenningar um tengsl
fjármagns og myndlistar
Á neðri hæð safnsins málar Þóroddur gyllt-
an ferning á vegg og á honum er þema sýning-
arinnar og inntak, staðfesting þess að það er
Þóroddur sem býður. Eitthvað fleira á þó eftir
að bætast við fyrir opnun. „Ég er kostunar-
aðilinn,“ segir Þóroddur. „Ég hefði aldrei sýnt
hér ef Þóroddur hefði ekki boðið mér það.
Hann er að skapa þá stöðu sem er hér í hús-
inu, og hluti af því er vera þín, hérna núna,“
bætir Ívar við, og Þóroddur áréttar: „Sýningin
er á mína ábyrgð og á minni könnu. Hún vek-
ur hugrenningar um tengsl fjármagns og
myndlistar og tengsl alls í samfélaginu. Þegar
peningar koma í spilið verða allir hagsmunir
skarpari. Sá sem setur pening í eitthvað vill fá
eitthvað í staðinn, og sá sem kostaði þann
kostunaraðila, vill líka fá eitthvað fyrir sinn
snúð. Þetta er endalaus keðja hagsmuna.
Listamenn, þar á meðal ég, eru hræddir við
þetta. Ef það fer að verða of mikið af pen-
ingum í kringum listamanninn verður hann
hræddur og heldur að markaðurinn sé að toga
hann til sín. Það er togstreita í þessu, en stað-
reyndin er að listin og markaðurinn eru hvort
öðru háð, rétt eins og lífið er ein orsaka- og af-
leiðingakeðja.“ Þóroddur segir ástæðuna fyrir
því að hann kjósi að bjóða öðrum myndlist-
armanni að sýna á sýningu, sem upphaflega
átti að vera einkasýning Þórodds sjálfs, vera
þá, að sýningin hittir á tímabil breytinga og
nýs viðhorfs hans sjálfs til myndlistariðkunar.
Ástæðan fyrir því að Ívar er sá listamaður
sem varð fyrir valinu er sú að Þóroddur telur
að myndlist Ívars hafi haft áhrif á sig.
Þóroddur Bjarnason fæddist í Reykjavík
1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi 1990, stundaði
nám við tónlistarskólann á Akranesi 1982–
1990, tónlistarskólann í Keflavík 1990–1991 og
Tónlistarskólann í Reykjavík 1991–1992 og
1994–1995. Hann lauk prófi frá Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1996 og frá Center for
Contemporary Art í Kitakyushu í Japan 1998.
Þóroddur stundar nú MBA-nám við Háskólann
í Reykjavík. Þóroddur hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga og haldið einkasýningar á Íslandi,
víða í Evrópu og í Japan. Hann hlaut 6 mán-
aða starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna
árið 2002 og verk hans eru í eigu Listasafns
Reykjavíkur, Listasafns Íslands og Listasjóðs
Pennans. Þóroddur hlaut viðurkenningu úr
Listasjóði Pennans 1999, og sama ár styrk úr
styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Ei-
ríksdóttur. Þóroddur hefur fjallað um myndlist
fyrir Morgunblaðið, verið stundakennari við
Listaháskóla Íslands og unnið ýmis önnur
störf tengd myndlist. Ívar Valgarðsson fædd-
ist á Akranesi 1954. Hann lauk námi frá
Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1975
og frá Stichting de Vrije Academie den Haag í
Hollandi árið 1980. Ívar hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga og haldið einkasýningar hér
á landi og erlendis. Verk hans eru í eigu Lista-
safns Reykjavíkur, Listasafns Íslands auk
fleiri safna. Ívar hefur hlotið starfslaun úr
launasjóði myndlistarmanna. Listasafn ASÍ er
opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14–18.
ÍVAR VALGARÐSSON SÝNIR Í BOÐI ÞÓRODDS BJARNASONAR Í LISTASAFNI ASÍ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þóroddur Bjarnason og Ívar Valgarðsson við sólgulan „blautan“ vegg í Listasafni ASÍ.
„ÞETTA ER BLAUT MYND,
ALLTAF FERSK OG NÝ“
ALLSÉRKENNILEG sýning
stendur nú yfir í CBGB 313 gall-
eríinu í New York en sýningin
byggir í einu og
öllu á verkum
sem unnin eru út
frá öðrum verk-
um án þess að
leyfi hafi verið
fengið frá upp-
runalegu höfund-
unum. Sýningin
nefnist Illegal
Art: Freedom of
Expression in the Corporate
Age, sem útleggja má sem Ólög-
leg list: Tjáningarfrelsi á tímum
hlutafélaga.
Á sýningunni er disk með lög-
um eftir tónlistarmenn á borð
við Bítlana, James Brown og
Johnny Cash dreift til sýning-
argesta, en flest laganna eiga
það sameiginlegt að hafa þegar
verið tilefni lagadeilna um höf-
undarrétt. Tónlistin er þá enn
fremur gerð aðgengileg á vefsíð-
unni www.illegal-art.org fyrir
þá sem ekki ná að heimsækja
sýninguna og að sögn sýning-
arstjórans Carrie McLaren hafa
ekki enn borist neinar hótanir
um málsókn, en sýningin var
opnuð í nóvember.
„Þeir vita að það jafnaðist á
við sprengjusvæði,“ sagði
McLaren í viðtali við dagblaðið
New York Times. En að hennar
sögn falla tónlistin, myndbands-
verkin, innsetningarnar og önn-
ur verk sýningarinnar undir
„sanngjarna notkun“, klausu í
lögunum sem tryggir höf-
undarétt þar sem rými er gefið
fyrir skopstælingar og lýsingar
á verkunum.
Illegal Art sýningin, sem flutt
verður til Chicago í lok mán-
aðarins, geymir m.a. verkið
State of the Union eftir Brian
Boyce, en verkið spinnur saman
myndefni sem til dæmis er feng-
ið að láni frá barnaþáttunum
Teletubbies eða Stubbunum. Þar
hefur George W. Bush Banda-
ríkjaforseti verið settur í hlut-
verk sólarinnar, sem að þessu
sinni er ill og vinnur að því að
eyða kanínum til þess að rýma
fyrir fleiri olíubrunnum.
Kapphlaup um
dönsku kvik-
myndaverð-
launin hafið
DÖNSKU kvikmyndaverðlaunin,
Robert-verðlaunin eins og þau
eru kölluð, verða veitt 2. febrúar
nk. Kapphlaupið um verðlauna-
veitingarnar er þegar hafið, en
myndirnar „Elsker dig for
evigt“, sem útleggja má sem
Elska þig að eilífu, og „Okay“,
eða Allt í lagi, hafa báðar hlotið
jafnmargar tilnefningar af
dönsku kvikmyndaakademíunni
– níu tilnefningar hvor. Báðar
myndanna nutu mikilla vinsælda
í heimalandi sínu á síðasta ári.
Á hæla Elsker dig for evigt og
Okay fylgja síðan Jeg er Dina,
með átta tilnefningar, Wilbur
begår selvmord, Halalabad
Blues og Klatretøsen með sjö til-
nefningar hver. Bæði Jeg er
Dina og Wilbur begår selvmord
hafa verið teknar upp með ensku
tali en þær keppa um titilinn
besta mynd ársins ásamt mynd-
unum Elsker dig for evigt og At
kende sandheden.
Ólögleg list
Food Chain
Barbie eftir Tom
Forsythe.
Elsker dig for evigt er tilnefnd til níu
verðlauna.
ERLENT
MYNDLISTARMAÐURINN Arnar Herbertsson opnar málverkasýningu
í Galleríi Sævars Karls í dag, laugardag. Sýninguna tileinkar hann Fried-
rich Nietzsche.
„Deila fræðimanna um það hvað nafn hinnar grísku Aríöndu eigi að
tákna í verkum Nietzsches virðist í fljótu bragði vera deila um keisarans
skegg. Hins vegar varpar hún ljósi á þrennt sem vert er að hafa í huga
þegar reynt er að nálgast heimspekinginn Friedrich Nietzsche,“ segir
listamaðurinn.
„Í fyrsta lagi sýnir hún okkur að það er ekki heiglum hent að átta sig á
því hvað Nietzsche er að fara.
Sjálfur lét hann þau orð falla að hann elskaði grímuna.
Þess vegna verða menn oft að taka því sem hann skrifar með fyrirvara.
Það eru orð að sönnu þegar Thomas Mann segir í fyrirlestri sínum um
Nietzsche bókstaflega, að sá sem trúir honum í einu og öllu sé glataður.
Í öðru lagi er þessi deila til marks um þann dæmalausa áhuga sem
hvert einasta smáatriði í verkum hans hefur vakið.
Hún er eilítil vísbending um þá ítarlegu umræðu sem fram hefur farið
um verk Nietzsches á liðnum árum og áratugum. Þar hafa hrannast upp
þvílík kynstur af prentuðu máli að mannsævin dugir ekki til að lesa nema
brot af því.
Í þriðja lagi er þessi deila til vitnis um hversu mikilvæg ævisaga
Nietzsches þykir vera til skilnings á verkum hans.
Því hefur jafnvel verið haldið fram að sú reynsla sem Nietzsche varð
fyrir á lífsleiðinni sé lykillinn til skilnings á þeim fræðiritum sem eftir
hann liggja,“ segir Arnar.
Sýning Arnars er nokkurs konar hugleiðing um ævisögu Nietzsches,
„Handan góðs og ills“, þar sem Arnar leitast við að myndgera texta bók-
arinnar með 32 olíumyndum máluðum á tré.
Arnar Herbertsson er fæddur 1933 á Siglufirði. Hann stundaði nám við
Myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1956 til 1967. Hann hefur tekið
þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis og haldið nokkrar
einkasýningar.
Sýningin stendur frá 11. til 30. janúar.
Frá sýningu Arnars Herbertssonar.
HUGLEIÐING
UM NIETZSCHE