Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003
M
ARGAR stelpur,“ sagði
dóttir mín á þriðja ári
fyrir framan tvískiptan
baðherbergisskápinn
eitt kvöldið. „Ég vil sjá
margar stelpur“. Ég
opnaði þess vegna
speglahurðirnar (sem
minna á tvo fiðrildavængi) þannig að þær nálg-
uðust hvor aðra – hjarirnar eru nefnilega fyrir
miðju. Síðan tók ég hana í fangið, við hölluðum
við okkur fram og stelpan litla sá sjálfa sig í tví-
riti, síðan í fjórriti og loks í áttfaldri mynd þegar
ég dró vængina alveg að vöngum hennar. Hún
skríkti. Mér varð aftur á móti hugsað til fleygra
orða Marshalls McLuhan The medium is the
message. Þau má skilja (og misskilja) með ýms-
um hætti. Sjálfur freistast ég til að túlka þau
þannig að fjölmiðlar samtímans spegli ekki veru-
leikann heldur sjálfa sig.
Það er ekki þar með sagt að ég trúi á slíka
kenningu. Fjölmiðlar eru auðvitað stöðugt að
færa okkur myndir, hljóð og orð sem eiga upptök
sín úti í hinum margbrotna veruleika. Á hinn
bóginn verða þeir af og til uppteknir af sínu eigin
hlutverki við miðlun veruleikans (dæmi: sjón-
varpsútsendingar frá ráðhúsi Reykjavíkur
kvöldið sem framtíð R-listans „hékk á bláþræði“)
og mótun hans (dæmi: mat fjölmiðla á eigin
frammistöðu í tengslum við mál Árna Johnsen).
Og ef veruleikinn lætur á sér standa þá búa fjöl-
miðlar hann bara til (dæmi: íslensk glanstímarit
hafa skapað glansheim ríka og fræga fólksins á
Íslandi).
voru viðtöl við fjölmiðlafólk: Ingva Hrafn Jóns-
son á Útvarpi Sögu og Sigríði Arnardóttur á Skjá
einum. Í síðustu viku, þegar ég brá mér út í búð
og sá mynd af Gísla Marteini og eiginkonu hans á
forsíðu Mannlífs, fannst mér síðan að kenningin
um fiðrildaspegilinn hefði verið endanlega stað-
fest. Nú vantar bara að Jón Ólafsson fái ritstjóra
Mannlífs í sinn frábæra þátt.
(Ég gleymdi mér reyndar þarna í búðinni við
að skoða umrædda forsíðu Mannlífs. Þar voru
margar efnisfyrirsagnir og það tók mig stund-
arkorn að átta mig á hver þeirra átti við bros-
mildu hjónin í skjannahvítu skyrtunum á forsíðu-
myndinni. Á skyrtubrjósti mannsins mátti lesa:
„Bróðir minn misnotaði mig“, á hægri skyrtu-
ermi konunnar stóð: „Fór í aðgerð við flogaveiki“
en þar fyrir neðan: „Brúðkaup til sölu“. Þessum
ratleik, sem útlitshönnuður tímaritsins hafði
vafalítið skipulagt í smáatriðum, lauk ekki fyrr
en neðst á forsíðunni með fyrirsögninni:
„HREIN OG BEIN“. Þá loksins þótti mér að orð
og mynd pössuðu saman.)
En þetta var útúrdúr. Allra skýrasta dæmið
um þá spegilþörf fjölmiðlanna sem hér hefur ver-
ið reifuð eru fjölmiðlapistlarnir sem birtast með
reglulegu millibili í öllum prentmiðlum sem vilja
láta taka mark á sér. Við lestur þeirra þykir
manni sem að vængir fiðrildisins séu við það að
leggjast saman. Nú vantar bara að í einhverjum
þeirra sé fjallað um efni og eðli fjölmiðlapistla.
Þá sannaðist endanlega hið fornkveðna: Fjöl-
miðlar segja sig sjálfir.
Að auki kemur fyrir að fjölmiðlar gleymi sér
skríkjandi fyrir framan eigin spegilmynd. Ég tók
til dæmis eftir því á haustdögum að nokkra laug-
ardaga í röð var einn af þremur viðmælendum í
viðtalsþætti Gísla Marteins Baldurssonar í Sjón-
varpinu einhver annar starfsmaður Ríkisút-
varpsins (m.a. sjónvarpsþáttastjórnandinn Jón
Ólafsson). Það vakti með svipuðum hætti athygli
mína þegar tvö af fjórum viðtölum sem Magasín-
útgáfa DV sló upp á forsíðu um miðjan janúar
FJÖLMIÐLAR
FIÐRILDASPEGILLINN
A l l r a s k ý r a s t a d æ m i ð
u m þ á s p e g i l þ ö r f f j ö l -
m i ð l a n n a s e m h é r h e f -
u r v e r i ð r e i f u ð e r u
f j ö l m i ð l a p i s t l a r n i r
s e m b i r t a s t m e ð r e g l u -
l e g u m i l l i b i l i í ö l l u m
p r e n t m i ð l u m s e m
v i l j a l á t a t a k a m a r k á
s é r . V i ð l e s t u r þ e i r r a
þ y k i r m a n n i s e m a ð
v æ n g i r f i ð r i l d i s i n s
s é u v i ð þ a ð a ð l e g g j a s t
s a m a n .
J Ó N K A R L H E L G A S O N
raun til þess að skapa þessum fyr-
irtækjum tækifæri til þess að hafa
höfuðstöðvar sínar nálægt mið-
bænum. [...]
Ein velheppnuð menningarnótt á
ári hefur lítil áhrif á rekstur fyrir-
tækja í miðbænum – ekki frekar en
að ein þjóðhátíð á ári hefur gert
Herjólfsdal í Vestmannaeyjum að ið-
andi verslunarmiðstöð. Miðbærinn
er í vanda og ef fram fer sem horfir,
þar sem engin raunveruleg úrræði
virðast koma frá meirihlutanum, þá
mun miðbærinn verða að því
„draugabæli“ sem Kornelíus kaup-
maður talar um. Til þess að miðbær-
inn þrífist þarf hann fólk og til þess
að fólk sæki í miðbæinn þarf versl-
anir og fyrirtæki. Á meðan stjórn-
völd í Reykjavík nenna ekki að glíma
við þetta viðfangsefni af alvöru þá
dregur úr líkunum á því að nokkru
sinni verði hægt að snúa þessari
þróun við.
Þórlindur Kjartansson
Deiglan
www.deiglan.com
Í SÍÐUSTU borgarstjórnarkosningum
lagði Sjálfstæðisflokkurinn mikla
áherslu á uppbyggingu miðbæjarins
og varaði við þeim vanda sem versl-
unar- og fyrirtækjaeigendur á því
svæði þurfa að glíma við. Meirihlut-
inn í R-listanum bendir hins vegar á
Menningarnótt sem dæmi um hversu
vel gangi að halda lífi í þessum
gamla kjarna höfuðborgarinnar.
Þegar skyndibitakeðjan McDonald’s
hætti rekstri í miðbæ höfuðborgar-
innar skömmu fyrir áramót vakti það
ekki mikla athygli. Þó má fullyrða að
sú staðreynd að þessi frægasta
skyndibitakeðja heims sjái sér ekki
fært að reka lítið útibú í Austurstræti
segi meira en mörg orð um þá þró-
un sem á sér stað í miðborginni. [...]
Ljóst er að forsenda blómlegs lífs í
miðbænum er ekki síst að nokkur
hópur fólks sæki þangað sín dag-
legu störf og það er í raun dapurlegt
að sjá að á síðasta áratugi þegar
vegur þjónustufyrirtækja, s.s. eins
og fjármálastofnanna, hefur farið sí-
vaxandi, hefur ekki verið gerð til-
Morgunblaðið/Golli
Kuldi.
„DRAUGABÆLI“
Í BORG
I Enn ber höfundarhugtakið á góma í umræðumum bókmenntir. Nú í doktorsriti Ármanns Jak-
obssonar um Morkinskinnu sem hann skoðar sem
heildstætt bókmenntaverk, samið í kringum árið
1220 af höfundi með, að því er virðist, sterka sjálfs-
vitund og mikinn áhuga á því hvernig sögur eru
sagðar. Þótt Ármann bendi ekki á holdgerving höf-
undarins, eins og fræðimenn stunduðu lengi vel
með misjöfnum árangri, þá er þetta merkileg nið-
urstaða. Hún sýnir að íslensk sagnaritun á miðöld-
um var annað og meira en hugsunarlaus end-
urritun eða skrásetning á munnmælum og eldri
textum. Í viðtali í Lesbók í dag bendir Ármann
samt sem áður á að menn séu almennt sammála
um að höfundar miðalda hafi fyrst og fremst verið
safnarar, þeir settu saman sögur úr eldri sögum.
II Í gagnrýni sem birtist í Lesbók fyrir viku héltGísli Sigurðsson því fram að erfitt væri að segja
til um hvenær sú Morkinskinna sem við þekkjum í
dag væri saman sett vegna þess að „textar voru í
stöðugri mótun og endurvinnslu í skrifarastofum
miðalda.“ Þar sem handritið sem við styðjumst nú
við er frá 1280 þá sé vafasamt að líta svo á að það
sé samhljóða þeirri Morkinskinnu sem Ármann
sem skapast milli þess sem skrifar hana og þess sem
les hana. Höfundurinn tilheyrir verkinu en honum
tilheyrir einungis bók, þögult safn ófrjórra orða –
ómerkilegasti hlutur í heimi. Höfundur sem upp-
lifir þessa vöntun telur sér trú um að verkinu sé
ólokið og hann heldur að með svolitlu átaki, nokkr-
um vel vörðum stundum, geti hann lokið því. Hann
tekur því aftur til starfa. En verkið sem hann vill
klára upp á eigin spýtur reynist engan endi ætla að
taka; endirinn er tálmynd vinnu hans. Á endanum
ber höfundurinn ekki kennsl á verkið. Það umlykur
fjarveru hans eins og hin ópersónulega og nafn-
lausa staðfesting sem það er – og ekkert annað.
Þetta er átt við þegar sagt er að höfundurinn, sem
klárar ekki verk sitt fyrr en hann deyr, þekki aldrei
verk sitt. Það ætti kannski að snúa þessari at-
hugasemd við, því er höfundurinn ekki dauður um
leið og verkið verður til? Hann fær stundum hug-
boð um það sjálfur, þá tilfinningu að vera sífellt
undarlega verklaus.
IV Blanchot vildi með öðrum orðum halda þvífram að verk yrði ekki til fyrr en höfundurinn
hefði sleppt af því hendinni og einhver annar kæmi
að því í skapandi athöfn eins og lestri eða túlkun.
segir að hafi verið sett saman um 1220. Hér er ekki
ætlunin að skerast í deilur um uppruna Mork-
inskinnu. Þær eru aftur á móti ákaflega skemmti-
legar í ljósi þeirra hugmynda sem fræðimenn hafa
gert sér um höfunda nútímans.
IIIMaurice Blanchot, sem var franskur bók-menntafræðingur og rithöfundur, sendi frá sér
áhrifamikla bók er heitir L’Espace littéraire eða
Rými bókmenntanna árið 1955. Í henni er að
finna þessa röksemdafærslu: Höfundur skrifar bók
og bók getur aldrei verið neitt annað en takmark-
aður heimur í innri fullkomleika sínum. Bók er því
aldrei kláruð eða ókláruð, hún getur ekki verið full-
klárað verk, hún getur heldur ekki verið verk í
framkvæmd, hún getur aðeins verið. Og vegna þess
að bók getur ekki haft neinn endi eða orðið full-
klárað verk þá getur hún heldur ekki byrjað, hún á
sér ekkert upphaf, hún er aðeins framhald eða end-
urtekning. Þegar höfundur setur punktinn fyrir aft-
an síðustu setninguna hefur hann klárað bók en
ekki verk, og næst þegar hann stingur niður penna
heldur hann áfram að skrifa þessa bók, oft af meira
innsæi en stundum í dauflegri endurtekningu. Bók
höfundarins verður ekki að verki fyrr en í nándinni
NEÐANMÁLS
FYRSTA skáldsaga bandaríska
rithöfundarins DBC Pierre,
Vernon God Little, fær góða
dóma hjá gagn-
rýnanda Guardi-
an sem líkir kald-
hæðnum húmor
Pierre við fyrstu
þætti Southpark-
teiknimyndaserí-
unnar. Sagan
segir frá 15 ára
Texasbúa Vernon
Little og hefst í
kjölfar þess að besti vinur Vern-
ons hefur í eiturlyfjavímu myrt
fjölda menntaskólanema og
framið svo sjálfsmorð. Í Vernon
God Little tekur Pierre á mál-
efnum á borð við dauðarefsingu,
fjöldamorð, vald fjölmiðla og það
þjóðfélag sem sífellt leitar að
blórabögglum. Að mati Guardian
sýnir bókin fátækari þjóðfélags-
hópa Texas og þau vandamál
sem þeir takast á við á einkar
raunhæfan en jafnframt fyndinn
hátt.
Hustvedt tekst á við
hugmyndir
BÓK Siri Hustvedt What I Loved,
eða Það sem ég elskaði, er eins
konar skáldsaga hugmynda. Þar
tekst höfundurinn á við hug-
myndir á borð við hversu mikið
af því sem við skynjum er per-
sónulegt og hversu miklu af því
við deilum með öðrum, hversu
mikið á sér fastan punkt í tilver-
unni og hversu mikið er líklegt
til að breytast. Söguna skrifar
höfundur um margt líkt og gagn-
rýnandi en hún metur, skoðar og
túlkar í skrifum sínum. What I
Loved gerist að miklu leyti með-
al persóna sem eyða miklum
hluta tíma síns í listagalleríum
SoHo-hverfisins í New York og
eru svo uppteknir af því að túlka
líf sitt að lítill tími virðist vera
eftir fyrir þá að lifa því.
Ævisaga Beethovens
HARVARD-prófessorinn og
Beethoven-fræðingurinn Lewis
Lockwood hefur sent frá sér ævi-
sögu tónskáldsins
Ludwigs van
Beethovens, sem
nefnist Beet-
hoven – The Mus-
ic and the Life,
eða Beethoven –
tónlist hans og
ævi. Bókin er ít-
arleg og tekur
bæði á ævisögu
tónskáldsins, þjóðfélags-
aðstæðum á þeim tíma sem og
rannsóknum á tónlist hans, en
Lockwood hefur eytt miklum
tíma í rannsóknir sínar. Að mati
New York Times er erfitt að
finna verk sem fjallar um ævi
skáldsins á jafnítarlegan hátt.
Óðir Hórasar
SAFNRITIÐ Horace – the Odes:
New Translations by Contemp-
orary Poets, eða Hóras – Óðir:
Nýjar þýðingar eftir samtíma-
skáld fær afbragðs dóma hjá
Daily Telegraph, sem segir þá
hugmynd J.D. McClatchy, rit-
stjóra bókarinnar, að fá hóp
skálda til að þýða Hóras á ný
verulega góða. En samsafn óða
Hórasar, líkt og biblían, hefur
lengi vel verið þýtt af nefndum.
Að mati blaðsins er hæfni skálds-
ins við að beita fyrir sig orðum
með litlum blæbrigðamun hins
vegar slík að það þarf á stundum
næmt eyra til að nema muninn.
Aðferð McClatchy að nota ólíkar
þýðingar skáldanna í einni bók
er til þess besta lausnin að mati
gagnrýnandans sem segir verkið
færa lesendur jafnnærri skrifum
Hórasar sjálfs og hægt sé.
ERLENDAR
BÆKUR
Kaldhæðin
kómedía
DBC Pierre
Lewis Lockwood