Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003 Á RMANN Jakobsson ver doktorsritgerð í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands næstkomandi laugardag. Ritið nefnist Staður í nýjum heimi. Kon- ungasagan Morkinskinna og er gefið út af Háskóla- útgáfunni. Ármann er 32 ára og hefur stundað nám í ís- lenskum bókmenntum við Háskóla Íslands frá árinu 1990. Aðalrannsóknarsvið hans er mið- aldabókmenntir og hefur hann birt fjölda greina um það í innlendum og erlendum blöð- um og tímaritum. En Ármann hefur einnig skrifað um bókmenntir síðari alda og raunar verið talsvert umsvifamikill á því sviði. Hann hefur enn fremur fengist við bókmenntagagn- rýni í dagblöðum og haldið úti veftímaritinu Múrnum ásamt bróður sínum Sverri og fleir- um. Þegar afköst Ármanns eru skoðuð þau tólf ár sem liðin eru frá því hann hóf nám við Há- skólann verður ekki annað sagt en hann hafi verið atorkusamur. Hann segist oft hafa hug- leitt að skrifa minna. „Mér finnst ég stundum gera allt of mikið, en þó líður mér einnig iðulega eins og ég sé ekki nógu duglegur og hafi ekkert gert af viti,“ segir hann. „En þetta er meira og minna til- komið vegna aðstæðna. Staður í nýjum heimi er þó öðruvísi en annað sem ég hef skrifað að því leyti að ég hef haft sex ár til að skrifa hana. Mér finnst það muna miklu. Það er góð og gagnleg regla að doktorsefni megi ekki skila ritgerð fyrr en eftir fjögur ár. Fæstir skila fyrr en eftir sex ár í fyrsta lagi. Það verða því engin flýtisverk úr þessu. Þegar ég kláraði bókina var hún sjötíu til áttatíu síðum lengri en nú. Ég held hún hafi batnað mikið við styttinguna.“ Í aðfaraorðum bókarinnar segir Ármann að hún sé afurð íslenska skólakerfisins og þakkar öllum kennurum sínum frá árinu 1976. Í reglum um doktorsnám við Heimspekideild Háskóla Íslands er gerð krafa um að nemend- ur stundi námið að hluta til við viðurkenndan erlendan háskóla. Ármann valdi Kaupmanna- hafnarháskóla þar sem hann var við rannsókn- ir á Árnastofnun í tæpt ár. Hann segir dvölina hafa nýst mjög vel. „Það nýtist mér ekki síst persónulega að hafa búið erlendis um tíma. Það var aftur á móti ekki nauðsynlegt fyrir verkið. Hugmynd- in um að það þurfi að ferðast til að læra á ekki endilega við í nútímanum. Það er ekki lögmál að menn þurfi að fara til útlanda til þess að skrifa fullburða fræðibók. Nægir að minna á menn eins og Stephen Hawking sem er nánast fangi í eigin líkama.“ Áður hefur Ármann sent frá sér bókina Í leit að konungi (1997) sem var M.A.-ritgerð og fjallaði um konungsmynd íslenskra konunga- sagna. Og áhuginn á konungum nær lengra aftur. „Ég byrjaði að hugsa um konungsvald út frá Sturlungu. Ég komst að þeirri niðurstöðu í B.A.-ritgerð að Íslendinga saga Sturlu Þórð- arsonar væri skrifuð frá sjónarhorni konungs- mannsins. Út frá því fór ég að hugsa meira um konungsvald og það efni hafði nánast ekkert verið rannsakað hér á Íslandi. Lá því beint við að grafa sig eins djúpt inn í það og hægt var. Það gerði ég í M.A.-ritgerðinni þar sem ég fjallaði um allar konungasögurnar og viðhorf þeirra til konunga. Ég hef haldið áfram að rannsaka afstöðu til konungsvaldsins í annars konar sögum meðfram doktorsverkefninu. Niðurstaðan er sú að þau viðhorf til konunga sem birtast í konungasögunum eru ekki bund- in við þær. Konungasögur eru þó gagnrýnast- ar á konungsvaldið enda fjalla þær mest um það. Morkinskinna er einna gagnrýnust af þeim, að minni hyggju.“ Við athugun á konungsmynd Morkinskinnu komst Ármann að því að ritið hafði lítið verið rannsakað. Hann segist smámsaman hafa orð- ið vantrúaður á niðurstöður þeirra sem höfðu skrifað um söguna, uppruna hennar og form- gerð. Og þaðan leiddi hvað af öðru. „Með doktorsritinu má ef til vill segja að ég sé loks að klára B.A.-ritgerðina. Sjónarhorn mitt hefur þó breyst á þessari leið. Þegar ég tók að rannsaka Morkinskinnu fann ég að ég hafði einblínt fullmikið á inntak sagnanna, ég var meira að hugsa um hvað er sagt en hvern- ig. Mér þykir bókmenntafræðin eiga það á hættu almennt að tala um hugmyndir frekar en form. Ég ákvað því að leggja áherslu á formgerð Morkinskinnu í ritgerðinni.“ Bútasaumur En hvaða rit er Morkinskinna? „Mín niðurstaða er sú,“ svarar Ármann, „að hún sé konungasagnarit, samið í kringum 1220 af manni sem hefur mikla þekkingu á hirðlífi og íslensku samfélagi, auk þess að vera skáld í þeim skilningi að höfundurinn hefur mikinn áhuga á skáldskap, dróttkvæðum og sagna- flutningi. Ég tek ekki afstöðu til höfundar bók- arinnar. Ég tala um söguhöfund sem röddina í textanum og hugsanlegan holdgerving hennar. Ef til vill gætu verið fleiri en einn höfundur að sögunni en þá starfa þeir sem einn maður, nán- ast eins og tvíburasálir.“ Ármann nefnir tvennt sem sé nýtt í nálgun hans við Morkinskinnu. „Áður hafa fræðimenn talið að til hafi verið rit sem hét Frum-Morkinskinna en ekki varð- veist. Nánast hver einasta grein sem ég sé um ritið ræðir um Frum-Morkinskinnu eins og hún sé veruleiki. En mín niðurstaða er að sú Morkinskinna sem við þekkjum nú sé mjög svipuð því riti sem varð til í kringum árið 1220. Það sé því engin ástæða til að tala um eldri Morkinskinnu frekar en eldri Njálu eða eldri Eglu. Með þessu er eldri Morkinskinna ekki útilokuð en það er ekkert líklegra að hún hafi verið til en eldri gerðir annarra sagna sem við þekkjum. Það er engin sérstök þörf fyrir slíkt rit og það eru heldur engin afgerandi rök fyrir tilvist þess. Það þýðir að við verðum að líta á Morkinskinnu sem rit frá 1220 þótt handrit hennar sé fimmtíu, sextíu árum yngra. Hand- rit sögunnar er eigi að síður í hópi eldri hand- rita á Íslandi, það er eldra en nánast öll Íslend- ingasagnahandrit. Málið og stafsetningin á því eru frekar fornleg. Hitt, sem ég vil telja nýmæli, er að ég skoða Morkinskinnu sem heildstætt verk. Þetta er fyrsta tilraun til að skilja heildarform ritsins. Það merkir ekki að það sé ekki gert úr pörtum, eldra efni sem til var hér og þar. Hið sama á við um Njálu og hvaða sögu sem er frá miðöldum. Það verk sem við þekkjum nú er aftur á móti alveg jafn mikil heild og Njála. Það er iðulega talað um Morkinskinnu sem handrit fremur en sögu. Og það er fjallað um hana sem safn en ekki heildstætt verk. Það er þó enginn munur á Morkinskinnu og til dæmis Heimskringlu hvað þetta varðar þótt hingað til hafi fræði- menn oftast gengið út frá því. Morkinskinna og Heimskringla eru ólík rit að ýmsu öðru leyti, þau eru sett saman á ólík- um forsendum og samkvæmt ólíkri fagurfræði að hluta. Morkinskinna er sérstök fyrir þætt- ina sem fræðimenn hafa einkum talið spilla formgerð hennar. Sagan fjallar ekki öll um konungana sjálfa og meginlínur í stjórnarfari þeirra heldur er miklu púðri eytt í frásagnir sem ekki snúast um stóratburði á ríkisárum þeirra heldur um samskipti þeirra við einstaka menn og hversdagslega hluti. Þetta þótti mönnum ekki passa við konungasagnaformið hér áður fyrr. En þetta er ekkert ólíkt því sem sjá má í sumum riddaralegum konungasögum eins og sögum um Karlamagnús þar sem sjón- arhornið er oft hjá riddurum konungsins. Einnig má nefna Hrólfs sögu kraka þar sem Hrólfur kraki er alger aukapersóna í stórum hluta sögunnar. Morkinskinna er það sem við köllum þætt saga og það á við um margar íslenskar mið- aldasögur. Formgerðin er ekki þessi sígilda sem Aristóteles fjallar um, með upphafi, miðju og endi, heldur líkist meira bútasaum. Heildin er samt sem áður mjög skýr. Í ritgerðinni fer ég mjög rækilega í suma þættina sem tilheyra sögunni og sýni fram á hvernig þeir falla að leiðarstefum í henni. Auðunar þáttur vest- firska og Brjáns þáttur örva hafa verið taldir sjálfstæðir þættir en þegar þeir eru lesnir í samhengi við Morkinskinnu kemur í ljós að þema þeirra á saman við þema hennar. Þætt- irnir eru eins og smámynd af stóru myndinni sem sagan dregur. Slíkar bókmenntir verða ekki til án allrar hugsunar. Ýmsir fræðimenn hafa undanfarið gert því skóna að Morkinskinna sé heildstætt verk en hingað til hefur þó ekkert verið fjallað um hana sem heild, til þess að sýna fram á þetta með skýrum hætti. Ég vona að ég hafi farið lang- leiðina með að gera það í riti mínu.“ Saga um sögu Ármann talar um að Morkinskinna sé öðrum þræði saga um það að segja sögu. Enn fremur talar hann um að sagan sé leit höfundar að sjálfsmynd. Þetta eru einkenni sem gefa til kynna að sagan sé sett saman á mjög yfirveg- aðan hátt. „Þetta er niðurstaða sem fór að sækja á mig eftir því sem á leið. Hvers vegna fer höfundur út í nákvæmar lýsingar á hirðsiðum? Hvers vegna eyðir hann svona miklu púðri í að fjalla um það hvernig Íslendingum gengur við hirð- ina? Hvers vegna skiptir svona miklu máli hvernig skáldum er tekið við hirðina? Mér fannst einhvern veginn að sagan fæli í sér leit að sannleika sem er öðrum þræði sjálfhverfur. Áhuginn á konungsvaldi sprettur af nábýli við konungsvald. Áhuginn á skáldskap sprettur af því að höfundur er skáld. Þetta er sérstaklega áberandi í sögu þar sem sagt er frá Íslendingi sem segir hirð Har- alds harðráða söguna af æskuævintýrum Har- alds. Augljóst er að hirðin hefur oft heyrt þessa sögu. Konungur og hluti hirðarinnar hef- ur lifað þessa sögu. Og auðvitað snýst allt um það hvernig þeir taki frásögn Íslendingsins. Konungur sjálfur reynist vera ánægður og hin- ir eru sammála. En það skemmtilega er að á undan þessari sögu í Morkinskinnu hefur ein- mitt farið frásögn af æskuárum Haralds. Sag- an sem Íslendingurinn segir við hirðina hefur þannig áður verið sögð í sögunni sjálfri. Og ef við gerum ráð fyrir að Morkinskinna hafi verið flutt munnlega þá hefur sögumaður flutt sög- una af æskuárum Haralds og löngu síðar segir hann aðra sögu af manni sem er að segja sög- una sem hann hefur sjálfur sagt áður. Þetta er sérkennilega sjálfhverft og ber vitni áhuga á skáldskap og sagnaflutningi sem er næstum einstæður.“ Sjálfsævisöguleg vídd Hvað segir þetta um sjálfsskilning höfund- arins? „Það er alltaf mjög erfitt að fjalla um sjálfs- vitund á miðöldum. Þrátt fyrir mikla umræðu þá hefur ekki verið hægt að komast áfram á þeirri braut. Ef höfundur Morkinskinnu er alltaf að segja frá eigin hlutskipti reynir hann að fela það. Hann talar ekki um sjálfan sig heldur um sjálfan sig í líki annarra. Þessi sjálfsævisögulega vídd Morkinskinnu er mjög dulin. Hún kemur þó skýrt fram þegar verið er að segja frá Íslendingum sem eru nýir við hirð- ina, eru framandi og afkáralegir. Og einnig þegar sagt er frá þeim sem þekkja vel til siða og hefða í hirðinni. Þegar betur er að gáð má sjá sama manninn í þessum frásögnum því allir hirðmenn sem eru reyndir hafa einhvern tím- ann verið nýir og afkáralegir. Þetta er hvort- tveggja hluti af sömu ævi eða þroska. Viðskipti Snegglu-Halla, sem er nýr og óreyndur við hirðina, og Þjóðólfs, sem er reynt skáld, end- urspegla þetta vel. Þeir fara á endanum að þræta um uppruna sinn á Íslandi og í ljós kem- ur að Þjóðólfur er alinn upp í sárri fátækt; hann hafði étið föðurbana sinn, kálf sem faðir hans hafði fengið sem ölmusu og tókst ein- hvern veginn að hengja sig í. Þetta er mjög á skjön við hirðlífið sem er öllu ríkmannlegra. En þessi sári uppruni sýnir að Þjóðólfur er í raun og veru Halli; hann þykist fínni en þegar kemur að upprunanum þá eru þeir báðir eins. Þetta skildi höfundurinn vel og vildi koma á framfæri.“ Höfundurinn er safnari En hvert er hlutverk höfundarins í samsetn- ingu sögunnar? „Mín skoðun er sú að höfundur eins og þessi sé alltaf safnari. Allt efnið er til einhversstað- ar. Höfundarverkið felst í því hvernig hlutirnir eru saman settir. Hvernig hann segir söguna og hvaða inntak hann býr til með því.“ Höfundurinn hefur sem sé ekki samið þætt- ina í sögunni? „Það þarf hann alls ekki að hafa gert þótt ekki þurfi að útiloka það. Segja má að hann semji þætti sögunnar samt með því að setja þá í þetta samhengi. Í þessari heild hafa þeir al- gerlega nýtt inntak. En auðvitað byggir hann á eldra efni og menn eru almennt sammála um að miðaldahöfundar hafi unnið með þeim hætti. Þeirra skáldskapur fólst ekki í að búa til eða skapa frá grunni heldur að setja saman nýja heild.“ Á síðustu árum hafa fræðimenn reynt að elta uppi sögu- og höfundarvitund í fornsögum og talað um að það væru skáldsöguleg ein- kenni. Ertu á höttunum eftir slíkum merki- miðum? „Nei. Ég held að menn vanmeti sagnfræð- ina, bæði klassísku hefðina, eins og Heródótos, og miðaldasagnfræðina. Ég held að í raun og veru sé Morkinskinnuhöfundurinn að skrifa í svipuðum stíl og allir þessir menn. Við Íslend- ingar höfum aftur á móti ekki kynnt okkur er- lend sagnfræðirit, hvorki frá klassíska tíman- um né miðöldum. Áður en tekist hefur verið á við þessa spurningu á rækilegri hátt er erfitt að fullyrða hvort íslensk sagnarit séu einstök eða öðru lík en ég er frekar á því að það sé fleira líkt en ólíkt með okkar sögum og því sem var að gerast annarsstaðar. Ég myndi því ekki vilja tengja þessi einkenni sem finna má á Morkinskinnu við skáldsöguvitundina. Í slík- um kenningum eru menn á hálum ís þótt ekki vilji ég telja þær þarflausar. Við verðum að hafa það í huga að höfundur Morkinskinnu kemur aldrei fram undir nafni. Ég held hann hugsi frekar um sig sem sagna- ritara en skáld. Það er sterkur sagnfræðilegur keimur af sögunni, til dæmis endalausar upp- talningar á nöfnum og ýmsar sagnfræðilegar BÚTASAUMUR MORKINSKINNU Ármann Jakobsson skoðar konungasöguna Mork- inskinnu sem heildstætt bókmenntaverk í doktorsriti sínu Staður í nýjum heimi sem hann ver við Háskóla Íslands næstkomandi laugardag. ÞRÖSTUR HELGASON ræðir við Ármann um Morkinskinnu sem doktorsefnið segir mynda heild úr mörgum ólíkum þáttum eins og með bútasaumi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.